Þjóðviljinn - 01.11.1953, Síða 10
aðist aftur andlega heilbrigði, sem liafði orðið
að víkja fyrir Iiatri undanfarinna ára. Það var
eins og hann kæmi til sjálfs sín eftir langvar-
andi ölæði. Haen fylltist blygðun og andstyggð
á sjálfum sér. Hann tók undir sig stökk, æddi
til dyra, fálmaði sig áfram, eins og hann hefði
allt í ekm orðið blindur. Augu hans voru hálf-
lukt.
Þegar út kom, leit hann upp. Sterkur reykjar-
þefur barst að vitum hans. Svo opnaði hann
augun og sá austurh'minion.
,,Guð minn góður." hrópaði hann. Það var
eins og höfuð hans væri að .klofna. Hann hljóp
af stað niður hagann til þess að sjá betur,
hversu útbreiddur eldurinn var orðinn. Vindur
stóð af norðri.
Caleb hljóp til baka að verkfærageymslunni
og sótti lítinn plóg. Svo sótti hann einn vagn-
hestinn og spennti hann fyrir plóginn. Hann
sló í hesthin og ók af stað í suðurátt, í áttina að
skóglendinu, sem hann hafði keypt af Fúsa Ar-
onssyni. Hann yrði að plægja varnarökurð í
kringum það, svo að eldurinn bærist ekki yfir í
runnana að austanverðu. Ef hann kæmist í
kjarrið, var stutt yfir í línakurinn. Það hafði
ekkert bi-unnið í mörg ár. Hann hafði haldið
að vamarskurður milli kjarrsins og línakursins
væri óþarfur......
Linda og Mark .komu inn t:l Amelíu. Hún
hafði dregizt að legubekknum og lá þar hreyf-
ingarlaus. Mark stóð í dyrunum, meðan Linda
laut yfir hana.
„Elsku frú Gare,“ hvíslaði Linda. „Er hann
farlnni" .q
Amelía* k;nkaði kolli. Hún gat ekki komið
upp orði.
„Leyfðu mér að sækja vatn handa þér,“
sagði kennslukonan. ,,Mark Jordan er hérna.
Ef hann kemur aftur, þorir hann ekki að gera
neitt meira."
Linda stakk handleggnum undir höfuð Am-
elíu. Hún virtist hafa fall'ð í öngvit. „Mark —
náðu í vatn,“ sagði Linda í flýti.
Um leið settist Amelía upp og brosti til
þeirra. Hún strauk úf ð hárið frá enninu og
dróg kragann yfir eldrautt far á hálsinum.
„Ef ég hefði vitað, að hann tæki upp á þessu,
hefði ég gert allt sem unnt var til að koma í
veg fyrir að Júdit færi,“ sagði Linda iðrandi.
„En hún hefði sjálfsagt farið samt.“
„Já — hún hefði farið,“ sagði Amelía veikri
röddu. „Eg vildi að hún færi.“
Linda gat dulið undrun sína.
„Við verðum að segja frú Gare hvernig kom-
ið er, Linda,‘,‘ sagði Mark. „Ef til vill hefur
hún ætlað að he'man." Hann leit samáðaraugum
á konuna og fann til vaxandi andstyggoar á
Caleb Gare. Hann óskaði' þess, að hatm. hefði
yerið fyrr á ferð — I
Amelía leit snöggt upp. „Hvað er á seyði?“
spurði hún.
„Skógurinn brennur," sagði Mark. „Eldm--
inn breiðist út suður á bóginn. Og það er
hvasst. Eg verð að ríða til Yellow Post og sækja
hjálp."
Amelía rétti úr sér. „Hvert hefur hann far-
ið?“ spurði hún. „Hann hlýtur að hafa tekið út
plóginn —“ Hr.n reis á fætur og g kk reikulum
skrefum til dyra. Þegar hún -sá o^dinn hrópaði
hún upp yfir sig. Mark flýtti sér á eftir henni.
