Þjóðviljinn - 17.11.1953, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. nóvember 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Samþykktlr Landssambands
Iramlialdsskélakennara uiii
meiftnntuift kennara
MENNTUN KENNAKA
Bygging Kennaraskólans
Fulltrúaþing L. S. F. K. leggur
á það hina mestu áherzlu, að
endurbyggingu Kennaraskóla ís-
lands, sem svo óhæfilega lengi
hefur dregizt úr hömlu, verði
nú hraðað eins og framast er
unnt, og að- allur húsakostur
megi samsvara skynsam1egum
kröfum í náinni framtíð til
kennaramenntunar fyrir allt
skyldunánlsst.'gið. Beinir þingið
þeirrf eindregnu áskorun til
allra hlutaðeigandi aðila að
veita allt sitt liðsinni þessu
mjög svo aðkallandi þjóðmenn-
ingarmáli.
Misræmi
Fulltrúaþinginu er Ijóst, að
við breytingu fræðslulaganrfa í
þá átt, .að barnaprófi lýkur við
13 ára aldur, en skólaskyldu-
stigið nær til 15 ára aldurs, hef-
•ur komið fram misræmi um
réttindj barnakennara annars
vegar og meKintun þá, sem
Kennaraskóli íslands veitir þeim
t. d. í kennsluæfingum hins veg-
ar. Væntir þingið þeSs, að leið-
rétting verði gerð af hlutaðeig-
andi, yfirvöldum á þessu mis-
ræmi svo sem fært er og svo
ifljótt sém verða má. Felur
þingið stjóm sambandsins að
ileggja því máli.lið eftir fremstu
getu.
B-A ðeildin
Fulltrúaþingið telur, ,að nú-
verandi starfsemi B-A deildar
Háskóla íslands sé spor í rétca
átt. en væntir þess að deildinni
verði veitt sem bezt aðstaðr t.1
að fullnægja kröfum um
menntun kennara við gagnfræða-
stigið.
Felur þingið stjórn sambands-
ins að fylgjast áfram með starf-
semi deáldarinnar óg vinna að
eflingu hennar eftir getu.
Námskeið
iFúlltrúaþingið telur brýna
nauðsyn, að árlega séu haldin
námskeið fyrir framhaldsskóla-
kennara, svo að þeir geti þann
veg aukið menntun sína og
fylgzt með nýjungum í kennslu-
greinum. Þingið bendir á vin-
sældir þeirra námskeiða, sem
L'.S.F.K. hefur gengizt fyrir, og
skorar því á fræðslumálastjórn
að beita sér fyrir því, að styrk-
ur til kennaranámskeiða verði
stóraukinn frá bví sem verið
befur.
Heimboð
Fulltrúaþing L. S. F. K. lýsir
ánægju sinni yfir þeim gagn-
ikvæmu heimboðum, sem nú eru
Sækja loii loSir
aEStan
íeymis
hafin milii danskra og íslenzkra
kennára.
Þingið leyfir sér að flytja
sendiherra Dana á íslandi, frú
Bodil Begtrup, sérstakar þakkir
fyrir forgöngu um þetta mál.
FÉLAGSJMÁL OG FLEIRA
Útgáfr.mál
Fulltrúaþing L. S. F. K. ítrek-
ar samþykkt fyrri þinga um
nauðsyn sérstaks tímarits um
uppeldis- og skólamál. Þingið
heitir þvj á alla framhaldsskóla-
kennara að gerast skilvísir á-
skrifendur Menntamála og
stuðla að eflingu ritsins eftir
mætti.
Jafnhliða heimilar þingið
Félagið Iírabba-
meinsvörn
stolnað i Keflavík
á simnudaginn
Keflavík. Frá fréttaritara
Þjóðviljans.
Á sunnudagskvölðið var stofn-
að hér félagið Krabbameinsvörn.
Stofnendur voru 70.
Félag þetta nær yfir Keflavík
og nágrenni. Formaður félagsins
var kosinn Karl G. Magnússon
héraðslæknir og með honum í
stjóm Alfreð Gíslason lögreglu-
stjóri, Bjöm Jónsson sóknar-
prestur, Egill Þorgrímsson skipa-
smiður og Karvel Ögmundsson
útgerðarmaður.
