Þjóðviljinn - 12.07.1953, Síða 10

Þjóðviljinn - 12.07.1953, Síða 10
10) ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. júlí 1953 Sumarfizka ungu stúlknanna Flegna bogahálsmálið er mjög fallegt á ungum stúlkum; hins vegar er rétt að varast það ef maður er ekki lengur réttu megin við þrítugt, nema þær sem eru sérlega unglegar. En ungu stúlkunum fer þetta hálsmál mjög vel og það er mjög hentugt á sumarkjóla og strandkjóla. Kjólinn á fyrstu teikningunni er afar auðvelt að sauma. Litla bandið í hálsinn Rafmagnstakmöíkun 1 dag verður straumurinn tekinn af sem hér segir: Kl. 8.30—11.00: Hafnarfjörður og nágr. Reykjanes. Kl. 10.43-12.15 Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar- götu, Bjarkargótu að vestan og Hringbraut að sunnan. Kl. 11.00-12.30 Vesturbærinn frá Aðalst.r., Tjarn- srgötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallar- evæðinu, Vesturhöfnin með Örfir- isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes íram eftir. .4 morgun (mánudag): Kl. 0.30-11.00 Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar- götu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Kl. 10.45-12.13 Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- argötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallar- tvæðinu, Vesturhöfnin með örfir- isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Kl. 11.00-12.30 Hafnarfjörður og nágr. Reykjanes. Kl. 12.30-14.30 Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markaiinu írá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og það- an til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- *rnes. Árnes- oe: Rangárvallasýslur. Kl. 14.30-16.30 Hliðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- tooltið, Túnin, Teigamir, íbúðar- hverfi við Laugamesveg að Klepps vegi Og svæðið þar norðaustur af. heldur kjólnum uppi. Rykkta framstykki'ð er einnig mjög í tízku. Á kjólnum er fast belti úr doppóttu efni sem samsvar- ar höfuðklútnum. Stóru poka- vasarnir eru mjög hentugir, þótt sumum virðist þeir ef til vill ekki prýða kjólinn, enda er óþarfi að hafa þá. Á mæsta kjól er samskonar hálsmál með tveim breiðum renningum í kring, sem hneppt- ir eru saman að framan. Á beltinu er sami stíll. Þetta væri mjög fallegur kjóll úr Ijósbláu, einlitu bómullarefni með hvít- um, snotrum knöppum. Á þriðja kjólnum er hálsmál- ið svipáð, en þó er það ekki út af eins flegið að framan en nær þeim mun lengra út á axl- irnar. Á kjólnum eru örlitlar ermar. Kjóílinn er skreyttur með hvítum, mjóum lissum, og það er auðvelt að sauma þær á flík. Bezt er að teikna á flík- ina með blýanti, hvar maður vill hafa lissurnar og sauma þær síðan á eftir strikin. Nota má venjulegan blýant, því að lissurnal’ hylja strikin eftir á. Annars er þessi kjóll svo ungl- ingslegur að hann hentar telp- um á fermingaraldri, og lissurn ar gera það að verkum að það er auðvelt að stækka kjólinn, því að alla sauma er hægt að hylja með lissum. Sama er að segja um fyrsta kjólinn, því að tilvalið er að geyma afganginn af doppótta efninu til að síkka kjólinn ef ungan stúlkan ætti eftir að vaxa upp úr honum. Flestar fæðingar á næturnar Rannsókn sem gerð hefur verið í Englandi staðfestir þá almennu skoðun, að flest börn fæðist að næturlagi. Athugaðar voru 16:000 fæð- ingar, og af þeim áttu 62% sér stað á tímanum frá kl. 21 til 9 en 38% milli kl. 9 og 21. Flest bömin fæddust milli kl. 2 og 3 á næturnar. 