Þjóðviljinn - 19.07.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.07.1953, Blaðsíða 10
10) —ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. júlí 1953 Eiff og annaS sem au&veldar heimilishaldiS Smámunirnir skipta oft miklu máli, og því má ekki gleyma að oft má spara mikinn tíma á því að bæta nýjum smálilutum inn í húshaldið. Það er mikill tíma- sparnaður að nota sömu hlutina á borðstofuborðinu og í eldhús- inu, þar sem hægt er að koma því við. Nú eru sífellt að koma fram ciýjungar í ýmsum löndum, og unga fólkið sem er að stofna heimili getur auðveldað heimil- RaSmagnstakmörkmi 1 dag: verður straumuiinn tekinn af sem hér segir: KL 10.45-12.15 Hafnarfjörður og nágr. Reykjanes. Kl. 11.00-12.30 Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markaiínu frá Plugskálavegi við Viðeyjar- eund. vestur að Hlíðarfæti og það- an til sjávar við Nauthólsvík í Possvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfcllssveit og Kjal- arnes. Árnes- og Rangárvaliasýslur Á morgun (mánudag): Kl. 9.30—11.00: Hafnarfjörður og nágr. Reykjanes. Kl. 10.45-12.15 Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- eund, vestur að Hlíðarfæti og það- an til sjávar við Nauthólsvík í Possvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- •mes. Árnes- og Rangárvallasýslur. Kt 11.00-12.30 Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðaiár- holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesveg að Kiepps vegi og svæðið þar norðaustur af. KL 12.30-14.30 Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar- götu, Bjarkargötu að vestan og Hringbrautar að sunnan. ishaldið með því að kaupa hluti sem gegna meira en einu hlut- verki. Við þurfum að hætta við sparimatarsteliin og glæsilegu kaffistellin og taka í staðinn upp hentugt leirtau sem er á allan hátt þægilegra í meðför- um. Á myndunum sjáið þið nokkra hluti úr eldföstum leir; ferhyrnt fat, sem þolir a'ð standa í bsJt- araofni og er ágætur kökudisk- ur um leið. Ennfremur má fram. reiða í því ýmsa heita smá- rétti. Það stingur ekki í stúf við neitt matarstell og fer vel á hvaða borði sem er. Svo eru skaftpottarnir, sem hengja má upp. Þeir eru hugs- aðir sem sósukönnur, og það er vissulega þægilegt að búa sós- una til í skaftpotti, sem síðan má setja beint á matborðið. Þægilegra getur það tæplega verið. En nú er líka farið að fram- leiða hinar ómissandi eldhús- skálar þannig útlits, að geti sómt sér á matborðinu. Finnska skálasettið sem sýnt er á mynd- inni er teiknað af Kaj Franck í Helsingfors og þessar skálar eru gott dæmi um að algengir þarfahlutir geta vel verið íalleg ir um leið. Skálarnar má hafa hverja niðri í annarri svo að lít- ið fer fyrir þeim í skáp. Lagið á þeim er hentugt og auðvelt að lialda þeim hreinum. Með því að aota skálar af þessu tagi sparast bæði tími og uppþvott- ur, því að þær sóma sér vel á hvaða matborði sem er. Kl. 14.30-16.30 Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- irgötu og Bjarkargötu. Melarnir, Urímsstaðaholtið með flugvallar- jvæðinu, Vesturhöfnin með Örfir- sey, Kaplaskjói og Seltjarnarnes fram eftir. 