Belgískur aðalsmaður
i söluferð til íslands
Blaðamenn ræddu í gær við
belgískan mann, monsieur de
stjóm sambandsins að gefa út Hemricourt, sem dvalizt hefur
Breytingar á kosningalögunum
fjölritað blað, þar sem rædd séu
félagsmál L. S. F. K., launa- og
kjaramál kennara og fleira, er
snertir hagsmun: þeirra.
Kauptaxti við einka-
kennslu
Fulltrúaþing L. S. F. K. sam-
þykkir eftirfarandi kauptaxta
fyrir framhaidsskólakennar.a við
einkakennslu:
1 nem. kauptaxti stundakennslu,
2 nem. kaupt. st.k. m. 20% álagi
3 — — — — 30% —
4 — — — —- 40% —
5 — o.fl,— — — 50% —
Með „káuptaxta stunda-
kennslu" cr átt við gildandi
laun stundakennara við hvem
skólaflokk skv. reglugerð mennta
málaráðuneytisins, og miðast of-
angreint álag einnig við þau
laun. Hér er einnig gert ráð fyr-
ir, að lengd hverrar kennslu-
stundar sé sú sama og tíðkast
v:ð hvem skólaflokk.
Stjóm L. S. F. K. er heimilt
að reikna út og auglýsa kaup-
taxta í sem nánustu samræmi
við ofangreind ákvæði og með
þeim frávikum, er miða að auð-
veldari framkvæmd.
Yíirlýsing
Samkvæmt ósk stjórnar Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands er mér Ijúft að lýsa þv;
yfir, að framboð mitt til Alþing-
is og þingmennska er algerlega
óháð F. F. S. 1, enda taka þau
samtök ekkí tlokkspólitíska af-
stöðu.
Reykjayik, 16. nóv. 1953.
Gils Guðmundsson.
hér á landi að undanförnu og
Þórhallur Þorgilsson mag. kynnti
sem aðalsmann, kaupsýslumann,
kurnan rithöfund, varaforseta
félagsskapar rithöfunda og vís-
indamanna í Genf og hagfræi-
ing.
M. de Hemricourt kom hingað
til lands fyrst og fremst í sölu-
ferð á vegum Thirion-jámiðnað-
arfyrirtækisins í Bouchout í
Belgíu, en Það i'ramleiðir alls
konar mannvirki, svo sem brýr,
smáskip, tilbúin hús. íslendingar
hafa engin skipti haft við þetta
fyrirtæki fram að þessu, en
hins vegar hefur það selt mikið
af framleiðsluvörum til Suður-
amerikuríkjanna, einkanlega
Chile, Venezuela og Argentínu.
M. de Hemricourt dvaldist í 6V2
ár í Suðurameríku á vegum fyr-
írtækis síns, þar af 3 ár í Argen-
tínu.
M. de Hemricourt hefur feng-
izt allmikið við blaðamennsku
og skrifað tvær bækur. Kaflar
úf annarri þeirra, Eg hef séð
Argentínu Perons, haía birzt í
bandariskum blöðum en bókin
hefur ekki komið út í heild;
handrit hinnar bókarinnar, La
republic des femmes, sem er
skáldsaga úr Parísarlifinu, hef-
ur höfundur sent til keppni um
bókmenntaverðlaun, sem veita á
í maimánuði n. k. og nefnast
Prix inter-allie.
Framhald af 1. síðu
ranglætið. Ef hins vegar flokk-
amir, sem hafa of fáa þing-
menn miðað við fyígi, t. d. Sós-
íalistaflokkurinn, Alþýðuflokkur-
inn og Þjóðvarnarflokkurinn,
neyttu þess að gera kosninga-
bandalag samkvæmt reglum
frumvarpsins yrði það til að
gefa réttlátari útkomu kosning-
anna.
