Þjóðviljinn - 03.09.1953, Side 6
(5) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. september 1933
þlÓÐVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundssao.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason. '
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsáon, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 linur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Aðild Kína að sameinuðu jijóðunum
' Undanfariö hefur stað’iö yfir fundur utanríkisráðherra
Moröurlanda, en af íslands hálfu sótti hann Magnús V.
Magnússon, skrifstofustjóri í utanríkisráöuneytinu, þar
sem Bjarni Benediktsson var svo önnum kafinn í bak-
tjaldamakkinu um stjórnaijmyndun að hánn haföi ekkii
tök á að hitta starfsbræður sína. AÖ loknum fundinum í
íyrradag var birt yfirlýsing um störf hans og samþykktir,
og var ein þeirra mjög athyglisverö. Þar sagöi aö það
væri samróma álit stjórna Íslands, Danmerkur, Noregs
og Svíþjóöar aö alþýöustjórn Kína beri aö fara meö um-
boð landsins hjá same:inuðu þjóöunum, en undanfariö
hefur fulltrúi sjóræningja á Formósu farið meö þetta um-
boð svo sem alkunnugt er.
Aöild Kína aö sameinuðu þjóðunufm hefur verið eitt
mesta deiluefni heimsstjórnmálanna um langt skeiö. Á
þaö hefur veriö bent aö þessi miklu samtök stæöu eng-
an veginn undir nafni, meðan fjölmennasta þjóö heims,
sem drjúgan þátt átti í sigri sameinuöu þjóöanna, fengi
ekki aö leggja þar til mála. Á það hefur einnig veriö
bent aö þaö væri mál Kínverja sjálfra hvert stjórnarfar
þeir veldu sér og að þaö væri algert brot á anda og lögum
samtakanna að láta Sjang Kaisék halda áfram að fara
með umboö þjóðarinnar eftir aö hún er búin aö hafna
hom^m á eftinuinnilegasta hátt og hann er tekinn til viö
sjórán.
Þrátt fyrir þessar og aðrar röksemdir hafa Bandaríkin
gert þaö aö fullkomnu kappsmáli aö kínverska þjóðin
fengi ekki að senda fulltrúa sína til sameinuöu þjóöanna
og allt til þessa hafa fylgiríki þeirra veriö næsta leiöitöm.
Þó hefur afstaöa beirra verið mismunandi. Ýms ríki Vest-
urevrópu hafa viðurkennt alþýöustjórnina í Kína og má
þar nefna Bretland og Noröurlöndin — nema ísland. Og
nú um skeið hefur þeirri skoöun vaxiö fylgi viða um
lönd aö þaö væri mjög drjúgt framlag til sátta og auk-
ins friðar í heiminum aö veita Kínverjum rétt sinn, en
ýmsir valdamenn Bandaríkjanna sem sízt af öllu vilja
slíka þróun hafa jafnframt hert á hótunum sínum og
sumir haft við orð aö Bandaríkin myndu segja sig úr
samtökunum ef Kínverjar fengju þar réttmætan sess.
Utanríkisráöherrar Noröurlandahafa þannig tekið mjög
nærtækt stórmál til meöferöar, stórmál sem eflaust mót-
ar aö verulegu leyti störfin á þingi sameinuöu þjóöanna
i haust. Og þaö er ástæöa til aö fagna niöurstöðum
þeirra. Einmitt Norðurlöndunulm ber sérstaklega aö beita
sér fyrir friðsamlegri sambúö og sáttum. og aðild Kín-
vérja aö sameinuöu þjóöunum væri mikilvægt spor í þá
átt. Væntanlega mun ríkisstjórn íslands einnig draga
sínar sérstöku ályktanir af samþykktinni og viöurkenna
alþýöustjórnina í Kína.
Hðulverk íslands
Þaö er ekki aðeins á fundi utanríkisráöherra Norður-
landa sem sjá má aö árangurinn af friöarbaráttunni verð-
ur æ víötækari, umræöur um friðarmálin skipa nú meiri
sess í blööum en nokkru sinni fyrr. Morgunblaðiö birtir í
gær forustugrein um friöarmálin og áfellist Sovétríkin
injög harkalega fyrir aö vilja ekki beygja sig skilyröislaust
undir fyriumæli Vesturveldanna um þaö hvernig ræöa
skuli málefni Austurríkis. Svar viö þeirri forustugrein má
segja aö birzt hafi samdægurs í forustugrein Alþýöu-
biaösins, en þar segir „áö nú sé nauðsynlegra en nokkru
siimi fyrr að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Og af
þessum sökum vex þeirri skoöun nú ört fylgi í Vestur-
Evrópu, að knýja veröi Bandaríkiin og Sovétríkin til ein-
hvers konar samkomulags. Slíkt samkomulag tekst nátt-
úrlega ekki, ef annar hvor áöilinn eða þeir báöir hugsa
séi’ áö fá öllum tillögum sínum framgengt. Báöir veröa aö
sláka til. Annars er voöiim vís.“
En einmitt smáríkin geta haft mjög mikilvægu Iilut-
verk'ii áð gegna til aö koma á friðsajmlegri sambúð, og sú
ein stefna er í samræmi við lífshagsmuni íslenzku þjóðar-
innar. Meö því að afneita bandai’ísku hernámi og tala
máli sátta á alþjóðavettvangi getur ísland lagt a£ mörk-
um stóran skerf til að afstýra vísum voöa.
