Þjóðviljinn - 23.07.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.07.1953, Blaðsíða 7
Fiiamtudagur 23. júlí 1&53 — ÞJÓÐVILJINN — (7 i í fyrsta kapítula sögunnar Manns og konu lætur Jón Thoroddsen landhlauparann Hiallvarð Hallsson segja heimil- isfólkinu í Hlíð frá merkilegu skipstrandi vestur við Seyðis- fjörð. Þar rak upp hollenzka duggu og komust engir af nema kokkurínn og hundur skipherr- ans. ,,En það var ekki að búast við, að það færi öðru vísi fyrir þessu skipi, því það kvað vera sannfrétt, að þetta var sama skipið, sem kom inn fyrir aust- an árið fyrir það í hitteðfyrra og hafði mannakjöt í beitu, þeir voru alls staðar að fala rauðbirkinn strák, og vildu láta fyrir hann tvær tunnur af grjónum, tvær tunnur af brauði, 8 færi og 10 sökkur, sem var helmingi meira en þeir eru vanir að gefa fy.rir beztu skurðarkú, það er að segja mötuna, því skinninu skila þeir, og nú höfðu þeir þjáningabróðir sinn frá Rein á því, að hann hafi „verzlað við Hollendinga árum saman og gert góð kaup. Kona hans v*nn í voðir fyrir þá, á súmrin færði hann þeim smjör og ost, kálfa, dilka og böi’n. Hann fékk hjá þeim kostamjöl, tóverk, ás- mundarjám, aungla, tóbak, klúta, rauðvín, kornbrennivín; og gulldúkata fyrir börn“, dúkat fyrir topu, tvo dúkata fyrir dreng. „Það hafði við- gengizt bráðum í hundrað ár, að Austfirðingar seldu dugg- urum börn, enda var færra um ibarnamorð á Austfjörðum en nokkurs staðar annars staðar á landinu. Guttormur Gutt- ormsson hafði selt duggurum tvö börn, sjö ára dreng og ljós- hærða telpu fimm ára“. Þessar nöturlegu frásagnir rithöfund- anna hljóta að verða vandfýsn- um lesendum nokkur þymir í augum, ef hér er einungis um fróðleikur fornaldar féll aldrei ,í gleymsku og dá, þvi -að meira að segja íslendingar 12. aldar vita það glöggt, að jörðin er hnöttur eða bö-llóít eins og það heitir á þeirrar tíðar máli; og þeim reiknast svo að það muni taka þá um 180 daga að MANSAL * 0G MANNA- VEIÐAR Á ÍSLANDI ætlað að taka kokkinn og beita honum“. Þannig farast hinum óljúgfróða fréttamanni orð, og merkur fræðimaður hefur bent á, að frásögn Gísla Kon- ráðssonar af Guðbrandi nokkr- um Jónssyni, er bjó að Kvig- indisdal við Patreksfjörð um ialdamót 1800, sé heimild Jóns að þessari sögu. „Eitt er það talið sem dæmi um fégirni Guðbrands11, segir Gísli, „að hann seldi son sinn hollenzk- um fiskimönnum. Piiturinn var einkabarn Guðbrands, 10 eða 12 vetra, og rauðleitur á hár; sagt er, að Hollendingar vildu fá blóð hans til lækninga og gæfu Guðbrandi því mikið fé fyrir hann. Margar eru og.fleiri sagnir. hér á landi um eftir- sókn Honendinga eftir rauð- birknum mönnum. Er sagt, að jafnskjótt og Hollendingar komu út í fjarðarmynnið, þá hengdu þeir d.renginn upp á fótunum og stingju hann síðan og töppuðu úr honum blóð- ið, og áttu hljóð hans að hafa heyrzt í land; en Guðbrandur ságðist hafa komið honum fyr- ir hjá útlendingum til lær- dóms.“ Þessi hryllingssaga hefur orð- ið allfræg í íslenzkum bók- menntum, í bókinni Ljós heimsins, iætur Kijjan Júst segja dæmisögu um það, hvei*n- • ig Sæbýlingar í Aðalvík hafi selt duggururrt sveitarómaga til beitu, sökum þess að hann fór með kerskið ieirhnoð og sýndi „ekki þá réttu art“. f Skipi heiðríkjunnar segir Gunnar Gunnarsson írá Franseisum, sem steli rauðhærðum drengjum eða kiaupi fyrir lítið og noti í beitu, e,n í íslandsklukkunni fræðir Guttormur Guttormsson svaðasögur að ræða, settar inn til þess eins að krýdda frá- sögnina, en hafi þær við eitt- hvað að styðjast, þá vaknar sú spurning: Hvers végna greip fólk til þess örþrifaráðs að f-arga afkomendum sínum? Auðvitað væri skemmti’egast að geta sannað það, að íslend- ingar hefðu aldrei þurft að leggjast jafnlágt og Blálending- ar, sem seldu enskum kaupa- héðnum og víkingum afkvæmi sí-n og þegna fram á 19. öld, en því miður er því ekki að heilsa, þvi að staðreyndirnar virðast