Þjóðviljinn - 06.10.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.10.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓLVILJINN — Þriðjudagur 6. október 1953 eimilisþátÉiiF Eyðileggur heima- permanet hárið? Heimapermanet hefur verlð svo lengi á boðstólum hér, að flestar konur hafa ýmist reynt það sjálfar e'ða þær þekkja einhverja sem hafa reynt það. Og heimapermanet er ódýrara en permanet á hárgreiðslu- stofnun, svo a'ð það er eðlilegt að kvenfólkið sé fegið þessari nýju hárl'ðunaraðferð. Og ,nú spyrja margar: Fer heima- permanet illa með hárið og er ekki tryggara að fara á hár- greiðslustofu ? Það má segja að það sé öruggt að fara á hárgreiðslustofu, en á hinn bóginn hafa rannsóknir leitt í ljós, a'ð þau óhöpp sem átt hafa sér stað v:ð heimaperma- net stafa einkum af því að konurnar hafa ekki fylgt leið- arvísinum nákvæmlega. I Bandaríkjunum hafa heima- permanet verið notuð síðan 1945 og þar hefur þetta verið nákvæmlega rannsakað. Þegar rangar aðfer'ðir eru 'notaðar við heimapermanet getur ým's- legt komið fyrir: hárið getur dottið af, orðið misiitt-. eða fengið í s!g óþægilega lykt. Auk þessiier hætt við útbrot- um í hársverð’num, einkum hjá konum, sem hafa áður haft exem. Fiestum finnst verst að ;geta átt á hættu að missa hárið, en banuarískir læknar hugga fólk með því að ræturnar á hárinu skemmist ekk> og hár- ið vaxi því aftur. Hárið verð- ur því aðeins mislitt að það hafi verið litað fyrir og ólykt- in hverfur yfirleitt eftir nokkra daga. Það má því gera ráð fyrir óhöppum, en aðeins þegar permanetið er notað á skakkan hátt. Allar konur sem hafa viðkvæma húð ættu að fara mjög varlega við notkun heimapermanets, en konur með sterka húð ættu ekki að þurfa að eiga neitt á hættu. Aðalatr- iðið er að fylgja vandlega leið- beiningunum og gera ekki ne:nar tilraunir með að hafa vökvana of lengi í hárinu, því að þá er voðinn vís. Þröng svört peysa •»“>■ Svarta peysan er mjög í tízku ög hér er mynd af einni. Hún er þröng og fellur að lík- amanum og það er prýðilegt ef vöxturinn leyfir það, en ekki eins gött þegar eitthvað má að vextinum finna eins og al- gengast er. Þröngu handvegirn- ir sem eru algengir á þessum nýju peysum, eru alls ekki hentugir heldur, þeir vilja rifna þegar unnið er í flíkinni, og það er mikils virði að jafn- hentug flík og peysan sé höfð þannig að hægt sé að nota hana við vinnu. Og margir kaupa peysur án þess að máta þær og taka því ekki eftir handveginum fyrr en um se'n- an. Hafðu þetta hugfast ef þú þarft að fá þér peysu. Fóstureyðingar í Svíþjóð Dr. Elisabeth Sjövall gaf þær upplýsingar á alþjóðlegri ráð- stefnu um takmörkun barneigna, sem haldin er i Stokkhólmi um þessar mundir, að 52% af þeim sænsku konum sem sækja um fóstureyðingu, fái hana fram- kvæmda. 60% af umsækjendum eru giftar konur og 60% af þeim fá fóstrinu eytt. Ógiftar konur eru 40 % og 40% þeirra fá að- gerðina leyfða. Engir axlapúðar Fæstar nýjar tizkuflíkur hafa stoppaðar axlir. Ávölu, mjúku axlalínumar eru rikjandi bæði i kjólum, kápum og drögtum, og þá sjaldan að stopp er notað er mjög lítiö haft af því. Rafmagnstakmörkun Kl. 10.45-12.80 Þriðjudagur 6. október huarfl Vesturbserinn frá Að- • nveril alstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Meiarnir, Gríms- etaðahoitið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með örfirisey, Kapla- •kjól og Seltjarnarnes fram eftir. Tómatpurée Tómatarnir eru þvegnir, skorn- ir í smábita og soðnir með 5 gr. salti og 20 grömmum af sykri á hvern tómata í hálfa klukkustund. Síðan er þeim nuddað gegnum gatasigtL Mauk- ið-er síðan soðið þangað ti-1 það er orðið hæfilega þylckt, bætt í það benzoesúru natróni ef vill og sett á glös eða flöskur. liggur leiðin Villigœsir eftir MARTHA OSTENSO 58, dagur „En -— ég ætla að leyfa Amelíu að velja. Júdit er dóttir hennar. Ha, ha. Já, það má nú segja.