Verkfallið mikla skapaði ný
viðhorf í Frakklandi
Atvinnurekendur knuSir fil oð greiSa
kaup fyrir verkfallsvikurnar
¥ Tm miðja síðustu viku huxfu
fjórar milljónir verka-
manna í Frakklandi aftur til
vinnu sinnar eftir allt að
þriggja vikna verkfall. Þar
með hneig í bili mesta verk-
fallsalda, sem risið liefur í
Frakklandi. Mönnum blandast
ekki hugur um að hér er að-
eins um að ræða logn á milli
rokhviða, orsakir stómúðrisins,
sem hristi þjóðfélagsbyggingu
Frakklands niður í grunn, eru
samar og áður. Átökin í verk-
föllunum stóöu milli ríkis-
stjórnar frönsku borgaraflokk
anna og franskrar alþýðu.
Hvorugur aðili getur hrósað
^ ■"" r
Erlcnd j
tíðin di |
sigri og enginn sem til iþekk-
ir efast um að fyrr en varir
hefst næsta lota. Stórverkföll-
in komu heldur ekki óvænt,
þau voru aðeins hámar’c
smærri vinnustöðvana, sem sí-
fellt hafa ágerzt í Frakklandi
undanfarin ár. Dýrtíð hefur
aukizt þar jafnt og 'þétt en
atvinnurekendur með rík:s-
valdið að bakhjarli streitzt á
móti öllum kjarabóta'kröfum.
T oks sauð uppúr í verkföll-
■“ unum miklu. Þau hófust
meðal opinberra starfsmanna
en breiddust skjótt út til
fjölda einkafyrirtækja. Verka-
menn fengu kröfum sínum
um almenna kauphækkun
ekki fullnægt en verkföllici
hafa samt orðið afdrifarik.
Þau hafa skapað nýtt ástand
í Frakklandi. Verkfallsnefnd-
irnar, skipaðar verkamönnum
með mismunandi stjómmála-
skoðanir og frá öllum verka-
lýðssamböndunum, sem stjórn
uðu verkföllunum, starfa enu.
Verkamennirnir eru reiðubún-
ir að hefja baráttuna á ný.
Þeir hófu vinnu staðráðnir í
því að varðveita unna einingu
og létta ekki fyrr en þeir hafa
fengið 'kröfur sínar uppfyllt-
ar; segir danski blaðamaður-
icm Erley Olsen í Land og
Folk. Baráttuviljinn kom
strax í ljós dagana sem vinna
liófst. Ríkisstjórnin reyndi að
láta reka úr vinnu þá starfs-
menn, sem haft höfðu for-
ystu í verkföllunum eða höfðu
virt að vettugi stefnu um að
koma til vinnu. Hvarvetna
þar sem þetta var reynt neit-
uðu meem að vinna no’kkurt
handtak fyrr en þeir sem átti
að reka höfðu verið teknir
í vinnu á ný. Járnbrautar-
starfsmenn á brautarstöðinni
Montparnasse tóku til dæm:s
stjórn stöðvarinnar í sínar
hendur fyrsta vinnudaginn og
sáu svo um að þeir menn, sem
ætlunin va.r að reka úr vinnu,
mönnuðu fyrstu lestimar sem
lögðu af stað. Stjóm ríkis-
járnbrautanna varð að beygja
sig fyrir einhug verkamanna.
\ ferkfallsmenn kröfðust þess
” að fá full laun fyrir þá
daga sem þeir voru í verk-
falli. Þessari kröfu þverneit-
aði ríkisstjórnin og stjórnir
verkalýðssambanda sósíal-
demókrata og kaþólska þótt-
ust hafa unnið mi'kinn sigur
þegar þær fengu loforð Lan-
iels forsætisráðherra fyrir því
að kaupskerðing vegna verk-
fallsins skyldi ekki koma öll í
einu heldur smátt og smátt.
