Þjóðviljinn - 06.10.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.10.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. október 1953 JUÓOVIUINN Útgefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SigurCur Guðmunósson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 iinur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. i: Sjö ár í gæv voru liðin rétt sjö ár frá atburöi sesm jafnan mun verSa minnisstæöur í ísienzkri sögu, einum hinna. dökku daga í lífi þjóðarinnar. 5. október 1946 var Keflavíkur- samningurinn samþykktur á alþingi íslendinga. Það eru aðeins liðin ?jö ár, cn manni finnst tíminn hljóta að vera langtum lengri, því þessi: ár hafa verið mjög afdrifarík í tsögu íslenzkra sjálfstæðismála. þarhafa ein ótíðindin tek- iö við af öðrum. En uþphafið varð þennan haustdag 1946, jþangað má rekja allt það sem síðan hefur gerzt. Haustið 1945 báru Bandaríkin fram kröfur um aö fá til íifnota þrjár herstöðvar á Íslandí til 99 ára — en það er dipiómatískt orðalag fyrir afnot urn óákveðinn tíma. Þá var heimsstyrjöldinni miklu rétt nýlokið, og þjóðirnar trúðu á frið um langa íramtíð; en þá þegar var auðvald Bandaríkjanna farið að undirbúa næstu styrjöld með því að skipuleggja herstöðvahring sinn kringum Sovétríkin. íslenzka þióöin átti í fyrstu erfitt með að trúa tíðindun- um um herstöðvakröfur Bandaríkjanna, svo fiarlægar voru þær því sean öllum var efst í liuga, en þaö kom þá þegar í ljós rið ýmsir i'orustumenn afturhaldsflokkanna vom reiöubúnir til að ganga erinda Bandaríkjanna. Kröf- um Bandarikjanna var þó hafnað, vegna þess eins áð Sósíalistafiokkurinn átti fulltrúa í ríkisstjórn landsins og fylkti þjóðinni til andstööu og baráttu gegn hinum ó- tvifnu kröfum Bandaríkjanna. í kosning’mum sem fram fóm sumariö 1946 vora her- stöövarkröfur Bandaríkjanna mjög ræddar, og í þeim kosningum sóru allir frambjóðendur — nema Jónas frá Hriílu — að þeir myndu aldrei ljá máls á því áö afhenda nokkru erlendu ríki íslenzk landsréttiindi, — og þjóðin trúoi þcim, og hélt að allir þingmenn jafnt myndu gæta réttar íslands. En þegar er þing var kvatt saman var lagt fram frum- varpið um Keflavíkursamn'nginn og hafði það verið sam- í laumi af Ólafi Thors og félögum hans á milli svardag-, anna. Meo þe m samningi var stefnt að því að tryggja. Bandaríkjunum það í áföngum sem fariö hafði verið fram á haustið 1945. Enn sem fyrr hófst hörð barátta. Félags- sajmtök um land allthéidu fundi og samþykktu mótmæli. Verkalýðshreyfingin — þar scm einingarmenn höfðu þá forustu — boðaði tii íyrsta allsherjarverkfallsins semj hér hefur veríð, og þátttakan 1 því var alger og sýndi Ijós-! lega hug almennings. Só-íalistaflokkurinn lýsti yfir því i að hann myndi hætta stjórnarþátttöku ef þjóðin væri svikin á þer nan hátt. En þessi barátta bar ekki árangur, agentav Bardaríkjanna höfðu tryggt svo aðstööu sína í svardagakosningunum nm sumarið að þeir framkvæmdu hin erlendu fyrirmæli; þó voru úrslit svo naum að til- laga sósíalista um þjóðaratkvæðagTeiðslu var felld með 27 atkv. gegn 24 en einn þingmaður sat hjá. Meö samþykkt Keflavíkursamningsins höfðu verið dregnar lokur frá hurðum og síðan hafa Bandaríkin jafnt og þétt