Þjóðviljinn - 01.11.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.11.1953, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. nóvember 1953 — ÞJÓÐVILJINN —(3 Togarinn bdiim - Frystikósið ekki heldur starfrækt Hveeær tengjast Vestfirðir þjóðvegasambandi landsins? Ba&bað við Ouimaa: Össnrarsoa frá Dýrafirði I sumar er leið hefur í einu Vestfjarðaþorpaima gott hraðr' frystihús staðið autt og athafnalaust. Úti á legunni hefur verið bundinn við íestar togari byggðarlagsins, — englnn bátur Iagt þar upp afla. Atvinrta við sjávarátveg ekki teljandi. Öll sjávar- þorp Vesífjarðanna hafa þó beinlínis orðiðtil vegna sjávarútvegs. Einn fulltrúanna á 9. þingi Sósíalistaflokksms er Gunnar Össurarson, fulltrui hins ný- jjtofnaða Sósíal'stafélags Dýr. firðinga. Þjóðviljinn hitti hann að máli eftir komuna til bæjar- ins, og fyrsta spurn'ngin var að gömlum íslenzkum sið um tíðarfar og sprettu. ■ — Það hefur verið einmuna tíð fyrir vestan, eins og allir vitá, övaráði Gunnar. Það 'voraði óýénjn snemma og sú nýlunda bar v:ð i þetta sinn að það gerði ekkert vorhret. Sláttur hófst því fyrr en venja er; •spretta var mjög góð og nýt- ing heyja ágæt.' Þakka það verndun miðanna. — Á s.l. vori brá svo v'ð að fiskur gekk í Dýrafjörð og stunduðu allmargir þorskveiðar á handfæri, en slíkt' hefur ekki þekkzt árum samán. Þakka metin það, með réttu eða röngu, útfærslu landhelgislínunnar og banni við dragnótaveiði. Von- ast menn eftir að áframhald verði á fiskgöngum inni fjörð- inn. I síða sta sinn um skeið. -— Þið haldið alltaf áfram að selja líflömþ svo brátt verða allar íslands rollur frá ykkur komnar. — Já, það voru seld líflömb að vestan í haust, en það verð- ur í síðasta sinn að því er fróð- ir menn um slíka hluti telja. Skrokkþungi dilka var í bezta lagi á s.l. liausti. — Vestfirðir eru frægir fyrir mikil og stór ber. —- Já, en berjaspretta í sum- ar var þó nokkuð misjöfn. Véltæknin komin í þá þröngu firðina. ■—• Það eru komnar landbún- ■aðarvélar vestur þar? —- Já, undanfarin ár hefur verið að verki skurðgrafa er byrjaði í Önundarfirði og á að ræsa fram ræktanlegt mýrlendi. Hún er nú í Mýrahreppi í Dýra- firði og mun lialda áfram -á næsta ári austur eftir sýslunni: Engjaheyskapur hverfandi. — Það hefur verið unn'ð .aö jarðabótum með vélum I'yiij: vestan undanfarin ár. Tún liafa verfð sléttuð og nú er verið að stækika þau. Engjaheyskapur er hverfandi nú orðið, nema þar sem eru véltæk engjalönd, eins ög í Önundarfirð'num. Tepptur uppi á heiði. — Er ekki enn verið að vinna að jarðabótum? — Nei, skurðgrafan hætti í snjóakafla'iium sem kom í fyrri hluta mánaðarins. Tepþtust þá vegir, en opnuðust svo aftur, en tepptust enn á ný þegar aft- nr snjóaði fyrir skömmu. E'nn bíll, bilaður, varð eftir uppi á heiði. Daginn áður en ég fór var sead jarðýta til þess að reyna að ná honum til byggða, GUNNAR ÖSSURARSON ásamt lítilli ýtu er send var hon- um til aðstoðar en tepptist sjálf. Erú á Lambadalsá. — Já, hvað um vegagerðir — í sumar var lialdið áfram með vegrnn noiðan Dýrafjarðar inn að Lambadal