Þjóðviljinn - 05.11.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.11.1953, Blaðsíða 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 5. nóvember 1953 &LFUR UTANGaRÐS 30. DAGUR ' Bondinn í Bráðagerði % ÍÞRðTTIR RlTSTJÓRl FRtMANN HELGASON íþróttirnar eru fyrir aiBa Heyrðu gcði! Geturðu sagt mér hvaða herjans rolur þetta eru.þar.na niöri? Það er fundur i Sameinaöa, ansaði sessunauturinn. Þú átt þá ekki við að þetta sé Alþíngi? spurði Jón hissa. Hinn tók vægt á þekkíngarleysi Jóns og sagði að víst væri l.ér um að ræða'"það Alþíngi, sem ætti að baki sér leingri og merkari sögu helduren aðrar hliðstæðar stofnanir í veröldinni. Ég hafði hugsað mér þetta Alþíngi ívið veglegra sagði Jón. Þetta er bágara helduren i hreppaskilunum heima í Vegleysu- sveit. Þar er þó hægt að ha!da sér vakandi hvað sem öðru líður. Sessunauturinn sagði að fundur liefði nú staðið yfir í röskan sólarliríng uppihaldslaust, og mætti hann af því sjá að þíng- menn legðu hart að sér og spyrðu ekki um hættur þegar af- greiða þyrfti stórmál. Það skyldu þó aldrei vera fjárlögin? spurði Jón. Svo oft hafði hann lilýtt á eldhúsdagsumræður- í útvarpinu heima hjá sér, að honum var ekki með öllu ókunnugt um að í stofnu.n þessari yar fjallað um eitthvað, sem hét því nafni. Þú hlýtur að vera lángtað kominn, sagði bekkjarnautur Jóns. Kei, nú er annað og þýðingarmeira mál á döfinni. Hér er um að ræða mesta hitamál, sem þíngið hefur feingið til meðferðar allt frá málaferlunum góðu, sem lesa má um í sögu Brennu- Njáls og leiddu til mannvíga. Nú þykir mér týra, sagði Jón. Annars sýnist mér þeir ekki líklegir til þess að slá forfeður okkar út í einu eða neinu. Eei þú gætir kannski frætt mig um það hvað það er, sem manna- garmarnir leggja svo mikið á sig fyrir? Það er friðun hrafnsins, ansaði hinn. Fáeinir þíngmenn hafa Iagt fram frumvarp til laga um útrýmíngu þessa alþekkta fugls í níutiu og níu greinum og greinargerðar að auki, sem fyllir röskar þrjúhu.ndruð síður í ^biblíuboti, þarsem vitnað er í fjórtán sérfræðínga af ýmsum gráðum til þess að sanna, að krummi sé hinn mesta skaðsemdarskepna af stélpeníngi að vera og jafnvel þjóðhættulegri helduren minkar og tóur, þarsem hin f.'öartöldu geta þó ekki flogið. Er lagt til að álitleg uppliæð verði lögð til höfúðs krumma til þess að ýtá undir einstakl- íngsframtakið í þessu nauðsynjamáli. Ekki græt ég bannsettan hrafnion, sagði Jón. Fiðurfénaður af því tagi á eingan rétt á sér. Ég var sjö ára þegar ég steypti úr fyrsta hrafnshreiðrinu. Hann hafði kroppað augun úr ný- fæddu lambi fyrir pápa sáluga, svo hann átti fyrir því. Ég náði uppí hreiðrið með því að staada á öxlunum á pápa. Og seinast í fyrra, hlúnkaði ég á einn með gömlu frapahlæðunni þarsem hann sat yfir á sem var að bera. Nei, slíkur ófénaður má missa sig. Stjórnin heldur því afturámóti fram, að hann eigi að vera fríðaður og heilagur árið um kríng, hélt hinn áfram. Rökstýðja þeir mál sitt mpð því, að hrafninn sé þjóðlegur fugl auk þess scm hann sé snöggtum gáfaðri en höfundar teðs frumvarps. I viðbót sé hann ekki af ránfuglaættinni, öllu heldur í frænd- seiúj við hænsni, jafnvel grátittlínga. Þaráofan myndu slík lög ef sámþykkt yrðu baka ríkissjóíi ábyrgðarlaus útgjöld, sem tlcjrf yrðu jöfnuð með .