En þá tóku verkamcnn til
sinna ráða. Þegar póstmönnun
um í París var tilkynnt að
kaup fyrir verkfallsvikurnar
yrði dregið af þeim, yfirgáfu
þeir slcrifstofur og póstpoka
allir sem einn og komu ekki
aftur fyrr en póststjórnin lét
undan og lofaði þeim að þeir
skyldu fá verkfallsvikurnar
að fullu greiddar. Það að at-
vinnurekendur skuli ekki sjr.
sér annað fært en að greiða
starfsfólkinu kaup fyrir- þann
tíma, sem það er í verkfalli,
sýnir að jafnvel þeir viður-
kenna að frcnsk alþýða getur
rétt aðeins dregið fram lífið
á því ikaupi, sem fullvinnandi
menn fá fyrir störf sín.
IITeira að segja Laniel forsæt
isráðherra, milljónarinn
og vefnaðarverksmiðjueigand-
inn frá Normandí, viður-
lcenndi þetta í útvarpsræðum
sínum í verkfallinu. Hann
lofaði því að kalla launanefnd
rikisins til starfa eftir að dauf
heyrzt hefur verið við öllum
kröfum um það í hálft annað
ár. Nefndin hefur þann starfa
með höndum að reikna út
hvað talizt geti lífvænlegt lág
markskaup í Fra'kklandi. Eng-
inn vafj er á því að nefndin,
þar sem verkalýðssamtökin
eiga fulltrúa, verður sem
heild að viðurkenna þá stað-
reynd að almenn kauphækkun
er óhjákvæmileg. Au'.c þessa
var ríkisstjóruin hral<:n til
undanhalds í hverju málinu
af öðru. Hún hefur orðið að
hverfa frá fyrirætlunum sín-
um um að seinka eftirlauna-
aldri opinberra starfsmanna
og að hækka tryggingagjöld
og húsaleigu. Þegar rík:s-
stjóniin sendi þingið heim í
sumar eftir að þingmenn
borgaraflokkanna höfðu geí-
ið henni he'mild til að stjóina
til hausts með tils‘.:ipunum,
þót.tist Laniel og félagar hans
geta gert hvað sem þeim sýnd
ist. Franskur verkalýður
sýndi þe'm með verkföllunum,
að þar skjátlaðist þeim
hrapalega.
Forsætisráðherrann lcveinaði
í árangurslausum útvarpsa
vörpum sínum til verlca-
manna, að afkoma. ríkissjóðs
og atvinnuvega Fralfklands
leyfði með engu móti að kjör
þeirra, sem hann viðurkenndi
að væru léleg, væru bætt.
Verkamenn svöniðu mcð því
að benda á öll milljarðahundr-
uðin, sem ausið er til hervæð-
ingar og stríðskostnaðar í
endalausri og blóðugri bar-
áttu í Indó Kína. Gróði stór-
atvianurekenda hefur aldrei,
verið meiri en aú. Almennt er
viðurkennt að auðstéttin
franska kemst að mestu lijá
því að greiða s’.catta af telcj-
um sínum og eignum. Illa fór
fyrir Laniel, þegar hann stað-
hæfði að ef orðið væri við
kröfiun verkamanna þýddi
það að þeir fengju lann sín
greidd í fölskum peaingum.
Hvaðanæva drifu til hans
bréf frá verkamönnum, þar
sem þeir benda á að sömu
þingmenn og styðja stjórn
hans voru nýbúnir að hækka
þingfararkaup til sjálfra sín
sem svarar fullum árslaunum
póstþjóns. Kváðu verkamenn
sér ekki vaadara en hinum
háu ráðherrum að taka laun
í fölskum peningum.
TPklcert verkfall í Frakklandi
hefur átt almcnnari sam-
úð millistétta og bænda en
það sem nú er nýlokið. Verk-
fallsmenn gátu þraukað svo
lengi sem raun ber vitni vegna
þess hversu dyggilega bænd-
ur, smákaupmetin og iðnaðar-
menn studdu þá með f járfram
lögum og vörugjöfum. Þessu
LANIEL forsætisráðherra
Frakklands (til hægri) og
BIDAULT utanríkisráðherra
koma af ráðuneytisfundi, ein-
um af mörgum, sem haldnir
voru verkfallsvikurnar.
fólki var ljóst að verkaraenn
háðu baráttu fyrir það engu
síður en sjálfa sig. „Mótbár-
urnar gegn tilslrpunum stjórn
arinnar urðu að allsherjar
mótmælum gegn lífskjörum,
sem knýja miiljónir Frakka,
hvort heldur er í þjónustu
hir.s - opinbera eða eiakafyrir-
tækja, til að lifa við skilyrði
sem nálgast örbirgð“, sagði
Henry Giniger, fréttaritari
New York Timc*s í París, í
blaði sínu 27. ágúst.
Framliald á 11, síðu