„Eg fer til Yollow Post,“ sagði liann. „Linda,
þú ætt'r að vera eftir hjá frú Gare. Eg kem
hina leið.'na til baka. Við getuirl ekkert gert
hjálparlaust í þessu roki.“
„Bíddu, Mark,“ sagði Linda og kyssti hann í
flýti. „Farðu varlega." Amelía opnaði dymar
fyrir hann og hann hljóp út.
Eftir nokkrar minútur væri eldur'nn kominn
að veginum sem lá til Yellow Post. Mark keyrði.
hestinn sporum. Hann komst klakklaust fram-
hjá skóglendinu og von bráðar voru logatung-
urnar að baki honum. Hann leit um öxl og í
bjarmanum frá eld'num sá hann matin bogra við
plóg, sem einn hestur dró. Það var Caleb Gare,
sem var að reyna að grafa varnarskurð fyrir
sunnan skóglendið, sem hann hafði keypt af
Fúsa Arcnssyni. Mark vissi. að það var von-
laust verk. Vindurinn myndi bera eldinn út í
kjarr'ð fyrir sunnan skóglendið, löngu áður en
hann kæmist að heyinu. Ef heppnin væri með
Caleb gæti hann bjargað heyinu. En kjarrinu
yrði ekki bjargað, og næstur því var línakur
Calebs, þurr og auðugur að olíu......
Caleb sneri sér upp i reykmengaðan vind'nn,
ralc hestimi áfram og ýtti plógnum niður af öll-
um kröftum. Hitinn fór vaxandi og neistaflug
lék um andlit háns og hendur. En Caleb tók
ekki eftir eieinu. Hann hugsaði um það eitt að
einangra eldinn. Hannjþölvaði með sjálfum sér
þeirri óheppni að Marteinn skyld: hafa farið á
skemmtunina. Þetta hefði verið auðvelt viður-
eignar ef Marteinn hefði ver'ð til hjálpar.
Hann leit upp og sá bjartar logatungur leika.um
loftið. Hana hóstaði tók andköf af sóti og reyk
og einu sinni eða tv’svar hrasaði hesturinn.
En hann vildi ekki gefast upp, þótt hitinn væri
að verða, óþolandi. Hrossið fæld:st sennilega —
í því lá hættan. Hann varð að koma sem mestu
af, áður en hrossið varð óviðráðanlegt. Hann
plægði fram og aftur, framhjá öllu skóglendinu.
Það var eins og himinn og jörð léku á reiði-
skjálfi. Þegar Caleb hafði loks lokið við að
plægja, voru næstu tré við hann að verða rauð-
glóandi. Hann sló í hestkin og sneri honum
heimleiðis. Úttauguð skepnan neytti síðustu
krafta sinna til að hlaupa heimle'ðis. Caleb
hljóp á eftir til að flýja undan liitanum.
í húsgarðinum leit hann um öxl. Einn runni
yzt í kjarrinu fyr'r sunnan varnarskurðiun stóð
á Ijósum loga. Caleb starði agndofa á hann.
Svo stundi hann. Allt erfiði hans hafði verið til
einskis. Hann hljóp heim að hús'nu. Hann gat
aðeins gert eitt — plægt skurð gegaum lín-
akurinn og látið hluta af hcnum brenna. Af
gömlum vana kveikti hann á ljóskerinu, lét sem
hann sæi ekki Ámelíu og Lindu, sem biðu
skelfdar í hinu herberginu.
Þegar Caleb lagði af stað með nýjan hest, sá
hann að eldurinn hafði læst sig inn í kjarrið og
breiddist ört út. Hann barði hestinn áfram eins
og óður maður. Það voru örlitlar líkur til þess
að honum tækist þetta. Honmn varð að takast
það. Það varð að bjarga líninu — þessu fallega
líni, sterku og auðugu — víðáttumiklum lín-
brelðum .... Hann leit um öxl og sá að eldur-
ina færðist óðum nær. Eldinn bar við himin,
logatungur og reykský runnu saman. Ef ekki
hefði: verið svona hvasst hefði hann haft vinn-
iriginft. Og von bráðar sá liann að það var til-
gangslaust að reyna að plægja varnarskurð.
