Þjóðviljinn - 14.07.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.07.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 14. júlí 1953 Þvi þuría húsmœSur a3 vera kauSalega klœddar? Áður fyrr var Elsa alltaf mjög vel búin, en síðan hún giftist og fór að hugsa una heimili, er allt öðru máli að 'gegna. Hafið Júð ekki heyrt eitthvað þessu líkt oft og mörgum sinnum? Og það er satt að giftar konur eru sjaldnast eins vel búnar og.þær ógiftu og það er oft af þeirri einföldu ástæðu að gifta konan getur ekki eytt eins miklu í föt, og við heimilisstörfin er óþaríi ■að vera vel klæddur því að þá sér mann enginn. Smám saman minnkar áhuginn á ytra útlit- inu og fyrr en varir er vel búna stúlkan orðin að kauðalegri hús- móður. Og í rauninni er það leiðinlegt. Það er ekki mikið búið til af kjólum sem eru bæði hentugir handa húsmæðrum og snotrir um leið. Ag vísu hefur dálítið rætzt úr þessu undanfarin ár og það má gjarnan batna enn meir. Kona sem saumar á sig sjáif er ekki eins illa á vegi stödd, og kjóll og svunta í samræmi hvort við annað er smekklegur vinnu- búningur. Flestar húsmæður fá sig ekkivtil að ganga í góðum kjól við heimilisstörfin, því að Raímagnslakmörknn 1 dag verður straumurínu tekinn af sem hér segir: Á morgun (mánudag): Kl. 9.30—11.00: Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- argötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallar- evæðinu, Vesturhöfnin með örfir- isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes *ram eftir. Kl. 10.45-12.15 Hafnarfjörður og nágr. Reykjanes. Kl. 11.00-12.30 Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- eund, vestur að Hlíðarfæti og það- an til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- arnes. Árnes- og Rangárvallasýslur. KL 12.30-14.30 Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesv. að Klepps- vegi og svæítið þar norðaustur aí. Kl. 14.30-16.30 Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar- götu, Bjarkargötu að vestan og Hringbrautar að sunnan. annað hvort eyðileggst hann eða í að hann er falinn bak við svuntu eða slopp og þá má alveg eins vera í gömlum kjólgopa. En væri ekki tilvalið að sauma snotran kjól í stíl við svuntu; þá er hægt að vera vel búin og hlífa kjólnum um leið, og það er þægilegt þegar gestir koma að þurfa ekki að skammast sín fyrir svuntuna. Einlitur, rauður bómullarkjóll, bryddaður með rauðu efn.i með hvítum doppum, er ef til vill of góður í húsverk- in, en er þá ekki tilvalið að nota við hann svuntu í sama stíl. Það er hentugt að eiga tvær svuntur við kjólinn; svunt- un.a þarf að þvo oftar og það er 'gott að eiga til skiptanna. Ef svuntan á að gegna hlutverki sínu þarf hún að vera heldur síðari en kjóllinn, svo að maður ei-gi ekki á hættu að óhreinka faldinn á kjólnum. Kjóllinn með fellingunum er úr Ijósu, einlitu efni. Hann má vera úr gulu, hvítu, Ijósbláu eða Ijósgráu efni, og ef hann er bryddaður með rósóttu efni og við hann notuð stór, rósótt hlifðarsvunta, er hann alls ekki mjög við- kvæmur. Og rósótt svunta er alltaf hentug, þvi að fingraför barnanna sjást alls ekkj í rósa- mynztrinu. Við sögðum hér um daginn frá því að ölæði og ryskingar hefðu orðið i húsi einu hér í bænum. Sveinn Sæmundsson, yfirmaður