Þjóðviljinn - 17.11.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.11.1953, Blaðsíða 7
Eyjólfur Árnason: frá Leninqro Þriðjudagur 17. nóvember 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 „150 þúsund sprenífikúlur og 107 þúsund sprengjur féllu á borgina" í styrjöldinni. íslendingar hafa aftur, góðu heilli, tekið upp verzlunarvið- skipti. við Sovétríkin. íslenzk skip heimsækja rússneskar hafnarborgir, einkum Lenin- grad. Af þessum ástæðum hefi ég tínt saman lítilsháttar fróð- leik um þessa merkilegu og söguríku borg og boðið Þjóðvilj- anum til birtingar. Laust fyrir hádegi þann 24. ágúst í ár komum við hjónin til Leningrad með næturlestinni frá Moskvu. Leningrad heilsaði okkur með yndislegu veðri, sól- skini og hlýju, en undanfarna daga hafði verið þar rigninga- samt og kaldi. Haustið hefur göngu sína um þessar slóðir í lok ágústmánaðar rheð rigning- um, stormum og þoku, ekki ó- svipað íslenzkum haustveðrum. Við vorum veðurheppin. í Len- ingrad vorar að jafnaði í byrj- un apríl, getur þó gengið á ýmsu, jafnvel snjókomu í maí, eins og hjá okkur. Heiðskírir og heitir sumardagar munu vera taldir um 150 og hiti getur snögglækkað úr 25 stigum í 5 stig. í ágústlok kemur haustið og veturinn í nóvember. Vetr- arfrost fara sjaldan fram úr 25 stigum og í vestanátt eru oft lítil frost. Fljótin eru ísilögð allt að sex mánuði úr árinu. Leningrad er viðlíka eða aðeins norðar á hnettinum en Osló. Leningrad 250 ára. Leningrad átti merkisafmæli í ár. Þann 27. maí varð hún 250 ára. Þennan dag árið 1703 lagði Pétur I. rússakeisari hornstein að kastalabyggingu á ey einni í mynni Nevu-fljótsins. Það var hornsteinn að Péturs-Páls-kast- alanum, sem stendur á norður- bakka Stóru-Nevu og kunnastur er fyrir fangelsi það, er margir beztu synir Rússlands og bylt- ingasinnar hafa gist. Á syðri bakkanum, gegnt kastalanum, byggði hann skipasmíðastöð, þar se’m síðar varð miðstöð flota- stjórnarinnar (Admiralsteistvo). Þaðan lét hann ryðja veg í gegnum skóginn til Nevski klaustursins, sem lá ofar við fljótið og var í sambandi yið gömlu verzlunarleiðina til Nov- gorod. Þessi gata hlaut nafnið Nevski-prospekt og er svo til jafn gömul borginni. Hún er 4.5 km. á lengd og ennþá aðalgata borgarinnar. Við hana standa margar hallir, kirkjur og verzl- unarbyggingar gerðar af fær- ustu byggingarmeisturum Rússa á 18. og 19 öldinni. Frá dögum Péturs og fram til 1918 var Len- ingrad (áður St. Pétursborg) nær óslitið höfuðborg Rússlands (1712—1725 og 1730—1918). Leningrad á mikla og merki- lega sögu, götur og byggingar kalla fram myndir af viðburð- um liðinna tíma. Ég hygg að fá- ar borgir eigi flciri söfn eða sögustaði. En fyrst og fremst er hún þó eitt stórt safn endur- minninga um verkalýðsbyting- una 1917. Þar var vagga bylting- arinnar. Þaðan var byltingin skipulögð og leidd til sig- urs undir öruggri og snjallri forustu Leníns. Sá sem er kunnugur byltingarsögunni, getur rifjað upp * viðburð- ina með því að ganga um Nevski, fara til Vetrarhallarinn- ar, Smolni, heimsækja