Þjóðviljinn - 14.07.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.07.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudagur '14. júlí 1953 — ÞJÓÐVILJINN ~ (7 Gunnar Benediktsson: tlmmáómm Oi un- ÍSMIl Ég leyfi mér að þakka Stúd- entafélagi Reykjavikur fyrir þann heiður og það traust, sem það hefur sýnt mér með því að biðja mig að flytja hér fram- sögu um það stórbrotna um- ræðuefni, sem fundi þessum er ætlað. Umræðuefnið er látið heita: Kristindómur og kommúnismi. Stúdentafélagð hefur mjög tíðk- að það að undanförnu að velja þau efni til umræðu, þar sem andstæðum er att saman- Mér virtist því fyrst, er ég heyrði umræðuefnið, sem nú ætti að taka upp nýjan sið og leiða nú saman samherjana, eyða öllum misskilningi, se.ni milli þeirra kynni að hafa ríkt og tengja þá traustari böndum. Ef etja ætti saman andstæðum, þá hefði um- ræðuefnið átt að heita: Kristin- dómurinn og auðvaldið, eða: Kommúnismi og kapitalismi, eða þá ósköp einfaldlega: Krist- indmur og ortódoksar kirkju- stofnanir. En umræðuefnið heit- ir: Kristindómur og kommún- ismi, og þar sem séra Jóhann Hannesson hefur varið valinn sem framsögumaður ásamt mér, þá er mér fullkomlega ljóst, að svo er til ætlazt, að við stöndum hér sem andstæðingar um um- ræðuefni fundarins. Hann hef- ur lítt fagra sögu að segja af viðskiptum kommúnistanna í Kína við þær stefnur og stofn- anir, sem munu heita kristin- dómur í hans munni, og víðar gerast atburðir svipaðs eðlis. Þetta er tilefni þess, að þetta umræðuefni er valið. Það gleður mig, hve því er nú miklu minna hreyft en áður, að ekki megi blanda saman trúar- brögðum og stjórnmálum. Val Stúdentafélagsstjórnarinnar á umræðuefni í dag og þátttaka séra Jóhanns Hannessonar um framsögu þess sýnir, að báðir þessir aðilar eru mér sammála um, að þetta tvennt snerti hvort annað í veigamiklum atriðum. Enda er það sannast mála, að trúarbrögð eru aðeins eitt at- riði þess hugmyndaheims, sem skapast og þróast í sambandi og samræmi við þróun og á- stand fra-mleiðslu- og þjóðfé- lagsafla hverju sinni. Ég fer ekki nánar út í fræðilega skil- greiningu þess í þessu sambandi. en engin er sú trúarhreyíing, sem sýnir þetta greinilegar en einmitt kristindómurinn. Krist- ■ indómurinn er upphaflega sam- tvinnun þjóðfrelsisbaráttu og öreigauppreistar, og er okkur íslendingum þvi sérstaklega heilnæmt að kynna okkur sem gerst uppruna þessarar merki- Iegu og sterku hreyfingar, þar sem þetta tvennt verða sterk- asíir þættir sögu okkar þjóðar næstu árin og máski áratugina, ef allt fer að felldu. Nú er kristin dómurinn fyrir löngu orðinn al- þjóðleg hreyfing, en hinir félags- legu þræðir upprunans hafa megnað að setja mót sín á ýms félagsleg úrlausnarefni í þjóðfé- lögum þeim, sem talið hafa sig til kristinnar trúar. Öreigaupp- runann hefur aldrei verið hægt að uppræta úr kristindóminum. Þótt kirkjustofnanirnar sjálfar hafi orðið einn sterkasti aðili yf- irstéttar og kúgunarafla ýmsra ííma, þá hefur andi samhjálpar, bróðurkærleika og jafnréttis haldið velli í brjóstum alþýð- unnar, nærður af trúnni á kær- leiksríkan föður, er öllu ræður og gerir kröfu til barna sinna um hjálp við lítilmagnann. Perlur eins og sagan um Miskunnsama Samverjann. Glataða soninn og málsgreinin: „Það sem þér hafið gert einum þessara minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér“, ganga ekki frá kyn- slóð til kynslóðar án vitnis- burðar í hjörtum mannanna. Og kristindómurinn fór land úr landi í sambandi við þjóð- félagslegar hræringar og þjóð- félagsleg tímamót i sögu þjóð- anna. Við látum okkur nægja að benda á Norðurlöndin. Þar tekur konungleg einvaldsstefna þessa eingyðistrú á sina arma til niðurrifs trú á marga guði, sem allir höfðu til síns ágætis nokkuð, en meira og minna gallaðir, gátu ekki einu sinni myndað fullkomna heild, þótt öllum væri slengt í eitt, — voru þannig táknmynd