Þjóðviljinn - 05.08.1953, Page 7

Þjóðviljinn - 05.08.1953, Page 7
Miðvikudagur 5. ágúst 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Ekki verður leitt nema ó- vissum getum að því, hve lengi úthafseyja geti. verið ó- numin eftir að hún r:s úr öldum hafsins. I fyrstu er hún áreiðanlega auð og ömurlega lífvana og ekkert anaar eða hrærist á eldbrunnum auðnum hennar. En er fram í sækir taka smátt og smátt að ber- ast með vindum, straumum, rekdrumbum, upprifnum runn um eða trjám, sá gróður og þau dýr, sem eiga framtíðina fyrir sér í þessum nýju heim- kynnum. Svo hægfara en þó óbif- anleg er framvinda allrar náttúrusköpunar, að dýra- og plönturíki eylendu getur ver- ið milljónir ára að verða til. Það er óhugsanlegt, að á öll- um þeim óratíma hendi það ekki nema fjórum eða fimm sinnum, að einhver sérstök tegund, t.d. skjaldbaka, nái farsælli lendingu á ströndum hennar. Það lýsir skilnings- leysi á þeim timagildum, sem hér lcoma til greina, að vænta þess með óþolinmæði, að manninum auðnist að vera vitni að slíkum viðburðiun. Vindar og háloftastraumar eiga þó engu síðri þátt í að færa eyjunum nýtt iíf. Löngu áður en maðurinn tók að ferð- ast um háloftin voru þau mik- il umferðasvæði. Þúsundum metra fyrir ofan yfirborð jarðar er loftið morandi í líf- verum á flugi og reki. Ekki var kunnugt um þetta loftsvif fyrr e.n maðurinn varð sjálfur fleygur urn þessar slóðir. Með sérstökum netjum og tilfær- ingum hafa vísindamenn fund- ið í háloftunum margar þær líffegundir, sfem byggja út- hafseyjar. Köngulær, sem eru eitt hið merkilegasta við- fangsefni náttúrufræðinga á úthafseýjunum, hafa fundizt í háloftunum í 4—5000 m hæð. Flugmenn hafa farið gegnum mikinn sæg af hinum hvítu silkihimnu-„fallhlífum“ köngu lóa í 3—4000 m hæð. Mörg lifandi skordýr hafa náðst í 2—5000 m hæð þar sem vind- hraðinn hefur náð 70 km á klst. Með svo sterkum vindi í svo mikilli hæð, geta þau vel hafa borizt mörg hundruð kílómetra. Fræ hafa oft fund- izt í allt að 1600 m hæð. Með- al þeirra sem oft finnst eru fræ af körfublómaættinni, sérstaklcga hinn svokallaði „þistil-dúnn“, sem er einkenn- andi fyrir úthafseyjar. Það er athyglisvert í sam- bandi við flutning lifandi plantna og dýra, sem berast fyrir vindi, að í efri lögum loftsins fylgir vindurinn ekki ávallt sömu stefnu og niðri við jörðu. Sérstaklega eru stað- vindamir grunnir, þannig að maður sem stendur á bjarg- brún St. Hélenu, 350 m fyrir ofan sjávarmál er fyrir ofaa stomiinn sem geisar á hafinu fyrir neðan. Þegar fræ eða skordýr hafa á annafð borð borizt upp í háloftin, geta þau vel borizt í öfuga átt við þann vind, sem rikjaadi er á eyj- unni fyrir neðan. Farfuglar þeir, sem lialda uppi reglubundnum ferðum til úthafseyja, geta einnig átt drjúgan þátt í útbreiðslu plantna og jafnvel einnig sumra skordýra og örsmárra landskeldýra. Úr moldar- Iköggli, sem Charles Darwin fann í fiðri fúgls eins, rækt- aði hann 82 plöntur, fimm mismunandi tegunda. Ýms fræ hafa. króka eða þyrna, sem festa þau mjög vel í fiðri. Kyrraiiafslóan, sem flýgur árlega frá Alaska til Ilawaiieyja og jafvel lengra, á eflaust hlutdeild í margs- konar dularfullri plöntudreif- ingu. Eyðing Krakatár veitti nátt- úrufræðingum ágætt tækifæri til athugana á því, hvernig eynám fer fram .Eftir gos- sprenginguna árið 18S3, þeg- ar mestur hluti eyjarinnar var sokkina en afgangurinn hulinn heitum vikri og ösku, var hún sem ný gosevja frá líffræðilegu sjónarmiði. Strax og fært var, tóku vísindamenn að leita að nýjum lífsmerkj- um, þótt erfitt væri að i- mynda sér, að nokkur lífvera hefði lifað af. Enda íannst Jaínvæ ekkert, hvorki dýr né planta. Það var ekki fyrr en níu mán- uðum eftir gosið, að náttúru- fræðingurinn Cotton gat til- ikynnt, að hann hefði fundið eina örlitla könguló — aðeias eina. Þessi furðulegi frumherji Hfsins var í óða