og í haust var steypt brú á Lambadalsá. Hún er emi í steypumótunum og óbyggt að henni. Þetta er 22ja metra löng brú. (Vitið þið til að brúamælingasérfræðingur Tíxnans hafi mælt liana ? !). Frá ísafirði til Dýraf jajrðar. •—• Viltu ekki segja lesendum Þjóðviljans frá akvegum um Vestf jarðabyggðimar ? —• Prá ísafirði er akvegur yfir Breiðadalsheiðj á bak við Súgandafjörð, — á þann veg liggur vegur frá Súgandafirði — og ikemur hann niður við innanverðan Önundarfjörð og liggur fyrir fjarðarbotainn og þaðan yfir Gemlufallsheiði til Gemlufalls í Dýrafirði og eir.s og ég sagði áðan var unnið við að leggja veg inn með firðinum að norðan í sumar. (Það kemur í ljós að Gunnar veit ekkert um hve margar né stórar brýr eru á þessari le'ð, æ vei!). Frá Dýrafirði til Rafnséyrar. — Kaflinn frá botni Dyra- fjarðar út að Þingeyri hefur verið akvegur í nokkur ár og stánda vonir tií að fullkom'nn akvegur. .fáist kringum. f jörðina 4 næsta ’ári. Fyrir nckkrum án.un var lok- ið við veg frá Rafnseyri yf:r Rafnsheiði að Rafnseyri, í sambandi við þjóð- vogakerflð. — Og endar svo akvegurinn á Rafnseyri? — Nei í sumar var byrjað að ryðja veg með ýtum frá Rafns- eyri og inn með Borgarfirð num, en fyrirhugað er að leggja veg uppúr Borgarfirði á Þingmanna. heiði og af henni niður í Barða- strandasýslu, — og tengja þar- með Vestfjarðabyggðix-nar við vegakerfi landsins. (Borgar- fjörður sá er hér um ræðir gengui- norðaustur úr Arnar- firði, og ef þið eruð elcki kunn- ug ættuð þ:ð að athuga kortið af Vestfjörðum. Vestfirðir hafa það lengi verið afskekktir að tími er til að einangrunartíma- bili vegleysisins fari að Ijúka). Togarinn bundinn. — Frysti- hásið lokað'. - Og nú áttu eftir að segja okkur um atvinnumálin. — Á Þingeyri hefur verið frekar lítil atliafnasemi í sum- ar. Togaiú byggðarlagsins, Guð- mwndur 'júaí (áður Júpíter) hef. ur legið aðgerðarlaus á firðinum frá því s.l. vor og ekki sýnilegt að hann verði gerður út nema til komi stýrkur þess opinbera. Engir bátar. — Engir vélbátar? - Engir vélbátar hafa verið gerðir út frá Þingevri í sumar nema trillubátar, svo og einn Iítill vélbátur sem stundaði hand færaveiðar og aflaði sæmilega fram eftir sumrinu. Frystihásið lokað. —- Atviana i land'? . — Frystihúsið heíur ekki starfað að noltkru marld, né holdur beinaveriismiðjan síðan togarinn hætti veiðum. Það hef- ur því ver'ð um litla atvinnu að ræða í þprpinu. Þó er nú nýbyrjað á rækjufrystingu Einn bátur frá Bíldudal leggur upp rækjur til frystingar og mun það skapa töluverða vinnu fyrir ikonur og unglinga. Nokk- ur vinna var i liaust við pökk- |un á harðfiski, sem liertur var ís.l. vor af afla togarans. :GuIltoppur gerður út. | — Er svipaða sögu að segja !frá næstu bæjum? — Á Flateyri hefur verið sæmileg veiði í sumar. Togari Flateyr’aga, Gulltoppur (ekinig einn af gömlu togurunum) hefur verið gerður út í sumar og haust og aflinn látinn í frysti- hús. Á Súgandafirði var í sumar uimið við endurbyggingu hrað- fryst’hússiiis þar sem brann síðari hluta vetrar. ★ Svo þakka ég Gunnari fyrir komima