öðru en nýjum álögum á þjóðina. Hvað um það, sagði Jón. Helvískur hrafninn má missa sig. L’g er á móti stjórninni. Ég held mönnum sé það ekki of gott «ð hafa eitthvað uppúr því að sálga fiðhrfénaði af þessu tagi. Þegar hér var komið var lögð hönd á öxl Jóns, og mannper- sóna laut að honum og kvað ekki heimilt að sitja með höf- uðgagn á kolli á þessum stað, þaráofan væri ekki leyfilegt að vora með orðaskak á meðan þíngmenn héldu ræður, Viltu ekki að ég taki líka af mér skóna? spurði Jósi snöggur tippá lagið. Og í fullri einlægni sagt, ljúfurinn, þá finnst mér það meinlaust að rumska obbolítið við þeim, þessum amlóðum þarna í neðra. Þarsem Jón gerði sig líklegan til þess að hrófla við hatti sín- um, togaði mannpersóna þessi í handlegg lians og lét Jón fljót- Iega tilleiðast að fylgja eftir, því hann sá framá að þarna intndi leiðigjöm seta til leingdar. Rjátlaði hann niður til neðri talarkynna liússi.ns og spurðist fyrir um þíngmann Fjaröa- faýslu. því ólíklega léti hann sig vanta þegar um þvílíkt stór- mál væri að ræða, en einginn hafði orðið hans vár í þessu húsi á þessum degi. Og er Jón tvísteig þarna barst óvænt kvennmaður í fáng hans, afleiðíng þess að bóndinn gáði ekki að víkja til hliðar í tíma. Konan varð snöggvast andstutt við þessi sviplegu atlot og átti það eftilvill sinn þátt í , að hún kom ekki skjótt fyrir sig orði, *n augnaráð hennar spáði ekki góðu fyrir bóndann, en Jóni í, Sérhver maður er skyldur áð varðveita heilbrigði sína eins og honum er framast u.nnt, ekki aðeisis með tilliti til sjálfs sín heldur einnig vegna allra þeirra sem beint eða óbeint koma ella til méð að líða af því. Ottar Lisigjerde. Iþróttastarfið verður að ná ennþá lengra en til heilbrigðis- og menningarlegra verkefna. Hin þjóðfélagslegu verkefni eiga að fullkömna hin heilbrigð islegu og menningarlegu verlc. Hið þjóðfélagslega starf, er í því fólgið að fá'alta þjóðfélags- hópa og stéttir í íþróttalífið, og gefa þeim tækifæri til að njóta fullkomlega þeirra verð- mæta, sem íþróttirnar geta veitt. Iþróttirnar verða að fjar- lægja ástæðurnar til þess að sumir þjóðfélagsþegnar geta ekki notið gleði af íþróttum á sama hátt og aðrir. Það sem gefur íþróttúnum mest gildi er það að þær skapa heilbrigði, félagslyndi, dægrastyttingu og fullnægja keppnislöngun. Vilj- andi eða óviljandi leitum við öll slíkra vhrðmæta, en það geta aðeins fáir fundið þetta í keppnisíþróttunum, sem stefna að meistarastigum og metum, og sem krefjast langtum meira en venjulegrar líkamsfærni. Ef íþróttasamtökin leggja einhliða rækt við iþróttastjörnurnar, mun . hinn mikli fjöldi standa álengdar aðeins sem áhorfandi, eða finna sér nýjar lciðir. Það er þetta sem hefur átt sér stað með ,,firma“ iþróttunum. Það er skemmtilegt dæmi um hvern- ig nýjar íþróttastefnur koma fram. Bak við þá mörgu sem taka þ^tt í keppni standa ennþá stærri hópar, sem ekki starfa að skapandi velferðarmálum íþróttanna. Þeir hafa sömu þörf fyrir íþróttir og sömu löngun, og þeir sem þegar eru komnir í fullt starf. Þörfin og þráin eykst, en það er árang- ur af áróðri fyrir íþróttinni. Þeir hafa orðið efcir íþrótta- lega séð, og finna enga löog- un til að sýna vanmátt sinn í samanburði við þá sem hafa langa íþróttarejmslu að baki. Það er ef til vill ekki rúm fyr- ir þá á íþróttasvæði.nu, sem ekki er byggt með það fyrir augum að fullnægja kröfum fjöldans. Þetta aýja áhugafólk, sem fjölgar dag frá degi, vill byrja í leik útaf fyrir sig, og slíkt framtak er gleðilegt merki um sterka þjóðfélagsaukningu og kraft. ,,Firma“-íþróttir hafa í sér fólgnar alla góða eiginleika íþrótta. Þær veita þeilbrigði, dægrastytting o þroska félagslyndi, og full- nægja keppnislönguninni, enda þótt keppnisafrekin séu ekki eins mikil og hjá æfðu keppnisfólki. — Þátttakand- inn finnur sama sigurstoltið er hann stekkur 1,60 m í firma- keppni og sá sem stekkur 1.90 í stórkeppni. Ef til vill er sig- urgleðin meiri fyrir þann sem stökk 1,60. því þessi tilfinning er ný fyrir hann. (Or bókinni Streiftog gje.nnem Idrættens Ide- Verden). Vikisigvann norsku Mkar- Um s'ðustu helgi fór frp-n á Ullevál-ve’Ii í Osló úrslitaleik- urinn í bikarkeppninni norsku, og áttust *þar við Víking frá Stafangri og Lilleström Sports- klub. Var leikurinn nokkuð jafn og múnaði aðeins einu marki, því að Víking vann með 2:1 (1:0). Áhorfendur voru 31 þúsund. Þetta er í fyrsta sinn sem Vík- ing vinnur þe.nnaa meistaratitil. AusSuriíki — Ungvsrja- land. Júgóslavía — Ansí- urríki. Austurríkismenn hafa ákveð- ið að heyja landsleiki í knatt- spyrnu við Ungverja á næsta vori og við Júgóslava að hausti. Eiga leikirnir að fara fram í Vín. Tveir aðrir leikir eru ráð- gerðir við Vesturþýzkaland og Svíþjóð. Svíar kepptu síðast við Austurríkismeon í Vín í nóv. 1948 og topuðu 2:1. 