Önn að spinna vef sinn. Þar sem nú engin skordýr fjmdust á eyj- unni, má æíla að þetta fram- tak hins ótrauða landnema hafi komið fyrir lítið, og að nokkrum stráum undan- teknum bærðist ekkert líf á Krakatá í næsta aldarfjórð- ung. En þá tóku landnemamir að berast. Nokkur smádýr ár- ið 1908; ýmsir fuglar, eðlur og snákar, og ýmsar tegund- ir lindýra, skordýra, og ána- maðka. Iíollenzkir vísinda- menn komust að þeirri niður- stöðu, að 90% af þessum nýju íbúum eyjarínnar hefðu getað borizt þangað loftleiðis. Þar sem líftegundir eyjanna hafa verið einangraðar og ekki haft neina möguleika. til blöndunar. sem lineigist til þess að viðhalda og efla hið almenna en eyða nýjum og ó- venjulegum afbrigðum, hefur þróun þeirra. orðið með mjög sérstökum hætti. Á þe^sum afskekktu blettum hafa komið fram hinar furðulegustu og dásamlegustu tegundir. Hin ó- trúlega tilbreytni náttúrunnar birtist i því, að því nær sér- hver eyja hefur tegundir, sem eru einkennandi fyrir hana eina, og finnast hvergi annars staðar á jörðunni. • Það var frá þeim jarðsögu- legu heimilaum, sem skráðar voru á hraunbreióur Galapag- oseyjanna., sem Charles Darw- in fékk á ungum aldri hinar fyrstu hugmyndir um upp- runa tegundanna. Þegar hann virti fyrir sér þessar undar- legu plöntur og dýr — risa- vaxnar skjaldbökur, furðuleg- NEÐANSJÁVARGOS 1 KRAKATÁ ar, svartar eðlur, sem leituðu fanga í fjörubrimiau, sæljón og geysilega mergð fuglateg- imda — varð honum ljóst að þau liktust meginlandsteg- undum M- og S-Ameríku, en honum varð munurinu þó enn hugstæðari, þessi munur, sem greindi þau ekki einungis frá meginlandstegundunum, held- ur og tegundum allra annarra eyja í hafinu .Mörgum árum síðar komst hann að orði í því sambandi á þessa leið: „Bæði í tíma og rúmi virð- umst við hafa þokazt nær lausninni á hinum mikla leynd ardóm — upphafi eða sköpun nýrra tegunda á jörðinni". Af „nýjum tegundum“ sem komið hafa upp á eyjum, eru sumir fuglar meðal hinna eftirtektarverðustu. í ein- hverri óra fortíð, löngu áðúr en nokkrir menn voru til, barst Htill fugl, svipaður dúfu, til eyjarinnar Máritius í Indlandshafi. Samkvæmt ein- hverjum þróunarlögmálum, sem við getum einungis getið okkur til um, missti fugl þessi hæfileikann til þes.s að fljúga. Haun fékk digra og stutta fætur og stækkaði unz hann var orðinn á stærð við kalkún. Þannig var þróunarferill hins fræga dúdú-fugls, sem varð aldauða skömmu eftir að menn settust að á Máritius. Eina. lieimkynni móafuglsios var Nýja Sjáland. Ein tegund þe.ssara fugla, sem mmntu á strúta, var fjórir metrar á hæð. Móafuglinn hefur verið til á Nýja Sjálandi frá fvrri hluta tertieraldar, en þeir urðu brátt aldauða cr Maor- íar námu laudio. Auk dúdú- og móafuglsins ■hafa og canur eyjadýr haft tilhneigingu t<l þcss að stækka. Ef til vill hefur Gala- pagosskjaldbakan orðiö svona risavax:n eftir komu sina til eyjanna, þótt steingervingar, sem fundizt hafa á meginland inu geri það vafasamt. Missir flughæfileikans og jafnvel vængjanna sjálfra -— móafuglinn hafði enga vængi — eru venjulegar af- leiðingar eyjalífsins. Skordýr á litlum, veðrasömum eyjurn týna gjarnan fluginu — þau sem ekki gera það eru ávallt í hættu fyrir að fjúka á haf út. Á Galapagos er skarfa- tegund, sem ekki getur flog- ið, og á, Kyrraliafseyjum eru að minnsta kosti 14 tegimdir flugleysingja af fuglakyni. Eitt af átakanlegustu sér- kemnun eyjategundanna er hve gæíar og spakar þær eru, svo að jafnvel hin bitrá. reynsla í samskiptum þeirra við mannkynið hefur ekki megnað að hafa mikil áhrif þar á. Þegar R. C. Murphy kom til Suðurtrinidad ásamt félögum sínum árið 1913 sett- ust kríur á kollinn á mönnun- um og horfðu rannsakandi framan i þá. Máfar á Laysan, en binar dásamlegustu dans- sýningar eru einai af furðu- legum háttum þeirra, leyfðu náttúrufræðingunum að ganga um liópinn