Þjóðviljinn - 14.07.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.07.1953, Blaðsíða 11
 Þriðjudagur 14. júlí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (H Siúkrahúsoskorfurinn Framhald af 3. síðu. að unnt sé að bæta við a. m.k. 50 rúmum. Fullkomið íómlæti stjórnarvaldanna. Þessi stækkun á Landsspítal- anum er svo aökallandi, að Krabbameinsfél. hafa ákveðið að leggja lið sitt til þess að hún geti sem fyrst komizt í fram- kvæmd. Að vísu er það hlut- verk ríkisstjórnarinnar að sjá um nauðsynlega stækkun á sísi- um eigin sjúkrahúsum. En allar undangecignar ríkisstjórnir hafa sýnt sjúkrahúsmálunum full- komið tómlæti og virðist svo sem allir pólitískir flokkar hafi verið sammála um að sjá ekki þörf fólksins og hlusta ekki á kröfur læknasnna. Þeir liáu herr ar gera ráð fyrir að alltaf verði pláss fyrir sig i spítalanum, þótt margt sé á listanum. En þeir ættu að verða teknir eftir röð og fá að sjá sjálfir, hve langan tima tekur unz röðin kemur að þeim. Mál sem alla landsmenn varðar Til þess að reyna að leysa þessi vandræði hafa Krabba- meinsfélögin beitt sér fyrir því að safna fé til stækkunar Landsspitalans. Þetta er mál sem alla landsmenn verðar og væntum við að margir bregðist vel við er þeim skiljist hvílík naúðsynjamál er um að ræða. Ætlunin er að safna nægu fé til þess að unnt sé að byggja álmu fyrir krabbameinssjúk- linga sem þurfa geislalækninga með, því að þörf slíkra sjúk- linga er mjög brýn. Þegar sjúkrarúmaskorturinn er svo Þjóðareimiig Danskt knaitspymuið |Framha]<4 af 3. síðu. góður í vörn. Holger Pedersen: 2!) ára, miðframvörður og fyrir- liði. — Einnig ágætur bakvörð- ur. Öruggur að skalla. Hefur keppt 160 sinnum. Poul Ander- sen: 25 ára, fyrirliði í landslið- inu. Hefur leikið 7 íandsleiki (frá B93). Máski bezti leikmað- ur í Danmörku sem stendur. Miðframvörður. Sven Lauridsen: 19 ár.a, vinstri framvörður, mjög ungur en efnilegur leikmaður. Hefur aðeins keppt 5 sinnum. Simon Mathiesen: 37 ára, vinstri framvörður og innframherji. Hef- ur leikið 228 sinnum í deilda- keppni. E.r alltaf í varaliði fé- lagsins. Beitir góðri tækni. Karl Erik Hansen: 19 ára, hægri út- framherji. Hefur leikið 25 leiki og einu sinnj i unglingalands- leik. Mjög efnilegur leikmaður, máskj hraðastj leikmaður D,an- merkur. Bent Engel: 25 ára, hægri innframherji, hefur keppt 35 sinnum. Beitir góðri tækni og hefur góðan skilning á leiknum. Henning Mortemsen: 27 ára miðframherji. Hefur keppt 70 unnum. Þróttmikill leikmaður, ágætur skotmaður og góður íkallari. Vagn Birkeland: 35 ára. Var í K. B. U. liðinu í vor, þar ;.em hann sló i gegn (frá K. B.). Ujög skotviss og hraður. Benny Indersen: 24 ára vinstri útfram- herji og vinstri innframherji. Hefur leikið 100 sinnum í deilda- keppni. Caif: Holm: 25 ára, mið- 'r.amherji. Hefur leikið 4 lands- eiki, 3 B-landsleiki o.g 115 í teildakeppni, mjög hraður og hættulegur, hefur verið frá í allt vor vegna meiðsla, en hefur nú náð sér. Bent Matthiesen: 27 ára, vinstri