Þjóðviljinn - 08.11.1953, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 08.11.1953, Qupperneq 8
S)— ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 8. nóvember 1953 SXFUR UTANGARÐS 33. DAGUR Bóndinn í Bráðagerði Sk'ít með baf, sagði bóndinn. Mig gildir einu hvort maður- -’nn h.iitir ráðherra og er það ekki, eða hann er það án þess að iieita því naini Ég er híngað kominn til þess að tala við ein- hvern, sem á eitthvað undir sór. Komið þér aftur á morgun, sagði maðurinn. í dag eru allir rtjórar og ráðsmenn hættir vinnu fyrir laungu og komnir heim : il kellínga sinna. Það kom fyrir ek’.ci, þótt Jón skírskotaði til þess að hann væri kominn alla leið norðan úr Vegleysusveit til þess að tala við það opinbera, í téðu húsi fyrirfannst ekki svo mikið sem ein undir- tylla af lægstu gráðu svo síðla dags, og ennþá síður þeir sem æðri voru að mannvirðíngu. Hiaut Jón því að hverfa þaðan við svo búið og þótti ferð sín ekki góð. Flaug honum í hug að heim- sækja þíngmann sinn öðru sinni á þessum deg:, en þarsem dags- birta var að hverfa af himni, var hann ekki viss um að rata þvíað í skini náttbirtunnar varð allt annarlegra helduren um dag. Hér lilaut hann einnig að horfast í augu við þann vanda að leita sér gistíngar, því hæpið mundi að treysta á þann náttstað er han í hafði g:st nóttlna áður. Eftir þeim húsakosti að dæma, eem þaraa var samankomin á landsvæði, sem slagaði hátt uppí Bráðagerðislandareignina, þurfti hann tæpast að kvíða því að iiggja úti. En þegar hann tók að þreifa fyrir sér í nærliggj- aftdi húsum um möguleika á gistíngu, varð útkoman önnur. Var jafnvel.ekki örgrannt um, að svör sumra húsráðenda væru styttíngslegri helduren íslenskri gestrisni hæfði. Mltt í þessum vanda mætti Jón fulltrúa stéttar, sem hafði skotið yfir hann skjólshúsi nóttina áður. Heyrðu mig um hálft orð, góðurinn! sagði Jón. Þú getur vænti ég ekki, vísað mér á stað þarsem ég get feingið að vera í nótt? Þessi gullhnappaði fulltrúi réttvisinnar reyndist viðmælandi í betra lagi. Stakk uppá þeim stað er hann nefndi Borgina, < n eftirað hafa virt bóndann fyrir sér, taldi haán þó hæpið að þreifa fyrir sér me.ð slíkt í því húsi, hinsvegar væri ekki úr vogi að reyna á Hernum. Ilvaða lier? spurði Jón. Ég vissi ekki að’við værum í stríði. Eg á við Hjálpræðisher'nn, sagði lögregluþjónninn. Þeir eiga það til að hýsa húsnæðisleysíngja þegar vel liggur á þeim. Jón varð þessum upplýsíngum allshugar feginn. Gaf vel- gerðarmanni sínum í nefið og kvaddi með handarband’. Lög- regluþjónninn sagði honum skilmerkilega til vegar, svo Jóni tókst von bráðar að finna umræddar herbúð’r. Skorti þar ekki á reisn hið ytra. Bar hann upp erindi sitt við konu eina, er hann hitti fijótlega innan -dyra, en þegar hún krafði hann um greiðslu lángt framí tímann tók að fara íllilega um bóndann. Hafði hann'líka fulla ástæðu til tortryggni í peníngasökum vegna nýfeinginnar reynslu í þeim efnum. Lá við sjálft að hann hlypi á dyr, til þess að forðast þriðju féflettínguna á einum sólarhríng, en í sömu andrá kom úngur maður á vettváng. Var andlit hans svo forklárað, að augljóst var að í hugrerufngum hans átti eing’n synd heima. Tókst honum að telja bóndanum hughvarf og samdist með þeim, að Jón greiddi fyrir eina viku framí tímann. Eftirað hafa innt greiðsluna af hendi var honum fylgt til herbergis. Voru tvö rúm þar inni, en annars fátt liús- gagna. Var honum tjáð að í öðru byggi farandsali einn, sem , ætti það til að koma se'nt í háttinn. Jón minntist þess ekki að hafa öðru sinni orðið fegnari að rláta líða úr Lmum. Poka sínum skutlaði hann svo lángt undir rúmið að aðgæslu þurfti til þess að