Þjóðviljinn - 23.07.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.07.1953, Blaðsíða 11
FTT r. . Pirnwtudagur 23. júlí 1953 ÞJÓ©VIWINN>t- (iD(0i: Hver erfir ríki Churchills? virðast nú ætla að verða of- an á. — Þetta sjónarmið má til sanns vegar færa. Þeir Churchill eru sízt minni í- haldsmenn en andstæðingar þeirra, en þeir meta hags- muni Bretlands og brezka heimsveldisins meira en sam- eiginlega baráttu auðvalds- rikjanna gegn sósíalistísku löndunum, þegar þau tvö sjónarmið rekast á. Þar eð ágreiningurinn inn- an Ihaldsflokksins ristir eins djúpt, og raun ber vitni, mun það ekki ósennilega ráða úr- slitum um stefnu hans á kom- andi árum, liver næsti leið- togi hans verður. Eden get- ur ekki lengur talizt sjálf- kjörinn arftaki Churchills Kemur hvort tveggja til greina, að hann hefur átt við langvinn vei'kindi að stríða og að stjórn utanrikismála síð- ustu tvö árin hefur sízt orðið til að afla honum aukinna vinsælda, enda aðstaða öll erfið. Veikindi Churchills, sem kominn er hátt á áttræðisald-, ur, hafa þess vegna leitt til þess, að sú spurning hefur verið mjög ofarlega á baugi, hver eftirmaður hans verði. Enn mun Eden samt sem áður standa öðrum nær því að taka við af Churchill, þótt skæðasti keppinautur hans, R. A. Butler standi honum ekki langt að baki. Þá eru stundum nefndir sem hugsan- leg leiðtogaefni þeir Harold MeMillan, húsnæðismálai’áð- herra og.Sir D. Maxwell Fyfe, innanríkisráðherra. /Vðalstign in er Salisbury lávarði f jötur um fót, því að forsætisráð- herra verður að eiga sæti í neðri málstofu þingsins, (en aðalsmenn hafa ekki rétt til þess). Af leiðtogum Ihaldsflokks- ins er Eden tvímálalaust sá, sem Churchill hefur mest dá- læti á. Eden sagði af sér sem utanríkisráðherra stjórnar Chamberlains 1938, þegar hocium varð ljóst hvert stefndi. í stríðstjórn Churc- hill fór hann aftur með utan- ríkismál. Meðan Verkamanna- fiokkurinn sat að völdum, var Eden varamaður Churchills sem leiðtogi stjórnarandstöð- unnar. Au'k þess að vera nán- ir samstarfsmenn eru þeir Churchill og Eden nátengdir. R. A. Butler er foringjaefni þeirra, sem eru andstæðir Churchill og stefnu hans inn- an Ihaldsflokksins. Er hann maður skarpskyggn, ötull og fylginn sér. Viðskiptakjör Breta fóru bataandi allt s.l. ár, svo að hagur landsins virtist taka stakkaskiptum undir stjórn Butlers. Gagn- stætt Edea hefur hann þess vegna vaxið i áliti af ráð- lierradómi sínum nú. Ef ! stjórnarstefna Churchills bíð- ur a.]varlegan hnekkí er ekk- ert líklegra ea Butler taki við fo/ýstu Ihaldsflókksins. Greina má átökin innan I- haldsflokksins að baki, skip- ana Churchills í sæti þeirra Edens í forföllum þeirra. Þegar Churchill tók sér hvíld frá störfum og ferð á hend- ur til Jamaica í janúarmán- uði, var Eden skipaður for- sætisráðherra í f jarveru hans. Er þeir Churchill og Eden fóru til Washingtcn í janúar 1952, var Crookshank falið að sitja í öndvegi á ráðuneyt- isfundum, en ekki Butler, sem stóð því nær. Butler sat fyrst í forsæti á ráðuneytisfundum fáeina daga í september í fyrra, en án sérstakrar skip- unar. Að þessu sinm hefur Butler á sama hátt ekki ver- ið skipaður varaforsætisráð- herra, — jafnvel ekki til bráðabirgða, — heldur ein- ungis falið að gegna störfum forsætisráðherra. Þótt mjótt kunni að sýnast á mununum, má af þeirri staðreynd ráða, að Churchill forðast að gera híut Butlers meiri en nauð- syn krefur. I sömu átt bendir skipun Salisbury lávarðar til að fara með utanrikismál, þótt hún eigi sér fordæmi frá því í jan- úar 1952. I neðri málstofu brezka þingins mælist það allt anaað en vel fyrir að ut- anríkisráðherrann eigi sæti í lávarðardeildinni í skjóli gegn gagnrýni hennar. Með því að fela e'kki meðferð utanríkis- mála Sir David Maxwell Fyfe, eins og ýmis brezku