útframherji og vinstri framvörður. Hefur keppt 70 sinnum. Framh. af 6. síðu. komu aðeins fjórir glímu- mcnn til leiks og fámenni var í öðrum íþróttum. En á sama tíma sóttu hundruð í- þróttamanna til laudsmóts ungmennafélaganna austur á Eiðum. — Þegar undirbúin var för íþróttamanna á Ol- ympíuleikana í Helsingfors í fyrrasumar var hver höndin upp á móti annarri, úrræða- leysi og skipulagsleysi ein- kenndi öll störf íþróttafor- ustunnar, nefndir brutu sín- gr eigin starfsreglur og eld- ur úlfúðar var svo mikill meðal íþróttamanna og jafn- vel þeirra, er sameinaðir áttu að sendast úr landi, að til vandræða horfði. Enda fór svo sem alkunnugt er: Ferðin til Finnlands mis- heppnaðist algjörlega flokka- drættir mögnuðust og mála- ferli risu innan íþróttahreyf- ingarinnar út af öllu sukk- inu, — þau umsvifamestu málaferli, sem ena hefur hent þessi samtök og er ekki lokið. En þrátt fyrir þetta var einn þáttur, sem sameigin- lega tengdi hina sundurleitu forustumenn. Það var þjónk- unin við hernámsliðið. Hún hefur magnast dag frá degi og náði hámarki með sam- þykktinni á íþróttaþinginu. Stjórn Iþróttasambandsins hefur þolað illa alla gagn rýni á þessum málum 05 talið hana fjandskap við í- þróttamálin almennt. Slík gagnrýni er þó einmitt sprottin af áliuga fyrir vel- gengni íslenzkra íþrótta og íþróttamanna. En stjórnin hefur reynt að ryðja þeim mönnum úr vegi, sem ekki hafa fallizt á þjónkunina við hernámsliðið. Kemur það skýrast fram í stjórnarkjör- inu á þiinginu, þar sem þeir menn voru felldir frá kosn- ingu, sem ekki vildu ganga á mála í einu og öllu hjá hernámsöflunum, svo að nú mun stjórn Iþróttasam- bandsins einlit í þessum efn- um. Allt bendir því til þess að núverandi stjórn Iþrótta- sambandsins gangi hýr á svip móti hverjum herklædd- run mamii, sem segist kunna íþrótt, og bjóði hann vel- kominn og sjálfsagðan inn í vé íslenzkrar æsku. Reynsl- aa hefur sannað, að fulltrú- ar þessarar stefnu eru æst- ustu meðmælendur erlends hers á íslandi og þá væntan- lega með stofnun innlends hers. Það er her, sem þeir virða. Og hvort myndu þeir þá ekki hneigja sig, ef hinn stríðsvitfirrta Syngman Rhee bæri hér að garði og mæla allra auðmjúklegast: — Vill herrann láta bursta sína skó? (Framh. í næsta blaði). mikill sem hann er nú, verða krabbameinssjúklingar oft að fara heim af spítalanum mikið veikir, þar sem þeir geta ekki notið þeirrar aðhlynningar sem þeir þurfa, en spítalinn verður að láta þá sjúklinga ganga fyrir sem þarfnast skurðað- gerða og von er til að unnt sé að lækna. En hinir, sem ekki eru skurðtækir og þurfa geisl- anna með, eiga erfitt um að tiá til geislalækningatækjanna, þeg ar þeir eru komnir af spítalan- um. Það er því hin mesta naúð- sjm, að þeir þurfi ekki að víkja fyrir öðrum. en geti verið ró- legir í spítalanum og notið þar beztu læksiishjálpar og aðnlynn- ingar. Kristindómur og kommúnismi Framh. af 7. síðu. sem reiðir nú vönd sinn hærra á loft en nokkru fyrr í sögu mannkynsins. Svo má