Þjóðviljinn - 23.07.1953, Blaðsíða 10
10) -- ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 23. júlí 1953
Stálhúsgögn, en ekki i funkis
Þið munið sjálfsagt eftir stál-
húsgögnum funkistímabilsins,
þótt sú gerð húsgagna næði ekki
mikilli útbreiðslu. Upp á síðkast-
ið hefur aftur verið tekið til við
s'tálhúsgögnin og margt af þeim
húsgögnum er nýstárlegt og þau
stinga ekki í stúf við önnur ný-
tízkuhúsgögn. Lítið til dæmis á
stólinn sem stendur við skrif-
borðsplötuna. Hann er úr svart-
lökkuðu stáli og fer alls ékki
illa v:ð tré. Það er strax erfiðara
viðureignar að sæt'ta sig við
heilan borðkrók með stálhús-
gögnum, en á myndinni sést að
það er ekki ósnoturt og auðvelt
er að að halda þessum húsgögn-
um hxeinum. Þau henta mjög
vel í borðkrók í eidhúsi og enn-
fremur í mörgum stofum. Á
borðinu er plastflötur og því er
óþarfi að nota á Það dúk.
Lítil innskotshorð úr málmi
eru ódýr. Þau eru mjög einföld
að gerð og platan úr gleri. Þau
geta átt við Ilvaða gerð húsgagria
sem er. Innskotsborð þurfa um-
fram .allt að vera hentug, létt
og meðfærileg. Og þær kröfur
uppfylla málmborðin.
ESEHi
Raímagnstakmörkun
Fimmtudaginn 23. júlí
Kl. 9.30—11.00:
Austurbserinn og miðbærinn milli
Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar-
götu, Bjarkargötu að vestan og
Hringbrautar að sunnan.
Kl. 10.45-12.15
Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn-
argötu og Bjarkargötu. Melarnir,
Grímsstaðaholtið með flugvallar-
ovæðinu, Vesturhöfnin með Örfir-
lsey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes
fram eftir.
Kl. 11.00-12.30
Hafnarfjörður og nágr. Reykjanes.
Kl. 12.30-14.30
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi
Elliðaánna vestur að markalínu
frá Flugskálavegi við Viðeyjar-
eund, vestur að Hlíðarfæti og það-
an til sjávar við Nauthóisvík í
Fossvogi. Laugarnes, meðfram
Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal-
arnes. Árnes- og Rangárvallasýsiur.
KI. 14.30-10.30
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár-
holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar-
hverfi við Laugarnesveg að Klepps
vegi og svæðið bar norðaustur af.
Heklaðir hattar eru nú mjög í
tízku og hattar úr hvítu bóm-
uliargarni eru snotrir og ódýrir.
Á myndinni sjást tveir slíkir sem
báði.r eru mjög fallegir. Hinn
fyrri, með litla barðinu er senni-
lega meiri tízkuflík, hinn ætti
að henta þeim vel, sem eiga ó-
hægt með að fá barðastóran hatt
í búðunum. Þær geta þá búið
til hatt sjálfar. Mjótt lissuband
prýðir hattinn, og það þarf að
vera hægt að taka það af með
lítilli fyrirhöfn. Það er nefnilega
mjög skemmtilegt að g»ta skipt
úni bönd, eftir því hvernig kjól
maður er í. Einnig er hægt að
sauma hattbönd úr kjólaefni.
Hvað finnst ykkur til dæmis um
dökkbláan kjól með hvítum drop-
um og hattbönd úr sama efni á
hvíta hattinum?
Að vísu eru hvítir bómullar-
hattar fallegastir, en auðvitað er
Framh. á 11. síðu.
76.
A. J.CRONIN:
Á asmarlegri ströndl
4Þ
\
l ---......—---- ----~ít
,,Nú. skjátlast þér, dengur minn“, sagði
Jimmy, hallaði sér aftur á bak í stólnum og
si’oðaði skóna sína, sem einn „gulu strákanna“
hafði burstað af mikilli list. „Hann er ólmur
í að hitta þig. Og því ekki það? Þú bjargaðir
líf> frúarinnar, var það ekki ? Hann hefur leitað
að þér um allt ekki síður en ég .Svei mér þá,
þctta er gull af manni. Það fara ekki margir
í íötin hans. Og hann er að springa af þakk-
læti“.
