Þjóðviljinn - 01.11.1953, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.11.1953, Síða 7
Sunnudagur 1. nóvember 1953 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Sigurður Þórarinsson: Ólafisr Ljósvíkingur og h@r> toginn af Marlhorough Enn einu sinni hafa hinir æruverðugu átján í Akademí- unni sænsku setið á rökstól- um og úthlutað Nóbelsverð- launum, að þessu sinni til for- sætisráðherra Breta. Elkki mun þessi ráðstöfun hafa kom- ið mjög á óvart þeim er eitt hvað þekktu til. Það hafði fyrir löngu kvisazt, að Chur- chill stæði nærri því að fá verðlaunin í ár, og var talið, að eini verulega hættulegi keppi- nauturinn að þessu sinni væri Halldór Kiljan. Þetta var raunar ekki í fyrsta skiptið. ■sem þeir Churchill og Kiljan hafa verið nefndir í sömu andránni. Fyrir fjórum árum var einnig talið, að stríð hefði staðið um þessa tvo og lauk því þá með bræðrabyltu, því ekkert samkomulag náðist og verð’aununum var ekki út- hlutað það árið. Framan af þessu ári munu mjög margir hafa talið að Kiljan myndi bera sigurinn úr býtum í ár, en eins og eitt af blöðum sænska frjálslynda flokksins komst að orði hafði Churchill eitt tromp á hendi gagnvart Halldóri, sumsé sinn háa aldur. Og þegar hann veiktist í sumar munu fylgj- endur hans innan Akademi- unnar hafa bent á að .hann kynni að hrökkva upp af áður en hann hlyti verðlaunin, ec.1 þeir er héldu með Halldóri munu hinsvegar ekki hafa getað bent á neinar líkur fyr- ir því, að Halldór væri að komast á heljarþiröm, hann er sæ’.Iegri .með hverri mynd sem birtist af honum í sænsku blöðunum. Ekki voru menn þó öruggir lun úrslitin fyrren á síðustu stundu. Blaðamaður Svenska Dagbladet getur þess að þ. 15. október, daglnn sem verðlaununum var úthlutað hafi samtalsefnið í bókaverzl- ununum verið: verður það Daxness eða Churchill. Einn af þeim Átján hefði komið inn í eina bókabúðina og keypt bók eftir Halldór. Hánn var ekki fyrr farinn út en bóksalinn rauk til og sank- aði að sér bókum Hahdórs, þeim er til náð:st. svo og ljós- myndum af Halldóri og ís- lenzkum flöggum til að út- stilla í gluggann sinn. Eins og að veniu hefur val Akademíunnar hlotið ærið misjafna dóma í sænsku blöðunum. Segja má; að blöð hægri flokksins séu yfir’eitt mjög ánægð, þótt einstaka blað gagnrýni valið; blöð frjálslynda flokksins hafa mjög skiptar skoðanir, en málgögn sósíaldemókrata eru yfirleitt mjög h.neyksluð á valinu. Sú gagnrýtii, sem mest ber á í blöðum frjá’s- lyndra, er sú, að verðlaunin bafi að þessu sinni ekki ver- ið veitt rithöfundi fyrst og fremst heldur liafi verið tek- ið helzti mikið tillit til hluta sem eru óviðkomandi bók- menntamati sem slíku, það hafi fyrst og fremst verið stjómmálamaðurinn, hinn sig- ursæli hershöfðingi og á- hrifamikli ræðumaður Chur- chill sem fékk verðlaunin og engum myndi hafa til hugar komið að veita honum þau ef hami hefði verið prófes- sor í sögu eða ofursti á eftirlaunum. James Russel skrifar í Morgoatid.ningen, að nú væri alveg rökrétt að veita þeim mikia stjórnmá'amanni og viðurkennda ljóðskáldi Mao Tse Tung verðlaunin að ári. Artur Lundkvist skrifar í sama blað að Akademían geti ekki afsakað sig með því að ekki hafi verið völ á nógu stóru skáldi þar eð völ hafi verið á stórskáldum eins og Laxaess og Hemingway. Yf- irleitt gagnrýna flest yngri skáldanna verðlaunaveiting- una, en sumir benda á, að ekki sé nauðsyn’egt að binda verð’auain við fagurfræðileg- ar bókmenntir og aðrir halda því fram, sem vafalítiö er rétt, að Churchill sé mun betri rithöfundur en sumir þeir, sem fengið hafa bókmennta- verð’aunin. I ýmsum blöðum eru Kiljan og Churchill born- ir saman. Ritstjóri Expressen (kvöldbl. frjálslynda flokks- ins) Dr. Ivar Harrie, sem er einn af mest metnu bók- menntagagnrýnendum Svía, skrifar langa grein í blað sitt og seglr þar m.a.: „Enda þótt Churchill sé áreiðanlega rit- höfundur