“ Það hlakkaði i Caleb og það var eins og hann hefði gleymt því að hann beið eftir svari frá Amelíu. Amelía leit á Elínu, síðan á Martein og Karl. Ef til vill var hann að blekkja hana. Ef til viii ætlaði hann ekki að segja þetta strax. Hún dró djúpt andann. „Caleb, ég held það væri betra að hafa hana hér.“ Caleb leit á hana eins og honum væri skemmt „Og láta hana alveg sleppa sér?“ „Nei — hafa hana í gæzlu — um tíma — þangað til hún róast. Tala við hana — láta hana sjá að sér.“ Araelía hafði hitt á rétta orðið — láta. Caíeb var ánægður. Hana mildaðist lítið eitt. Ef til vill var þetta ekki rétta stundin. Hann ætlaði að bíða með uppljóstrunina. Mark Jordan yrði hérna enn um stund. Hann reis á fætur með á- nægjusvip eins og hann hefði verið að tala uin daginn og veginn. „Þú hefur rétt fyrir þér, Amelía, þú hefur rétt fyrir þér. Nú skulum við fara að sinna mjöltunum. Eg ætla að líta á línakurinn minn, mamma. Er ljóskerið fullt?“ 5. Linda borðaði kvöldverð hjá Sandbofólkinu, svo að hún yrði ekki spurð neinna spurninga. En hún tók Svein afsíðis og sagði honum í skyndi hvað hafði komið fyrir. Sveinn. bölvaði hástöfum og varð föiur í and- liti. L'nda gat með herkjum talið hann af að fara strax af stað til Gareheimilisins. En hann fékk hana til að lofa að segja sér, ef Júdit yrði ekki leyst þá um kvöldið. Hann reif í hár sér í örvæntingu og reiðitái- ikomu fram í augu hans. Linda talaði við hann þangað til hann fór að róast og svo gekk liann með henni áleið'.s til Klovacz Þegar hann kom auga á Mark sneri hann við. Linda hitti Mark undir sedrustrjánum. Hann stökk af baki og tók hana í fang sér. Hún hall- aði sér upp að honum og titraði. Hann tók fastar utanum hana, tok undir höku hennar og leit framan í hana. „Hvað hefur komið fyrír?“ „Júdit reyndi að drepa Caleb,“ sagði hún. „Hamingjan góða — bamið?“ Linda sagði honum allt sem hún vissi. Þau gengu þegjandi áfram um stund. „Elsku Linda mín, þú verður að komast burt af þessum stað, áður en karlinn verður vitlaus og drepur þau öll og þig líka.“ sagði Mark loks. „Hver.s vegna flyturðu ekki til Sandbo- fjölskyldunnar ?“ Linda hristi höfuðið. „Nú fær Júdit alls ekki að fara út fyrir dyr. Það bezta sem ég get gert er að vera kyrr og reyna að vera henni til ein- hverrar huggunar. Eg sagði Sveini hvað komið hefði fyrir, og hann ætlar að bíða eftir tæki- færi til að taka hana burt með valdi. Þá verð- ur gamli maðurinn sjálfsagt alveg vitlaus." Þau gengu hljóð í skugga sedmstrjánna. Gatan lá framundan þeim eins og blátt band og kvöldið var kyrrt og fagurt. En það hvíldi einhver þungi yfir öllu, eins og gróðurinn liefði staðnað í vextinum. „Mark — þetta er óhugnanlegur staður — finnurðu ekki ógnina sem hvílir yfir öllu?“ „E!n hún snertir okkur ekki, Linda. Við eigum ekkj heima hérna. Og við höfum hvort annað.