,.Hann getur haft sitt þakklæti sjálfur".
„Þvaður. Bull og þvaður" svaraði Jimmy.
„Vertu ekki svona úrillur. Viltu ekki komast
heim, eða hvað? Þig langar þó ekki til að híma
hér það söm eftir er ævinnar“. -
Hann þagnaði skyndilega, leit upp og kinkaði
síðan ofsalega kolli tii manns, sem kom rétt í
þessu inn í anddyrið.
Það fór kuldahrollur um Harvey. Fielding —
eiginmaður Mary -— já, það var kuldaleg til-
hugsun, en um leið óraunveruleg. Maðurinn var
hér, þrekvaxinn, myndarlegur — látlaus og ör-
uggur í framkomu. Andlitsdrættirnir voru
reglulegir, nefið beint, kinnin ávöl og mjúk.
Hann var með þykkt, fallegt, ljóst hár. Svip-
ur hans var með afbrigðum alúðlegur. Alúðin
var svo ríkur þáttur í framkomu hans, að það
var eins og hún væri honum ssimgróin. Einkum
voru augun blá og bjartsýn, þau brostu til
alls heimsios eins og þau segðu í sífellu:
„Prýðilegt, ágætt, prýðilegt".
Hann kom nær. Hann virtist innilega ánægð-
ur. Hann rétti fram höndina og næstum hljóp
ti! Harveys .
,,Prýðilegt“, sagði hann. „Þetta var prýði-
legt. Þetta fullkomnar ánægjun^".
Það varð vandræðaleg þögn;' svo leyfði Har-
vey honum að hrista hönd sína. Hann gat ekk-
ert annað gert.
„Já, það má nú segja“, hélt Fielding áfram.
„Þetta var það bezta sem fyrir gat komið —“
Hann tók í brotin í buxunum og settist. Hann
dró stólinn nær og sagði vingjarnlega — en
um leið alvarlega:
„Hvernig er það? Eruð þér búinn að borða
hádegisverð ?“
Iládegisverð! Harvey kipptist við. Var mann-
inum glvara ? Hann leit tortryggnislega á hann.
„Já“ laug hann. „Ég er búinn að borða há-
degisverð“.
,,Æ, hver skollinn. En þér borðið kvöldverð
ireð okkur. Hamingjan góða! Hvað er ég að
segja. Þér gerið allt með okkur. Ég tek ekki
í mál að rnissa sjónar á yður. Það er dásam-
legt að þér eruð loks kominn. Það er hreinasta
kraftaverk, Mary verður hrifin. Hún kemst í
sjöunda himin. Ég veit að hún hefur verið
áhyggjufull ,mjög áhyggjufull yðar vegua“.
Aftur hrökk Harvey við. Hann gat ekki skil-
ið þetta — þessa dæmalausu ró — á dauða
sínum hafði hann átt von en ekki þessu. Gerði
Fælding sér ekki ljóst? — hafði enginn sagt
honum? Hann varð ringlaður — reiður. Og
allt í einu sagði hanu hörkulegri röddu: „Hefur
Carr vinur yðar ekki haft neitt um mig að
segja?“
„Carr“, Fielding hló. „Ég tek lítið mark á því
sem Vilfred segir. Vilfred er prýðisnáungi. Dug-
legur að sitja hest. En hann er fljótfær —
fljótfær með afbrigðum. Skeytin frá honum —
svei mér þá — þau gerðu mig dauðhræddan".
„Ég er ekki að tala um skeytin", sagði Har-
vey loðmæltur. „Ég er að tala um allt annað“.
Það varð þögn og Harvey beið svars. En
Fielding virtist vera annars hugar og virti
hann fyrir sér með mikilli athygli.
„Flibbar ?“ sagði hann loks. ,,Já, það verður
erfiðast með flibbann. Hvaða númer notið þér?
Ég er viss um að þa,ð munar heilu númeri á
okkur, Ég nota nr. 17. Fjárans vandræði eru
það. En allt annað getið þér fengið hjá mér —
ónotuð föt — Marteinn gamli hafði vit á að
troða þeim með •— rakhníf, nærföt, tannbursta,
svamp, allt hvað heiti hefur. En fari það kol-
að“, hann yggldi sig með glettni í augum,
„ílibbarnir verða erfiðastir viðfangs".