Hann yrði að hrenna skák af línmu fyrir innan
kjarrið án þess að nota plóg. Hann yrði að gæta
þess að stappa eldinn niður jafaóðum. Hann
þyrfti ekki að breiðast út.
Hann sleppti hest:num. skildi plóginn eftir
atnf oc CflMm
Jón litll er nýkominn úr skólanum og lætur
mikið yfir kunnáttu sinni.
Getur þú svarað öllum spurninsum kennarans?
Já.
Geðjast honura vel úrlausnir þínar?
Já, en því miöur er hann oft annarrar skoðun-
ar en ég.
Alveg er ég hissa á hugsunarleySinu i þér, Jón!
Alitaf þarftu að sprengja dekk þegar barnið
er nýsofnað.
Eiginmaðurinn: Vilt'u ekki biðja hana mömmu
. þína að fara út í búð fyrir þig, svo að við
getum talað saman undir fjöguv augu.
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1. nóvember 1953
eftir MARTHA OSTENSO
Villigœsir
80. dagur
Því ber ekki að leyna að heldur hefur móðir hennar
klæðnaðurinn skiptir miklu máli prjónað hann í höndunum úr
fyrir telpu á fermingardaginn. hvítum tvinna númer 40. Það
Og stúlkan á myndinni hefur þarf varla að taka það fram,
fyllstu ástæðu til að vera ánægð að þessi sjaldgæfa handavinna
með kjólinn sinn. Það er ekki vakti mjög mikla og verðskuld-
cóg með að hann sé fallegúr, aða hrifningu.
GercSu þér jbað- ekki of erfiff
Eitt bezta ráð, sem hægt cr
að gefa ungri húsmóður er
•þetta: Taktu mistökin ekki of
alvarlega og gerðu þér verkhi
ekki erfiðari en þau eru þeg-
ar. Daglegur matarti'.búning-
uf og gestkomur hafa oft g»rt
ungum húsmæírum lífið leitt,
af því að þær hafa lagt of
mikið á sig við ,að gera allt
nógu fullkomið og þær hafa
ekki risið u.ndir erfiðleikunum.
Byrjaðu í smáum stH, bjóddu
gestunum í kaffi eða te, ef þú
ert óvön hússtörfum og bjóddu
engum í mat. fyrr en þú ræður
vel Við daglegan matartilbún-
ing. Og það er gu’lin reg’a að
búa aldrei neitt til handa gest-
um nema maður hafi reynt það
áður. Ef maður rekst á góða
kökuuppskrift á maður ekki að
bíða með að reyna hana þsng-
að til gestir koma. Óvana hús-
móðirin er oft taugaóstyrk, og
ef kakan misheppnast eru oft
góð ráð dýr. Bakaðu heldur
köku, sem þú ert vön að ba.ka
eða reyndu uppskriftina einu
simi handa sjálfri þé l • jog
manninum áður en hún er
notuð handa gestum.
Það er skynsamlegt að fara
eftir sömu reglu, þegar fyrstu
gestunum er boðið í mat. Búðu
<ekki til mat, sem þú hefirr
aldrei reynt áður. en reyndu
að finma matarrótt. sem þú
kanpt ac5 búa til. Ef þú ert
ein þeirra, sem ver'ðnr táuga-
ós'tyrk á síðustu stundu, skaltu
velja matarrétt, sem hægt er
að undirbúa fyrirfram, svo sem
kjöt í karry eða éittlivað því-
líkt.
Hvað daglegum matartilbún-
ingi viðvíkur, þá er skynsam-
legt að nýgifta konan búi eink-
um til einfaldáa og auítilbú-
inn mat fyrst í stað. Unga
húsmóðirin sem byrjar á því
að búa til tvíréttaða máltíð á
hverjum degi og lætur fyrir-
höfn og umstang ekkert á sig
fá, kemst fljótlega að raim um
að hún endist ekki til þess til
lengdar, smám saman verður
hún að draga úr f jölbreytninni.
Og það eru ekki aUir eigin-
menn j'afn ski.lningsgóðir í þess-
um efnum. Ef til vill finnst
eiginmanninum hann hafa
fengið betri og ljúffengari mat
fyrst í stað og honum finnst
Framhald á 11. síðu