segja, að nú sé heimsbyggð öll í hern- aðarástandi og styrjaldir háðar víðs vegar um allan heim, ýmist í diplómatisku hörkufrosti eða sjóðhita byssukúlna, tundur- skeyta og benzínhlaups, jafnvel hinir ósýnilegu pestargerlar eru sendir á vettvang. Og nú er það ekki þjóð, sem rís gegn þjóð, það er ekki ein klíka kapital- ista, seni rís gegn annarri, nú er kapitalisminn í meiri hættu Krafan verður að vera . . En jafnframt er Krabba- meinsfélögunum mikið áhuga- mál að spítalinn stækki svo, að enginn sjúklingur þurfi að bíða vikur eða mánuði eftir plássi. Þrátt fyrir núverandi vandræði er hver krabbameinssjúklingur, sem nokkur von er til að lækna með uppskurði, tekinn inn í spítalann eins fljótt og þess er kostur, og sú regla viðhöfð að enginn krabbameinssjúklingur þurfi að bíða lengur en mánuð eftir plássi. En það getur líka verið þessi mánuður, sem úr- slitum ræður um það, hvort meinið verður viðráðanlegt eða ekki. Krafan verðnr að vera sú, að h%er sjúklingur sem spít- alavistar þarfnast geti kom- izt í sjúkrahús viðstöðulaust Biðlistar eiga ekki að vera til og verða ekki tU þegar nóg er af sjúkrarúmum.“ Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. orð, þá hreinsið til í starfs- liði ykkar, svo veitingahúsim verði eklci einskonar tilhleyp- ingastaður fyrir ameriska her- menn og íslenzkar portkonur — hneykslunarhella í augum allra góðra manna, svo lengi sem einhverjir Islendingar eru til, sem ekki eru orðnir ein- hvers konar ástandsmellur! — Með beztu kveðjum. — S.H.“ Sama hvaðan .. Framhald af 5. síðu þar miklar flota- og flugstöðv- ar og setulið. Marios III. erkibiskup, sem a.uk þess að vera kirkjuhöfð- ingi er leiðtogi samtaka allra Grikkja á Kýpur, sagði i pré- dikun i Phaneromeni kirkjunni i Nicosia 28. júní: „I viðleitni okkar til að öðlast langþráð frelsi munum við rétta út bæði hægri og yinstri hönd okkar til þess að þiggja aðstoð bæði úr austri og vestri.“ Keppni Dana og Norðmanna Framh. af 8 síðu. Poul Cederquist D. 52.41. 3. Einar Kjus N. 49.48. 4. Anders Dons D. 45.19. Þrístökk 1. Roald Monstad N. 13.93. 2. Jakob Rypsdal N. 13.88. 3. Helge Haagen Olsen D. 13.83. 4. John Jensen D. 13.14. Kringlukast 1. Kristian Johansen N. 46.21. 2. Reidar Hagen N. 45.20. 3. Jör- gen Munk Plum D. 44.45. 4. Vern- er Hurtigkarl 42.21. 10.000 m hlaup 1. Thyge Thorgersen D. 31.05.5. 2. Jakob Kjersen N. 31.12.8. 3. Martin Stokken N. 31.37.8. 4- Paul Jensen D. 32.37.8. Hástökk 1. Björn Gundersen N. 1.93. 2. Frank Myhr N. 190. 3. Erik Voss D. 1.80. 4. Erik Nissen D. 1.80. 4x400 m boðlilaup 1. Noregur 2.21.6. 2. Danmörk 2.22.0. Einnig var háð landskeppni -milli kvenna sömu landa og lauk henni svo að þar unnu dönsku stúlkurnar með 57 stigum gegn 38, eða með miklum yfirburðum. 100 m: Anny Ritter D. 12.8. Kringlukast: Agnes Östergaard D. 35.68. 80 m grind: Unni Sæther N. 12.5. Langstökk: Inger Christensen D. Kúluvarp: Agnes Östergaard. 200. m: Ragnhild Sörum N- 27.5. Hástökk: Anna Lise Jörgénsen D. 1.53. Spjótkast: Lilly Kjeldshye D. 39.85. 