Þjóðviljinn - 14.07.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.07.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur lá.júlí 1953 LcmdfræSiágrip usn Kúmeniii Um undarlegar og aðskiljanlegar náttúrur lengdarbauga Þeir munu halda áfram aðfi sitja fundi í Wasliington og? láta fréttastofur vítt um heim j gapa yfir slúðri sínu og geip- an. París verður sem áður höfuðstaður tízkunoar í ver- öldinni, London enn miðstöð víðáttumesta ríkis á jörðu. Þessar borgir hafa lengi gert sér háar hugmyndir um vald sitt og áhrif, og sízt að raunalausu. En þar ráða ríkj- um gamlir menn með úreltar hugmyndir. Og þessvegna munu borgir þessar þokast í skuggann í næsta mánuði fyr- ir lítillátri borg í suðaustur- horni Evrópu: Búkarest, höf- uðborg Rúmeníu. Frá 2. til 16. ágúst mun þungamiðja heims- ins verða í þessum stað, því iþar mun æskan ráða lögum og lofum þennan tíma — æska hinnar ungu og sigurvísu hug- sjónar um frið á jörðu og vin- áttu milli allra þjóða og manna. Islenzkt landfræðiágrip frá 1950 hermir að Rúmenía sé 237 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli, eða rösklega helm- ingi víðáttumeiri en Island. Ráðstjórnarlýðveldin Moldavía og Úkraína liggja austan og norðan að landinu, Ungverja- land norðvestan, Júgóslavía vestan, Búlgaría sunnan, en suðausturhorn landsins veit að Svartahafi. Rúmenía nær skammt suður fyrir 44. breidd arbaug, smáhorn norður fyrir 48. gráðu. Frá austri til vest- ur spennir landið milli 20. og 29. gráðu austlægrar lengdar. Höfuðborgin Búkarest liggur skammt norðan 44. breidd- argráðu. Reykjavík er rétt fyrir norðan 64. gráðu; hver breiddargráða er 115 kíló- metrar, og er Búkarest þannig 2300 km sunnar Reykjavík. Hinsvegar vandast málið held- ur en ekki er að því kemur að ákvarða hve miklu austar höf- uðborg Rúmeniu liggur. En vandinn er svo skemmtilegur að ég hlýt að segja frá hon- um. j Reykjavík liggur á 22. gráðu vestlægrar lengdar, Búkarest á 26. gráðu aust- lægrar lengdar. Munurinn er ~48 gráður. En m'i er það sem málið vandast, því lengdar- gráðumar cru misstórar eftir því hvar maður er staddur í veröldinni. Á 64. breiddar- gráðu er lengdargráðan röskir 40 km. Fylgi maður nú 64. breiddarbaugnum, sem Reykjavík liggur á, auctur á 26. lengdarbaug kemur út að Búkarest er tæpum 2000 km austar Reykjavík, það er að segja 40 (km) sinnum 48 (gr). En ef maour tekur nú aðra Bukarestþættir stefnu frá Reykjavík og fylgir 22. lengdarbaugnum suður á 44. breiddarbaug, sem við vor um að segja að Búkarest lægi á, og snúum þaðan beint í austur áleiðis til Rúmeníu, þá er það miklu lcngri leið en sú er við fórum austur 64. breidd arbauginn. Lengdargráðurnar eru að vísu jafnmargar, eða 48, en þær eru bara miklu lengri (ef svo má að orði komast) eftir því sem nær dregur miðjarðarlínu; og veld- ur þessu lögun jarðar. Hins- vegar veit ég ekki hve lengd- argráðurnar eru margir km við 44. breiddarbaug — og af þessum sökum er mér alls ó- kunnugt um það hve miklu austar Búkarest liggur Reykja vík. Sleppum þessu gamni, nema einhver vilji taka fram landabréfið sitt. Jörðin ætti að vera ferhyrnd pönnukaka. Búkarest stendur sunnar- lega í austurhluta landsins, á bökkum árinnar Dambóvitsu. Kemur hún upp í Transáyl- vanísku ölpunum, en svo nefnist syðsti hluti Karpata- f jalla, og fellur í Dóná á landa- mærum Búlgaríu og Rúmeníu. Er borgarstæðið talið mjög fallegt, á lágum hæðum við bláan straum. í heimild frá 18. öld er Búkarest nefnd „fagur og fjörugur bær“. En það hafa gengið erfiðir