vera þær, að rithöfundarnir fari með réttara mál en þá sjálfa hefur grunað, og' í krafti þess að íslendingar láti sig sannleikann mestu skiptia, hef ég ráðizt- í það af vanefnum að taka saman helztu atriðin um þetta efni, en mér hafa borizt j'mis gögn í hendur, þegar ég hef únnið að rannsókn óskyldm mála. Maður er nefndur Maríin Behaim. Sá var þýzkur sægarp- ur og landfræðingur, fæddur um 1436, en dáinn 1507. Hann var um skeið í þjón-ustu Portú- gala og gerði hnattlíkan árið 1492, og er það enn varðveitt í Niirnberg í Þýzkalandi. Þétta hnattlikan sannar okkur eins og margt annað, að lærðir menn miðalda vissu gjörla að jörðin er hnöttur. Gríski spek- ingurinn Pyþagórás frá Samos, sem uppi var á 6. öld f. K. mun hafa haldið þ\ú einna fyrstur fram að jörðin væri ‘hnöttur eða reikistjarna. sem svifi um í himinhvolfinu. Eratos- þenes frá Kyríu, grískur land- fræðingur á 3. öld f. K., reikn- aði út íummál jarðarinnar af ' furðumikilli nákvæmni.. Þessi sigla kringum hana, ef íerða- lagíð gehgi : með svipuðum hætti og venjuleg sigling milli Björgvinjar og. íslands.En nú er ég kominn .alllan-gt frá um- ræðuefni mínu að sinni. Landa- fræðin á hnattlíkani Behaims er dásamlega vitlaus, enda hafði hvorki Kólumbus né Magalháns lagt i símar frægðarfarir, er hann gerir hnattlikan sitt. Þar er þvi hvorki að finna Ame- riku né Ástralíu, en ísland fin-nst þar sem ferstrend eyja rátt norðan við heimskauts- baug. Behaim skreytir hnatt- líkan sitt með mörgum skemmti legum frásögnum um einstok lönd, þ. á m. um ísland. Þar segir: ,.Á íslandt býr fagurt, hvitt fólk og er kristið. Hjá því er siður að selja hunda dýrt, en börn sín gefa menn kaupmönnum -til guðsþakkar, svo að þeir fái brauð handa þeim, sem eftir eru. Einnig finnst fólk á fslandi um átt- rætt, sem aldrei hefur bragð- að brauð, því að kor'n vex þar ekki, en i stað brauðs eta menn þurrkaðan fisk. Á eyjunni ís- landi er aflað skreiðar, sem flutt ,er til lands vors“. Þessi klausa varð snemma allfræg og kemur víða fr-am i erlendum ritum, þar sem Is-. lands er getið. Árið 1546 kemur t. a. m. út bók eftir Albert Kranz frá- Hamborg, sem fjiall- ar um Norðurlönd. Þar er all- mikill fróðleikur um ísland, og segir þar frá því, -að íslending- ar meti hvolpa sína og syni jafnmikils, nema hvað hægara muni að fá son fátæks manns en hvolp hans. Kranz segir, iað íslendingar telji þá menn sæla, sem fluttir séu til útlanda, og kveðst hann hafá - séð ís- lenzkar konur og karla, sem fluttir hafi verið utan á unga aldri og hafi þetta fólk -gjör- samlega verið búið að gleyma móðurmáli-nu nema nafni sínu. Árj siðar eða 1547 kom út upphaf að eins konar alfræða- bók i Englandi, með furðuleg- um fróðleik um ísland, þar sem þess er meðal annars getið, ,að íslendingar selji hunda sína, en gefi börn 'sín. Það þarf engan iað undra, þótt íslenzkra hunda sé getið í erlendum ritum 16. aldar, því að þeir þóttu hinar mestu ger- semar. Á fyrsta hluta aldar- innar var uppi mikill fræðimað- ur í Svíþjóð Olavus Magnus. Hann samdi mikið rit um Norðurlönd og hefur þar langar frásagnir af fslandj og segir, að þar séu hvitir ullhærðir hundar, og.hafi höfðingsfrúr og prestar þá sér til gamans. Þeir hafa verið fluttir til Englands, því að Shakespeare minnist á íslenzkan hund í leikritinu Hin- rik V., en danskur maður biður Arngrim lærða árið 1601 að senda sér hvolp, sem geti orðið sér til ánægju í ellinni. Behaim, Kranz og flestir aðrir erlendir höfundar, sem geta íslands á 15. og 16. öld, hiafa eflaust fengið fróðleik sinn hjá sæförum, en þeir hafa jafnan verð taldir manna lygn- astir, svo að okkur ber að taka frásagnir þeirra með fullri var- úð, 'enda þótt staðhæfingarnar um harðfiskát og brauðskort séu auðsaéilega sannleikanum sam- kvæmar, því að allt "iram á 19. öld hefur það fólk fundizt hér á landi, sem aldrei hefur bragð- að brauð. y'rásaigiiimar um hina dýru hunda og barnagjaf- ir minna laftur á móti á reyfara frásagnir, og er sennilegt, að sæfarar, sem hingað sigldu, hafi ságt, að sér hafi verið gefin böm, ef þeir hafa haft þau á bráut með sér héðan 031 þaö fyrir >1 fyrr á ölcfum að fslend- l! ingar seldu útlendingum eða gæfu börn sín? Björn !; Þorsteinsson sagnfræðing- !; ur rekur í grein þessari J; sögulegar líkur fyrir þvi, J1 að þær frásagnir hiafi við J' rök a.