Þjóðviljinn - 16.08.1953, Page 7

Þjóðviljinn - 16.08.1953, Page 7
Sunnudagur 16. ágúst 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Árla morguns, vorið 1929 í júnímánuði, þræddum við götuslóðann upp af bænum okkar, frænka mín og ég. Ferðinni var heitið að svo- nefndum Skollhólum, langt suðaustur í heiði. Hóla þessa hafði ég áður séð í nokkurri fjarlægð — og verið sagt að þar væru tófugreni, en skollar þeir, sem í slíkum hýbýlum búa, hafa oft leikið grátt margan sauðfjárbóndann. En ástæðan fyrir því, hversu við vorum árrisul þennan morgun var sú, að við áttum að tína ársforða af fjallagrösum handa heimilinu — en þau spruttu í nágrenni áður- nefndra hóla. Það var ekki laust við að ég fyndi til vanmáttar þennan morgun, en ég þræddi troðn- ingana upp af bænum. Eg hafði aldrei farið til grasa áð- ur — var aðeins 14 ára, og á þeim tímamótum, að vera hvorki baggatækur né kven- sterkur eins og það var orð- að í sveitinni. Frænka mín stóð á tvítugu, var því á bezta skeiði, stolt og blómleg eins og bezt gerðu dætur norð- lenzkra dala í þann tíð — og hafði gengið til grasa áður, svo mér var ljóst, að þarna átti ég nær ósigrandi keppi- naut, hvað starfinu viðkom. Enda skaut bróðir hennar því að mér kvöldið áður, að það spyrðist fljótt á næstu bæi, ef 14 ára karlmaður kæmi með minni tínu — en tvítug stúlka. — Þegar við komum upp á heiðarbrúnina, náði sólin okkur, enda farin að skína niður í miðjar hlíðar vestanmegin dalsins. ,,Það ;er bezt við hvilum okkur“, sagði frænka. Eg samsinnti því, líka örð- ugasta brekkan að baki. — Við tylltum okkur á sinn hvom stein og horfðum yfir dalinn. Græn tún, gráir melar, hvít húsaþil og glampandi lækir mættu fyrst augum okkar, hvergi sást rjúka nema á Daðastöðum, hjá Kjartani bónda, einum bezta bú'höld sinnar samtíðar. 1 eyru okkar barst margradd- aður fulgasöngur og niður Keykjadalsár, er heitir eftir dalnum — hljómaði sem undir spil. Næsti áfangi á göngu okkar var Selásinn — ásinn sunnan Hvítafells, en svo nefnist fellið, sem er hæst þarna á heiðinni milli Reykjadals og Laxárdals. Þó brekkan væri meir afliðandi en áður urðum við samt heit og móð. Eg hafði bakpoka meðferðis, sem nesti okkar var í og var frænka að bjóða mér hvíld öðru hvoru, en ég var herra- legur og þáði ekki boðið. Upp á ásnum áðum við að- eins stutta stund. Þó var sjón deildarhringurinn eins stór og hann orðið gat á þessum degi. Lam'bafjöll og Gæsafjöll blöstu við í austri — í suð- austri fjallahringur Mývatns- sveitar með Bláfjalli, Reykja- hlíðarhnúk og Belgjarhniúk í öndvegi, enda hafa Mývetning ar löngum verið stoltir af sinni sveit. Sú saga gekk fjöll um hærra, að þeir tileinkuðu sér kvæðið: „Þú bláfjallageym ur með heiðjökla hring/ um hásumar flý ég þér að hjarta“ í suðri yfir öræfin glitti í konung jöldanna — Vatnajök- ul, en hann sást aðeins í góðu skyggni. — í vestur séð gnæfðu ,,Súlur“ fjöllin vestan Akureyrar hæst, en í norð- vestri Kinnarfjöll. Til norð- urs byrgði Hvítafellið sýn. Nú tókum við stefnu í suð- austur — yfir lynggróin holt og grasigrónar dældir, en yf- ir að líta virtist þessi heiðar- fláki furðu sléttur. Þegar við loks námum staðar, vorum við komin í samfeldan lyngmó -—■ með mógráum fjallagrös- um. Eg lagði frá mér bakpok- fullbjart þegar Þverár stúlkur lögðu af stað heim, en heimil- isfólk á Halldórsstöðum lagði að þeim að fara ekki fyrr en Ibirti, — en þær sögðu — að þær yrðu að komast he’m til mjalta. Stúlkunum var ráðlagt ■að halda sig að hrauninu, sem liggur á bökkum Laxár, því túngarðurinn á Þverá