uppgötva hann, en sjálfan sig lagði hann ofaná rúmið strax og hann var einn. Rann honum fljótt í brjóst, því ofaná nauman svefn síðustu nótt, hafði dagurinn ver:ð lýjandi framyfir líkindi. Liðið var á kvöld þegar Jón vaknaði. Stóð þá maður við rúmstokk hans, og var þar kominn úngi maðurinn með synd- lausa andllt’ð. Jóni varð snöggvast felmt við og settist fram- aná, seildist eftir kylli sínum og fékk sér í nefið, átti svo að heita vaknaður. Hvað er þér á höndum, góði ? spurði hann svo. Pdturinn sagðist vona, að hanu misvirti ekki truflunina. Við- hafði nafngiftina bróðir, en Jón brást ókunnuglega við þessari frændsemi. Þú verður að ‘virða mér það til vorkunnar, góðurinn! þó ég kann:st ekki við það, að við séum skyldir. Ég vissi ekki til þess, að pápi sálugi hefði borið niður utan Vegleysusveitar, og allra f-ízt eftirað hann tók að linast til slíkra athafna. Ongi maðurinn sagði að allir væru bræóur og systur í Jesú, allur annar skyldleiki ætti ekki rétt á sér. En erindi hans til þessa lángtaðkomna bróður væri það, að í húsakynnum stofn- 58 menn hafa kastað spjóti yfir 7 0 metra Á þessu sumri hafa orðið miklar framfarir í spjótkasti. Það vakti fádæma undrun þegar Bandaríkjamaðurinn Bud Held kastaði 80,41 m, og áður en keppnistímabilinu lauk kom á- líka ótrúleg frétt um að 20 ára gamall piltur í Póllandi hefði líka kastað yfir 80 m (80,15). Auk þessara tveggja afreks- manna hafa 13 nýir spjótkasíarar bætzt á árinu í hóp þeirra, sem kastað hafa yfir 70 metra. Alls hafa 58 menn kastað spjóti yfir 70 m. Þar eru Finnar langflestir eða 16, enda hafa þeir verið fremsta Þjóð í spjót- kasti um áratugi. Næst kemur Svíþjóð með 10, Bandaríkin 8. Sovétríkin 6, Þýzkaland 4, Pól- land 3, Júgóslavía 2, Noregur 2, Ungverjaland 2, Tékkóslóvakia, Chile, Argentína, Austurríki og Sviss með 1 hyert. Það er athyglisvert að af 20 beztu spjótkösturum ársins eru 4 aðeins 20 ára gamlir, en það eru Egil Eanielssen frá Noregi Janis Sidlo fxá Póllandi, Vainö Kuisma Finnlandi og Janos Kraszna; Ungverjalandi. Vafa- laust er það Pólverjinn Sidlo, er mesta mögúléika hefur til að bæta heimsmetið af þeim sem nefndir hafa verið. Danielsen hef- ur kastað 70,77 m, Krasznai 70,33 m, Vainö Kuisma 70,84 m og á hann vissulega mikið eftir til að bæta met Nikkanens, sem er 78,70 m. Sjálfsagt munu þessir garpar etja kappi á EM í Bern næsta sumar. Ef athuguð er heimsmetaskráin í spjótkasti eru meðal þeirra 18 nafna, sem þar eru skráð eru 14 finnsk nöfn og 3 sænsk. Svi- inn Erik Lemming var fyrsti maðurinn, sem skráður var heimsmethafi, en 1912 kastaði hann 62, 32 m. og það met.stóð í 7 ár, er Finninn Myraa kastaði 66,10 m. Enn liðu 5 ár þar til annar Svij kom til skjaianna og kastaði 66.62 m. Árið 1927 fóru menn alvar’ega að nálgast 70 metrana, er Finn- inn Einu Pcnttila kastaði 69,88 m. Það varð bó Svínn Erik Lundquist sem fvrstur kastaði yfir 70 m í ágúst 1928 (71.09 m). Þessu næst kom hinn glæsilegi Jerill Matti Járvinen, sem bætti hemsmetið hvorki meira né F”amhald á 11. t-íðu Dómaranámskeið í frjáls- um íþróitum Frjálsiþróttadómarafélag R.vík- ur hefur ákveðið að halda dóm- aranámskeið í frjálsiþróttum fyr- ir áhugasama Reykvíkinga og ut- anbæjarmenn, sem vilja starfa að frjálsíþróttamótum. Kennsla hefst -miðvikudaginn 11. þ. m. í skrif stoíu íþróttabandalass Reykja- víkur, Hólatorgi 2. Kennari verð ur Guðmundur Þórarinsson í þróttakennari. — Kennsla er ó- keypis. Væntanlegir þátttakendur gefit sig fram, fyrir þriðjudagskvöld 10. þ. m. við Þórarin Magnús- son, Grettisgötu 28 b, sími 3614 og 7458. KnöHsfjyrniifréftir Finnska landsliðið tapaði fyr- ir Torpedo í Moskva með 3:1. í