litilsmegn- ugra fylkiskonunga. Hér á Is- landi verður kristnin lögleidd í andstæðum tilgangi, það er gert til að forðast konungsvald. Hér verður því fátt þeirra afla, sem rekur á eftir því, að troðið sé inn í fólkið kristnum guðfræði- hugmyndum og hinar heiðnu gerðár útlægar. Enda hafa ís- lendingar löngum þótt trúmenn litlir á kirkjulega vísu. Öldur innan kristninnar sjálfrar hafa haft hin sömu ein- kenni um samband við* þjóðfé- lagsástand og þjóðfélagsþróun, og getum við þá enn látið okkur nægja að litast um i nágremrinu. Siðbótin, sem kennd hefur verið við Lúter, er upprunalega sam- tvinnun alþýðuhreyfingar og þjóðfélagslegrar frelsisbaráttu undan ráni páfans í Róm. Sú uppreist verður svo vatn á myllu konungsvaldsins hér um Norð- urlönd, það tekur í sínar hend- ur æðsta vald kirkjunnar. ís- lenzk alþýða hefur skilið inn- tak siðbótarinnar hér á landi fullkomlega og metið hana sam- kvæmt því. Hún hefur hiklaust talið sig lúterskrar trúar og sýndi aldrei neina teljandi tregðu með að kveðja pápiskar bágbiljur til brottfarar úr hug- myndaheimi sínum. En þessi lúterska þjóð hefur nú um fjög- urra alda skeið tignað sem þjóð- hetju þann mann, sem fórnaði lífi sínu í baráttunni gegn lút- erskri trú. í þessu stutta yfirliti minu hefur þegar verið tæpt á því atriði, sem er þungamiðj'a í þró- un kristni og kirkju. Það eru afskipti ríkisvalds yfirstéttanna af kirkjunni sem stofnun, vald þess yfir henni og síðan bróður- leg tengsl þess við hana. Ör- lagaríkasti atburðurinn i sögu UMRÆÐURNAR í Stúdenta íélagi Reykjavíkur sl. vetur er Gunnar Benediktsson og Jóliana Hanncsson áttust við, vöktu mikla athygii. Þjóðviljinn birtir hér fram- söguræðu Gunnars, því mörg um mun ánægjuefni að rifja upp þcssa snjöllu og rök- föstu ræðu. Fyrri lielmingur ræðunnar er birtur í dag, nið urlagið á morgun. kristninnar er tvímælalaust sá, þegar grískum keisara hug- kvæmist að gera hana að rikis- trú, taka kirkjuna upp á sína arma og gerast verndari henn- ar. Með því er ruddur vegurinn til þeirrar þróunar, að megin- andstæða kristindómsins, í þess orðs sönnustu og upprunaleg- ustu merkingu, verður kirkjan sjálf. Og þá höfum við í hönd- um lykilinn, sem opnar fyrir okkur leyndardóma þess, sem er tilefni þessara umræðna í dag: árekstrana milli trúar- bragðastofnana, sem kenna sig við kristindóminn, annars vegar og hins vegar byltingarhreyfing- ar alþýðunnar og hinna kúguðu nýlenduþjóða í þeirri baráttu, sem þessir aðilar heyja nú gegn alþjóðlegu auðvaldi um allan heim. Það hafa orðið hin sorglegu örlög kristinnar kirkju víða um heim, að hún hefur orðið eitt miskunnarlausasta kúgunar- valdið, sem alþýða þjóðanna hefur átt yfir höfði sér og veitt hefur þverúogasta tregðu gegn félagslegri framvindu tímanna. Og þetta stafar ofureinfaldlega af þeirri ástæðu að yfirstétt hvers tíma hefur lagt kapp á að gera hana hluthafa í sérrétt- indum sínum. Hún hefur látið hana afskræma innsta inntak kristins boðskapar til að afvega- leiða hugmyndir fólksins. Og kirkjan verður ómetanlegur bandamaður vegna hins sálræna valds, sem hún hefur yfir al- þýðu manna, sem æ og ævinlega stendur í andstöðu við drottn- andi yfirstétt hvers tíma. — Kirkjunni hefur lærzt það í margslungnu stríði lífsins að beita því valdi sínu á hóflegan hátt og ekki áberandi. Það er ekki fyrr en nú á þessum allra síðustu og verstu tímum, þegar auðvaldið heyir fullkomlega vonlausa baráttu upp á lif og dauða fyrir tilveru sinni um nokkur ár til viðbótar, að mátt- ugar kirkjustofnanir hafa leyft sér að kasta grímunni og ganga opinskátt í lið með yffrráða- stétt viðkomandi lands á hrein- um stjórnmálavettvangi. Við þingkosningar á Ítalíu 1948 leyfði páfinn sér að beita kirkj- unnar þyngsta vopni gegn al- þýðuhreyfingu Ítalíu og flokk- um hennar. Þá þótti mikið við liggja. Auðvaldsheimurinn stóð á öndinni af skelfingu út af því, hvernig