4x100 m: 1. Danmörk 50.4 sek., 2. Noregur 51.3 sek. Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að umsókn- ir allar um byggingarlóðir 1 Kópavogshreppi ber að senda Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu (Jarð- eignadeild ríkisins) Ingólfsstræti 5. 14. júlí 1953 Dóms- 09 kirkjumálaráðuneyíið en svo, að hann geti leyft sér slíka starfsháttu. Ein samfélags- stefnan stendur gegn annarri, ein þjóðfélagsstéttin gegn ann- arri, það er stéttastyrjöld, sem spennir allan hnöttinn. Undirok- aðar stéttir og undirokaðar þjóðir hafa risið upp með þeim hiklausa ásetningi að taka völd landsgæða og sjávar í sínar hendur. Undirokaður lýður hef- ur aldrei í sögu mannkynsins hafið frelsisbaráttu jafnmark- visst og aldrei í þvílíkri sigur- vissu. Þær hafa aldrei skilið jafnvel lögmál þjóðfélagsþróun- arinnar og einmitt nú. Tækni- þróun síðustu aldar og áratuga hefur sannað það svo skýrt, að engum getur dulizt, að það er ekki aðeins hægt að fullnægja öllum efnalegum og menningar- legum þörfum og kröfum mann- kynsins, heldur er það hinn ægi- legasti glæpur við mannheim all an, ef hindrað er lengur, að svo verði gert. Gegn þessari sókn. alþýðu og kúgaðra nýlendu- þjóða stendur hrynjandi skipu- lag, og þó sterkt í krafti yfir- drottnunar yfir auðlindum jarð- ar og þeim ævintýrakröftum, sem leystir hafa verið úr læð- ingi hins dauða efnis. Svo auðug hefur engin yfirstétt mannkyns- sögunnar verið fyrr, og svona rík yfirstétt ver auðæfi sín, meðan kraftar leyfa. Og þar sem stærstu kirkjustofnanir heims- ins eru hlutar þessarar yfir- stéttar, þá leiðir af sjálfu sér, að til grimmra og harðra á- rekstra hlýtur að koma milli þeirra og þessarar rísandi frels- ishreyfingar, sem hefur sett sér það mark öðrum þræði að af- nema sérréttindastéttir úr sögu mannkynsins í eitt skipti fyrir öll og hins vegar að slá botn í sögu nýlendukúgunarinnar. En nú er rétt að gera sér lítil- lega grein fyrir því, í hvaða formum þessir árekstrar hafa orðið, og er þá fyrst að líta til brautryðjandans í byltinga- hreyfingu nútímans, rússnesku ráðstjórnarlýðveldanna. Móralstöðvai* 1 Framhald af 5. síðu. Fimm sinnuin ódýrara cn kol cða olía. Með því að hafa móvinnslu- tækið á floti í sjálfri mómýr- inni er'hægt að hagnýta mó- íögin til fullnustu en það tekst ekki með öðrum aðferðum. Ekki er hætta á að skipið frjósi fast á veturna, afrennslisvatnið frá vélum þess heldur opinni vök í kringum það. Ekkert eidsneyti er ódýrara en mór þar sem nóg er af hon- um og auðvelt að þurrka hann. Verkfræðingarnir lettnesku hafa komizt að þeirri nvcur- stöðu að raforka, sem fram- leidd er með mókjmtri gufutúr- bínu af þessu tagi, sé um fimm sinnum ódýrari en frá rafstöðv- ,um þar sem eldsneyti er kol eða olía. Eru því miklar vonir bundnar við þessa nýju aðferð til að framleiða rafmagn fyrir afskekkta stáði, þar sem vatns- afl er ekki fyrir hendi en nég af fnómýrum.' ' ý

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.