ílialdii komið í för
" Framsóknar
Einar minnti á, að undan-
farna tvo áratugi hefði Sjálfstæð-
isflokkurinn verið fylgjandi
verkalýðsflokkunum um breyt-
ingar á stjórnarskrá og kosn-
ingalögum sem miða að auknu
lýðræði, enda hefði borgarastétt-
in íslenzka átt samleið með
verkalýðnum i því að draga úr
misrétti Því sem kjósendur í
þéttbýli bæjanna hefðu orðið
fyrir. Framsókn hefði streitzt á
móti vegna þess að hún græddi
mest á ranglæti kjördæmaskip-
unarinnar. Nú væri svo komið,
að Sjálfstæðisflokkurinn væri
farinn að byggja vonir sinar um
meirihluta einmitt á ranglæti
núverandi kjördæmaskipunar,
og því væri hann nú kominn í
gamla hlutverk Framsóknar, að
reyna að viðhalda ranglætinu.
)
Fólk'2 þarf að vlta
hvaða stjórn það kýs
Yms ákvæði í frumvarpi AI-
þýðuflokksins gagnrýnd; Einar.
Vatnsgí
Kennarar Vélstjóraskólans og
Stýrimannaskólans hafa óskað
eftir því við bæjarráð að þeim
verði úthlutað svæði austan
Vatnsgeymis íyrir 9 einbýlishús.
Bæjarráð vísaði erindi þessu til
umsagnar samvinnunefndar um
skipulagsmál á fundi sínum 13.
þ.m.
WIiiíikíss af kappi
Frá því að Þjóðviljinn hóf göngu
sína, hefur hann ætíð staðið trú-
lega vörð um hagsmuni vinnandi
fólks. Nægir í
því samban-di
að nefna átta
stunda vinnu-
dag, nýsköpun-
ina, vökulögin á
togurunum og
ótal margt
fleira. ■—Not-
um nú tækifæi--
ið og sýnum
Þjóðviljanum
það i verki að við kunnum að
meta baráttu hans fyrir máistað
alþýðunnar í fortíð og nútíð, með
því að selja og kaupa miða í happ-
drætti Þjóðviljans.
Vinnum af kaþpi, tíminn er stutt-
ur; takmarkið er að enginn miði
verði óseldur 5. desember. •
Jón Þorvaldsson.
Sveinbirni Svein-
fornssym
tónskáldi
reistur bautasteinn
í ágtist s.l. ákvað þáverandi
menntamálaráðherra, Björn Ól-
afsson, .að setja skyldi legstein á
gröf ‘Sveinbjarnar Sveinbjörns-
sonar, tónskálds, en hann hvílir
í kirkjugarðinum við Suðurgötu
í Reykjavík.
Hefur nú verið komið fyrir
stuðlabergssúlu á gröf tónskálds-
ins. Af.stiiypa úr eir af lágmynd,
er RíkarðUr Jónsson gerði af
Sveinbirn: árið 1919 er felld í
súluna oíarlega. Þar. fyrir neðan
er letrað: „Sveinbjörn Svein-
bjömsson, tónskáld. — Ríkis-
stjóm íslands reisti honum stein
þenna.“ .
Ársæll- Magnússon, s.teinsmið-
ur, hefur höggvið á steininn og
fellt í hann myndina, en Sigur-
björn Þorkelsson forstjóri kirkju-
garðanna, útvegaði steininn og
sá um verk'ð að öðru leyti.
(Frá menntamálaráðuney.tinu)
Ráteigs-söfimður
íær aínot al hátíðasal
Sjómannaskólans
Með byrjun októbermánaðar
breyttist aðstaða sú, sem söfa-
uður Háteigssóknar hefur haft
í húsi Sjómannaskólans. Þurft'
þá skólinn á því húsnæði að"
halda, sem áður var notað til
safnaðarstarfseminnar. Þar
höfðu farið fram guðsþjónust-
ur safnaðarins, undirbúnings-
tímar fermingarbama, scagæf-
:ngar kirkjukórsins og fundir
safnaðarfélaganna. Þar voru
barnasamkomur svo fjölmenn-
ar, að liúsnæðið rúmaði engan-
veginn þann fjölda sem þær
sótti.
Stjórnendur skólans hafa
sýnt starfinu velvild og góða
fyrirgreiðslu sem þa.kka ber. En
Sjómannaskólinn er eina bygg-
:ngin innan takmarka Háteigs-
sóknar, sem til greina gat lcom-
ið fyrir safnaðarstarfið.
