Þjóðviljinn - 17.11.1953, Blaðsíða 6
G) — ÞJÓÐVILJINN — Þrðjudagur 17. nóvember 1953
þiófiviyiNii
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sóslalistaflokkurlnn.
Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Slgurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-"
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig.
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
V _______________________________«_✓
Afrek „sameiningartáknsinsu
Af sínu alkunna lítillæti hefur blað Þjóðvarnarflokks-
ins nýlega komizt svo að orði að söfnuöur Valdimars
Jóhannssonar og Bergs Sigurbjörnssonar hafi því mik-
ilvæga hlutverki að gegna í íslenzkum stjórnmálum að
vera „sameiningartákn vinstri aflanna í landinu“.
Þessi fullyrðing er vissulega þess virði að á hana sé
varpað kastljósi þeirrar reynslu sem fengizt hefur af
starfsemi safnaðarins frá því hann hóf opinber stjórn-
málaafskipti og fram til þessa dags.
Þegar hinn stutti ferill Þjóðvarnarflokksins er athug-
aður koma eftirfarandi afrek í ljós:
Fyrsta afrek flokksins var að hindra samstöðu allra
hernámsandstæðinga í alþingiskosningunum á sl. sumri.
T þess stað tók flokkurinn að sér þaö hlutverk fyrir aft-
urhaldið og hernámsflokkana að sundra þeim íslending-
cm sem andvígir eru hernáminu og veikja þannig bar-
áttumátt þeirrar fylkingar sem staðiö hafði saman og
baldiö hátt á lofti merki íslenzka málstaðarins gegn á-
sælni amerísku heimsvaldasinnanna og agenta þeirra
í hernámsflokkunum.
Annað afrek Þjóðvarnarflokksins var að hindra kosn-
:ngu allra hernámsandstæðinga í nefndir alþingis með
nví aö neita samvinnu við Sósíalistaflokkinn nema einn
af hernámsflokkunum yrði með í samvinnunni!
Þriðja og síðasta afrekið sem flokkur Valdimars og
Bergs hefur unnið á hinum stutta ferli sínum er aö beita
sér gegn því á alþingi, aö auknar yröu tekjur bæjarfé-
iaganna meö því að afhenda þeim hluta af söluskatt-
inum meöan hann varir sem tekjustofn. Stóö helming-
ur flokksins (Gils) fast við hlið Eysteins í málinu en
hinn helmingurinn (Bergur) var skoöanalaus og sat hjá!
Af þessum þremur höfuöafrekum Þjóðvarnarflokksins
er augljóst hve málgagn flokksins skýtur fram hjá mark-
inu þegar það gefur honum þá einkunn að hann sé
„sameiningartákn vinstri aflanna“. Hitt er sönnu nær
að söfnuöur Valdimars Jóhannsson og Bergs Sigurbjörns-
sonar hafi reynst hernámsflokkunum hið þarfasta þing,
enda kunna þeir vel að meta þaö gagn sem hann hefur
unnið þeim fram aö þessu.
En afrekaskrá Þjóövarnarflokksins ætti aö geta orðiö
öllum heiðarlegum andstæðingum hernáms og aftur-
halds, sem kunna að hafa bundið einhverjar vonir við
þessa flokksstofnun, skýr bending um hvert starfsemi
hans leiðir. Hún er bein aöstoð við þau þjóöfjandsamlegu
öfl sem kallaö hafa hernámið og spillingu þess yfir þjóð-
ina og sáu fram á vaxandi andstöðu gegn því og aukna
möguleika á sameiningu allra þeirra afla sem opin hafa
augu fyrir þeim geigvænlegu hættum sem langvarandi
hernám boðar fámennri þjóð eins og íslendingum.