og spjallið, það verður ekki lengra að sinni. J.B. Lokið „mestu göngum í sögu Islands66 Síðasta bmdlð í Göngui og réttir nýkomið út Nýlega er komið út V. bindi af Göngum og réttum og er það loikabindi ritsafnsins um göngur og réttir Islendinga. Þetta síðasta bindi. er nokk- AðaMundur Kven* íslands urskooar ,,eftlrleitir“ og er þá lok:ð „mestu fjallgöngum og merkustu í allri sögu Islands- byggðar", eins og segir á kápu- síðu V. bindis. Þetta síðasta bindi ber tvo undirtitla: Eft'r- safn, og Frá hausti til liausts. ,,Eftirsafnið“ eru ýmsar frá- sagnir áður óbirtar frá' ýmsum byggðarlögum: Miðfirði, Skaga- frði, Stafnsrétt, Keld-uhverfi, Jökuldal og Fljótsdalsheiði, Njarðvík (eystri) Borgarfirði eystri og Skaftafellsfjöllum í Lóni. I þeim hluta bókarinnar er þer heit;ð frá hausti til hausts er rætt um hauststörf smalanna, gegningar á vetrum, vorsmalanir, stíun, fráfærur, meðferð mjólkur og mjólkurí- láta fyrir 65 árum og einn þátt- urinn heitir Upp til Selja. Þar er einrig frásögn af hinni frægu 82ja klukkustunda útivist Stef- áns í Möcrudal, er hann var matarlaus í hríðarbyi á Möðru- ialsöræfum. Loks skrifar Hall- grímur bóndi Þofbórgsson á Laxamýri urn fjárhunda. — Þetta V. bitidi er 288 bls. og er allmargt mynda í bókinni. Útgáfa þessi mun hafa orð- ið viðameiri en búizt var við í upphafi, enda eru í henni frá- sagnir frá öllum byggðarlög- um landsins. I. b'ndið fjallar um Suður- og Suðvesturland frá og með Skaftafellssýslum til Mýra- sýslu. II. bindið nm Húnavatns- sýslu, Skagafjörð og Eyjaf jörð. III. bindið um Snæfelisnes, Dali, Vestfirði, Strandir svo og all- m'kið um götigur á afréttum Árnesinga og Rangyellinga —: og jafnvel Vestmannaeyjum er ekki gleymt. Ýmsum finnst að of miklu rúmi hafi verið eytt í frásagn- ir af fjárleitum: Öðrum fnnst (og það vafalítið með réttu) að margt sé enn ósagt af því er þama hafi átt heima engu síður en það sem birt hefur verið. Staðreyndia ér að í þúsuad ár var sauðfjárbúskapur lengstum megin atvinnuvegur landsmanna og me:rihluti þeirra sem í borg og bæjum búa á uppruna sinn að rekja til sveitanna og er eeua hugleiknar minningar um hina skemmtilegu (og erfiðu) daga íslenzkra smala. Þá koma og ekki síður til greina minn- ingar um stórbrotið land og fagurt: „Séð hef ég snjóskýin liylja haustföla sól, Kvenstúdentafélag íslands hélt aðalfund. sinn nýlega. Foraiaður félagsins, Rannveig Þorsteins- dóttir hdl., futti skýrslu um störf þ£Æs á liðnu ári. Fundir voru haldnir mánaðarlega vetrarmán- uðina. Félag ísl. háskólakvenna, sem er deild í K. f., sendi full- trúa á þing Alþjóðasambands há- skólakvenna, er haldið var í London í ágústmánuði s.l. Á aðalfundmum var samþykkt að hefia fjársöfnun á vegum fé- la'gsins. Skal fé það, sem inn ltemur, renna i sjóð, sem verj.a á til þess að bjóða erlendr; há- skólakonu til dvatar við Háskóla íslands. Sióður þessi á að bera nafn dr. Bjargar 'heitinnar Blön- dal, sem var aðalhvatamaður að stofr.un Kvenstúdentafélagsins á sinum tíma. Styrkir sem þessir heyrði ég í sölnaðri stðr'nui gol- unnar rísl. Skóþvengur