Þjóðviljinn - 10.07.1953, Page 4

Þjóðviljinn - 10.07.1953, Page 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. júlí 1953 B?YHÍ6!Ime Bjaznason: (Hver er tilgangurinn með þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið síðan 1947, og miðar að því ,að leiða örbirgð og efna- hagslega niðurlægingu yfir ísl. þjóðina? Þessari spumingu verður að svara í tvennu lagi. Hvað vakir fyrir Ameríku- mönnum og ihvað vakir fyrir þjónum þeirra á íslandi? Tilgangur Ameríku- manna með Marshall- áæiluninni og gróði þeirra aí „gjöíunum” Um tilgang Ameríkumanna þarf ekki að fara í grafgötur. Það sem fyrir þeim vakir er að ná kverkataki á íslenzku at- vinnulifi til þess að geta gert ísland efnahagslega ósjálf- bjarga, til þess að geta sjálfir drottnað yfir iþví og gert það að hjálendu sinni. En eins og kunnugt er er áhugi Bandaríkj- anna fyrir íslandi af þeim rót- um irunninn að lega landsins hefur gert það að einni mikil- vaegustu stöð á hnettinum >til árása í komandi styrjöld. Bandaríkin fara sannarlega ekki dult með þennan tilgang sinn með MarshaUáætluninni. Það þarf ekki lengi að fletta í amerískum blöðum til þess að fá þetta staðfest. T. d. skrif- ar tímaritið United States News and World Report 27. febr. 1948: Framkvæmdastjóri áætlun- arinnar verður að vera raun- verulegur forstjóri heimsvið- skiptanna... og hann mun stöðva dollarastrauminn alveg, ef einhver lönd halda ekki skil- yrði hans“. Og bandaríska stórblaðið Saturday Evening Post skrifar 21. febr. 1948: „Vér erum þegar famir að steypa erlendum ríkisstjómum ■og mynda aðrar“. Markvisst hefur verið unnið að því að draga saman seglin í íslenzkri framleiðslu til þess að ísl. vinnuafl værj tH reiðu i þjónustu vígbúnaðar Banda- ríkjanna. Markvisst hefur verið unnið að því að þrýsta kjörum íslenzkrar alþýðu niður á stig nýlendubúans, til þess að Bandaríkin þyrftu að greiða sem minnst fyrir þetta vinnu- afl. Því er haldið fram af her- námsflokkunum að án Mars- hallgjafanna hefðum við ekki getað virkjað Sogið og Laxá og ekki byggt áburðarverk- smiðjuna. Hvað er hæft í þessu? Sannleikurinn er sá að aðeins á þremur árum nemur aukagróði Bandaríkjanna á hinu lága kaupi íslenzkra verkamanna í hernaðarvinn- unni jafn hárri upphæð og allt Marshallframlagið frá upphafi. Ef þeir þyrftu að greiða sama kaup, reiknað í dollurum og þeir verða að greiða verka- mönnum í heimalandi sínu, þá mundi það eitt muna a. m. k. 400—500 millj. króna á þremur árum eða jafnhárri upphæð og allar Marshallgjafimar. Við iþetta bætist að allur innflutn- ingur Bandarikjanna er 'toll- frjáls. Tolltekiurnar, sem ís- land 'gefur Bandaríkjunum með þessum hætti, nema svimháum upphæðum. Það tekur því ekki langan tíma fyrir Bandarikin að fá allar Marshallgjafirnar margfaldlega endurgreiddar. Nú er það komið á daginn að Bandaríkin hafa fyrir löngu fyrirhugað ekki aðeins stór- felldar hernaðarframkvæmdir á Islandi, heldur líka sölsa undir sig dýrmætustu auðlind- ir þess, sem íslendingum sjálf- um er bannað að nýtá. Gróði bandaríska auðvaldsins á því að flytja út auðmagn ,til ann- arra landa byggist á lágu kaupi í þessum löndum, einkum í hjálendum og nýlendum. Það or því augljóst hvílíkan ofsa- gróða Bandaríkin geta haft af því áður en lýkur, að kaup ísl. verkamanna skuU aðeins vera % hlutar af kaupi stéttar- bræðra Þeirra í Bandaríkjun- um. Þó eru þessar fjárhæðir smámunir einir móts við aðra hluti, sem við höfum orðið að láta af hendi til endurgjalds fyrir Marshallframlögin. Við höfum orðið að láta af hendi frelsi okkar til þess að skipta við aðrar þjóðir, frelsi til þess að nýta auðlindir okkar, jafn- vel frelsi til að byggja yfir okkur hús. Við höfum orðið að láta af hendi sjálfstæði lands- ins. Við höfum orðið að láta land okkar af hendi fyrir vig- vélar og morðtól Bandaríkj- anna. Það horfir til landauðn- ar í þeim byggðum landsins, sem liggja að beztu fiskimið- unum, sem til þessa hafa verið okkar líf. Við höfum þegar orðið að láta af hendi lífsham- ingju hundraða og aftur hundr- aða alþýðuheimila. Við höfum orðið að láta af hendi hlutleysi okkar og friðhelgi landsins. Við höfum orðið að láta af hendi sæmd okkar. Og yfir okkur öllum vofir tortímingin, ef áfram verður haldið á sömu braut. Og svo er okkur sagt að blessa Bandaríkin fyrir gjafirnar. Það er gamla sagan, sem Stephan G. Stephansson orðar svo: „Það er öllum auðvaldsklöfum . efling stór að rausnargjöfum. .. Meðan bljúgar betlihendur blessa sína tjóngefendur". Það er því fullkomið öfug- mæli og blátt áfram rógur um islenzku þjóðina, að við getum ekki séð Reykjavík og Akur- eyri fyrir nægilegu neyzluraf- magni án amerískra gjafa. Ef við hefðum ekki verið reyrð í Marshallfjötrana, (hefðu nýju virkjanimar og bygging áburð- arverksmiðjunnar verið leikur einn. Ef við hefðum haldið sjálfstæði okkar og þeirri reisn sem einkenndi þjóðina á árun- ium 1944—46, þá hefðum við lagt í miklu stórvirkari fram- kvæmdir á öllum sviðum. íslenzk gróðastétt í skjóli hernámsins Hvað vakir þá fyrir hinum innlendu þjónum Bandaríkj- anna á íslandi? Það eru ekki allir íslendingar, sem hafa tap- að á því stjórnarfari og þeirri efnahagspólitík, sem hernám- inu fylgir Okkur er sagt að ís- lenzkur sjávarútvegur sé rek- inn með tapi. Satt er það, það hefur orðið taprekstur á sum- um skipum, t. d. sumum tog- urunum. En þjóðarbúið hefur vissulega ekki tapað á því að reka útgerð fiskiskipa þrátt fyrir óstjórnina. Því er nefni- lega svo haganlega fyrir komið að framleiðslutækin, sem draga björg í þjóðarbúið, eru látin vera á heljarþröminni, meðan aðrir sem ekki stunda fram- leiðslustörf raka saman ofsa- gróða. Samanlagður halli tog- aranna mun ekki vera méiri en 10 millj. á ári. En gróði olíu- hringanna einna saman er ekki minni en 40—50 millj. á ári, þar af ísl. olíufélaganna 10—20 millj. Árlegur gróði Lands- bankans er 28 millj. og Eim- skipafélagsins 12—14 millj. kr. Það eru ekki til neinar skýrsl- ur um gróða þeirra fyrirtækja, sem hafa einokun á utanríkis- viðskiptum þjóðarinnar bæði i innflutningi og útflutningi. En víst er að hann nemur mörg hundruð milljónum á undan- förnum árum. Hvaðan kemur þessi