Nei, þetta var ekki uppgerð. Hann hafði
búizt við öllu öðru en þessu hjali. Hann leit
ur.dan og starði þunglyndislega niður fyrir
sig.
,Vitið þér hvað“, sagði Fielding. „Ég er álls
ekki farinn að þakka yður ennþá. Guð minn
góður". Hann brosti aftur sama innilega al-
úðarbrosinu. „Þetta gengiy kraftaverki næst.
Mary er á góðum batavegi. Ég get ekki lýst
þakklæti mínu. Sumu er ekki hægt að lýsa með
orðum. Hún er að byrja að fara á fætur.. Bráð-
um má hún ferðast — með flugvél auðvitað.
Og svo láfum við sveitaloftið í Buckden um það
sem eftir er.“ Hann þagnaði og bætti síðan
glaðlega við. „Þér verðið hjá okkur. Vitaskuld.
Annað kemur ekki til mála. Yður lízt áreiðan-
lega vel á Buckden. Það er notalegur staður.
Ég á nýtt rósaafbrigði, sem ég hefði gaman af
að sýna yður. Það er alveg nýtt. Ég ætla að
sýna það í ár. Á garðyrkjusýningunni".
Harvey sat grafkyrr. Þetta var svo óskilj-
anlegt, að hann var orðlaus. Fielding hlaut
að vita — annað var óhugsandi. Og þó — þetta
brosandi, óbugandi jafnaðargeð — það gaf
ekkert í skyn. Hann langaði til að hata Fielding.
En hann gat það ekki. Alúðina eina hefði hann
getað hatað. En það var eitthvað í framkomu
rnannsins sem sló öll vopn úr hendi hans. Hann
hnfði allt til að bera: útlit, framkomu, þokka
og þessa óbugandi alúð. Og þó var eiris og hann
gcrði sér það alls ekki ljóst. öllum hlaut að
geðjast að honum.
Loks tautaði Harvey:
„Mér þykir leitt að geta ekki þegið boð yðar.
Þið farið heim með flugvél. Ég fer heim með
sHpi. Mér þykir ótrúlegt að við eigum eftir
að hittast í Englandi“.
Fielding mótmælti kröftuglega.
„Góði maður“, hrópaði hann. „Hvað er að
heyra þetta! — Þér vitið ekki hvað þér eruð
að segja. Þér farið ekki heim með skipi. Það
ei ekki búið að smíða það“ — hlátur — „þér
farið heim með flugvél — með okkur“. Hann
tók þetta sem sjálfsagðan hlut. Svo sló hann
lófunum á hnén og reis rösklega á fætur. „Kom-
ið nú með mér. Það er enginn tími til að tala
núna. Ég hef herbergi handa yður. Þér þurfið
aó fara í bað og skipta um föt. Svo heilsum
við upp á Mary. Það eru nokkur skref —
Meðan hann talaði opnuðust vængjahurðir
gistihússins. Elissa kom inn í anddyrið og
Carr og Dibdin á hælum hennar. Þau námu
staðar öll þrjú þegar þau komu auga á Harvey.
Þessi sameiginlega undrun þeirra allra var dá-
ÍUW OC CAMM4
Það er emkum tvennt sem ég man aldrel
stundinni lengur, — annað eru nöfn og liitt
er . . . , æ, nú er ég alveg búinn að gleyma því.
Dómariim: 1>Ú er ákærður fyrir að hafa liastað
tengdamóður þinni út um glugga.
Jón: Ég gerði það í hugsunaileysi.
Dómarlnn: Já, en skilurðu ekki; það gat verið
hættulegt, ef einliver hefði gengið um götuna
um sama leyti.
Konan: Skelfing geturðu verið matvandur, góði
minn. Það er munur eða fyrri maðurinn minn —
hann borðaði allt sem mér á annað borð datt
í hug að bera fyrlr hann.
Maðuriim: En hann dó líka.
,JIeiðarlegur“ stjórnmálamaður: Sá sem heíuc
einu sinni verlð keyptur og heldur áfram að
vera það. . ,