Þjóðviljinn - 13.09.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 13.09.1953, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Suhnudagur 13. september 1953 tllÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Öruggur mælikvarði Ný afturhalds og' hernáxasstjórn hefur sezt að völdum, skipuð fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Frarmsóknar- flokksiins. Samkvæmt þeim boðskap sem forsætisráðherra hennar fiutti þjóðinni í fyrrakvöld er auðsætt aö í öllum meginatriðum verður haldið óbreyttri stjórnarstefnu sem fráfarandi ríkisstjórn þessara flokka markaði og auð- kennzt hefur af vaxandi undirlátsisemi við amerísku vfirdrottnunarstefnuna, auknum gróðamöguleikum auð- • burgeisastéttarinnar í landinu og endurteknum árásum á lífskjör hins vinnandi fólks. Þessi verður sú uppskera sem þjóðinni hlotnast af úr- slitum síðustu aiþingiskosninga, þar sem meginþorri þjóð- arinnar vottaði flokkum hernámsstefnunnar og lífskjara- skerðingarinnar fylgi og traust. Þaö er komið fram sem Sósíalistaflokkurinn sagði þjóðinni fyrir kosningar, að léti hún tækifæri þeirra ónotað til þess að knýja fram stefnu- breyoingu yröi h.aldið áfram á sömu braut og áður. Ekkert nema aukið fyJgi Sósíalistaflokksins gæti orsakað þá stefnubreytingu sem þjóðin raunverulega þráði til þess að tryggja sér og jandi sínu aðra og heillavænlegri fram- tíð en henni er búin undir fomstu afturhalds- og her- námsflokkanna. En ekki þýðir að sakast um það sem orðið er. Fram- undan er barátta alþýðunnar fyrir því að tryggja hags- muni sína og rétt sinn til mannsæmandi lífs. Sú bar- átta verður á næstunni eins og hingað til háð við afætu- stétt þjóðfélagsins og það ríkisvald sem þjónar hagsmun- um hennar. Skipulagning hennar og forusta verður í höndum verkalýðsctéttar landsins og annarra framfara- sinnaðra afla, sem ekki vilja una Iþví að gengið sé á rétt og hagsmuni' vinnustéttanna en hlaðið í vaxandi mæli undir fámenna en volduga gróðaklíku sem fleytir rjóm- ann af starfi og istriti alþýöustéttanna. Eigi þessi óiijákvsðmilega barátta verkalýðsins fyrir hagsmunom sínum og rétti í þjóðfélaginu aö bera til- ætláðan árangur þarf hann að styrkja um allan helm' ng öll þau samtök sem þjóna málstað hans og berjast fyrir því aö afla honum þess valds sem honum ber í þjóöfélag- inu. Það þarf að styrkja innviði verklýðsfélaganna og efia einingu þeirra í hagsmunabaráttunni. Ekkert afl í þjóð- félaginu er þess umkomið áð troða á hagsmunum verka- lýðsins standi hann saman sem órjúfanleg heild og skilji sinn vitjunartíma. Þetta hefur reynslan sýnt í átökuxn undanfarinna ára þegar þúsundir skipulagðra verka- manna og verkakvenna hafa risið upp og krafizt réttar síms. Einingin hefui’ alltaf fært verkalýðsstéttinni sigur. En þótt aliþýðan geti unnið hagsmunasigra á vígvelli stéttarbaráttunnar er það á engan hátt fullnægjandi til langframa. Auðstétcin hefur lag á að ræna slíkum áröngr- um meö atbeina ríkisvalds síns eins og dæmin sanna. Hver unnin kjarabót og kauphækkun er hirt aftur í formi iækkaðs gengis, ólöglegs bátagjaldeyris, hækkaðra tolla, skatta og útsvara ojs.frv. Þessa ránstarfsemi auöstéttar- .'nnai' getur ekkert hindraö nema aukinn pólitískur skiiln- ingur og vaxandi stjómmálaeining verkaiýðsstéttarinnar og allrar alþýðu. Kosningasigur auðstéttaraflanna og myndun nýrrar afturhaldsstjórnar í landinu knýr nú alla vinnandii al- þýðu landsins tiJ að skipa sér þéttar saman en nokkru sinni fyrr. THboð Pósíalistaflokksins til Alþýðuflokksins um samvinnu beggja flokkanna um sameiginlega bar- áttu fyrir alþýðumálstað og alþýðuhagsmunum finnur æ sterkari hljómgrunn meðal verkalýðsstéttarinnar og vinstri sinnaðra manna um allt land. Það er nú fleirum ljóst en áður að í sundrungu alþýöunnar liggja sigur- möguleikar auðstéttar og afturhalds en í samstarfi henn- ar og e.'ningu tækifærin til að verja alþýðustéttimar á- föllum og skipuleggja þær til nýrrar sóknar fyrir bættum kjörum, auknu öryggi og bjartari framtíð. Hvernig nú verður brugðizt við nauðsyn alþýðunnar fyrir einir.gu og samstarf, af þeim mönnum sa(m völdin hafa í Alþýðuflokknum, verður því ömggur mælikvarði á raunvemlega afstöðu þeírra og heilmdi viö málstáð og hagsmuni íslenzkrar alþýðu. Heilbrigð sál í hraustum líkama eða „íþrótt“ sú sem sýnd er á þessari mynd er einniig af ætt súpermanna. Hún er eins- konar sambland af hnefaleik- um og frjálsþrugðaglimu og ; eigest tveir hópar við í senn. Annar hópurinn er nýbúinn að gera út af við andstæð- ing — það er verið að drösla honum út úr hringnum til vinstri —■ og á meðan héfur ; félagi hans verið gripinn aft- an frá og fær um leið spark fyrir bringspalirnar, þannig að hann á víst að fera sömu 'leið og hinn. Þetta er talið ágætt íþróttaafrek vestra, og sýnir vel skilning ofurmenn- anna á því sem íþróttamenn hafa nefnt „fair play“. Eins og kunnugt er hafa einkunnarorð íþróttamanna löngum verið: Heilbrigð sái I hraustum líkama. Hitt verð- ur að draga í efa að „íþrótta" afrek þau sem myndix-nar sýna efli hreysti líkamans og þá er hætt við að sálin dafni ekki tiltakanlega vel af þeim. Myndin hér við hliðina sýn- ir bandaríska fótboltamenn aefa sig. Hér heima er sagt að sú íþrótt sé ekkj aðeins leikin með fótum heldur líka með höfði, en 'í Bandarikjun- um er það auðsjáanlega lík- aminn og kjötþunginn sem mestu máli skipta, enda eru leikmennirnir í þvílíkum um- búðum að þeir eru einna lík- astir útblásnum gúmmíkörl- um. súpermannaíþróttir Það vantar I Það var álit sumra, að deil- an um Sinfóníuhljómsveitina væri liðin hjá. Slíkt er mikil bjartsýni. Þáð væri jafnvel skaðlegt, ef aldrei væri rif'zt um jafn mikilvæga stofnun, en það er engin hætta á því. Ekki verður því neitað, að íslenzka þjóðin er á mjög erfiðu þjóð- félagslegu ske'ði. Þess vegna er meira rifizt en rætt. Og vissulega er betra að iithella rei’ði sinni, en að láta hana úldna í hjarta sínu eins og meistari Jón segir. Hitt er aft- ur á móti verra, að menn skuli í raun og veru ekki vita hvers vegna þeir eru að elda grátt silfur hverjir við aðra. Já,, við erum á erf:ðu þjóðfélags- legu skeiði, sem m.a. má marka á því, hversu fáir einstakling- ar gera sér rétta grei.n fyrir þróuninni. Borgaraleg menn:ng þróast mörgum öldum síðar hér, en í öðrum löndum. Þetta vitum við án þess að skilja hvað slíkt þýðir. Ef borgaraleg þróun annarra landa væri ekki eldri en okkar, væri lít:ð vitað um þróun í heiminum. Að vísu erum við komin inn í hringiðu heimsmennmgarinnar, en við erum bara ekki nógu ,,skóluð“. Okkur vantar ekki hina nauð- sy.nlegu mannlegu undirstöðu til þess að geta orðið fram- sæk:n menningarþijóð: Hinn frumstæða kraft, metnað, af- brýðisemi, og svo auðvitað á- huga. En vi'ð erum ekki nógu „skóluð" til þess að geta hag- nýtt okkur til fulls þessar mannlegu orkulindir sjálfum okkur og öðrum til gleði og aukinnar menningar. Til dæmis verður afbrýði- setnin til iþess, að ágætum mönnum er bókstaflega hald- ið niðri. Þannig eru listamenn jafnvel grafnir lifandi. Og svo eru það fordómarnir á verk- um yngri höfunda, peningarnir og pólitíkin. Sumir eru keypt- ir fyrir peninga, áðrir láta Valdemar Jóhannesson, bóndi í Teigi í Vopnafirði, verður sextugur á morgun. Hann er fæddur á Syðri-Vík, Vopnafirði, en þar höfðu forfeður hans búið langa hríð. Valdemar fór ungur að aldri í búnaðar- skólann á Hv.anneyri, en hefur að öðru levti alið allan sinn aldur í heimasveitinni. Hann kvæntist árið 1917 Guðfinnu Þorsteinsdóttur, er síðar hefur orðið þjóðkunn skáldkona und- ir nafninu Erla. Reistu þau bú sama ár á heiðarbýlinu Brunahvammi inn aí Vopna- firði, og ibjuggu þar um hríð. kaupa sig til eins og aimars. Til eru þeir, sem álíta það lýðræð:'slegt, að ráða menn í störf eftir pólitískum skoðun- um þeirra. Eg álít það meira lýðræði, að menn séu skipáðir í störf eftir hæfni og hæfi- le:kum, þó að í því landi, þar sem það er gert, starfi aðeins einn einasti stjórnmálaflokkur. Framhald á 11. síðu. Síðar fluttust Þau .að Hróalds- stöðum, þaðan að Felli, og loks árið 1926 iað Teigi þar sem þau ihafa búið síðan. Börn þeirra hjón.a urðu 9; eitt þeirra er Þorsteinn skáld sem við þekkjum öll. Annar sonur þeirra hjóna, Gunnar, hefur nú tekið við búskap ‘í Teigi af foreldrum sínum. Braut Valdemars í Teigi hef- ur ekki alltaf verið rósum stráð fremur en annarra bænda á íslandi er ekki höfðu annan ■auð á braut en sjálfs sín at- orku. En hann hefur þó l-anga hríð búið farsælu búi, fundið 'gleði í verkum sínum, og vart kosið sér annað hlutskipti. Hann eidist einni'g vel á þá lund að sjóndeildarhringur ihans fer æ vákkandi. Hann er manna glaðastur í viðmóti, einn þeirra sem aldrei hefur kunnað að láta erfiðleikana fá á ’gleði sína oig hjartaþel. Hafi hann ekki verið sæll af „fé ærnu“ hefur mangt annað ver- ið til að gleðjast við — enda mörg sæluefni, liermir hin forna vísa. Það .hefur lengi ríkt góð og að ýmsu leyti sérstæð vinátta með Teigsfjölskyldunni og Hof- teigsfólkinu. Einn úr seinni hópnum sendir hinum fyr-ri ibeztu árnaðaróskir í tílefni morgundagsins. —- B. B. bÓBdi í Teigi sextugur á morgun

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.