Leiðin til sigurs fyrir hernámsandstæðinga er vissu-
lega ekki stofnun nýs flokks og þar með aukin sundrung
j rööum þeirra. Það er sú leiö sém,,sameiningartáknið“
hefur valiö og vísar þjóðinni. Leiöin til sigursællar bar-
áttu er sú sem AndsDyrnuhreyfingin hefur varöað: sam-
eining allra þeirra íslendinga, hvar sem þeir standa í
flokki og hvað sem annars ber í milli, sem vilja af heil-
um hug berjast gegn hinu ameríska hernámi en fyrir
hlutleysi og friðhelgi landsins.
Þetta er leiöin sem þjóöin verður aö fara vilji hún bera
sigur úr býtum í átökunum við ágengni Bandaríkjanna
og agenta þess í hernámsflokkunum. Sundrungarboð-
skapur Þjóðvarnarflokksins er því augljós og óumdeilan-
’eg aðstoö viö þau öfl sem fjandsamleg eru íslenzka mál-
staðnum. Og hafi einhver verið í vafa um tilganginn með
stofnuij ÞjóÖvarnarflokksins tekur afrekaskráin af öll
tvímæli. ,,SameiningartákniÖ“ hefup í engu brugðist
þeim vonum sem við það voru tengdar af afturhaldinu
og hemámsflokkunum.
Baráttueining verkalýðsins er
leiðin til bjartari Iramtiðar
Opið bréf til allra verkalýðsfélaga og allra verkamaima,
utan Alþjóðasambaeds Verkalýðsfélaganna
Kæru bræður.
í októbermánuði' 1953 gerðist
einn <af merkarí viðburðum í
þróunarsögu verkalýðshreyf-
ingarinnar. I anda einingar og
bræðralags sátu 819 fulltrúar,
frá 79 löndum Þriðja þing Al-
þjóðasambands Verkalýðsfélag-
anna, í Vínarborg. 342 þe&s-ara
fulltrúa voru frá verkalýðs-
samtökum utan Alþjóðasam-
bandsins. Sameiginlega lýstu
þeir kröfum og vonum verka-
lýðsins um betri lífskjör, lýð-
ræði og frið.
Jafnhliða því að vera full-
trúar samtaka af ýmsu þjóð-
erni, með margvísleg alþjóðleg
tengsl, voru fulltrúamir á
þriðja þinginu af ýmsum kyn-
þáttum, með óskyldar trúar-
skoðanir og pólitísk viðhorf.
Fjöldi fulltrúanna var valinn
af verkamönnunum á vinnu- *
stöðunum og komu þannig
beint úr framleiðslunni.
Þessi breiði grundvöllur er
fulltrúarnir voru valdir á,
gerði þinginu mögulegt að
túlka skoðanir hins almenna
verkamanns um viða veröld.
Þingið varð með þessum hætti
bæði fjöldasamkoma og ein-
ingarþing hinna sundurleitustu
samtaka. Þingið var sammála
um, að í nýlendunum, hálfný-
lendunum og einnig í löndum
auðvaldsins, færu raunveruleg
laun lækkandi, almannatrvgg-
ingar væru ófullnægjandi, og
atvinnuleysi væri ýmist skollið
á eða ógnaði afkomu verka-
lýðsins, en jafnhliða sívaxandi
árásir á réttindi verkalýðs-
samtakanna og almenn lýðrétt-
indi. Ófriðarhættan ógnar öllu
mannkyni. Hver heiðarlegur
maður og kona hlýtur að játa
að þetta er rétt lýsing á ásland-
inu.
Gegn þessu ástandi var þing-
ið einhuga. Það var algerlega
einhu^a um að ekkert nema
baráttue.'ning verkalýðsins,
hvar í samtökunum sem hann
stæði. gæti breytt þessu til
batnaðar, hækkað launin, skap-
að alþjóðlega samvinnu og
tryggt frið og ’þjóðlegt sjált-
stæði. Þessi skoðun er byggð á
reynslu verkalýðsins er hefur
-sannað afi þar sem eining næst
í baráttúnni ber hún árangur.
Ef þessi reynsla hinna e:n-
stöku sambanda gæti orðið til
þess að skapa alþjóðlega ein-
ingu verkalýðsins, myndi ekk-
ert geta hindrað sókn hans.
