Þjóðviljinn - 13.09.1953, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 13.09.1953, Qupperneq 7
Sunnudagur 13. september 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Viðtal við Þorstein Valdimarsson og tveliniir alþýðai- lý$v©Miifiit — Hvenær fórstu utan? — Eg fór í nóvember 1952 til Vínar til að kynna mér kirkjutón list og hef lengst af verið þar síðan. í Vín er mikið tónlistarlíf, þar eru framúrskarandi hljóm- sveitir, en hins vegar er Vínar- óperan ekki sérstaklega góð, þar er t. d. mikill hörgull á tenórum og jafnvel líka sópranröddum. Þeim helzt ekki á beztu songv- urum sínum, sem fá betri kjör annars staðar en hægt er að bjóða þeim heima. — Er mikil nýsköpun í tón- listarlífi í Austurrki? — Eg fékk þá hugmynd að þar væri fremur lítið um að vera á því sviði. Eg kynntist einu tónskáldi. Marcel Rubin, miðaldra manni. Hann samdi skemmtilega kantötu til flutn- lírukassamenn og aðrir slíkir setji svip sinn á götulífið. Fjöldi manna dregur fram lífið á ótrú- lega lágum styrkjum. Eg kynnt- ist manni sem lifði á 400 schill- inga mánaðarstyrk. Mér virtist kaupmáttur schillings vera á- líka og krónu hér hvað fatnað snerti, en til matvæla heldur meiri, víða er hægt að fá mjög ódýrar máltíðir, allt niður í 4 schillinga. Hægt er að fá stæði í óperu og sæmileg sæti í leikhúsi fyrir 4—5schillinga, enda sækja Vínarbúar mjög leikhús. Bækur eru hins vegar ókaupandi, svo dýrar eru þær, enda var mér sagt að upplög bóka anstur- rískra höfunda væri oft lægri en tala höfunda í landinu. Það sem útlendingar taka allir eftir er hvað Vínarbúar virðast komn ir langt í þeirri list að lifa af ótrúlega litlum efnum og miða lif sitt við þau. — Hvernig er afstaða Vínar- búa til hernámsins? — Austurríkismenn koma vel fram gagnvart hernámsyfirvöld unum, þeir halda fast við þjóð- legar erfðir og blanda lítið geði við hernámsliðin opinberlega, en þar er auðvitað sama neðan- jarðarlíf og í öðrum hernáms- löndum, blöðin birta oft fréttir um kvennarán og árekstra. En þjóðin er sér meðvitandi um sérkenni sín og menningu, hefur mjög í heiðri þjóðbúninga og þjóðlega siði. Mér virtist al- menningur fyrirlítur innilega Bandaríkjamenn og amerísku ómenningaráhrifin, en við Rússa eru þeir smeykir. ings á Búkarestmótinu, og var efni hennar stímabrakið við Berlínarfarana. Bandarísk her- námsyfirvöld ætluðu að stöðva þúsundir æskumanna frá ýms- um löndum sem voru á ferð yfir Austurríki á Berlínarmótið. Austurrísk æska og almenning- ur reis gegn þessu, svo að Banda ríkjamenn urðu að sleppa fólk- inu. Um þetta var texti kan- tötunnar. — Hvernig er að lifa í Vín fyr- ir námsmenn? — Það er svo gott og ódýrt, að mig skyldi ekki undra þó náms- mannastraumur færi að beinast þangað meir en hingað til, dval- arkostnaður stúdenta í París og London mun vera tvöfaldur á við dvalarkostnað í Vín. Há- skólinn nýtur almennrar viður- kenningar, og enn eru þar ekki tilfinnanleg skólagjöld. Átti að hækka þau gífurlega í fyrra, en stúdentarnir mótmæltu því svo kröftuglega með verkfalli og öðrum ráðstöfunum að hætt var við þau. Enda búa austurrískir stúdentar flestir við svo kröpp kjör að fjöldi þeirra hefði ekki klofið námið með nýju skóla- gjöldunum. — Hvað er hægt að komast af með á mánuði? — Það er hægt að lifa í Vín fyrir 1000 krónur íslenzkar eða um 1700 schillinga á mánuði. Nóg framboð er á herbergjum fyrir 300 schillinga. Hvernig virtust þér kjör fólksins? — Mikið atvinnuleysi er í land inu og segjá má að betlarar, nærrl ° ársdvöl er- lendls hefur I*or- stelnn Valdimarsson numið kirkjutónllst og söng í Vín, setið friðarþingið inikla þar í borg og komizt í snertingu við marga skáld- bræður, Neruda, Za- lamea, Sartre, Ern- est Fischer, Johann- es Becher. Hann hefur einnig tekið þátt í starfi ai- þjóðasamb. lýðræð- issinnaðrai- a'.sku, setið stjórnarfundi þess í Tékkóslóvakíu og Búkarest, heim- sótt Lidice og ver- lð á Búkarestmót- inu. Hann fæst ekki til að segja neltfe um ijóðagerð sína, þó mörgum sé for- vitni að vita hvað höfundur „Ilrafmi- mála“ hygsst fyrir, en hér eru nokkur atriði lun þennan árskafla erlendis. — Að hverju beinist stjórn- málaáhugi Austurríkismanna aðallega? — Þeir bíða eftir friðarsamn- ingi sínum, og er það Ijóst að togstreitan um hann er fyrst og fremst vegna þess, að Aust- urríki er talinn einn þýðingar- mesti reiturinn á hernaðarskák- borði álfunnar. í