Þjóðviljinn - 10.07.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 10. júlí 1953
7&
etimlisþáttnr
Jakkar harsda sfórum felpum
og liflum
Margar telpur geta komizt af
með jakka í kápu stað. Jakki og
xegnkápa er heppilegri búningur
en sumarkápa, sem >öv«p ^ota
varla nema þegar þau íara út
>að ganga með pabba og mömmu,
og er það nú svo oft? Og ef
telpan á að vera fin, þá er hún
í rauninni alveg eins fín í jakka
og' pilsi. Ef það er í samræmi
hvort við annað er þetta orðin
dragt, og það er ekki nauðsyn-
legt að hVort tveggja sé úr
sam.a efni eins og í frönsku fyr-
irmyndinni. Það má alveg eins
hafa jakkann og pilsið sitt í
hvorurn lit. Dags daglega má
nofa jakkann við sumarkjóla
eða siðbuxur, og það sér ekki
mikið á jakka í leik og
kápu. F.lestar mæður vita af
eigin reynslu, að kápan verður
fyrst óhrein að neðan. Ef jakk-
inn er saumaður úr efni sem
þolir þvott, er hann rríjög hent-
ug ílík og það er um mörg
prýðileg efni að velj;a, svo sem
rifluflauel, þvottaekta gaberdine
og poplin.
j Fermíngartelpan er orðin
’kröfuharðari og sennilega yrði
hún ánægð með glæsilegan dökk-
bláan jakka með hvítum brydd-
ingum. Og áður en hagsýnu hús-
mæðurnar reka upp ramakvein
út af hvítu bryddingunum,
vilj.um við geta þess, að Frakk-
arnir sem eiga heiðurinn .af
bessari fyrirmynd, hafa séð fram
á að bryddingarnar verða fljótt
óhrcinar, og því hafa þeir fest
þær þannig, að auðvelt er að
spretta þeim af. Það er hægt að
Spaugilegir skór
Þáð er óþarfi að hafa sumar-
skóna virðulega. — Á sumrin
hefur maður
leyfi til að
ganga í hinum
hjákátíegustu
skóm, svo
framarlega
sem þeir eru
þægilegir á
fæti. Á mynd-
iimi eru
spaugilegir
strandskór,
sem einnig má
nota sem
venjulega
sumarskó.
Þeir
eru
svartir og hvítir og „yfirleðrið“
er ekki annað en tvær reimar
með snúningi á, svo að þær
verða svartar öðrum megin og
hvítar hinum megin. Skórhir
eru með háum hælum, og þeir
eru svartir öðrum megin og
hvitir hinum megin.
TEBLETTIR nást bezt úr með
því áð núa fötin með glycer-
íni — auðvitað hreinu glycerini.
Látið glycerínið liggja í flíkinni
í nokkra klukkutíma; síðan er
hún þvegin á venjulegan hátt.
þvo og sauma þær á aftur eða
taka þær af fýrir fullt og allt,
þegar jakkinn er farinn að velkj-
ast.
RafmagRsiakmörkun
Kl. 10.45-12.30
Föstudagur 10. júlí
Nágrenni Keykjavíkur, umhverfi
Elliðaánna vestur að markalínu
frá Flugskáiavegi við Viðeyjar-
eund, vestur að Hlíðarfæti og það-
an til sjávar við Nauthólsvík i
Fossvogri. Laugarnes, meðfram
Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal-
arnes. Árnes- oe Rangárvallasýslur.
A. J.CRONIN:
65e
A anMrlegri sírönd
andi.
w „Stórt xljót; og sá sem verður síðastur yfir
það“
Hvaða merkingu hafði þetta? í þessu skræln-
aða landi, þar sem allar ár voru þurrar, var
þetta því nær óskiljanlegt en þó óhugnanlegt.
Lok= íctti hún einbeittnislega úr sér og bolaði
þessum hugsunum frá sér. Hún strauk liárið frá
enninu og ætlaði að rísa á fætur. En um leið og
hún færði stólinn til opnuðust dyrnar og Harvey
kom inn í herbergið.
