Þjóðviljinn - 01.11.1953, Side 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1. nóvember 1953 —
I
'&LFUR UTANGARÐS 27. DAGUR
Bóndimi í Bráðagerði
Ætli ekki, ansaði Jón að bragði, og láttu okkur ekki bíða
leingi, ljúfan, því ég er lángsoltinn einsog útigángshestur .á
einmánuði. Og helst eitthvað, sem stehdur við í manni.
Stúlkan skildi að mikið lá við og skundaði burt. Jón gaf ferð-
um hennór gaum, sá að hún gekk að glugg einum ekki stórum
á bakvegg og kallaði eitthvað í gegn. Skjótlega réttu ósýnilegar
hendur rjúkandí diska í gegnum gluggið í fáng stúlkunnar,
sem bar þá síðan á borð fyrir þá félaga. Þessi fyrsti réttur var
súputegundax- kaffibrúnn á lit og leðjuþykkur með Ijósum, blá-
glærum dropa í miðju, sem átti að heita í ætt við mjólk. Jón
lét þegar hendur standa framúr ermum við að slökkva sárustu
suitarkvalirrar, og hvað sem öllum samsetníngi matarins leið,
'.'ar þetta lystugur og bragðgóður réttur.
Úmm! sagði borðnautur Jóns og andlit hans ljómaði er hann
ieit yfir dtsk sinn. Við erum lánsmenn 1 dag. Þrír fjórðu hlutar
þrumari og þriðjúngurinn fransari, vínarbrauð og gott ef ekki
terta. Það mætti líka segja mér að ein og ein rúsína hefði slæðst
með. Það er næstumþvi einsog það séu jólin.
Ekki svo afleitt, ekki svo afleitt, samsinnti Jón, þótt hann
hefði öðru að sinna en hefja lofræður um fæðuna, enda ástæðu-
laust, því hún mælti með sér sjálf. Það _var ekki fyrr en ,hann
liafði hroðið disk sin*i og sogið úr skegginu það sem ‘þar hafði
ient að óvilja í flaustrinu, að hann rétti úr sér og ropaði á-
nægjulega.
Gaman hefði ég að vita, hvað grautur þessi héti, sagði hann
svo. Ekki svo að skilja að það hafi þýðíngu útaf fyrir sig,
heldur hitt, að hann sé saðsamur og lystugur. En Gudda mín
hefur alltaf gaman af því að vita, hvað ég hafi feingið að borða
annarstaðar.
Ekki veit ég nafn hans í kokkabókum, ansaði borðnautur Jóns.
En við getum kallað hann þrumara í fljótandi ásigkomulagi.
Sem sagt: þrumarasúpa á íslensku, sagði Jón. Þá veit maður
það. En hvað sem öllum nöfnum líður lángar mig í meira.
Viltu gefa mér aftur í skelina, heillin! kallaði hann í kvenn-
manninn. Þetta er ekkert, sem tollir á í einu.
Stúlkan varð við beiðninni og Jón gekk til verks af eingu
minni elju en fyrr. Stóðst það á endum, að haiin hafði lokið
viðbót sinn i sama mutid og borðnautur hans kláraði sinn
upphaflega skammt..
Þetta er eingin matarlyst sem þú hefir, góðurinn! sagði Jón.
Það er list útaf fyrir sig að neyta fæðu sinnar af lyst, ansaði
maðurinn. Jafnvel svo hversdagsleg athöfn verður að vera ixm-
blásin af list, svo lystin geti notið sín. Lystin fyrir listina,
maður m!nn, hvað sem öðru líður.
Ég geri eingan mun á list og lyst, sagði Jón, ég veit bara
það, að ég hefi lyst á meiru. Og ég trúi því ekki, að þú sért hætt-
■ur við spónamat'nn alveg nýbyrjaður,
Þarmeð tók Jón diskana, rétti þá að stúlkunni og bað hana
blessaða að gefa þeim agnarögn í viðbót. Stúlkan ansaði að
raunar tíðkaðist það ekki að bæta á disk hjá sama mann!
oftar en einu sinni, lét þó tilleiðast eftirað Jón hafði svarið,
að hann hefði aldrei á ævi s:nni borðað þvílíkan spónamat, svo
væri hann óvenju matarþurfi, því ekki hefði hann bragðað mat
5 fulla tvo sólarhrínga.