slitinn var hnýttur við Staðarhól, hugað að gjörðum og beizli við Laagavataskvísl. Lengi mun hugurlnn le:ta úr byggðum til þin, lokar ei minningin hurðum að baki sér, himbrimatjarn'r og hólmavötn blasa við sýn, hringiag úr tröllakirkjum v'nd- urinn ber“. eins og Guðmuadur bcadi og skáld Böðvarsson hefur orðað það. Þá er og þess að gæta, að burtséð frá öllum smalaævin- • týrum hefur með þessari út- gáfu verið safnað saman upp- lýsingum um lándið og fjölda örnefna forðað frá gleymsku, auk þess er segir í formála V. bindis: „Hinu er ekki að leyna, að se'nna hefur varla mátt safna ýmsu um göngu'r og réttir þjóð- ar vorrar. Vér l:fum á öld mik- illa breytinga. Útbúnaður breyt- ist, aðbúnaður breytist og að- ferðir bre>i:ast — til batr.aðar í flestu, sem betur fer. Hver óskar aú- eftir verptum gangna- skóm úr leðri ? Hver eftir bar- dúsi með reiðingstórfur o.g 'klif- bera á trússa.hestum ? Hver eft- ir því að Ijós væri ekki borið í bæ fyrr en á réttadag? Samt. fýsir oss flest að vita sem gerzt um háttú og s'ðu feðra vorra, afa og forfeðra, mæðra, amma og formæðra. Djúpt í leynum hugarfylgsnis vors býr vitneskjan um það, að vér erum aðeins kvistur á miklu limríku tré, sem vér nefnum þjóð, og 'því gerr sem vér þekkj- um allt um hagi hennar, því meiri sldln'ng öðlumst vér á lífi voru og eðli sem einstakl- ing.s, því meiri ást á landi voru og hollustu v'ð þjóð vora“. Góðar gjaíirtil eru oft veittir af hliðstæðum fé- lögum erlendis. Berast K. |. ár- léga mörg tilboð um slíka styrki til handa félagskonum, er lokið h.afa kandidatsprófi, þótt enginn hafi til þessa séð sér fsert að þlggja þá. Kvenstúdentafé’.agið átti 25 ára afmæli á þessu ári, var stofnað 7. apr.'l 1928. Afmælisins verður minnzt með hófi- í Þjóðleikhús- kjallaranum 6. nóv. n.k. Eru þær félagskonur, sem sækja vilja hói'- ið beðnar að hafa samband við Hönnu Fossberg í síma 80447 eða 2147 fyrir þriðjudagskvöld. Stjórn K. í. skipa: Rannveig Þorsteinsdóttir formaður, Auður Þorbergsdóttir, Hanna Fossberg, Margrét-Bergmann, Rósa Gest,s- dóttir, Sigríður Ingimarsdóttir og Teresia Guðmundsson. SfBS bárust peningagjafir í tilefni af berkavarnadeginum, samtals kr. 21385.00 og var stærsta gjöfin frá ónefndum kaupsýslimianri, 10 þús. kr. Auk þess hafa SÍBS borizt ýmsar aðrar góðar gjafir. Dóra Þórhar.sdóttir, forsetafrú að Bessastöðum og Georgía Björnsson, fyrrverandi forseta- frú, færðu SÍBS góðar gjafir í tilefni Berklavarnadagsins' og 15 ára afmæli sambandsins. O. Kavsman, forstjóri í Kaup- mannahöfn, hefur sent Reykja- lundi fagra, mikla o" mynd- skreytt.a biblíu að gjöf. Biblía þessi er næsta einstök í sinni röð, bundin í öf’iugt úrvalsleður og prentuð með svo miklum ágætum að fátítt mun vera. Sýnilega hefur bókin kostað mikið fé. Kavsman íorstjórj er góður vinur SÍBS og hefur áður gefið Reykjaiundi mikið bókaval. Frá Finniandi hefur Reykja- lundj borizt 1. kg. af grenifræi. Gefandi er ísl. kona, Ásta Petola, gift linnskum stórbónda, búsett- um i Randala Sysmá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.