“ Linda þokaði sér nær honum til að fullvissa sig um að þetta væri rétt. SEXTÁNDI KAFLI 1. Ágústmánuður var óvenjulega þurr og það yrði snemma byrjað að hirða. Marteinn var að velta því f.yrir sér, hvort Caleb réðj nú kaupa- mann fyrst Júdit var í stofufangelsi. Elín og Karl komust ekki ein yfir störfin. En Marteinn vissi betur en að koma, með spurningar eftir það sem gerzt hafði. Caleb og bömin töluðust varla við og hið eina sem tengdi þau saman var þrotlaust stritið. Amelía sinnti störfum sínum imianhúss og í garðinum íA mikillj ákefð eins og hver dagur væri hennar síðasti. Þegar hún kom inn úr skæru sólskininu, blindaði myrkrið í húsinu hana og henni fannst sem Júdit væri farin. Svo sá hún hana þar sem hún sat álút við að skræla kartöflur eða gera við aktygi sem Caleb hafði fleygt í hana um morguninn. Og Amelía reyndi að herða hjarta sitt gegn henni. Júdit var bam Calebs. Hún talaði ekki við stúlkuna nema þegar hún gaf hennj fyrirmæli varðandi eldamennskuna og hússtörfin. Júdit var að- eins tvær hendur, sem gerðu það sem þeim var sagt. Hún talaði eikki við neinn, leit ekki á neinn. Lindu fannst hörmulegt að horfa á hana. Dögiun saman yrti kennslukonan ekki á hana, því að hún vissi að það var til einskis. Þegar hún kom heim úr skólanum heyrði hún hana ef til vill ganga þungstíga eftir loftinu, skúra gólf og skrúbba, eða hún sá hana sitja við að hreinsa grænmeti, álút og þungbúna. Linda vissi, að svona gat þetta ékki gengið til lengd- ar; eldurinn í brjósti Júditar hlyti að brjótast út fyrr en varði. Öxin var enn í hlöðuveggnum. Caleb óskaði ekki eftir að hún yrði hreyfð. Dagarnir vorú orðnir þurrir pg letilegir suðandi býflugur flugu yfir gula akra; hvít og gul fiðrildi flögmðu í hugsunarleysi yfir síð- ustu knúppa viliirósamia; runnamir voru ið- andi af lífi og söng og á hverjum degi komu börnin í skólann með yfirgefin hreiður, sem þau teiknuðu síðan með blýanti og litkrít. Linda fann á sér að allur vöxtur var staðnaður. En hún hélt starfi sínu áfram og var þakklát fyrii að liafa skyldum að gegna í skólahúsinu, fjarr: Gareheimiiinu. Marteinn komst að raun um það, sér til tölu- verðrar undrunar, að það átti ekki að ráðs hjálparmann við hirðinguna. „Eiín og Ivarl byrja að sæta með þér á morg- un," sagði Caleb við hann við kvöldborðið. Júdit lét sem hún heyrði ekki þessa yfir- lýsingu, pótt alljr vissu að hún hlyti að hafa gert ráð fyrir að losna úr prísundinni þegai hirðingin byrjaði. Fyrstu dagana var Caleb viðstaddur og hafðí umsjón með starflnu. Heyið hafði þornac á ökrunum og nú var því hlaðið í stakka. Elír og Marteinn unnu uppi á stökkunum en KarJ stjómaði krananum fyrir neðan. Marteinn sá að Elín áiti erfitt með að vinna starf Júditar en hann sagði ekki neitt. Caleb viðurkemid: aldrei líkacnlegt dugleysi. Hann kallaði jrað leti Caleb sat í vagninum og virti fyrir sér hey- stakkana sem, stækkuðu í sifellu. Stöku sinnum kallaði hann uppörvunarorð til Karlg eða á- mw OC CAMW4 Sr. Gísll Skúlason á Stóra-Hrauni var maðui íljótgáfaóur og hnyttinn í tUsvörum. Hann var sjálfstæ51sma5ur og álmgasamur stjórnmáluin. Hann var hraðma-Itur, gejfinr fyrir aó hafa orðiS í sanirasðuu), off virti J.«á oft lítUs rök þelrra, scm haun talaðl við. Kínu sinni var Gísli í pólitfskuin deilum vlí Lúðvík læknl Xorðdal og liafði talað alllengi l*egar Lúðvík loks kemst aö, tekur GísU ból og blaðar í henni. Lúðvík taiaði nú góðí stund, en þegar hann þagnar, segir Gísli: Já, svona er hún þá sagan af stígvélaða kettlnum! < Isi. fyndnii.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.