stvrkt. og eflt aðstöðu sína. 4 Vz ári eftir að Kefla- víkursamningurinn var gerður var iandið opinberlega hemumið. En það er vert að veita einu athygli. Þrátt fyrir allt sem gerzt hefur hér á landi síðustu árin hafa Banda- ríkin ekki enn fengið uppfylltar hinar upphaflegu kröfur sínar um 99 ára hemám. Sú staðreynd sýnir glöggt að sjálfstæðisbaráttan, sem sósíalistar hafa haft foru:?tu fyrir, hefur borið mikinh árangur og tryggt þjóðinni mik- il réttindi sem annars lnefðu verið frá henni tekin. Það er hægt að ’osna við allt erlent herlið úr landinu á 18 mánuðum. samkvæmt ákvæðum „vamarsamningsins" svonefnda, og að því markmiði þurfa allir þeir sem fs- iendingar vdja heita að einbeita sér. Það átti vel við að fmmvarpi ura það efni var útbýtt á þingi í gær, réttum sjö ámm eftir að Keflavíkursamningurinn var gerður. Mngntemt sósíalista flytfa fmitt- varp ra þriggja vikna orbf Alþingi ber að iryggja þennan sjálfsagða rétt áður en til nýrra átaka kann að koma vegna hans Hinir nýju bingmenn sósíalista, Karl Guðjónsson og Gunnar Jóhannsson, ílytja í neðri deild írumvarp um breyiingu á orlofslögunum og var því útbýtt í gær. í frumvarpinu felast fjórar meginbreytingar: 1. Orlof iengist í þrjár vikur og orlofsfé hækki samkvæmt því í 6 V2 %. .... 2. Klutarsjómenn fái tryggðar óskeríar orlofs- greiðslur. 3 Fullt orlofsfé sé greitt á eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu. 4. Fyrning á kröfum vegna orlofsfjár fylgi sömu reglum og fyrning kaupgjalds. I greinargerð flutningsmanna" segir svo: „Lögin um orlof voru sam- þykkt 1943. Aðdragandi þeirra var skseruhernaðurinn svo- nefndi en eftir hann gerði Dags- brún mjög mikilvæga sarnninga við atvinnurekendur síðari hluta sumars 1942. Með þeim samningum var viðurkenndur 8 stunda vinnudagur, og auk þess var orlof verkamanna samnings bundið tvær vikur á ári, og skyldu atvinnurekendur greiða verkamönnum orlofsfé, þannig að þeir héldu launum sínum í leyfi sínu. Alþingi gaf síðan samningi þessum lagagildi á næsta ári með lögum um orlof, en þau eru Hari Guðjónsson mjög mikilvægur áfangi í rett- indabaráttu islenzkrar alþýðu. En svo mikilvæg sem lögin voru á sínum tíma, eru þau eng- an veginn fullnægjandi nú, og hafa þingmenn sósíalista beitt sér fyrir nauðsynlegustu um- bótum á undanförnum þingum. Hermann Guðmundsson og Sig- urður Guðnason lögðú fram frumvarp svipað því, sem hér liggur fyrir, á þinginu 1948—49, og á síðasta þingi var það enn flutt af Magnúsi Kjartan.ssyni og Steingrími Aðalsteinssyni. í þessu frumvarpi felast fjór- ar meginbreytingar á lögunum; 1. Lágmarkssumarleyfi leng- ist upp í 18 virka daga, eða sém svarar þriggja vikna orlofi, og skal orlofsfé hækka í samræmi við það upp í 6Ví% af kaupi. Þriggja víkna orlof er nú orð- ið mjög algengt hjá embættis- mönnum, stari'smönnum og ýms um iðnaðarmönnum og mun af almenningi vera talinn mjög hæfilegur og eðlilegur tími. Er- lendis hefur 3 vikna almennt orlof færzt mjög í vöxt á und- anförnum árum. Norðmemi sam þykktu lög um 3 vikna orlof þegar 1947, hafa þau gefið hina beztu raun og þykja jafnsjálf- sögð nú og 2 vikna orlof áður. Síðan hefur sama breyting verið tekin upp í Danmörku og Sví- þjóð. Það er auðsætt að vinnandi fólk á íslandi mun ekki sætta sig við það lengi að vera eftir- bátar starfsbræðra sinna á Norðurlöndum á þessu sviði. 