á borð við Theodor Mommsen, er samdi Róm- verjasögu og heimspekingana Rudolf Euchen og Bertrand Russel, þá eru það ekki slík- ir menti, sem að réttu lagi eiga að fá Nóbelsverðlaunin. T. d. er nú uppi í veröldinni maður, sem skrifar á tungu lítillar þjóðar, en er sem epískt skáld sambærilegur við Homeros, sá maður er Hall- dór Lax.ness. Með því að ganga fram hjá Laxness og veita Sir Winston Churchill bókmenntaverðlaun cr tekið tillit til aðstæðna, sem í sjálfu sér geta verið skiljanleg, en eru þó alveg óviðkomandi í þessu sambandi“. Já, margt fer öðruvísi en ætlað er. Hvern hefði grun- að, er hann fyrst kynntist Framhald á 11. síðu Jóhann J. E. Kúld: Innslgiingln fii Gríndavíkur Grindavík er eitt af þe'm sjóþorpum hér sunnanlands, sem vaxið hefur mikið á síðari árum. Gestir sem þangað koma veita því athygli að þarna er að vaxa upp útvegsbær með fallegum, glæsilegum húsum, í hinu gam’a Járngerðastaða- hverfi. Þama hafa verið byggð hafnarmannvirki sem veita bátaflotanum öryggl þeg- ar að landi er komið. Frá Grindavik munu nú gerðir út mil-li tiu og tuttugu heimabát- ar áuk fjölda annarra báta sem þar hafa bsekistöð sína á ýms- um tímum. Þarna er myndar- legt hraðfrystihús, auk aðgerð- ,ar- og saltfiskverkúnarhúsa. Auk þeás cr svo annað hrað- frystihús í Þorkötlustaðahverfi og er fiskurinn fluttur á bílum þangað frá höfninni. Vatns- skortur hefur verið mikið vandamál Grindvíkinga, þar til nú, að verið er að léysa það mál, með vatnsveitu sem lögð er ofan frá fjallinuÞorbirni. Grindavík liggur _vel við auðugum fiskimiðum, og þar hafa frá öndverðu búið hraust- ir og. dugandi sjómenn, þeir ■sóttu fast sjóinn á dögum átt- æringanna, þrátt fýrir langan brimróður í gegnum vanda- saman skerjagarð c-g oft brim- Lygilegt hve íslendingar virðast enn berskjaldaðir fyrir ágangi hinna máttugu í veröldintii Ný Ijóðabók eftir Sigurð Einarsson kemur út á morgun Á morgun kemur út þriðja ljóðabók SigurSar Einarsson- ar, Undir stjörnum og sól. Fyrsta kvæðabók hans, Ham- ar og sigð, er út kom haustið 1930, á visan stað í hugum þeirra manna sem þar fundu hljóma rödd vaknandi verka- lýðsátéttar og sósíalisma, og sá hljómur endist þeirri bók, þó margt sé breytt. Önnur ljóðabók Sigurðar, Yndi un- aðsstunda, kom út í fyrra. Á titilb’aði nýju bókarinnar stendur að útgefandi hennar sé Rangæingaútgáfan og spyr ég Sigurð hvað það tákni; við hittumst á dögunum. ■— Það eru nokkrir piltar á Rangárvöllum sem boðizt hafa til að gefa út þessi ljóð mín, og losað mig með því við margs konar stapp. — Þú ert alveg búinn að yfirgefa Reykjavík? — Já, ég er öllum stund- um sem ég get heima að Holti undir Eyjafjöllum. Dvel að- eins í Reykjavík nokkra daga í senn og verð feginn þegar ég kemst heim. Þó getur verið gott að ver;a gestur í Reykja- vík nokkra daga. Annars er það orðin venja hjá mér að kóma til Reykjavíkur einu sinni eða tvisvar á vetri til að huga að heimiklum í söfn- um sem ég get ekki haft við höndina heima, í sambandi við ritstörf mín. — Hváð viltu segja mér um nýju ljóðabókina? — Ekkert, nema hvað þess mætti geta að sumum hefur fundizt hún eða einstök kvæði í henni, minna fremur á tón- inm úr Hamri og sigð en síð- asta bók mín. — Ertu með fleira í smíð- um? — Leikrit, ég hef haft það„ í smiðum í tvö ár. Það á að heita „Fyrir kóngsins mekt“ og nær hámarki í rétti.ndaaf- salinu í Kópavogi 1682. Ég hef kosið mér einmitt þennan vettvang til að tala við sam- tíðina, enda þótt það skapi vissa örðugleika. En þeim mun betur sem ég hef leitazt við að setja mig inn í þetta tímabil, 17. öldina, hefur mér fundizt það lygilegra, næstum eins og martröð, hve líkir við erum enn þeim sem þá lifðu, að Islendingar virðast enn nærri því eins berskjald- aðir fyrir ágangi hinna mátt- ugu í veröldinni. — Snertir þetta nokkuð Ijóðabókina ? -— Já, það er einmitt glím- an við viðfangsefnið í