67. A. J. CHONIN: A assstarlegri strönd •1 ~ 11 -— --------- og allri sál sinni. Áður hafði hann hæðzt að Líf liennar var hætt að f jara út. Nú streymdi þessum andlegu tengslum. Þetta var svarið. Hann hafði enga löngun til að biðja; hann gat ekki beðið; en hugsanir hans voru eins og bæn; Ekkert skiptir máli, ef hún fær aðeins að lifa. Hann bað ekki um meira. Ást þeirra byggðist á því — að hún fengi að lifa. Hún stundi veiklulega. Aftur vætti hann enni hennar og varir; hann gat ekki gert meira. Hann hallaði sér upp að rúminu og beið; augu hans voru þrútin af þreytu. Hann var alveg örmagna, en hann vildi ekki láta undan svefninum. Það var eins og þrumuveðrið færðist sífellt nær. Það var eins og dögunin ræki á eftir því. Timinn leið framhjá án þess að hann yrði var við það. Sekúndur liðu — eða klukkustundir — hann vissi ekki hvort heldur. Hann beið og ein- blíndi á andlit hennar. Allt í einu fór titringur um allan líkama hans. Hann beið grafkyrr á hnjátium andartak. Hann þorði varla að draga andann. Á efri vör hennar og enni sáust örsmáar svitaperlur. Þungt andvarp steig frá brjósti hans. Hann þorði ekki að trúa þessu. Hann þorði ekki að hreyfa sig. Loks rétti hann hikandi út höndina. Það var satt. Enni hennar, sem áður hafði vérið þurrt og heitt, var nú rakt. Og andardráttur hetinar var allt í einu orðinn hægari og mýkri, e;ns og kraftaverk hefði átt sér stað. „Það getur ekki verið“, hugsaði hann. „Nei, það getur ekki verið“. Heila eilífð hafði hann þráð þessa breytingu. Og þegar hún loksins varð, gat hann ekki trúað að hún hsfði orðið. Óstyrkri hendi greip hann hitamælinn og stakk honum blíðlega undir handlegg hennar. Það var hálfrarmínútu mælir, en í fátinu beið hann i. fullar tvær mínútur. Hönd han 4 skalf svo mjög að hann var því nær búinn að missa mælinn, þegar hann tók hann út. Von og ótti blinduðu hann svo, að hann gat varla lesið á hann. En loks tókst lionum það. Hitinn hafði lækkað um full tvö stig. Hann reyndi að hafa taumhald á sér. Hann kraup við hlið hennar, andlit hans var svip- laust og liann barðist við ofsalegan fögnuð. Honum var vel ljóst hvað þessi lækkandi hiti táknaði. I svo ofsalegri sótt ,sem blossaði upp eins og eldur, táknaði hitalækkun ekki einungis breytingu til batnaðar. Hún var öruggt bata- merki. En hana trúði ekki ennþá. Hann var enn hræddur. Hann beið í ofvæni. Þegar hann hafði setið á sér i hálfa klukku- stund í viðbót, stakk hann hitamælinum aftur undir handlegg hennar. I þetta skipti var hctid hans styrk. Hitinn hafði lækkað um rúmt stig í viðbót. Allur líkami hennar var nú orðinn rakur. Æðasláttur hennar var styrkari, andar- drátturinn hægari. Jafnvel svipur hennar hafði breytzt og sýndi nú ótvíræð bataínerki. Hann fylltist ólýsanlegum fögnuði, svo djúp- um að hann gaf frá sér gleðistunu. Það var eins og hún hefði heyrt til hans, því að augu hennar opnuðust með hægð. Húa leit á hann sjáandi augum. Augnaráð hennar var skýrt og hún virtist með fullu ráði. Svo talaði hún svo lágt að varla lieyrðist, en með eðlilegri röddu. „Ég hef verið veik“, hvíslaði hún. Orð hennar fylltu hann ólýsanlegri hamingju. „Þér líður betur. Þér er að bataa“. Hún leit á hann eins og hún væri alls ekki undrandi yfir þessum tíðindum. „Já“, sagði hún. „Ég veit það“. Og um and- lit hennar leið eitthvað sem líktist brosi. Það bjó eitthvað þýðingarmikið bak við þetta bros og etthvað