20 AuMMrríhismeBMi iara til Falnm m$ Are Háðizf á gamalmenni Framhald af 1. siðu. aðargreiðslu, nema um lágar upphæðir sé að ræða. Hinsvegar getur Trygginga- stofnunin skki hjá því komizt, eins og ljóst er af framansögðu, að verða við kröfu tollstjórans, og hefir oss því hugsazí að haga endurinnheimtu gjaldanna þann- ig, að draga frá næstu desem- bergreiðslu gjaldaupphæðir að 50 króum. Upphæðir frá 50—200 kr. dragist með jöfnum afbörg- unum frá á mánuðunum okt. til des. vfirstandandi árs. Sé um að ræða hærri upphæð teljum vér rétt að viðkomandi kæmi til við- ta's í almannatryggingaumboði voru í Sjúkrasamlaginu og semji þar um hvernig greiðslu eftir- stöðvanna skuli hagað. Gjaldaupphæð sú sem greidd / hefur verið yðar vegna nemur kr.. . . Tryggjngastofnun ríkisins ZÓDhoniías Pétursson". Austurríkismenn hafa þegar lokið fyrsta námskeiði sínu fyrir HM-skíðamótið í Falum og Áre. Hvorki meira né minna en 41 þátttakandi, konur og karlar, voru í 8 daga á nám- skeiði þessu við íþróttaskóla.nn, Obertraum. Allir beztu skíða- menn Austurríkis voru þar nema Christian Pravda, sem er í Bandaríkjunum, og Trudé Klocker, sem er við íþróttanám, en hún vann þrjá meistaratitla s. 1. vetur. Ákveðið hefur ver- ið að senda 7 karla og 6 kon- ur til Áre en 4 stökkvara, 2 göngumenn og einn eða tvo keppendur í tvíkeppni, göngu og stökki. Gert er ráð fyrir að Josef Bradl keppi í stökkum, þó að hann sé orðinn 34 ára gamall. Nöfn eins og Otmar Schneid- er, Andreas Molter, Christian Pravda, Walter Schuster úr hópi karla og Trud.e Kloéker, Máhringer og Zotte Brattl eru heimsþekkt meðal skíðamanna, og þau eru talin líkleg til aö láta til sín heyra á HM-keppn- inni í vetur. Nýjar þjálfunaraðférðir. 1 haust hafa verið teknar upp nýjar æfingar og þjálfunar aðferðir fyrir þátttakendur í svigi og bruni, þar sem þeir eru látnir nota gönguskíði. VICTOR BARNA uagv.-enski borðtennisleikar’nn, sem unnið hefur a.m.k. 15 heimsmeistara- mót, hefur ákveðið að hætta allri keppni að loknu heims- meistaramótinu 1954. Barna er nú 42 ára gamall, en þó talinn enn af snjöllustu borðtenn's- leikurum heims. Því er haldið fram að það sé mjög þýðingarmikið fyrir kepp- eadur í þessum greiniun. Not- kun stafanna er líka talin mik- ilsvirði í hinum þröngu hliðum, sem notuð eru nú í svigi. 1 ráði mun að flokkurinn fari fyrst til Noregs og dveljist þar fyrir mótið til að venjast loftslag- inu. Khöfn tapaði 5:1 fyrir landshyggð- Iiiiii Knattspyr.nukeppninni, sem fram fer árlega milli Kaup- mannahafnarúrvals og liðs ut- an af landsbyggðinni í Dan- mörku, er orðinn einn mesti knattspyr.nuviðburður ársins þar í landi. Hefur stundum andað kö’.du milli þessara að- ilja. Hafa þeir utan af lands- byggðinni talið sig oft afskipta á ýmsan hátt.. Siðasta viðureign þessara. liða fór fram í Odense nýlega og lauk með glæsilegum sigri landsbyggðarinnar, 5:1, og í vor unnu þeir einnig. Það er llka áberandi orðið að menn utan Kaupmannahafnar eru. teknir oftar í landsliðið en áð- ur, og þeir scm léku í framlín- unni að þessu sinni höfðu flest- ir leikið í landsliði. Það fór líka svo að vörn Kaupmanna- hafnar mátti sín lítils móti þeim og þó var hinn góði Paul Andersen þar fyrir. Cthrelðið ÞJóðvlljanii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.