Hún greip andann á lofti, því að þessi óvænta
komu hans hlaut að boða eit.thvað. Spurning
titraði á vörum hennar. En hún kom ekki upp
orði, heldur horfði á hann kvíðandi augna-
ráði. meðan hanu gekk þögull nær og lét fall-
ast niður í stólinn á móti henni. Síðan leit liann
á hana og hristi höfuðið með hægð.
^Það er ekki það“.
Rödd hans var róleg en þó mátti lesa úr
henni livíða og angist. Hún stamaði:
„Er — er allt í lagi?“
. Nei öðru nær. Henni hefur hrakað siðan
blóðmissirinn hófst. Hún ei alveg máttvana
eftir lokablæðinguna“.
.,Hver.s vcgna ertu þá kominn? ‘
Hann svaraði ekki strax; loks sagði hann með
kaldri festu í röddinni:
. Hennj cr að hraka. Hún hefur ekkert mót-
stöðuafl lengur. En hámarkic getur ekki verið
langt undan. Ef hún gæti lifað til morguns,
væri ef til vill einhver von. Það er til ein leið
til að styrkja þá von. Hún er hættuleg en það
er eina leiðin“.
Húu hvíslaði: „Hvaða leið er það?“
Hann liorfði beint á hana og svaraði: „Blóð-
gjöf“.
Það varð þögn; svai; hans kom henni svo á
óvart að hún varð orðlaus; hún fékk ákafan
hjartslátt. Svo fór hrollur um hana.
, Þú getur það ekki“, stamaði hún. ,,Það er
óhugsandi. Hún er með hitasótt. Það kemur
ekki til mála. Það er ólíkt þér að koma með
svona tillögu".
,,Eg er líka ólíkur sjalfum mér núaa“.
..Væri ekkf bétra“, stundi hún, „væri ekki
betra að bíða — “
,,0g sjá hana deyja af blóðmissinum".
,.Þú getur það ekki“, endurtók hún. ,,Það er
ómögulegt við þessi skilyrði. Sízt af öllu núna.
Þú hefur engin tæki til þess1'.
„Ég hef állt sem ég þarfnast".
,,Þú getur það ekki“. hrópaði hún í þriðja
sinn og neri saman höndunum. „Það er skelfi-
leg áhætta. Hún gæti dáið af því .Og þeir
skella skuldinni á þig. Skilurðu ekki, að þeir
kenna þér um ,ef illa fer. Þeir segja að —“
Hann sagði ekkert. Um varir hans lék dauft
kaldhæonisbros. *
,.í guðs nafni“, kjökraði hún. „Ég sárbæni
þið ð ná í hjálp. Mig hefur langað til að segja
þetta hundrað sinnum áður. Enginn lifandi
maður hefur getað gert meira en þú. Þú hefur
verið dásamlegur. En þessi ábyrgð sern á þér
hvílir — liérna fjarri öllurr. maanabyggðum.
Skilurðu það ekki, að ef hún deyr, þá segja þeir
að þú hafir drepið hana?“
Hún rétti fram titrandi hönd til að snerta
handlegg hans. Ástia á honum blossaði upp
þegar hún sá þreytuleg, sokkm augu hans. Hún
réð ekki við sig. Hana langaði til að kyssa þessi
þreyttu augu — hún þráði ekkert heitar. Tárki
runnu niður kinnar hennar — en henni stóð á
sama um það. Og hann virtist ekki sjá hana.
„Mér sttndur á sama um allt“, svaraði hann
þunglega, ef hún deyr“.
Svipur hennar breyttist eins og hún hefði ver-
ið slegin; hún dró að sér höndina, bar hana
upp að andlitinu til að hylja tárin. Hún saug
upp í nefið og reyndi að bæla niður ekkann.
Loks sagði hún breyttri röddu:
„Ef þú ætlar að gera það — þá —- þá viltu —«
að ég gefi blóð?“
Haim hristi höfuðið.