náði að því, svo auðratað átti að vera — þó í dimmviðri væri. — Stuttu eftir að stúlkurnar lögðu út í snjódrífuna — skall Úr lííi alþýðunnar í ACASAbeíðf allir leitarmenn trúaðir á drauminn, en fóru þó enn af stað. Af ferðum þeirra segir ekki — fyrr en þeir eru stadd- ir hjá Skollhólunum. — Þá kom einn þeirra auga á tvær dökkleitar þústur að hálfu upp úr snjónum, undir barði við eystri hólinn. Þegar betur var að gáð, .reyndust þústur þessar vera stúlkur.nar frá Þverá, — báðar frosnar í hel. — Þær höfðu þá siegið undan veðrinu og leitað skjóls undir ann á milli þúfna, og frænka setti strigapoka yfir — leit síðan á úrið sitt og ákvað matartíma kl. 2, — aðeins einu sinni jTir daginn. Mér fannst þetta hart aðgöngu en lét mér það lynda, því ekki vildi ég verða til að brjóta ef til vill gamla hefð, á heiðum uppi. Síðan sagði frænka mér hvernig að skyldi farið við. tínsluna, sérstaklega handtök- in við pokann. Sú tilsögn varð til þess, að ég beið ekki al- gjöran ósigur í tínslunni og varð þar með forðað frá spotti gárunganna. Og heitur og strembinn var dagurinn þama í mónum, þar sem við skriðum í áttina til Skollhól- anna — með graspokana — bæði ákveðin í að láta ekki okkar hlut eftir liggja. Um tvöleytið komum við að hólunum, og varð ég að fara til baka eftir matnum. Það geklc furðu vel þó falinn væri á milli þúfna, enda ég fundvís á þeim árum að talið var. Við tókum okkur sæti á barði, sem er nær hálf mannhæð að sunn- an en aflíðandi að norðan og gengur úr eystri Skollhólnum. Á barði þessu, sem var grasi- gróið —: var allmikið af sól- bökuðum kindaspörðum — svo auðséð var að sauðkindin hafði komizt í samfélag við náttúruna — líkt og Þórberg- ur í skógarrunninum forðum. Að máltíð loldntai spyr frænka: „Hefur þú heyrt get- ið um stúlkurnar sem urðu úti hér á lieiðinni ?“ Eg kvað nei við — og bað hana að segja mér eitthvað um það. En frænka fór sér að engu óðslega og hagræddi skýluklútnum á höfði sér, en sagði þó síðan: „Það var að vetri tií, uppúr miðri 19. öld, að haldmn var mannfagnaður á Halldórsstöð- um í Laxárdal. Margt manna var þar saman komið — líkt og altítt var á höfuðbólum til forna. Gott tíðarfar hafði á undan gengið og hjarnfenni var. Meðal þeirra er komu á mannfagnað þennan voru tvær vinnukonur frá Þverá, sem er næsti bær við. Að sögn var dansinn stíginn ákaft þessa nótt, allt til morguns. Einhverra hluta vegna urðu stúlkurnar frá Þverá af sam- fylgd að loknum dansi. En undir morgun hafði farið að snjóa með noi’ðaustan átt, 'þó ekki hvassri. Ekki var á hvassviðri með aukinni snjó- komu og harðnandi frosti — með öðrum orðum — það var skollin á stórhríð, er stóð í fulla fjóra sólarhringa og ein af þeim verstu, er sögur herma. I*AB er nú orSið næsta fá- títt að menn fari í grasa- heiði, en þó er' ekki langt síðan grasatínsla var nauð- synlegur þáttur í birgða- söfnun íslenzkra sveltaheim- i!a. Gísli T. Guðmundsson gefur í þessari grein f.kemmtilega iýsingu á sinni fyrstu grasaferð fyrir 24 árum. Sendið Þjóðviljanum grein- ar úr lífi alþýðunnar til sjóvar og sveita, úr fortíð og nútíð. Heimilisfólk á Halldórsstö'ð- um fékk sér morgunblund í þeirri von að stúlkurnar hefðu náð hraunjaðrinum, áður en á skall. Um hádegisbilið voru barinn þrjú högg á útidyrnar á Halldórsstöðum. Þeir sem til dyra fóru, tóku á móti tveim fannbörðum húskörlum frá Þverá, er komnir voru að sækja stúlkurnar. Brá þeim mjög, er þeir fregnuðu áð þær höfðu af stað farið um morg' uninn. — Annar Þverármanna hafði or'ð á, að sér hefði virzt hann heyra óp, en ekki