hinum upp- haflegu drögum að friðarsamn- ingi „Staatsvertrag“ voru þau ákvæði að landið skuldbindi sig til hlutleysis og að leyfa ekki erlendum veldum hernaðar- bækistöðvar í landi sínu. Nú hafa Bandaríkin beitt sér fyrir því að þessi ákvæði hafa verið numin brott úr þeim friðarsamn ingsdrögum „Kurzvertrag“ sem Vesturveldin bjóða nú Sovét- ríkjunum viðræður um. En upp á þau býti vilja Rússar ekki semja, enda yrði á samri stundu sáð bandarískum herstöðvum um allt landið ef þetta yrði of- an á. Annars virðist fólk vonlit- ið um árangur allrar stjórnmála baráttu. — Voru margir íslenzkir námsmenn í Vín? — Við vorum sex, og héldum vel hópinn. Um jólin söfnuðumst við saman hjá Högna Sigur- jónssyni og' konu hans Hrönn Aðalsteinsdóttur og lásum Gerplu upphátt, það voru góð jól. Og enginn ungur íslending- ur er móðurlaus í Vín. Heimili Ástu von Jaden, sem fjöldi ís- lendinga kannast við ,er opið hverjum landa sem til Vínar kemur, þar komum við saman í fagnaði vikulega í vetur. Maður Ástu er nú látinn, en þau voru óopinberir fulltrúar íslands í Vín um langan aldur. Ásta er ern og hress og fylgist með öllu sem gerist hér heima. — Sástu nokkuð af grann- löndum Austurríkis? — Eg skrapp til Tékkósló- vakíu í febrúar, á ráðsfund Al- þjóðasambands lýðræðissinnaðr ar æsku, og var hann haldinn í þinghúsinu í Praha. Aðalefni þess fundar var undirbúningur heimsmótsins í Búkarest. Við áttum annríkt á fundinum, svo lítill tími var til að kynnast um- hverfinu. Þó sáum við talsvert af borginni og fórum eina ferð, til Lidice. — Hvar er Lidice? — Lidice er í dalvcrpi um 30 km. frá Praha, þar er risið upp ljómandi fallegt lítið þorp, hjá auðninni sem þýzku nazistarnir skildu eftir. Á rústum gamla þorpsins hefur ekki annað ver- ið byggt en lítið steinhús, og er þar safn með þeim fáu minjum sem eru um gamla Lidice. Þar er t. d. ljósmynd af skólabörn- unum í þorpinu, þau voru ný- hætt í skólanum þegar ógnirnar dundu yfir, ljósmyndarinn var ekki búinn að framkalla film- una og tókst að geyma hana allt stríðið. — Var þetta ekki snemma á stríðsárunum? — Þetta var 10. júní 1942. Þýzku nazistayfirvöldin ákváðu aS jafna Lidice við jörðu í hefnd arskyni við tilræði, sem Heyde- rich landstjóra þeirra var sýnt í Praha. Þetta þorp var valið af tilviljun. Þýzk hersveit um-1 kringdi það fyrirvaralaust, allir fullorðnir karlmenn voru myrt- ir, börnin send til Þýzkalands, en konur í fangabúðir í Pól- landi. Síðan var þorpið alveg bókstaflega jafnað við jörðu, skriðdrekarnir moluðu jafnt kirkju þorpsins og allt sem upp úr stóð kirkjugarðinum og heimili fólksins- — Kom eitthvað aftur? — Já, allmargt kvennanna og barnanna kom aftur, og fólkinu hefur verið fengið til eignar nýja þorpið sem ríkið hefur lát- ið byggja. Safnvörðurinn sem sýndi okkur litla húsið, var t. d. ein kvennanna. — Kornstu víðar í Tékkósló- vakíu? — Til Kladno, verksmiðju- borgar skammt frá höfuðborg- inni. Þar komum við á dvalar- heimili iðnnema og kynntumst kjörum þeirra. Virtist mér prýði lega búið að unglingum við iðnnám, þeir fá allt ókeypis sem til námsins þarf og uppihald með, eru við verk í grein sinni þrjá daga vikunnar en bóknám hina þrjá. Undirbúningur að hvers konar iðnaðarstörfum tekur 2—2 V2 ár, og þeir sem hug hafa á geta haldið áfram beint úr þessu undirstöðuiðn- námi til æðri tæknimenntunar, allt upp í verkfræðinga. — Hvernig leizt þér á fólkið? — Alþýða manna er frjálsleg í fasi og ber svipmót þess fólks sem hefur tekið völdin í landi sínu. En nóg er af mönnum gamla heimsins, mönnum sem hafa verið sviptir forréttindum sínum og auðsöínunartækifær- um á annarra kostnað. Þeir sitja á kaffihúsum og eru næst- um auðþekktir, sífellt á þönum eftir útlendingum harmandi „góðu gömlu dagana“. Þetta fólk rís öfugt gegn allri fram- faraviðleitni alþýðustjórnanna og reynir að spilla árangri henn- ar. Við sáum ekki svo fá dæmi þessa fólks í Búkarestförinni. Þetta er sambandsfólk útlenda auðva’dsins og dreymir um að Bandaríkin eigi eftir að sýna al- þýðu landanna í tvo heimana og setja „fína fólkið“ aftur á „sinn“ stað- — Hvernig fórst þú til Búka- rest? — Beint frá Vín. Eg var einn af fjórum fulltrúum íslendinga á þingi Alþjóðasambands lýð- ræðissinnaðrar æsku, sem hófst Framhald á 11. síðu. Nolckrar kvennanna frá Lldlce sem lifðu það af að koina aftur heim

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.