„Nei“, sagði hann. ,,Það er ekki hægt. Ég
geri þetta upp á mitt eindæmi. Og ef — ef
einhvern er um að saka, þá cr það ég“. Hann
þagnaði.
Hjartsláttur hennar var að kæfa hana.
„Viltu hafa til heitt vate; mikið af heitu
vatni“ Hann talaði lágt og blíðlega. „Og ég
skal láta þig hafa nálamar — það verður að
sjóða þær“.
Svo reis hann þegjandi á fætur. Hann leit
ekki einu sinni á hana þegc.r hann gekk til
dyra.
En hún reis á fætur og elti hann.
XXIV.
Fyrir endanum á anddyrinu stóö gömul Kast-
ilíuklukka, sem hafði verið biluð og úr lagi
gengin, en Corcoran hafði gcrt við hana. Nú
sló hún þrjú hljómmikil högg. Bergmálið barst
eftir skuggalegum göngunum og inn í, sjúkra-
herbergið. Ósjálfrátt leit Harvey á úrið sitt; já,
klukkan var þrjú. Þögnin á cftir klukkuslætt-
inum var óendanlega djúp. Og þó var þögnin
ekki alger því að í sjúkraherberginu heyrðist
þurr og sogandi andardráttur sjúklingsins. En
hann var orðinn samgróinn þögninni. Hann
var einn hjá henni. Hitt fólkið hafði ekki vilj-
að fara í rúmið, einkum hafði Súsanna maldað
í móinn. En liann hafði staðið fast á því. Engar
viðkvæmistilfinningar höfðu íáðið því — hann
fann- að þctta varð svo að vera. Undarleg eign-
arréttartilfinning gagntók hann. Hann hafði
fyrst fundið til liennar, þegar hann hafði fundið
sitt eigið blóð streyma með hægð inn í æðar
hennar. Blóðgjöfin — henni gæti hann aldrei
gleymt. Aldrei. Að sumu leyti var hún alger
fjarstæða. Þetta stóra, auða herbergi, léleg,
gölluð tækin, kvíði, angist, ber handleggur
háns í kertaljósinu, myrkrið umhverfis, ná-
fölt andlir Súsönnu og titrandi fingur — allt
stakk þetta fáránlega í stúf við sjúkrahús-
reynslu hnns.
Þetta var allt fáránlega afkáralegt og dauð-
inn stóð álengdar og veltist um af hlátri.
Þessi aðferð var ekki rétt — ekki vísinda-
lega rétt og nákvæm. Fyrir sex vikum hefði
hann hlegíð að þessu og kallað þetta brjál-
semi.
En nú hugsaði hann ekki lengur eins og til-
raunaglas. Hann vildi bjarga einu manns-
lífi. Hann lét hin lélegu tæki ekki aftra sér,
né heldur hættuna — hína hræðilegu áhættu.
Honum var ljóst að dauðinn beið hennar nema
einhverjum raunhæfum aðgerðum væri beitt.
Það var ekki skynsemi heldur eðlishvöt sem
réð gerðum hans. Hann hafði framkvæmt
GHHf OC CMtWI
Þú gætir kannskl notað þessar buxur, sasðl
sainla konan póöhjartaða við betlarann. Það
þarf bara að ffera svoiítið við þær.
AJlt í Iajji, svaraði betlarinn, ég kem aftur eft-
ir svo sem hálftíma,
Eiginmaður: Ég hef sagt bílstjóranum úpp
vinnunni. Fjórum slnmim hefur legið við
borð að hann dræpi mig.
Eiginkona: Ó, góði, þú hefðlr átt að gefa hon-
um eitt tæidfæri enn.
Dómari: I»ú vlðurkennir að hafa ekið hlöðnum
bíinum yfir nianninn?
Sakbomingur: Já.
Dómari: Og hvað færlrðu fram þér til af-
sökunar?
Sakbomingur: Ja, ég vissi ekki að hlass.ið værl
svona þungt.
Eögreglan: Þér vomð á 60 kílómetra hraða.
Konan: Er það eltkl vel gert — ég sem tók
prófið í gær!