73. A. J.CRONIN: A axmarlegri strönd . , . - . -■ . viprur um andlit hans. Hann spratt upp úr stólnum, sem valt um koll með brauki og bramli. Hann riðaði lítið eitt á fótunum. Brjóst hans þandist út. Áköf geðshræring gagntók hann. Hann kingdi og hrópaði: ,,Hver veit nema ég fari. Hver veit nema ég þurfi ekki að ónáða yður framar? Er ég ckki búinn að afneita Guði mínum? Hef ég ekki lagzc jafnlágt svínunum? Svei. Þið vitið ekki betur. Þið vitið ekki hvað iðrun er. Þið þekkið ekki yfirbót. Þið vitið ekki hvað fórn táknar.“ dann hreytti síðustu orðunum út úr sér og riðaði aftur á fótunum. Honum var ekki ljóst, hve drukkinn hann var. Nú skyldi hann loks sýna þeim. Geysileg — já stórkostleg hug- mynd — vaknaði í huga hans. Hann skyldi sýna þeim að hann hefði bein í nefinu — sýna Jieim það öllum upp til hópa. „Er ég ekki glataður? Glataður og fordæmdur. Það haldið þið. En ég held annað. Einu gleymduð þið. Þið gleymduð fórninni.“ Hann smjattaði á orðinu. Rödd hans var allt í eiau lág og hvíslandi. ,,Og hvað hef ég að lifa fyrir?“ Súsanna steig nokkur skref áfram. Úr aug- um henna: mátti lesa skelfingu og meðaumkun. „Þú hefur allt að lifa fyrir,“ hrópaði hún. „Við höfum hvort annað. Við byrjum upp á nýtt, Robbi Við tvö — eins og alltaf áður — við tvö saman.“ Hann rak upp móðursýkishlátur. Hugmynd hans var stórkostleg — óviðjafnanleg. Hún þyrfti ekki að halda að hún gæti komið í veg fyrir hana. Honum hafði tæpast verið alvara fyrst í stað En núna — já, nuna! Hann baðaði út handleggjunum og reigði höfuðið aftur á bak. „Eg byrja ekki upp á nýtt,“ hrópaði hann. „Eg ætla að binda endi á þetta. Jesús gerði það fyrir mig. Eg ætla að gera sama fyrir hann“. í eyrum hans hljómuðu þúsund englaraddir og innan um þær heyrði hann drynjandi árnið- im. Hana rétti úr sér, fagnandi yfir þessari dýrlegu ákvörðun. „Eg hef sökkt mér niður í syndina," hrópaði hann ofsa.egri röddu. „En ég get hreinsað mig af soranum." „Talaðu ekki svona,“ stundi hún. „Þú — þú gerir xnig hrædda.“ Hún gekk til hans en hann ýtti lienni frá sér, stórum, hvítum hönd- um. Hann var eins og aðalpersóna á leiksviði. Augu hans glömpuðu, nasvængirnir titruðu; í eyrum hans lét niður árinnar sem englasöngur. „Syndir mínar eru rauðari en blóð,“ söng hann. „E:i ég mmi gera þær hvítari en snjó.“ Skelfing gagntók Súsönnu. Allt í einu varð einnig hún vör við þungan árniðinn. Þetta var eins og martröð. Aftur reyndi hún að fleygja sér í faðm hans. En hún var of sein. Hann hratt upp hurðinni, þaut út úr her- berginu og niður ganginn. Svo hvarf hann hrópandi út í myrkrið fyrir utan. Þetta gerðist allt í einu andartaki. ,,Almáttugur,“ hrópaði Hemmingway. „Hann er orðinn snarvitlaus." Súsanna stóð eins og lömuð með krosslagðar hendur á brjósinu. Svo tók hún viðbragð. Hún rak upp neyðaróp og þaut á eftir honum. Hin snöggu umskipti frá ljósi til myrkurs blinduðu hana. Hún stóð á gangstéttinni og horfði ringluð, hálfblindum augum í kringum sig. Svo sá hún honum bregða fyrir neðar í auðri götunni; hann gnæfði þar dökkur og skuggalegur eins og maður sem tapað hefur ráði og rænu. Hann var ekki — það var ómögu- legt — hann Robbi hennar! Hún gaf frá sér hálfkæft óp um leið og hún þaut.á eftir honum. Regnið lamdi skelfd augu hennar og vindurinn næddi um lamaðan líkama hennar. Hún gat ekki hlaupið hana uppi. Og hann stefndi mður að ánni. Tilhugsunin um það gerði hana hálfsturlaða af skelfingu. Meðan hún hljóp áfram móð og másandi, laust hræði- legri hugsun niður í huga hennar: Hann kann ekki að synda. Þessi óttalega hugsun jók á ógn- ir næturinnar og hjartslátturinn var að sprengja brjóst hennar. Árniðurina varð æ þyngri. Hann kom nær og nær. Allt i einu kom hún auga á dökkt æðandi fljótið framundan. „Robbi,“ hrópaði hún í ást og skelfingu, og siðan aftur: „Robbi.