tímar yfir þjóðina, og það er fyrst eftir að núverandi alþýðu- stjórn komst þar til valda sem tekið var ai sýna borg- inni fulla rækt. Þt er hún að sjálfsögðu allauðug af forn- um stórhýsum: höllum aðals og konunga, kirkjum, og fleiri húsum er valdastéttin reisti sér til dýrðar og unaðs- auka. Hafa margar þessar hallir nú verið gerðar að söfn- um, og segja þeir sem verið hafa í borginni að þar sé margan merkilegan grip að sjá. Mikið er um opin' svæði í borginni: garða og skemmti- svæði. Er Búkarest talin ein skógivaxnasta borg í Suður- Evrópu. Ekki má heldur gleyma nýjum og nýlegum i- þróttaleikvöngum, eða útileik- húsinu sem við birtum mynd af á sunnudaginn. Margar götur er nýlega hafa verið lagðar eftir nýjum skipulags- uppdráttum eru afarbreiðar, eins og búlevarðar í vestræn- um borgum, prýddar trjáröð- um enda á milli. 1 Búkarest býr nú um hálfönnur milljón manns, eða tíu sinnum fleiri en á öllu Islandi. Meðalhiti heitasta dagsins í Búkarest er 35 stig, og mega nú ýmsir krossa sig. Þar er lítil úrkoma á sumrin, en mikið sólskin. Ibúar Rúmeníu eru milli 16 og 17 milljónir, af mörgum þjóðum komnir. Langflestir eru þó „Rúmenar" sjálfir er rekja ættir sínar til hinna fornu Rómverja er réðu yfir landinu á stórveldistima sín- um. Aðrir draga þá ættfærslu Hér getur að líta rúmenskt hvíldarheímili verkamapna í Válea. Kasinúlúí-hæðunum. Milli tvö og þrjúhundruð þúsund verka menn njóta ókeypis sumarlcyfis við fjall og strönd í rúmenska alþýðulýðveldinu — í höllum sem aðallinn einn gein áður yfir. í efa. Margt fólk af þýzkum ættum býr í landinu, einnig magýarar og fleiri þjóðir. En það er allt dökkt yfirlitum, brennt hinui heitu sól suð- rænnar heiðríkju. Aðalatvinnuvegur þjóðar- innar hefur um langan tíma verið landbúnaður, en á sið- ari árum liefur vaxandi á- herzla verið lögð á iðnaðinn. Má meðal annars marka það af hinni háu íbúatölu Búka- restborgar er stendur langt inni í landi. Fiskveiðar eru all- miklar í Svartahafi; og má þá geta þess, sem rúmenskt rit á ensku fortelur oss, að nafn sjávar þessa só ekki dregið af lit hans heldur af stórviðr- um þeim sem þar skella stund- um allsnögglega á, með mann- sköðum og harmi. Það er sál- rænt nafn. — Ekki má heldur gleyma olíulindunum í Pló- estí, eigi alllangt frá Búka- rest, en þær eru hinar mestu í Evrópu. Árið 1938 nam olíu- framleiðslan 6.594.000 tonna, en sama ár var maísuppsker- an 5.223.000 tonn. Svona mætti halda lengi á- fram, ef maður hefði nógan tíma og næga þekkingu. En eins og fyrri daginn verður sjón sögu ríkari. Eftir mánuð hafa 200 Islendingar kynnzt rúmensku þjóðinni og landi hennar af eigin raun. Allt bendir til þess að það verði dýrlegir dagar. B.B. S. H. skrifar: — „Bæjarpósh'r góður! — Ég ætla að segja þér ofurlitla sögu. Hérna um kvöldið gekk ég inn í veitinga hús og ætláði að fá mér kaífi- sopa, sem ekki er í frásögur færandi. En af því að í þeirri reisu minni bar nokkuð það fyrir augu mín, sem mér þótti í hæsta máta ógeðfellt, skrifa. ég þetta. Fyrst þarf ég þá að gefa stutta lýsingu á veitinga- stað þessum, sem er gamalt og hrörlegt hús í hjarta höf- uðstaðar vors. í anddyri húss ‘ þessa er afþiljuð skonsa, scm notuð er fyrir tóbakssölu o. fl. í horninu bak við hana er eitt borð fyrir gesti; en með- fram hinni hliðinni er laug- borð eitt, þar sem stúlkur vinna að veitingum. Og nú hefst frásögnin. KVÖLD EITT, þegar óvenju- lega mikið bar á hinum svo- nefndu „varnarlicsmönnum" í bænum, hugðist ég ljúka upp dyrum áðurnefnds veitinga- . húss.. Gekk