rannsóknarlögregl- unnar, gaf blaðamönnum í gær skýrstu |um máj þefeta, enda 'hafði Tíminn blásið það út af venjulegr.j .háttvísi. Kom í ljós af skýrslu Sveins að hér var um að ræða konu og þrjá menn og afbrýðisemi Qg áfengi, og er Það ekkert sérstaklega í frásögur færandi. Allar rosafregnir um stórkostlega barsmíð reyndust uppspuni, og er mál þetta hér með úr sögunni að því er Þjóð- viljann varðar. A.'J.CRONIN: Á an samlegt. Hann sá enga eldingu, en um leið var eins og flóðgáttir himinsins opnuðust og regn- ið fossaði yfir hann. Hann spratt á fætur, hló eins og drengur og hljóp í skjól. En hvað honum leið vel, en hvað hann var hress og endurnærður. Loks var ó- veðrið komið — það hafði tafizt svo lengi, að það var tvíeflt þegar það kom. Önnur þruma kom honum til að hlæja af fögnuði. Og þessi gleði hans var ekki ástæðulaus. Um leið og hann vaknaði hafði hann munað eftir því: henni er að batna. Það var dásamleg hugsun, óendan- lega dýrleg hugsun. Betur — Mary leið betur! Hann hljóp yfir akbrautina og sá aðeins út- undan sér að það voru nýleg hjólför í sandin- um. Hann þaut inn í húsið, hristi vætuna af jakkanuru sinum og kastaði mæðinni í anddyr- inu. Enn var dauðakyrrð í anddyrinu — en kyrrðin var ekki lengur ógnandi. Dymar að borðstofunni stóðu í hálfa gátt. Hann gekk þangað og leit inn fyrir. Innan um kyrrláta skuggana í þessu undarlega og kunnuglega herbergi, sat markgreifafrúin ein að snæðingi. Það var uandarlegt —! Ilonum varð hverft við, og hann minntist fyrsta fundar þeirra, þegar hann sá hana svartklædda, hringskreytta og virðulega. Og það var eins og hún vissi, að hann var þarna. Hún leit upp og leit á hann undrunarlausum augum. ,,Þú ert kominn aftur,“ sagði hún rólega. „Það er mér að skapi. Og þín var von. Hér eru ávextir og mjólk sem bíður þín. Alveg eins og fyrst." Hann brosti til hennar. ,,Eg er búinn að sofa lengi,“ sagði hann. ,,Á furðulegum stað. En ég ætla að líta upp á loft, áður en ég borða." „Fyrst verður þú að borða,“ sagði hún stilli- lega. „Hinn vitri gleðst yfir því sem hann hef- ur, en fíflið sækist eftir meiru.“ Honum var skemmt. ,,Nei, nei.“ sagði hann. „Eg ætla upp á loft.“ Hann þagnaði. „En cg skal fá mér mjólkurglas ■fyrst.“ Hann gekk að borðinu, hellti mjólk í glas og teygaði hana. Hún bragðaðist sérlega vel. Svo tók hann nm glasið báðum liöndum og sagði: „Hvar er hitt fólkið ?“ „Ameríkanan — er uppi á lofti." Hann hafði gert ráð fyrir því, en hún hélt áfram: „Og E1 Corcoran — hann kemur aftur. Hann fór til Santa Cruz með escolta." Hann leit á hana undrunaraugum. „Escolta — ég ckil ekki það orð.“ „Orð og fjaðrir berast með vindinum.“ Hann brosti aftur, en nú var bros hans hikandi. „Það má vera að ég sé heimskur. Eg skil þetta að minnsta kosti ekki enn.“ „Heimsku er ekki hægt að lækna. Sagði ég ekki að óveðrið kæmi?“ Hann leit á hana, gripinn skyndilegum kvíða. Sviplaust andlit hennar, sem virtist búa yfir óendanlegri vizku, gerði honum hverft við. „Hefur eitthvað komið fyrir?“ hrópaði hann. „Hvers vegna fór Corcoran til Santa Cruz? Af hverju segirðu mér það ekki. ? ?“ Hún hélt áfram að skera fíkju í örsmáa bita eins og hún hafði gert fyrsta kvöldið. Hún hristi höfuðið lítið eitt og sagði: „Sá sem horfir ekki fram á við, er skilinn eftir.