Eftirað hafa hesthúsað þriðja skammtinn af súpunni góðu
voru sárustu sultarkvalirnar teknar að linast, svo hann gat
■dokað við á meðan félagi hans lauk síniun skammti. Aðeins
það að virða fyrir sér hvernig hann gekk að fæðunni hlaut
að sannfæra sjáandann um, að hann væri mikill listamaður í
sinni grein. Við hverja munnfylli brá fróunarkenndri uppljómun
l’fir andlitið, og augnatillit þau er hann sendi fæðunni Voru úpp-
tendruð einsog í ástfaungnum fimmtán ára piltúngi.
Þá getur maður farið að taka t!l við þurrmetið, sagði Jón.
Var þess líka skammt að bíða, að þjónustan bar á borð fyrir
þá hrokaba diska. Kom þar, að Jóni veittist ekki auðveldara að
nafngreina þenna rétt en hinn fyrri. Bólaði þó á kartöflum í
svipuðu hlutfalli og vigahnöttum i heilu sólkerfi.
Namma namm! sagði borðfélagi Jóns. Það lítur út fyrir að jól-
in beri uppá páskana í ár.
Það væri ekki nema eftir öðru hér í Reykjavík, ansaði Jón.
En slík hátíðabrigði þekkjum við ekki he:ma í Vegleysusveit.
Matur þessi heitir glás á góðri íslensku, upplýsti félagi Jóns.
Mjög lystugur og nærandi matur enda listilega tilbúinn.
Skyldi þetta heita kjöt? spurði Jón eftir stutta rannsókn í inni-
hald hrúgunnar á diski sínum. Ég hefði gaman af að vita, hvað
skepnan hét á meðan hún lifði.
Glás er ekki af neinni sérstakri skepnu, ansaði maðurinn. Get-
Fundur sambandsráðs ÍSl
Fjánnál — Dóms- og reísiákvæði — Olympíuneínd
íslands — Kpppnisleyfi Gunnars Huseby
— Framlag til íþróttasjóðs
um fulltrúa frá hveí’ju sérsam-
bandj fSI að endurskoða starfs-
reglur Clympíunefndar Islands
og leggja fyrir næsta sambands-
ráðsfund, þar sem gengið verði
frá kjöri í Clympíunefnd |s-
lands.
Eins og sagt var frá hér í síð-
ustu viku var 10. sambandsráðs-
fundur ÍSÍ haldinn hér í Reykja-
vík um síðustu helgi.
Margar tillögur voru sam-
þykktar á fundi þessum og verð-
ur sumra þeirra getið hér nán-
ar síðar. Ekki tsá fundUrinn
ástæðu til að- gera ályktun varð-
andi samskiptin við setuliðið, og
þó munu þeir finnast í ráði
þessu sem ekki vilja telja ÍSÍ í
neinu lakara en UMFÍ. Svo
gæti verið að öðrum væri ósárt
um það að ÍSf skildi ekki sinn
vitjunartíma.
Fróðlegt hefði verið að vita
hvaða skoðun íþróttafulltrúi rík-
isins hefði haft i þessum málum
á fundinum.
Fara hér á eftir nokkrar af til-
lögum þeim sem samþykktar
voru:
Fjármál /s/
Samþykkt var að kjósa 7
manna nefnd til þess <að gera
tillögúr og athuga, hvaða leiðir
væru heppilegastar til þess að
skapa öruggan íjárhagsgrund-
völl fyrir ÍSf og sérsambönd
þess, og á hvern hátt mætti ná
beztum árangri í innheimtu ár-
gjalda o. s. frv.
Nefndinni var ætlaður starfs-
tími fram að næsta fundi sam-
bandsráðs eða til auka íþrótta-
þings ef það yrði haldið.