gróði? Hann er afrakstur af striti þess fólks sem stund- ar framleiðslustörf, en er þó að langmestu leyti frá sjávarút- veginum runninn, sem okkur er sagt að sé rekinn með halla. Hvar væri gróði • olíuhringanna Lokuð frystihús - Framhald af 1. siðu. inni að b'að utanríkisráðherr- ans hagi skrifuni sínum um vinsamlegar viðskiptaþjóðir og stjórnarvöld þeirra af þeim fádæma ruddaskap og ó- skammfeilni sem Morgunblað- ið hér? FRYSTUR OG SALTAÐUR FISKUR HRANNAST UPP. Framleiðslan hrannast nú upp hér heima. Flest hraðfrystihúsin eru yfirfull og sama er að segja um saltfiskgeymslur. Þó mun útlitið skást með sölu á salt- fiskinum þegar herti fiskurinn er undanskilinn en fyrir 'hann hefur verið sæmilegur rnarkað- ur í Afríku. Segir sig þó sjálft að sá markaður getur fljótlega yfirfyllzt sé framleiðslunnj fyrst og fremst beint að þessarj einu verkunaraðferð. BJARGRÁÐ RÍKISSTJÓRNAR- INNAR: STÖÐVUM FRAMLEIÐSLUNA. Það er einkennandj fyrir nú- verandi afturhaldsstjórn hver viðbrögð ihennar eru þegar hún getur ekki selt fiskframleiðslu landsmanna. Henni kemur ekki til hugar að slaka- á einokunar- böndunum sem útflutningsfram- leiðslan er reyrð í og leyfa öðr- um að reyna að koma vörunni í »-"5W.*473 Bananarnir komnir — með alla þá hættu fyrir vegfarendur sem af beim getur leitt VIÐ, sem tekin erum að nálg- ast þrítugsaldurinn, minnumst þess með gleði, að þegar við voriun smákrakkar fengust í verzlunum þeir gómsætu á- vextir, sem nefnast bananar. Ef vi'ð áttum aura, eyddum við þeim gjarnan í banana, enda voru þsir þá tiltölulega miklu ódýrari en þeir eru nú. — Svo kom kreppan, og nærfellt tuttugu ár li'öu, án þess banani sæist á íslenzkri grund. Ég sá ekki þann avöxt fyrr en í Stokkhólmi, haustið 1946, og búinn að gleyma, hverníg þe;r voru á bragðið. Á sama tíma var heilum skips- förmum af banönum hent í ' sjóinn við strendur Ameríku; en það er önnur saga, sem ekki verður rakin hér. ★ 1 SVO rann loks upp sú dýrð- arstund, ekki alls fyrir löngu, að tekið var áð flytja inn banana að nýju. Hver ein- asti verzlunargluggi státaði nú af þessum fallega ávexti, og það sem manni hafði fund- izt vanta upp á fullkomna mynd af verzlunargluggum bemskuáranna, var nú kom- ið. — En dýrir eru þessir ávextir — við hverju öðru var svosem að búast? Hitt er svo annáð mál, að tilefni þessar- ar greinar er allt annað en það að lofsyngja endurkomu þeirra einungis, Ég er nefni- iega kominn á fremsta hlunn með að leggja til, að hætt verði að selja þá, að minnsta kosti um stundarsakir. * ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja, áð bananahýði, sem liggur fyrir fótum manna á gangstéttum, er einhver hættu- legasti hlutur, sem á vegi manns getur orðið, sé stigið ofan á það. Engum er fært að stíga svo á bananahýði, að honum skrikj ekki fótur, oc; oftast nær með þeim afleið- ingum, áð hann fellur í göt- una, einatt aftur fyrir sig á hnakkann. Appelsínubörkur, eplahýði og annað þesskona" eru mestu meinlcysisfyrirbær' í samanburði við bananahýðið. — En nú er þessu einusinní þannig varið, að hvarvetna á götum