“ Það varð þögn. Allt í einu fannst honum eitt hvað óheillavænlegt við undanbrögð hennar. Án þess að mæla orð lagði hann glasið frá sér á borðið og þaut út úr stofunni. Hann hljóp upp á loftið og æddi inn í svefnherbergið. Þar nam hann staðar. Hann gat ekki — hann trúði ekki sínum eigin augum. strönd .. ..................^ Enginn var í herberginu nema Súsanna Tranter. Rúmið var tómt: glugginn stóð gal- opinn og við gluggann lá Súsanna á hnjánum. Hún var með hatt á höfðinu. Hún var ferðbú- in. Og hann sá að hún var að biðja. Það var eins og kaldar hendur gripu um hjarta hans. „Hvað hefur komið fyrir?“ hrópaði hann æstur. „Hvar er Mary?“ Hún leit við og um leið kom fagnaðarsvip- iu' á andlit hennar. Hún reis vandræðalega á fætur. „Þú ert kominn aftur,“ stamaði hún. „Ó, hvað ég er fegin. Lifandis ósköp er ég fegin. Við vissum ekki, hvað hafði komið fyrir — hvar þú værir. Eg var hrædd. Hræðilega hrædd.“ „Hvar er Mary?“ hrópaði hann. „Segðu mér það. I guðs bænum segðu mér það.“ Að utan heyrðist drynjandi þrumugnýr og snörp vindhviða skók rúðuraar til. „Hún er farin.“ „Farin?“ „Þeir fóru burt með hana.“ „Fóru burt með hana?“ hann endurtók orð hennar furðu losinn, svo lágt að varla heyrðist; ~ svo bætti hann við með sama rómi: „Hverjir fóru burt með hana?“ Hún leit á hann og í augnaráði hennar band aðist afbrýðissemi og meðaumkun; svo sagði hún: „Eiginmaður hennar.“ Hann horfði ringlaður á hana. Hann skildi þetta ekki. Eftir andartak hélt hún áfram hik- andi: „Hann kom snemma í morgun. Þú varst ekki hérna. Har.n kom með flugvél frá Englandi — sjóflugVél. Hann beið héma í marga klukku- tíma. Og þú komst ekki. Og þá ákvað hann að fara burt með hana. Hann sá um allt. Það hefði ekki verið hægt að gera það betur. Það er hálftími síðan hún fór. En hún er farin. Nú er hún í Santa Cruz. Hann einblíndi á hana, svo grafkyrr, að það var eins og hann væri steinrunninn. Hann gat ekki hreyft sig; hann gat ekki andað. Mary var farinn. Og það var eiginmaður hennar sem hafði farið burt með hana. Eigin- maður hecinar. Það var hræðilegt og þó svo undureinfalt. Allt annað hafði honum dottið í hug. Þessi kaldhæðní örlaganna kom honum út úr jafnvægi. Svo fylltist hann reiði. „Það mátti ekki flytja hana,“ hrópaði hann. „Það var of fljótt. Hversvegna léztu þá taka hana? Um hvað varstu eiginlega að hugsa? Þú hefðir ekki átt að leyfa þeim að fara með hana.“ Hún leit vandræðalega niður fyrir sig. „Eg gat ekki að þvi gert,“ svaraði hún lágri röddu. „Eg er búinn að segja þér að allt var gert sem unnt var. Það tókst afbragðs vel. Vertu óhræddur. Hún er úr allri hættu. Og nú — nú er betra fyrir hana að vera í Sant.a í szhhæeb Hann: J>ú ert alltaf að óska þér þess sem þú ekkl hefur. Hún: Hvers annars ætti ég að óska mér? Maðurinn þinn er féiagl í einhverrl ieynireglu — er það ekki? Jú, hann lieldur það, en hann talar upp úr svefni. Hún: Skaparinn gerði okkur konur fagr- ar og heimskar. Hann: Hvað áttu við? Hún: Fallegar svo að karlmenn elskuðu okk- ur; heimskar svo að við elskuðum þá. Elginkona: Nú er að verða kait í veðrinu — viltu koma með mér og iíta á nokkra peisa? Eiginmaðurinn: Kannski við förum í dýragarð- inn? '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.