ð styðjast....... þá vaknar sú spurning", seg- '1 ir Björn, „hvers vegna greip fólk til þess ör- ij þrifaráðs að farga af- Jj komendum sínum", og Jj svarar þeirri spurningu J; með áthugun á þjóð- féiagsástandinu á ís indi I'1 þeirra tíma. —- Það er fyrri hluti greinarinnar sem birtur er i dag. Sið- ari hlutinn kemur á morgun. rænd eða stolin. Við verðum því að leita öruggari heimilda um þetta mál. Árið 1425 var allviðburða- rikt á .landi hér. Englendingar höfðu þá um nokkurra ára skeið komið sér upp bækistöðv- um um suðurnes og í Vest- mannaeyjum. Hér hafði ríkt norsk-þýzk einokunarverzlun, bvindin Björgvin í Noregi, en Englendingar rufu hér einokun- :arfjötrana og gerðust allaðsóps- mikiir í verzlun'armálum. Hin dansk-þýzka-norska stjórn ríkisins kunni aðförum Eng- lendinga illa og braut mjög hei'ann um það, hvernig hún ætti að bola þeim burt héðan og endurreisa einokunina. Hún gerðí því harðsnúinn mann út af örkinni, Hannes Pálsson að nafni, og sendi bann hingað með hiðstjóravaldi. Þessi hirð- stjóri fór hér hart fram gegn Englendingum, og vorið 1425' hélt hann með liðsafnaði tib Vestimannaeyíja „til þess að' taka þá fasta, sem þar höfðu farið fram með ofbeldi og drýgt mörg önnur óhæfuverk", segir Ilannes sjálfur síðar í skýrslu um þessa atburði. Þegar tik Eyja kom risu Englendingai" „upp gegn oss sem opinberir fjendur og brutu báta vora þegar i stað, svo að vér mætt- um ekki á braut komast.------- Þeir réðust á land upp með blaktandi hermerkjum, en vér leituðum hælis um tvær mílur’ inni í landi. Þar hlóðu þeir garð utan um oss, sem höfðum fáia, fylgiar, svo að vér gáfumst upp sökum bungurs og aðsókr.- ar þeirra.“ Var Hannes og helztu menn hans hnepptir í varðhald og fluttir til Eng- lánds. „Hörmuðu það fáir“, seg- ir Nýi annáll, eina íslenzka heimildin, sem greinir frá at- burðunum. Þegar til Englands kom var Hannes látinn laus, og samdi hann Þá geysimikið kæruskjal á hendur enskum, sæförum, sem til íslands sigla. Kærur hans eru í um 40 liðum og þar á meðal segir, að Eng- lendingar ræni „fjölda fólks,. börnum og unglingum, á Is- landi ýmist með ofbeldi eða með því að ginna, einfalda, auðtrúa foreldra til þess að látia þau af hendi fyrir smágjafir og flytja þau síðan rænd eða keypt til Englands og hneppi.. þau þar í eilífa ánauð til þess að þjóna sér, en af þessum- sök-um verður landið ísland fólkslaust og leggst á mörgum stöðum í eyði. Svipað er fram- ferði þeirra (þ. e. Englend- inga) sömuleiðis á öðru landi, sem Noregskonungur á og nefn- ist Færeyjar.“ Þannig farast Hannesi hirðstjóra orð árið 1425. Dansk-norska stjórnin bann- aði Englendingum algjörlega að sigla hingað, en árangurslaust, því að þeir héldu uppteknum hætti og voru hér nær ein- ráðir um verzlunarmál á næstu árum. Eftir nokkurt þóf um þetta mál milli ríkisstjórna Englands og Danmerkur gerði Eiríkur konu-ngur af Pommern út erindrek-a sinn til Englands sumarið 1429. Þessi erindreki er vel þekktur hér á landi und- ir nafninu Jón Gerreksson. Jón þessi var hálærður maður, af- burða duglegur og mikill vin- ur Eiriks konungs. Fyrir til- stilli konungsvaldsins hafði hann orðið erkibiskup í Upn- sö'um í Svíþjóð í trássi við vilja hefðarklerka Þar í landi. í embættinu var hann betri fulltrúi konungs- en kirkju- valds og svo kom, að háyfir- völd kirkjunnar nieð erkibisk- upinn iaf Lettlandi í broddi fylkingar flæmdu hann úr em- Framh. á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.