þeirri kosningabaráttu mundi ljúka. Þá tók páfinn upp svipu bannfæringarinnar og lýsti eilífri fordæmingu yfir hverjum þeim, sem greiddi verkalýðsflokkunum atkvæði. Og það, að dúsa í logum hel- vítis um alla eilífð, það er, eins og þið skiljið, góðir stúdentar, eitt helvíta mikið áíall,. og fyr- irheit um það getur sannarlega haft sin áhrif á gerðir þeirra manna, sem taka mark á orðum þessa heilaga manns. Ég hef enga sérstaka tilhneig- ingu til að tíunda svívirðingar kristinnar kirkju eða halda þeim á loft að öðfu leyti en því, sem ég tel nauðsynlegt til skilnings þess máls, sem hér er til um- ræðu. Sá sem alinn er upp á kristnu alþýðuheimili á Islandi, þar sem öll trúarleg áhrif voru miðuð við það að innræta lítil- læti, mannkærleika, ást á kon- ungi sannleikans og samúð með lítilmögnum og kúguðum, og kynnist svo lítils háttar sögu kristinnar kirkju, hann stend- ur orðlaus gagnvart þeirri ó- svífni, að trúarlífið heima skuli vera látið bera sama nafn og valdastofnanir þær, sem hafa gengið flestum framar í því að kúga lítilmagnann, traðka á sannleikanum og ofsækja menn- ingarfrömuði mannkynsins. Eitt höfuðeinkenni kristilegs anda er hjartahreinleiki og ást á sannleika. „Sælir eru hjartg- hreinir, því að þeir munu guð sjá“. Mennirnir eru sagðir næsta breyskir, og hið góða, sem þeir vilja gera, gera þeir stundum ekkij en sannkristinn maður leggur kapp á að gera það eitt, sem rétt er, og leita þess, hvað sannast muni vera í hverjum hlut. Og „leitið, og þér munuð finna“. Hér sem í öðru hefur kirkjan verið mjög á öndverð- um meiði. Voldugustu kirkju- stofnanirnar 'hafa lagt áherzlu á það, að þær byggju yfir öllunv sannleika í hverjum hlut, katólsk kirkja mun fá þann sannleika enn þann dag í dag beint frá heilögum anda. Þetta. hafa trúaðir menn í hjarta- hreinleika sínum tekið sem heil- agan sannleika, og þeir hafa fyllzt angistarinnar skelfingu, þegar hrærzt hafa í brjóstum þeirra efasemdir um gildi kenn- inganna og talið þær rödd freistarans. Og þetta hefur íjöldi trúaðra og hjartahreinna presta prédikað ástkærum söfnuðum sínum í fullu trausti þess, að með því væru þeir að vaka yfir andlegri og eilífri velferð sókn- arbarna sinna. Þótt við öll sjá- um og skiljum, hvílíku tjóni þessi skoðun hefur valdið and- legri framsókn mannkynsins, þá sé það fjarri okkur að kasta steini á þá menn, sem trúðu þessu og beittu allri andans orku og viljaþreki til að standa gegn. því, er þeir töldu vélabrögð djöfulsins. En á æösta valda- stóli kirkjunnar sátu menn, sem ólu á þessum kenningum, en trúðu þeim ekki sjálfir. Þeir vissu öll skil á þessum heilaga anda sínum. Hún hefur orðið fræg frásögnin af kirkjuþinginu, þar sem fresta varð ákvörðunum um mikilsvert mál dögum sam- an, meðan beðið var eftir heil- ögum anda. Hann átti nefnilega að koma frá Rómaborg, en vöxt- ur haf'ði hlaupið í ár, og heilagur andi komst ekki yfir. Það var anzi þungt í honum pundið, and- anum þeim, hann var úr hrein- um málmi og dýrum. Það voru gullkoffort frá Rómaborg, sem kölluð voru á vettvang, svo að lagfæra mætti með þeirra hjálp sannfæringu þeirra, sem ekki voru á bandi Rómaveldisins. Saga þessi er táknmynd þess, hvernig menn öðrum þræði litu á innsta eðli kirkjunnar. Hún var stofnun, sem hafði gnægðir fjár og þannig úr öllum efna- hagslegum tengslum við bláfá- tæka alþýðu landanna. Hún hafði aflað þessa fjár með völd- um yfir sálum og sannfæringu fjöldans, og hún neytti fjár purkunarlaust til að tryggja á- fram sín völd. Auður og völd, völd og auður, það hefur tengt hana órofaböndum við yfirráða- stéttir hvers tíma og gert hana hverju sinni að sjálfkjörnum bandamanni þeirra, þegar verja hefur þurft sérréttindin, og þá mest og innilegast, þegar allri valdaaðstöðunni hefur verið ógnað. Og það er einmitt sú ógnum. Framhald á 11. síðu. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.