“ 'Hann hcyrði ekki til hennar. Hann stóð á ár- bakkanurri. Það var eins og líkami hans, sem bar við þungfcúinn himininn, setti sig andartak í stellingar á bakkanum. Svo hvarf hann sjónum hennar. Hún rak upp skelfingaróp, hrópaði á Guð sér til styrktar Hún kom að bakkacium. Óljóst sá hún hann berjast um í straumnum. Hún heyrði dauft óp, sem liefði getað verið hróp á lijálp. Hún svaraði honum með öðru hrópi. Hún gat náð honura Hún gat bjargað honum. Hún hróp- aði aftur sem svar við hrópi hans. Svo beit hún á jaxlinn og fleygði sér út í ána. Myrkur og beljandi yutnsflaumur umlukti hana. Hún synti og synti, reyndi að komast til hans og það var eins og hjarta hennar ætlaði að springa. Já, henni fannst hjartað vera að springa í brjósti sér. Það var veilt og hafði alltaf verið það, En hún var ekkert að hugsa um það. Henni miðaði vel áfram. Hún var því nær kom- in. Hún teygði út handlegginn. En um leið tók straumurincx hana og varpaði henni á kletta- nibbu Það var ekki mikið högg, en það lenti á hjartanu sem barðist svo ákaft. Handleggur hennar varð máttlaus; líkami liennar snerist sljórnlaust í hring; hún fann óljóst erm þéttara myrkur umlykja sig. Hún fann að hún var að missa meðvitund. Og rétt eins og enn væri ekki nóg komið, tók straumurinn hana á ný og barði höfði hennar við þessa sömu kletta. Hvað eft- ir annað. Meira vissi hún eklci. A1 gran arroyo pasar postrero! Hún vissi ekki hvað þetta þýddi, og nú fengi hún aldrei að vita það. Um leið og Tranter — sem hafði skolazt upp á sandeyri neðar í bakkanum — brölti á fætur, ódrukkinn og skelkaður og' öslaði í flýti upp í öryggið á bakkanum, flaut líkami Súsönnu fram lijá honum Hann brölti áfram, sneri baki að ánni og vældi: „Guð minn góður, um hvað var ég að hugsa — ó, Guð — ó, Guð — ó, Jesús — fjandinn sjálfur; Eg hlýt áð hafa verið vitlaus. Eg var næstum búinn að drekkja mér. Eg verð að koma mér í þurr föt. Guð miun góður — hvað ég er glaður — guði sé lof og þökk —“ Og líka.ni Súsönnu flaut áfram í áttina til hafs. I.Nff ( I*a5 var verlð að jarða konu Samúels alþingris- ( manns. Að jarðaríörinnl lokinni fór að sjáll- ( sögðu fram erfisdrykkja, því þetta var í gamla ( daga. Skömmu áður en erfinu lauk lét þingmað- ( urinn kalla á grafarana, sem áður höfðu híoiið ( góðgerðir í eldhúshiu, og bauð þeim eitt glas ( með öðrum gestum. Jón grafarl fylllr stórt ( vatnsglas með þriggja stjömu koníaki. Þihgmað- \ urinn veitir því athygii og seglr við Jón: ) Hér er vatn til að blanda með. ) l>á svarar Jón grafari: Ja, sá sem ekltl getur ) drukkið annað eins koníak og þetta, án þess að ) hella í það vatni, hann á ekki skilið að )á ) neitt, herra alþlngismaður. ( Sjúklingurinn af nýja heilsuhælinu: Eg hef ( heyrt að hér í nágrenninu sé liundrað ára göm- ( ul kona. ( Nel, hún er hér ekki lengur, því þegar hún ( heyrði að hér ætti að reisa heilsuliæli varð hún hrædd um að smitast, og flutti í annað hcrað; og: hefur ekkl komið hér síðan. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.