beitiskip- ið Áróra o. s- frv., að byltingar- safninu ógleymdú, en þar fyrir dyrum úti stendur brynreið sú, sem Lenín hafði að ræoupalli og ávarpaði verkalýð Pétursborgar eftir heimkomuna úr útlegðinni í apríl 1917. ^ Borgin var umsetin í 900 daga. í síðustu heimsstyrjöld var Leningrad umsetin af Þjóðverj- um í 900 daga. Þeir réðust fyrst á hana í júlí 1941, umkringdu hana frá því í september 1941 þar til í janúar 1943, og voru hraktir á burt að fullu í janúar 1944. Hiller stefndi 44 herfylkj- um að borginni og var svo viss um sigur, að herstjórnin hafði útnefnt lögreglulið, til þess að koma á „lögum og reglu" í borg- inni eftir sigurinn. í því liði var enginn styttri en 180 sm. og átti það að sanna „yfirburði þýzka kynstofnsins." Þjóðverjar komust að borgar- hliðunum og ekki lengra. í þeirri sókn misstu þeir um hálfa milljón inanna. Þeir sóttu her- deildir Mansteins til Krím. Þær höfðu reynsluna frá umsátrinu um Sevastopol, en ekkert dugði. í október 1942 reyndu þeir að rjúfa samgönguleiðina, sem borgarbúar höfðú yfir vötnin, en einnig það mistókst. Lenin- grad varð ekki sigruð, en íbú- arnir urðu að færa miklar fórn- ir. 150 þúsund sprengikúlur og 107 þúsund sprengjur féllu á borgina. Hundruð þúsunda borgartbúa féllu eða dóu úr hungri og kulda. Skotgrafir lágu um borgina þvera og endilanga, húsin voru vélbyssuhreiður. Brauðskammturinn komst niður í 125 grömm, rafmagns- og vatnsleiðslur voru í ólagi. 28. október 1942 var bardaginn um borgina harðastur. Þann dag lék fílharmoniska hljómsveitin í Leníngrad 5. simfóníu Tsjai- kovskís fyrir enska útvarpið. Meðan á hljómleikunum stóð særðust tveir hljómsveitarmenn af sprengjubrotum. Um þetta leyti sarndi Sjostakovitsj sína frægu „Leningradsinfoníu.“ Við lögðum leið okkar sunn- anvert við Finnska flóann til Peterhof. Á þeirri leið, skammt £>’rir veátan borgarhliðið, er þýzkur bryndreki og beinir fall- byssunni að borginni. Þangað komust Þjóðverjar lengst. Manni virðist ótrúlegt, að þeir skyldu ekki komast spölinn, sem eftir var, yfir slétt og torfæru- laust land. Ibúarnir gerðu borgina að ó- vinnandi virki í styrjöldinni. Sú hetjulega vörn verður ekki skýrð á herfræðilega vísu. Þeir voru að verja fæðingarborg byltingarinnar, helgasta staðinn í minningu Sovétþjóðanna. '$r Borgin hefur risið upp að nýju, fegurri en áður. Mikill hluti Leníngrad, jafn- vel heil borgarhverfi, voru í rústum eftir stríðið, varla nokk- urt hús óskemmt og þorp og byggingar í nágrenni borgarinn- ar gereydd- Frá þvi borgin losnaði úr um- sátri eru liðin tæp 10 ár. Hvernig er þar umhorfs núna? Er ekki mikið um rústir ennþá, svipað og í mörgum stríðshrjáðum borgum Vestur-Evrópu? Menjar styrjaldarinnar sjást varla í borginni sjálfri. Endur- byggingu borgarinnar og iðnað- arins hefur verið hraðað svo, að teljast verður ótrúlegt. Meir en 2 milljónir fermetra í íbúðar- fleti hefur verið nýbyggt og endurreist. Suðurhluti borgar- innar hefur verið endurskipu- lagður. Að þjóðyeginum til Moskva hefur verið byggð 