leik- ritinu „Fyrir kóngsins mekt“ sem hefur komið mér til að gefa nánari gaum mönnum og málefnum úr aldarfari minn- ar tíðar og minnar reytis’u en annars hefði orðið, og í leið- inni hefur þessi ljóðabók orð- ið til. — Ætlarðu að skrifa meira um bænduma ? — Eg hef vi’ðað að xnér miklu efni til þess, en óvíst . er um framhald á þeirri út- gáfu, síðan útgefandinn Pálmi H. Jcnsson, lézt. Og ég býst ekki vlð að taka á því að ráði fyrr en komið er sköpu- lag á leikritið. — Það á að ganga fyrir öllu? ' ;íé;te 1—- Já, ég hef sett mér fyr- ir að Ijúka því í vetur og tek ekki af a’.vöru á öörum rit- störfum fyrr en því er loklð. Hér fer á eftir kvæði úr hinni nýju Ijóðabók Sigurðar, sýnisliorh tekið án leyfis: lendingu þegar í vör var komið. Ennþá sækja Grindvík’ngar sióinn íast, og flytja oft mikinn auð áð landi sem sóttur hefur verið með harðfylgi o-g karl- mennsku í greipar Ægi konungi. Innsiglingin til Grindavíkur ér vandasöm, þar verður að fara nákvæmlega eftir innsiglinga- merkjum. Sums staðar er állinn sem sigla verður eftir rúmlega bátsbreiddin, og brot til beggja handa. Maður skyldi nú halda að reynt væri eftir föng- um að .auka öryggið við inn- siglinguna þarna, og því hiýtur maður að verða undrandi, þeg- ar athugaðar eru staðreyndim- ar. Það kemur sem sé í Ijós að innsiglingaljósin eru á línu raf- veitunnar. Bili rafveitukerfið, sem oft getur komið fyrir, og kemur oft fyrir, þá eru éngin. innsiglingaljós í Grindavík. Hið sama skeður ef straumurinn er tekinn af, vegna anna'rra or- saka, eins og oft hefur verið á undanförnum árum. Við skulum draga upp skýra mynd af þessari innsiglingu. Bátur kemur að landi í stormi og brimi eins og þarna er al- gengt á vetrarvertíð. Formað- urinn rýnir út í sortann gegn- um opinn stýr.'shúsglugga. Rennan^sem hann verður að þræða ér mió, og opin brot á bæði borð, er þýða í flestum tilfellum dauða, sé rangt farið. Allt í einu biia svo rafljósin í landi og innsigiingin verður jsvört og myrk, innsiglinga- Ijósin eru horfin. I þessu til- felli ræður hending ein hvort skipshöfnin nær liíandi landi á heilu'skipi. Það verður: ekki snúið til baka í þessu tilfélli, því ekki er minni vandi út að komast, þegar allt er myrkt. Það sjá ahir, að svon.a ör- yggisleysi á fjölfarinni inn- siglingu til einnar af stærri' verstöðvum landsins, er vægast sagt stór’ega vííavert, og má ekki þolast lengur. Þarna verður nú þegar að setja upp innsiglingavita sem eru óháð- ir rafkerfinu. Málið þolir enga bið; vetrarvertíð fer brátt í hönd, en fyrir þann tíma verð- ur þetta að ske, allt annað er óforsvaranlegt. Það tfná ekki . ske að núværandi innsiglnga- Ijós í.Grindavík bjcði hættunni VefjElait sat ég veizlu lijá gjörningameisturum heimsins, gJeiðmynntur fögnuður háværra, vínhreyfra gesta ska'l í rokum sem hafbrim um hái'eista sali — því hér skyldi notið liins bezta. t Ot þarna kunni sérhver að skapa og skera I skammt sinn við Hfsins borð.^og var ekki felminn — með höndum, sem bæði án þakkar og auðmýktar þáðu — f og þetta fólk átti helminn. En glóandi vín úr gulls og kristalls skáium í glitrandi straumum hneig milli þyrstra vara og tendraði vinroðans villtu ástríðublossa á vöngum lrins gíaðværa skara. Og sönguriiin dunaði, augmi skutu örvu"i elds og tælandi. Ijóss yfir svignandl borðum. Svo druliku menn betur, og öllum fannst lifið indælt — þvi alít var gott, eins og forðum. .En þrátt fyrir allt geklc angisf.in liljóðum skrefum um alla sali. svo þögn sló á glaðværð og hlátur. Menn kipptust 'við, etns og sæiu þelr vofur vafra — og var ekki þetta liljóð grátur? . i ' ! ! !4 "1 I’að beit á þ& alla: Bráðum er stund vor komln, • og beltt ér sigðih og hvöss er sláttumanns eggin, jþví voldugri arniur en mannleg hönd hefur málað sltt JIENE TEKEL á vegginn. •: .!■ ■! : - -n , i! 1 :T' úfey/'U

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.