óumbreytanlegt. Það var orðið bjart í herberginu; skuggamir voru horfnir og áttu ekki afturkvæmt. Hann gaf henni að drekka; horfði á hana loka aug- unum. nýtt líf inn í æðar hennar, hratt og örugglega. Hún svaf, svefni þreytu og værðar. Hamingju hans varð ekki með orðum lýst. Hann var staðinn á fætur og drykklanga stund stóð hann og horfði á sofandi andlit henn- ar. Hjarta hans var gagntekið sælum fögnuði. Hann langaði til að vekja Súsönnu, Corcoran og segja þeim fagnaðartíðindin. En hann gerði það ekki. Og svo fann hann til sinnar eigin þreytu þráði liressandi útiloft. Hún var sofandi; hún svæfi klukkustundum saman. Og henni var borgið. Hann var orðin hálfringlaður; hann myndi hressast við útiloft. Hann leit í kringum sig að skilnaði, svo læddist hann hljóðlega út úr herberginu. Hann gekk niður stigann og út úr húsinu. Hann fór út í garðinn, í áttina til appelsínutrjánna, þar sem hann hafði staðið hina sælu þjáninganótt. Enn ómaði sami fögn- uðurinn í sál hans. En hann var reikull í gangi. Hann hafði ekkert sofið í þrjár nætur. Hann var örmagna af þreytu. Ekiginn vindblær var úti. Loftið var þungt og kyrrt. Engir fuglar fögnuðu komu dagsins. Jörðin lá auð og þögul og beið komu stormsins. Hvaða máli skipti stormurinn né neitt annað ? Henni var að batna, henni var borgið, hún var lifandi! Gagntekinn hamingju rölti hann áfram gegnum trjálundinn og inn í þéttar runnabreið- ur. Allt í einu heyrði hann undarlegt suðandi hljóð .Það kom ofanað, eins og risastór fluga væri á sveimi um gulgráaa himininn. Eiginlega voru þetta drunur. Háværar drunur. Hann reyndi að horfa upp, en birtan blindaði þreytt augu hans. Hann var hræðilega þreyttur; loks viðurkenndi hann það; ef til vill var það þess vegna sem hann heyrði þessar drunur. Hann sétlaði að hlæja að þessari heimskulegu ímynd- un sinni. Þetta var fáránlegt. En það kom eng- inn hlátur. Augu hans voru að lokast. Hann rið- aði og féll. Um leið og flugvélin lækkaði flugið til að setjast, fleygði Harvey sér útaf á jörðina. Hann lagðist inn í þéttan runn, sem luktist aftur yfir hann og samstundis var liann sofnaður. XXV. Hann vissi ekki, hversu lengi hánn hafði sofið. IJrið hans stóð þegar hann vaknaði. En hann taldi víst, að það væri orðið áliðið. Það var fara að skyggja. Þungir, hlýir regndropar féllu til jarðar. Það voru þeir sem höfðu vakið hann. Þegar hann var búinn að átta sig eftir fyrstu undrimina, lá hann um stund í runnanum, starði upp í ólundarlegan himininn og lét stóra drop- ana detta á enni sér, kinnar og augu. Einn féll á varir hans —- hann-var mjúkur og bragðlaus. Og svo kvað við drynjandi þruma. Það var dá- f Maftur nokkur lá nieðvitundarlaus á götunni. ( Vegfarandl, sem kom þar að, mælti svo: ( Hefur nokkuft sorglegt komið hér fyrlr? ( Víðstaddur: Vift vitum þaö nú ekki s.vo glöggt, ( l»að er víst englnn hér nálægur sem þekkir hann. \ I>að er aldrei að reiða slg á karlmenn. Eg sagði > Jónl að ég vitdi aldrei sjá liann framar. Og j hvað lieldurðu hann liafi gert: stakk bara af ) fyrir fullt og allt. ) Jön kvenpeysa er maður nefndur. Hann var ) umrenningur og Skagfirðingur að ætt. ) Jón heimsótti sr. Jón Konráðsson á Mælifelli, ) Prestur var þá nýlega giftur. ( „Lízt þér ekkl nógu vei á konuna mína?“ spyr ( prestur nafna slirn. ( „Sitt er að jörðu hverri, og þó er á ölluni búið“, ( svaraði Jón. ( (Úr lsl. fyndni).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.