2. Þá er lagt til í frumvarp- inu, að orlofsrétturinn nái einn- ig óskertur til hlutarsjómanna. I orlofslögunum eru ákvæðin um orlof hlutarsjómanna ó- glögg og hafa valdið ágreiningi. Þar kemur tiJ álita, hvort hlut- arsjómenn fái nema hálft orlof, ef þeir taka þátt í útgeröar- kostnaði að einhverjum hluta. Það virðist með öllu ástæðu- laust að láta slík ákvæði standa í orlofslögunum, enda mælir ekkert með því, að hlutarsjó- menn séu afskiptir orlofsfé. Ef hlutarsjómaður jafnframt rekur útgerð, er liann að sjálfsögðu sem slíkur ábyrgur fyrir orlofs- greiðslunum á sama hátt og aðr- ir atvinnurekendur. 3. Lögin gera ráð fyrir, að or- lof sé ekki greitt á eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu í sama hlulfalli og launagreiðsl- ur, heldur svo sem um dagvinnu væri að ræða. Ilér er lagt til, að þessi á- levæði verði felld niður úr or- lofslögunum og orlof verði í öllum tilfellum jafnt, 6'/2%. Breyting þessi stefnir að fyllri framkvæmd á markmiði lag- anna. Orlofslögin eiga að tryggja vinnandi fólki hæfilega hvíld að unnu starfi, og hlýtur hvíldarþörfin jafnan að verða rniklum mun meiri, ef unninn er óhæfilega langur vinnudagur, svo sem jafnan er, þcgar um eftir- og næturvinnu er að ræ'ða. 4. í 15. gr. orlofslaganna eru sérstök ákvæði um fyrningu á kröfum, og hJjóða þau svo; „Kröfur á hendur vinnuveitend- f Gunnar Jóhannsson um samkvæmt lögum þessum falla úr gildi fyrir fyrning, ef: þær hafa ekki verið viðurkennd ar eða lögsókn hafin innan loka næsta orlofsárs eftir að kröf- urnar stofnuðust.'1 Þessi tilhögun er óeðlileg. Þess eru mörg dæmi, að afr þessu ákvæði hafi hlotizt óþæg- indi og misskilningur. Virðist sjálfsagt, að fyrning á kröfum vegna orlofsfjár fyJgi algerlega sömu reglum og fyrning kaup- gjalds, og er það lagt til í frum- varpinu. Þegar hliðstætt frumvarp kom til umræðu á síðasta þingi, komst fyrri ílutningsmaður þess, Magnús Kjartansson, svo að orði meðal annars; „Ef Alþingi fæst ekki til a<3 breyta orlofslögunum, henda allar líkur á, að aukið orlof verði knúið fram.af verkalýðs- félögunum sjáJfum í sámning- um við atvinnurekendur, sanrn- ingum, sem ef til vill fengjust ekki fyrr en eftir kostnaðar- samar deilur.“ Þessi varnaðarorð rættust þegar nokkrum mánuðum síðar. í desemberverkföllunum miklut í fyrravetur var 3 vikna orlof ein meginkrafa verkalýðssam- takanna, og eftir hin miklu átök var samið um 15 daga orlof — helminginn af kröfum verka- lýðssamtakanna á þessu sviði. En það er engum eía bundið, að verkföllin hefðu orðið auð- leystari, ef A1þingi hefði fylgt tillÖgum sósíalista um af- greiðslu málsins. Nú standa sakir þannig, að orlofslögin eru óbreytt með á- kvæðum um 12 daga orlof. Verkalýðsfélögin liafa með samningum sínum tryggt 15 daga orlof, og flestir, ef ekki allir starfshópar liafa fylgt í kjölfar þeirra, Lögin eru á eftir veruleikan- um. Ilins vegar væri ófullnægj- andi að breyta lögunum aðeins til samræmis við ákvæði gild- andi samninga því að ekki verð- Framhald á 11. 01511.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.