10 km löng gata (bulevard), sem heitir Stalín-prospekt. Verður það mesta og fallegasta gata borgarinnar. Fram með henni rísa nýjar stórbyggingar á báða vegu, en gamlar eru endurnýj- aðar og breytt. Tré eru gróður- sett fram með götunni endi- langri báðum megin. Njl íbúðarhverfi hafa risið upp eftir striðið, þau gömlu verið endurbyggð hagkvæmari og þægilegri til íbúðar en áður, öll með nýtísku þægindum. Skólar voru margir í rústum. Nú er kennt í 400 skólabygging- um, þar af eru 17 nýjar. Verið er að ljúka við nýja íþróttastöð (Kirov-stadion), sem tekur rösk lega 80 þúsund í sæti. Sú, sem fyrir var, evðilagðist í stríðinu og er enn í rústum, en byrjað er að byggja hana upp aftur. Sögulegar mérkisbyggingar eru endurbyggðar og víðgerðar, svo að þær líta út nákvæmlega eins og áður- Mun því verki að mestu eða öllu lokið innan borgarinn- ár en ekki ennþá í nágrenni hennar. Það er ætlunin að hita borg- ina með jarðgasi. Fyrir stríð höfðu aðeins 25 þús. íbúðir gas, nú 140 þús. Sex hverfi hafa fengið gas til fullra afnota. Hitaleiðslur eru m. a. lagðar eftir botni Nevu. Hver hitunar- stöð miðlar stóru húsahverfi. A síðasta ári voru reistar hit- unarstöðvar fyrir jafnmörg hús og öll árin fyrir styrjöldina. Síðan stríðinu lauk er búið að malbika 4.5 millj. metra af göt- um og strætum og endurbæta þær að öðru ley.ti. Stór svæði hafa verið tekin undir lysti- garða og þeir gömlu stækkaðir. Einkum er Kirov-menningar- garðurinn stórglæsilegur. Á þessum árum hafa verið gró.ð- ursett yfir 2 millj. trjáa og 4.5 millj. runna í borginni. Strætis- vagnar hafa 2-3-faIdazt og leigu bílar 4-faldazt. Byrjað er að byggja neðanjarðarbraut, en það er tækniiega mjög erfitt verk, því segja má að borgin sé byggð á mýri. I borginni eru nú starfandi um 60 menningarhallir og 13 há- skólar með yfir 12 þúsund stúd- enta, þar af helmingur stulkur. í ár er 940 millj. rúblna varið til íbúðarbygginga, samgangna og menningar- og íþrótta- og há- skólabygginga. Fyrir stríþ var íbúatala borg- arinnar oi’ðin rúmar 3 millj. Nú mun hún vera yfir fjórar. Hún gengur næst Moskvu sem iðnað- ar- og menningarmiðstöð í Sov- étríkjunum og er helzta hafnar- borg þeirra. • Leningrad hefur ávallt verið talin meðal fegúrstú bórga heims. Nú getur þar að líta í bróðurlegu samfé'agi nýj.ustu byggingarlist Sovétrikjanna cg klassiskar byggingar 18. og 19. aldarinnar, margar hverjar hin fegurstu listaverk. Eg hef nokkrum sinnum áður komið til Leningrad og' stanzað örfáa daga. Síðan eru rúm 20 ár. í þetta skipti fórum við. víða um borgina og nágrenni hennar, auk þess sem við heimsóttum. nokkra merka sögustaði. Á borginni hafa orðið miklar breytingar, en minnstar um mið- bik hennar. Þó hefur t. d. Nevski-prospekt tekið all mikl- um stakkaskiptum. Sporvagna- brautir eru horfnar af götunni, færðar út í hhðargötúf. gang- stéttirnar hafa verið breikkaðar um helming og tré gróðursett á Framhald á 11. siðu ) Frá aðalgötu horgarinnar, Nevsky-prospekt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.