það treglega, og fann ég, að þröng mikil var fyrir innan, en lpks ga.t ég opnað og gengið inn. Sá. ég þá, að nokkrir hernámsliðs- íslendingar látnir sitja á hakanum — Hinir borða- lögðu ganga íyrir — Eru veitingahús bæjarins orðin vinnumiðlunarstofur gleðikvenna? menn stóðu í þéttum hnapp framan við langborðið í mjög nánum samræðum við tva'r hvítklæddar meyjar, sem áttu •að gegna vinnu sinni innan við borðið, en sem nú hö:ðu alveg gleymt verki sír.u og jafnvel stað og stund, vtgna hinna „góðu gesta“. Varft þetta stefnumót mjög til traf- ala fyrir gesti staðarins — Hugðist ég nú bregða mér að tóbakssölunni. Sat þar ung stúlka innan við „glerið" á litl um kassa, en á öðrum kassa við hlið hennar sat • ungur maftur. Stúlkan leit upp, sá mig, flýtti sér ekkert en hélt áfram að tala við vin sinn. Heyrði ég nú, að samtalið fór fram á ensku, og vissi ég þá, hvaðan vindur hlés, enda þótt maður sá væri borgaraklædd^ ur. Loks fékk ég mig afgreidd an og fyrirgaf stúlkunni, bót.t hún hefði ekki tíma til að segja „Gerið þér svo vel“. JÆJA, nú hugðist ég fá mér sæti við borðið í horninu. En, vei mér aumum! Öðrum megin við það sat þá amerískur lier- maður í mjög djúpum samræð um við kvenmann, sem sýni- lega var ein' af afgreiðs.lu- stúlkum hússins, því hún var í ljósbláum kjól með hvíta svuntu. Vonsvikinn gekk ég inn í aðalsalinn og pantaði kaffi, en alltaf var sífel'dur straumur hermanna út og inn, og allir virtust mjög nánir vinir afgreiðslustúlknanna. En jafnframt. fjölgaði stöðugt ís- letidingunum við borðin, . er biðu eftir afgreiðslu. Þeir máttu bíða. Þeir höfðu enga gyllta hnappa. Þeir höfðu eng ar snúrur eða borða, og þeir voru ekki eins „kaidir“ og John eða James að skjóta menn. ÉG YFIRGAF hús þetta þung- ur í skapi, vitandi það, að sama sagan endurtók sig dag hvern á flestum veitingastöð- um bæjarins, þar sem bókstaf- lega allt virðist hjálpa til við aukna ky.nningu hemámsliðs- ins og íslenzkra stúlkna. Mann hryllir við, þegar svo, auk þess, blasir vift' hin ömurlega staðreynd, að víða í bænum standa opnir ti] afnota nætur- sta'Öir fyrir þetta útlenda lið og vinkoaur þess. — Auðvitað fyrir hátt gjald. — Við slíkar hugsanir spyrja margir, sem uggandi eru um framtíðina: Var nauðsyn-egt að færa slík- ar fómir? — Islenzk stjórnar- völd svara játandi. „Við urð- um að fá vernd, frelsið var í ve'ði.“ ★ ÞAÐ ER hægt að leiða það hjá sér, þótt íslenzkar stúlkur sýni erlendum hermöemum blíðuhót inni í myrku porti og skítugum sundum. Það er hægt að leiða það hjá sér, þótt amerískur jeppi staðnæm ist í Hafnarstræti og losi sig við daúðadrukkna stúlku, 16 ára, sem búin er að gegna skyldu sinni fyrir málstað þjóðar sirniar og frelsi henn- ar. Það er hægt að leiða það hjá sér, þótt til séu staðir í bænum, sem þessum elskend- um er leigt liúsnæði í 2—3 klukkustundir eða heila nótt. Við öllu þessu er hægt að snúa baki og segja: „Þetta verður að gerast, frslsið er í veði“. En þá fyrst kastar tólf- unum, þegar manni er ekki vært inni ,á veitiagastað við kaffið sitt fyrir erle.udum lýð og íslenzkum vændiskonum. Umhverfi fyrir ieik þeirra vir'ðist manni frekar vera kola sund og húsaport, mannlausir braggar, bátar í slipp og aðrir miður virðulegir staðir. Þess vegna skulu lokaorð mín bein- ast til þeirra. sem veiticiga- húsin reka: Engi.nn væntir þess, að þið hugsið um hag þjóðarinnar og uppvaxandi æsku. En ef þið viljiö hugsa um ykkar eigin álit og mann- Framh. á 11. gíðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.