og hneigðu sig hátíðlega er þeim var lieilsað á þann hátt. Er brezki fuglafræðingurinn David L-ack lieimsótti Galapagoseyjar huadrað árum eftir að Darw- in kom þar, segir hann frá Bókin Httfið og liuld- ar lendur, seni Mál og meiming gaf út sl. vetur er einhver skemmtilegasta fræðl bók sem komið hefur út liér á landi um langt skeið. Þáttur sá sem hér er birt- ur er tekinn úr henni, úr kaflanum úm TJpphaf og örlög úthafseyja. — Bekur höfundur hvernig líf þróast á nýjum eyj- sem rísa úr hafi, hið undursamlega jaf n- vægi náttúrunnar er þar skapast og hvo vjðkvæmt það er l'yrlr annarlegum áhrifum, fyrst og fremst þelni sem fylgja aðgerðum mannsins. því, að haukamir voru svo gæfir að hægt var að strjúka þeim, og smáfuglar reyndu að ná hárum úr höfðum manna til að liafa í hreiður. „Það er undarlega unaðúeg tilfinning sem er því samfara er villtir fugíar setjast á öxlina á masiini, og mundi það ekki vera svo sjaldgæft ef menn- irnir væru ekki svo grimnrr og rángjarnir", ritaði hann í þessu sambandi. En því er. nú svo farið að margir ljótustu kaflarnir í landnámssögu mannanna lýsa þeim sem eyðöndum eylanda i úthöfunum. Sjaldan hefur maðurinn stigio svo fæti á ey, að eyðing og dauði hafi ekki fylg't í fótspor hans. Hann hefur eyðilagt umhverfið með exi og eldi og rottuplágan 'hefur fylgt honum trnlega um heimshöfin, og nærri undan- tekningalaust hefur hann hleypt upp á eyjamar heilur.i hjörðum af geitum, svíáum, hundum og köttum og öðrum aðskotadýrum og plöntum. Hver tegundin af annarri af frumbyggjum eyjanna hafa orðið aldauða, oft á skömm- um tíma. Það er vafasamt hvort jafnvægið milli tegunda og umliverfis þeirra sé nokkurs staðar jafn hnitmiðað í líf- heimi náttúrunnar og einmitt á eyjum úthafanna. Þetta um- hverfi er sérlega litlum breyt- íngum undirorpið. Úti í regin- hafi þar sem sömu straumar og vindar ríkja árið um kring eru loftslagsbreytingar litlar. Þar enx fáir náttúrulegir ó- vinir — kannske engir. Hin harða lífsbarátta, er hvar- vetna finnst á meginlandinu, er því nær óþekkt þar. En þegar þessurn Ijúfu lífsskil- yrðum er skyndilega breytt, hafa frumbyggjarnir litla möguleika til að lifa stríðið af. Emst Mayr segir frá því, ,að árið 1918 strandaði gufu- skip undan ströndum Lord Howe eyju austan við Ástral- íu. Rotturnar syntu í land og að tveim árum liðnum höfðu þær útrýmt fuglalífi eyjarinn- ar svo gjörsamlega, að einn af íbúum hennar komst svo að orði: ,,Hin forna fugla- paradis er nú auðn og öræfi, og dauðakyrrð grúfir nú þar sem söngurinn áður ríkti“. Því nær allar liinar ein- stæðu landfuglategundir, sem höfðu mótazt á Tristan da Cunha, hafa orðið svínum og rottum að bráð. Hawaiieyjar, sem nú hafa glatað hinum upprunalegu plöntu- og dýra- tegundum sínum fljótar en. flestir aðrir staðir á jörð, eru átakanlegasta dæmið um af- leiðingarnar af því, þegar hnikað er við því jafnvægi, sem náttúran sjálf hefur kom- ið á í viðskiptum dýra og gróðurfars og gróðurs og jarðvegs, með úrvali og að- hæfingu um óteljandi áraþús- undir. Þégar maðurinn kom til sögunnar og raskaði þessu jafnvægi, hófust keðjubundin viðbrögð eyðingar og niður- dreps. Frá Vancouver voru fluttir nautgripir og geitur til Hawaiieyja, og hafði sá inei- flutningur í fcr með sér gíf- urlega eyðingu á skógum og öðrum gróðri. Eu ýmsar plöntur, sem fluttar yoru inn, ollu og svipuðu tjóni. Fyrir mörgum árum flutti Makee skipstjóri imi plöntuna pama- kani til að prýða með henni hina fögru garðp sína á Maui- eyju. En pamakaai, sem fellir létt svíffræ, ruddi sér fljót- lega. braut úr görðum Makees, eyðilagði beitilöndin á Maui og' bars,t síðan af einni eyju á aðra. Um eitt slceið voru lærðir skógræktarmenn sett- ir til að útrýma henni úr skóg lendum Iionolulu skógrækt- unarstofuunarinnar, en þeir Framh, á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.