blaðanna bjuggust við, hefur Churchill enn viljað forðast að gera neitt, sem veikt gæti aðstöðu Edens. Sá meinbugur hefði verið á útnefningu Sir David Maxwell Fyfe, að hún hefði bundið enda á óskorað for- ræði Edens í utanríkismálum innan íhaldsflokksins og veikt aðstöðu hans þannig óbein- línis, en styrkt aðstöðu Butl- ers að sama skapi. E<.i eins og sakir standa fer Butler með forystu I- haldsflökksins og virðist, eftir úrslitum þríveldafundarins í Washington að dæma, vera farinn að setja svip sinn á stefnu brezku -stjórnarinnar Ef Churchill og Eden verða lengi fjarvistum mun aðstaða Butlers og fylgismaqna hans styrkjast og átökin um stefnu og forystu Ihaldsflokksins vera liin tvísýnustu. harjóh. Frá sfarfí SameinuSu þjóSanna i Hjúkrunarkona frá heilbrigðisstofnun sameinuðii þjócaima að íitarfi á ráðleggingarstöð fyrir barnshafandi konur í smábæ í Paraguy, Suður-Ameríku. Framh. af 7. síðu. bættinu. Konungsvaldið var enn ekki ’svo sterkt, að það gæti staðið gegn æðsta valdi kirkjunnar í siík-um málum og veitt skjólstæðingum sínum nægan styrk. Það var ekki fyrr en komið var fram á 16. öld, .að slíkir atbúrðir, gerast, en við þekkjum þá undir nafninu siðaskipti. Um þessar mundir voru konungar einungis með stjórnkænsku að elda grátt silfur við kirkjuna, en urðu jafnan að láta undan, þegar í harðbakkann sló. Öll menntun tímabilsins var í höndum kirkj- unnar og klerkanna, en leikir aðalsmenn lítt lærðir til bókar- innar. Þeir voru því háðari skriftlærðum klerkum en hóf- legt var um þjóna konungs- valds, sem vildi knésetja kirkj- una og efla tekjur sínar. Kóng- arnir áttu í rauninni í skæru hernaði við kirkjuvaldið og tóku feginshendi hverjum þeim lærðum manni, sem vildi ger- ast flugumaður þeirra innan kirkjunnar. Þannig stendur því, að óhlutvöndum ævintýra- mönnum skýtur stundum upp í háembættum kirkjunnar á Norðurlöndum á 15. öld, en tveir slíkir menn eru frægir í íslenzkri sögu, þvi að kon- ungar Norðurlanda komu þeim á biskupsstólana hér, þegar þeir gátu ekki lengur hamið þá í embættum annars stáðar í rikjum sínum. Annar þessara manna er Jón Gerreksson Skálholtsbiskup. Honum var drekkt í poka í Brúará^eins og frægt er orðið. Hinn var Mar- cellus S'kálholtsbiskup. Hann félck páfavéitingu fyrir embætt- inu, en auk þess skipaði hans heilagleiki hann innheimtu- mann allra páfatekna af öllum Norðurlöndum. Þegar til Norðurlanda kom. gerðist hann vinur Pg ritari Kfistjáris kon- ungs I. og ritaði páfa miklar lygasögur um krossferðir kon- ungs á hendur heiðingjum þeim, sem riefnást Rússar. Með söguna. þessum , vildi Marcellu.; sanna páfa, að Kristján I. gæti ekk[ lagt neitt af mörkum til 'baráttunnar við Tyrki eða innt af höndum alíar sfnár 'greiðsl- ur til páfastólsins. Að lokum varð konungur að senda Mar- cellus -frá sér; og ætlaði hann þá áð vitja stóls síns í Skál- holti, en'- drukknaði á leiðinni. Heimiiisþátturisn Framhald af 10. síðu. einnig hægt að hekla þá úr mis- litu garni; ljósgrænt, gult og blátt igetur verið mjög fallegt, þó.tt bleikt sé oftast of barnalegt. Oftast er aðeins hægt að fá baðmullargarn í ljósum, daufum litum, og sé það til í sterkari litum er mjög hætt við að það upplitist. Ráðlegast e,r að halda sér við Ijósu litina, einkum hvítt. ÚTBREIÐIÐ ÞJÓÐVILJANN Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar SÞ að starfi í Kabúl, Afghan- istan, í baráttu við taugaveiki. Þjóðviljinn er eina dagblað bæjarins, sem birtir daglega sérstakan þátt sem helgaður er konunni og hennar störíum. hefur þegar unnið sér miklar vinsældir meðal kvenna (og karla?). Eí þér eruð ekki fastur kaupandi blacsins, þá ætt- uð þér að hringja strax í dag til af- greiðslu þess og tilkynna áskrift yðar. sími 7500 n» •4--» -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.