Vegna þess að einn aðal
hyrningarsteinn Alþjóðasam-
bands Verkalýðsfélaganna,
(WiFTU) er einingin, hefur
það hvað eftir annað snúið sér
til Aiþjóðasambands frjálsra
verkalýðsf'élaga (ICFTU) og
Alþjóðasambands kristilegra
•verkalýðsfélaga (ICCT)), með
tllboð um samstarf og sam-
vinnu að hagsmunamálum
verkaiý‘úins, en forysta ICFTU
hefur, á mjög móðgandi hátt,
hafnað öllu samstarfi. Þessi af-
staða ICFTU verður aðeins
skýrð út frá þeim áhrifum er
amerísku samböndin AFL og
CIO hafa á stefnu ICFTU, en
þau stefna sem kunnugt er að
því að sveigja verkalýðshreyf-
inguna undir áhrif stórkapí-
talistanna og stefnu Banda-
ríkjastjómar.
En við viljum ekki trúa þvi
að verkalýðssamtök eins og
TUC i Bretiandi, eða verkalýðs-
samtök Norðurlandanna, því
síður verkalýðssamtök ný-
lendnanna láti beygja sig und-
ir ok þessarar stefnu. Við trú-
um því ekki að verkalýðssam-
tök með langa baráttusögu að
baki láti svínbeygja sig undir
óskir og vilja amerísku imperi-
alistanna, og við trúum því
heldur ekki að heiðariegir
leiðtogar verkalýðssamtakanna
horfi á það aðgerðarlausir að
traðkað sé á hagsmunum
verkalýðsins og samtakafrelsi
hans skert.
Þriðja þing Alþjóðasam-
bandsins hefur Ijóslega sýnt að
fyrir hendi er grundvöllur að
baráttueiningu verkalýðsins, að
verkalýðssamtök með mismun-
andi skoðanir geta starfað sam-
an án þess að sjálfsákvörðunar-
réttur þeirra sé i nokkru skert-
ur.
Það er vegna þess að við
■höfum óbifandi trú á einlægni
verkalýðsins, að við snúum
okkur, í þessu bréfi, til ein-
staklinga og samtaka innan
hinna alþjóðasambandanna.
Þess vegna, í hvaða landi sem
þið eruð, í hvaða héraði, verk-
•smiðju eða félagi, starfið sam-
an eins og bræður án tillits til
mismunandi þjóðei-nis, kyn-
þáttar, trúar eða póltískra
skoðana. Standið sameinaðir
gegn sundrungaröflunum, en
berjist sameiginlega fyrir
bættum lífskjörum, fyrir rétti
verkalýðssamtakanna og al-
mennum lýðréttindum og fyrir
friði.
Berjizt sameiginiega fyrír
alþjóðlegri baráttueiningu
verkalýðsins og bindið enda á
þá sundrung er ríkt hefur hin
síðari árin. Alþjóðleg baráttu-
eining getur og mun leiða til
mikilia sigra í hagsmunabaráttu
verkalýðsns og skapa aukið
bróðurþel milli þjóðanna.
Baráttueining verkalýðsins
er leiðin til bjartari framtíðar.
Vin, 21. okt. 1953,
Guiseppi Di Vittorio
forseti WFTU.
Louis Sail ant
aðalritari WFTU.
w9 5J.
bl( DVII ] NN
Vinnin! *ar:
1. Dagrtofuhúsgögn kr. 15.000,00
2. Svefrherbergishúsgögn . . . . kr. 10.500,00
3. Ijtvprpsgrammifónn kr. 9.000,00
4 Stoíuskápur kr. 7.200,00
5. Hrarivél kr. 2.000,00
6 Ryksuga kr. 1.500,00
7. Myndavél kr. 1.600,00
00 X *-«• «-t- << o> 1.500,00
9. ReU'Ljól 1.200,00
10. íslevd'ngasögur 500,00
Samtals kr. 50.000,00
Kaupið miða strax!