grun- að neitt — og haldið þáö veð urgný. En frásögn hans jók aðeins á skelf’ngu fólks, því öllum var ljóst, að alvara var á ferðum. Nú hófst leit, sem stóð í nær fimm sólarhringa. Landslagi er þamnig háttað á milli bæjanna Halldórsstaða og Þverár, að það er mjög af- líðandi suðvestur á heiði — og óttaðist fólk, að stúlkurn- ar hefðu slegið um of undan veðrinu, og ekki gætt h:nnar aflíðandi brekku. Sagan herm- ir að margir leitarmanna hafi lent í miklum þrekraunum, en svo var það hina fimmtu nótt frá því að danssamkoman var haldinn, áð aldraðan mann á Þverá dreymir að hann sé staddur suðvestur á heiði, hjá tveimur hólum, sem honum v'rðist í draumnum mjög á- þekkir og standa mjög áber- andi uppúr snæviþökktu lands langinu. Finnst honum í draumnum hann kenna þar stúlkumar, er voru eitthvað að vandra vi’ð hólana, Ekki voru barði þessu, sem við s:tjum á.“ Um leið og frænka lauk frá sögn sinni, var eins og færi um mig kuldahrollur — slík áhrif hafði frásögn hennar á hinúm sólbjarta sumardegi. Nú hófst tínsla á ný. Við fórum hring eftir hring þarna á mónum, en gáðum vel að því, að vera aðeins í kallfæri til að fyrirbyggja alla óþarfa mælgi, er trufiað gæti starf okkar. Svo var ákafi okkar mikill að við tókum naumast eftir fuglunum, sem flögruðu í kr'ngum okkur — né sáum tíbrána er titraði við sjón- baug. Þegar sólin fór að síga 1 norðvestri vissi ég að komið var kvöld, ég var einnig far- inn að finna til þreytu, eink- um í hægri handlegg og í hnjá liðunum. En ekki vildi ég kalla iá frænku til að spyrja um kiukku, því ég vissi ekki nema það yrði tekið sem upp gjöf. — Loks kom þó áð því að tinslu lauk, því allt í einu heyrði ég köll, var það frænka að gefa mér merki um að* hætta, klukkan var orðin 10. Við fórum síðan að undir- 'búa heimferð, og tók þa'ð okk- ur um 20 mín. Frænka tók öll grösin og lét í tvo poka, en ég tróð á eftir með hnján- um, eins og ég væri að taka fjórhey. Síðan bundum við þá saman til að geta borið þá til skiptis, og þó þeir virtust ekki þung:r fyrst í stað — sigu þeir furðanlega í, enda fullkomlega ársforði handa heimilinu að frænka sagði. — Og áfram tifuðum við í áttina heim, þúfu af 'þúfu og skref fyrir skref. En nú fórum við sunnar yfir Selás'nn, en um morguninn. Við fórum í gegn- um skarð, er klýfur ásinn í tvennt og í daglegu tali kall- ast „Klofar“. í skarði þessu vestanvert í ásnum, eru seltóft ir, en svo kenna munnmæla- sögur að þarna hafi verið sel, og mun ásinn draga nafn sitt af því. Þarna vi'ð Seltóftirn- ar er köld uppsprettulind. Vi'ð vorum líka fegin er þangað kom, og við gátum teigað ís- kalt vatnið þar sem það kom hreint og tært, upp úr iðr- rnn jarðar. Eftir noklcra hvíld við lindina, setti frænka pok- ana á öxl sér því næsti áfangi var hennar. Nú gekk okkur greiðlega, enda teki'ð að halla mjög undan fæti. Þegar v:ð komum á heiðarbrúnina fyrir ofan bæinn okkar, lagði frænka ti'l að við hvíldum lú- in bein — líka einn áfangi eftir og hann var minn. I annað sinn vorum v.'ð stödd á bæjarhólnum — og liorfðum yfir da.liim. Kyrrð og ró hvíldi yfir öllu, enda komi'ð miðnætti og dal'búarnir löngu. gengif r til náða, en þó heyrð- ist bí-bí lóunnar og niður ár- innar virt'st samur við sig. Sólin var gengin undir •— að- eins bjarmi hennar sást yfir Kinnarfjöllum, eins og gul- Framhald á 11. síðu. Einnig fyrir 3000 árum voru til „gínur“, þessi faunst í gröf hins nafnkunna konungs, Tut-ankiAmon, og talið er að hún hafi verið notuð til að máta á föt hans hátignar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.