Þá var samþykkt að þakka
fyrrverandi menntamálaráðherra
og núverandi menntamálaráð-
herra fyrir stuðning þeirra við
að fá hækkað framlag ríkissjóðs
til ÍSf og skorað á fjárveitinga-
nefnd Alþingis og fjármálaráð-
herra að fallast á að styrkur til
fsf verði 45000.00 kr.
Svo og var samþykkt heimild
fyrir framkvæmdastjóm fsf að
boða til aukaíþróttaþings, ef
Leningrad Zenith
keppir í Noregi og
Svíþjóð
Um 10. nóv. kemur sovézka
knattspymuliðið „Leningrad
Zenith“ til Noregs eftir að hafa
leikið 3 leiki í Finnlandi. Lið
þetta er talið eitt með sterkustu
liðum Sovétrikjanna.
Þess er getið að heimsókn
þessi sé til orðin fyrir milli-
göngu félaga í Finnlandi og
Noregi.
Knattspyrnusamband Sovét-
ríkjann,a hefur gefið samþykki
sitt til fararinnar og að „Zenith“
e:gi að vera fulltrúi sovézkrar
knattspyrnu í þessari ferð. Enn-
fremur á með ferðinni að fá
nokkurn -samanburð á finnskri
knattspyrnu og sovézkri, þar
sem finnska landsliðið átti; að
keppa í Leningrad nokkru eftir
að leyfið var gefið.
talin verður þess börf vegna
fjárhagserfiðleika fsf.
Ymsar aðrar tillögur í fjár-
málúm voru og samþykktar.
f fjárhagsnefnd voru kjörnir:
Gísli Ófafsson, BragL Kristjáns-
son, Lúðvík Þorgeirsson, Sigur-
jón Jónsson, Gísli Halldórsson,
Þorvaldur Ásgeirsson og Jens
Guðbjörnsson.
Endurskoðun dónis og
refsiákvæða /S/
f framhaldi af ályktun íþrótta-
þings 1953, um endurskoðun
dóms og refsiákvæða ÍSf, sam-
þykkir sambandsráð fsf að
kjósa fimm manna nefnd til að
endurskoða dóms- og refsiákvæð-
in og skal nefndin hafa lokið
störfum eigi síðar en mánuði
fyrir haustfund sambandsráðs
1954.
í nefndina voru kjörnir: Kon-
ráð Gíslason, Þorgeir Svein-
bjarnarson, Bi'ynjólfur Ingólfs-
son, Einar B. Pálsson, Haraldur
Guðmundsson.
Endurskoðun starfsreglna
Ólympíunefndar /slands
10. fundur Sambandsráðs ÍSÍ
25. okt. 1953 samþykkir að fela
framkvæmdastjórninni og ein-
Kepprdsleyfi Gunnars
Huseby
Fundur í Sambandsráði
fþróttasambands fslands, hald-
inn 24. og 25. okt. 1953, sam-
þykkir að veita Gunnari Huse-
by keppnisieyfi að nýju samkv.
heimild í dóms og refsiákvæðum
ÍSf frá 1. jan. 1952.
Áskorun á Alþingi að
hækka framlag til
íþróttasjóðs
Fundur í Sambandsráði fþrótta
sambands fslands haldinn 24. "og
25. okt. 1953, samþykkir að
skora á háttvirt Alþingi og rik-
isstjórn að hækka framlag til
íþróttasjóðs í kr. 1000.000.00,
eina milljón króna.
Carl Olsson vann Turpin
í heimsmeistaraheppni
f síðustu viku börðust Banda-
ríkjamaðurinn Carl Olsson og
Bretinn Randolph Turpin um
heimsmeistaratitil í millivigt.
Vann Olsson örugglega á stig-
um. Turpin var tvisvar sleginn
í gólfið og í 9. lotu bjargaði tím-
inn honum frá því að vera tal-
inn út. Turpin var þó betri
Framh. á 11. síðu
nn
l Ullarkópur J
■ Nýsending M
/ Markoðurinn %
Laugaveg 100
co
1 Silki i peysufatasvimtur /
1 Markaðurinn I
^ Bankastræti 4
ivorur
írá
Helena Rubinstein
íást í
Markaðnum
Haínarstiæti 11.