Nú hafa samningar tekizt
um það milli safnaðarnefndar
annarsvegar og viðkomand:
ráðuneytis og stjórnenda Sjó-
mannaskólans hnsvegar, að
Háteigssöfnuður fái afnot af
fyrirhuguðum hátíðasal skól-
ans til bráðabirgða meðan unn-
ið er að byggingu k'rkju fyrir
söfnuðinn. Hefur salur þessi
verið ófullgerður til þessa, en
nú er unnið að viðgerð á hon-
um til bráðabirgða.
Það næði t. d. ekki nokkurri
átt að leyfa kosningabandalög í
einstökum kjördæmum. Ur því
yrði ekki annað en hrossakaup.
Ef það ætti að vinnast, sem mik-
ilvægast væýi, að fólk vissi
þegar það gengur til kosninga
hvers konar stjóm það kysi yfir v-
sig, þyrftu flokkar að gera kosn-
ingabandalög á landsmæli-
kvarða um ákveðna stefnuskrá.
Feluleikurinn með stjómar-
myndanirnar væri orðinn óþol-
andi. Árið 1937 hefði þjóðin
kosið 30 vinstri menn á þing.
Upp úr þeim kosningum kom
þjóðstjórnin, argasfca .afturhalds-
stjórn, sem setið hefur á íslandi.
Árið 1946 .kaus þjóðin s.tefnu ný-
sköpunarstjórnarinnar, móti her-
stöðvum. Árangurinn var sundr-
un nýsköpunarstjómarinnar, ís-
!and flekað í hernaðarbandalag
og amerískar lepþstjórnir settust
að vöidum. Það værf því ekk-
ert smáræði unnið við það að
þjóðin vissi fyrir kosningar
hvaða stjórn hún kysi.
, j átt til aukins réttlætis“
Benti Einar á, að allar breyt-
ingar á kosningalöggjöf og kjör-
dæmaskipan hefði beinzt í þá átt
að draga ur ranglæti einmenn-
ingskjördæmanna. Að því leyti
sem þetta frumvarp Alþýðu-
flokksins um kosningabandalög
gæfi möguleika á réttlátari út-
komu kosninga stefndi það í
rétta átt, enda þótt það gæti
einnig orðið til þess áð skapa
rangláta útkomu. Taldi Einar
frumvarpið fyliilega þess virði
að það væri vel athugað og
vildi eindregið eiga hlut að því
að það fengi að halda áfram.
sm
KVIKItlYnDIR
Trípólíbíó.
Auschwitzfangabúðirnar.
(Pólsk)
Nú þegar stríðsóðir auðmenn1
undirbúa Evrópuher af ofurkappi
er mönnum hollt að sjá þessa
pólsku mynd. Auðvitað sýnir hún
aðeins brotabrot þeirra glæpa
sem fasistarnir drýgðu gegn mann
kyninu á sínum tíma, og munu
drýgja eins lengi og friðsamur
almenningur tekur ekki höndum
siiraan gegn þessum ófögnuði.
Það er auðséð að hér hafa
glöggir menn og nákunnugir um
vélt. M. a. verður manni það
ljósfr að nazistarnir' drápu ekki
fólk af mannvonsku einskærrr
heldur til að ná tangarhaldi á
eignum þeirra. Hlutverkaskipun
og "kvikmyndun er'með afburðum.
Mést áherzla er lögð á að sýna
hinu naínlausa múg enda fjölda-
senurnar margar manni hvað hug
stæðastar. Enda var hlutverkaval-
inu skörinn sá stakkur.
Þið megið aldrei láta Aus-
chwitz endurtaka sig! Þetta eru.
lokaorð kvikmyndarinnar. — Þau
vísa veginn fram.
Örn.
Tjarnarbíó:
Sá hlær bezt sem síðast hlær.
(Brezk)
Ef til vffl er full seint að geta
þessarar myndar að nokkru. En
ég vona hún verði sýnd sem
léngst. Hún er wjllum til sannrar
ánægju.
Öra
--------------------------------\
Nokkrar ódýrar kápnr
úr vönduöu efni og nokkrir stórir peysufataswagg-
erar til sölu meö tækifærisveröi. Upplýsingar
í síma 5982.