bæjarins gefur að líta hýði af banönum. sem hent hefur verið fyrirliyggjulaus:, þegar búið var að éta innan úr því. Slíkt nær engri átt. Hér verður að grípa í taum- ana, ef ekkj af öllum almenn- ingi, þá af lögreglu og yfir- vöidum. Ég hef fyrirhitt fólk á öllum aldri. sem hefur stór- slasazt á þessu hýði, eftir að bananarnir komu aftur til landsins. Það biður mig um að leggja á þáð ríka áherzlu, og einokunarhen-anna, ef hætt væri að stunda sjó á íslandi?; Þær upplýsingar sem til crvt um tekju- og eignaskiptingu þjóðarinnar gefa nokkra hug- mynd um hið taumlausa arð- rán, og þó mjög ófullkomnar, því stærstu auðkýfingarnir eru líka stærstu sérfræðingarnir. >að dylja tekjur sín.ar og ei-gnir. Samkvæmt eignakönnuninní áttu 10% framteljenda nærril 60% allra eigna í Reykjavíki og 100 þeir tekjuhæstu áttu .74 milljónir samkv. fasteigna- mati, sem varla er minna en! nokkuð á Z þús. milljónir að réttu verði, eða a. m. k. ll! millj. á hvern framteljanda. Hinir örfáu íslendingar, semi raka saman gróða á hernams- pólitíkinni líta svo á, að þessa; gróðaaðstöðu sína geti þeir að- eins tryggt í skjóli bandarískr-* ar yfirdrottnunar á íslandi. Flokkskerfi hernámsflokkanna allra er haldið uppi með til— styrk þessarar fámennu gróða- stéttar. (Úr ræð.u)- verð. Þvert á móti. Hennar bjarg ráð er eitt og aðeins eitt: Stöðv- ið framleiðsluna, hættið að draga fisk úr sjó, leggið skipunum og lokið frystihúsunum. M. ö. o. þar sem ríkisstjómin gefst sjálfi upp bannar hún öðrum að leysa vandann. VINNUAFLIÐ í HlERNAÐAR- FRAMKVÆMDIR. Svo virðist sem ríkisstjórnin horfi ánægð og róleg upp á þá þróun að framleiðslutækjunum sé lagt um hábjargræðistíma! ársins en vinnuafl þjóðarinnar; sogist 1 þjóðhættulegar hernað- .arframkvæmdir á vegum iame-> ríska hernámsliðsins. Verður ekki annað greint en ríkisstjóm- in beinlínis stuðli að þessari óheillaþróun og telji hana 'hina æskilegustu. En það eru áreiðan- lega takmörk fyrir því hve Iengi þjóðin horfir upp á slíka glæpa- starfsemi. Því vissulega er það glæpur að koma málum þjóðar- innar i slíkt öngþveiti að binda verði togaraflotann og loka hraðfrystihúsunum, leggja lifs- bjargaratvinnuvegi þjóðarinnar í rúst en beina dýrmætu vinnuafli þjóðarinnar í þjónustu erlends hernámsliðs, sem býr íslending- um tortímingu og dauða náí framkvæmdir þess tilætluðum árangri. að bananahýðinu verðj útrýmt af götum bæjarins, a.m.k. af gangstéttunum, sem allra fyrst. Það*þarf alme.nn sam- tök til slíks. Enda ætti fólki almennt að vera Ijóst, að hætta er á ferfum. — En. hvað á a'ö gera við hýðið, þegar engin ruslakarfa er nærri? spyr einhver. Svar: Það á þá að henda því í rennu steininn, en ekkj á gangstétt- ina eða götuna. — Og sé ein- hver í vafa um hættu þá, sem hér hefur ver'ð gerð að um- . talsefni, er þeim lrinum sama guðvelkomið a'ð stíga sjálfur ofan á næsta bananahýði, sem fyrir honum verður, he’zt nýtt liýði, og rösklcga, með hæln- um — e.n afleiðingunum verð- ur hann að taka ábyrg'ð á sjálfur. Vinsamlegst......

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.