hálfleik stó'ðu leikar 1:0 Finn um í hag. Ilolland vann Belg'u 3:1 í leik. sem nýlega fór fram í Rotterdam. Frakkland og Egyptaland skildu jöfn 0:0 er þau áttust við í Miðjarðarhafsbikarkeppu- inni nýlega. Franska liðið var miklu betra og áttu margar góðar sóknarlotur, en vörn Egypta var mjög sterk og varð ist öllum áhlaupum. Beztu afrek Svía í frjálsum íþróttum í ár Sænskir frjálsíþróttamenn hafa verið mjög sigursæ’.ir á þessu ári og sigraö öll þau lönd er þeir hafa háð landsleiki við. Hvað snertir beztu afrek í ein- stökum greinum voru afrekin betri í fyrra á 11 greinum. Þess má raunar geta að Rolatid Nils- son keppti ekki með í ár en hann var í Bandaríkjunum í sumar. Hér fer á eftir listi yfir bezta. árangur í hverri grein en tölurnar í svigum sýna. árangurinn frá í fyrra: 100 m. Carlsson, Bránnström, Trollsás 10.7 (10.7). 200 m. Bránnström 21.5 (21.6). 400 m. Wolfbrandt, Brámn- ström, 47,4 (47.6). 800 m. Ekfelt 1.49 (1.50). 1500 m. Sune Karlsson 3.44.2 (3.46.4). 3000 m. Albertsson 8.20.6 (8.16.8). 5000 m. Albertsson 14.15.6 (14.15). 10 000 m. Albertsson 30.42.6 (29.23.S). 110 m. grindhl. Lundberg 14.7 (14.8). 400 m. grmdhl. Eriksen, Ylander 52.2 (52.2). 3000 m. hindrunarhl. Söder- berg 8.58 (8.55.6). Hástökk Nilsson 2.01 (2.02). Stangarstökk Lundberg 4.35 (4.44). Langstökk Pettersson 7.31 (7.28). Þrístökk Norman 15.15 (15.21). Kringlukast Arvidsson 49.36 (52.60). Kúluvarp Nortl. 15.90 (16.64). Spjótkast Bengtsson 71.53 (72.04). Sleggjukast Ringström 54.51 (54.66). Fyrsfa handksiaft- Tékkóslóvakía vann Rúmeníu í forkeppni HM-keppninnar með 1:0. Markið kom í f. hálfleik. Með sigri þessum hefur Tékk- óslóvakía tryggt sér réttinn til keppni í úrslitaviðureign móts- ims næsta ár. Frétflr írá ISÍ Blaðið Dagur á Akureyri hefur sent ÍSÍ 350 krónur t’l lamaða íþróttamanmsins sem honum var þegar afhent. — Er hann mjög þakklátur fyrir gjafirnar og bið. ur að flytja gefendum beztu þakkir. Ævifélagar ÍSÍ eru nú orðn'r 372 að tölu. Þeir sem óska að gerast æviíelagar Sambandsins, eru vinsamlega beðnir að láta skrásetja sig á skrifstofu. ÍSÍ, Amtmannsstíg 1, Reykjavík,- — Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10 til 12, og eltt til fimm. Finnski knattspyrnumaðurinn Lethovirth^, hefur gerzt at- vinnumaður hjá franska félag- inu Rauða stjarnan. Er hann byrjaður æfingar og væntir fé- lagið mikils af honum enda teknískur mjög. Það er aðeins einn erfiðleiki með hann og það er að hann talar aðeins finnsku og rússnesku ,,svo eng- inn getur sagt neitt við hann“, eins og það er orðað. Allir leikmenn sem léku í FI FA — England leiknum fengu til mynja forláta vekjara- ldukku, gullroðaða í knattarlög- un. Chelsea liel'ur boðið Dyna- mo að koma til London næsta vor og keppa þar. Sagt er að boðinu hafi verið tekið og Chel- sea muni fara til Moskva á eftir. í kvöld kl. 8 hefst fyrsta hand- knalt’eiksmótlð á þes.su nýbýrj- aða keppnistímabili, en það er hraðkeppnismöt H, K. R. R. Ei- þetta úk.siáttárkeppni 'og stendur mótið því ekki yfir nema 2 kvöid, í kvöld og mánudags- kvöld. Mótið fer að sjálfsögðu fram í húsi 1 B. R. að Hálogalandi. Verður aðeins keppt í meistara flokki kvenna og karla. I kvennakeppninni verða aðeins tvær sveitir, sigurvegararir frá í fyrra, Fram, og svo Valur. I karlaflokki eru það aftur á móti 8 lið, og keppa fyrri daginn sem hér segir: Fram — Víkingur, Valur — F. H., Ármann ■— K. R. og I. R. — Þróttur. í fyrra vann. Valur þetta mót. Keppt verður eftir hinum nýju reglum þar sem hindrun með örmum er ólögleg. Verður gaman að siá hvernig flokkarnir eru, og hverju þeir lofa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.