Þjóðviljinn - 24.11.1953, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.11.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudagnr 24. nóvember 1953 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Brezkir íhaidsmenn saka Bandaríkin um að ásælast brezka heimsveldið t Bandarisk heimsvaidastefna fordœmd i þingrœðum og ihaldsblöðum i London Svo er nú komiö í Bretlandi aö meira aö segja þing- ugg við heimsókn Eisenhowers menn og' blöð íhaldsflokksins eru farin aö gagnrýna Bandaríkin harölega og þá einkum það atferli banda- riski’a ráöamanna að reyna aö leysa brezka heimsveldið sundur og hirða sjálfir reiturnar. í umræðum um hásætisræðu drottningar' á brezka þinginu í fyrri viku var einum degi var- ið til að ræða utanríkismál. Það sem einkenndi umræðurn- ar var gagnrýni þingmanna úr báðum aðal þingflokkunum á stefnu Bandaríkjanria. Verka- mannaflokksþingmenn sökuðu Bandaríkjastjórn um að úti- loka stórveldafund með því að reka eftir hervæðingu Vestur- Þýzkalands. íhaldsþingmenn réðust á framkomu Bandaríkja- manna gagnvart Bretum. Látlaus sókn gegn heimsveldinu. J. Enosh Powell, íhaldsþing- rnaður frá Wolverhampton, sagði að í áratug hefði stefna Bandaríkjastjórnar látlaust miðað að því að slita sundur og eyðileggja þau bönd, sem binda brezka samveldið og heimsveldið saman. „Við skulum athuga sókn bandarísku heimsvaldastefn- unnar í Miðausturlöndum, þar sem þeir eru að reyna að stökkva okkur á brott“, sagði þingmaðurinn. „Þeir eru að byrja að koma sér upp flotastöð við Suvla flóa á Krít, menn og hergögn frá þeim streyma stöðugt til Malta og þeir eru að koma sér fyrir á Sínaiskaga.“ Reynt að stjaka Bretum fil hliðar. Powell hélt áfram: „Samtím- is því sem Bandaríkin eru að koma sér fyrir í herstöðvum á landi fullvalda ríkja eins og Grikklands og Spánar, láta þau ekki við það sitja að halda að sér höndum heldur hjálpa íAhald er mælir gæði fisks Vísindamenn í vatnslífs-; rannsóknarstofu Max Planck-i stofnunarinnar í Siésvík-Hol- ste-in í Vestur-Þýzkalandi hafa; smíðað rafmagnsáhald, semj hægt er að mæla með riá-i kvæmle.ga, hve nýr veiddur fiskur er. Áhaldið byggist á því, aði fiskurinn leiðir því betur raf- magn því eldri og signari semj hann er. Þekkt vesturþýzk raítækia-; verksmiðja er nú að undir-l ^búa framleiðslu þessá áhalds! í stórum stíl. Það verður eink- um not fyrir það á fiskmörk-i ;; uðum, þar sem oft koma upp! ji deilur um gæði fisks-ins. til við að stjaka okkur á brott frá Súes, herstöð sém yið höf- urn haldið í þágu Bandaríkja- manna jafnt og sjálfra okkar með blóði herliðs heimsveldisins í tveimur heimstyrjöldum.“ Brezkir hetmsveklissinnar gegn bandarískum. Annar ihaldsþingmaður, Jul- ian Amery, vék einnig í um- ræðunum að ágengni Banda- ríkjanna við Bretland. ' Þykja ræður hans og Powells bera vitni vaxandi ug-g hárðsvíruð- ustu heimsveldissinnanna í Ihaldsflokknum yfir útþenslu áhrifasvæðis Bandaríkjanna á kostnað brezka heimsveldisins. Times uin Bandaríkjamenn í Iran. Times, viroulegasta borgara- .blað Bretlands, hefur upp á! síðkastið tekið ao senda Banda- ríkjunum sneiðar fyrir ágengni lið Breta. Til dæmis komst það svo að orði eftir för Her- bert Hoövers jxigra, sonar fyrrverandi forséta Bandaríkj- anaa, til Teheran, að ljóst vffiri að Bandaríkjamenn ætluðu sér meginhlutann af olíuverzlun Ir- ans ef samningar tækjust við nýju stjómina þar. Blaðið bæt- ir við að síðustu þrjú árín hafi „hlutur pundsins í olíuverzlun Miðausturlanda minnkað úr helmingi niður í þriðjung borið saman við dollarinn‘“. Samveldlslönðln tæld frá Brétum. I annarri ritstjórnargrein í síðustu viku ræðir Times um vaxaadi áhrif Bandaríkjamanna á Miðjarðarhafi og í löndunum sem að því liggja. Kemst blað ið að þeirri niðurstöðu að lokið só tveggja alda yfirráðum brezka flotans á Miðjarðarhafi, Bandaríkjamenn hafi stjakað honum til hliðar. Hörðust gagnrýni á yfir- gang Bandaríkjanna við Bret- land kemur þó fram í þeim íhaldsblöðmn, sem eru í eigu Beaverbrooks lávarðar. Til dæmis segir Daily Express að allir sannir unnendur brezka heimsveldisins liljóti að fyllast Bandaríkjaforseta til Kanada. Þar sé rædd hernaðarsamvinna Bandaríkjanna og þessa brezka samveldislands áa þess að Bret- ar séu spurðir ráða eða leyft nærri að koma. Ber blaðið það saman við Kyrraliafsbandalag Ástralíu og Nýja Sjálands við Bandaríkin. Bretlandi hefur verið meinuð þátttaka í því bandalagi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Churchills til að fá inngöngu fyrir það. Kina veitir Kóreu aðstðð Útvarpið í Peking skýrði trá því í -gær að þar hefði verið i.nd- irrltaður s.amningur um etna- hagslega og menningarlega sam- vinnu Kina o" Norður-Kóreu. Kim Ir Sen forsætisráðherra og aðrir ráðamenn Norður-Kóreu haía undanfarið dvalið í Peking og rætt við stjórn Kína. E;tt atriði samningsins er það að Kína mun á næstu þrem ár- um veita Norður-Kóreu verulega efnahagsaðstoð til endurreisnar landsins úr rústum stríðsins. Þegar ósiðlegt þótti að gengju í Sá heppni fékk 7000 betlibréf Þýzkur járnsmiður í Koblenz, Herman Rosenberg, vann fyrir skömmu 635,757 mörk i get- raunum, en það er hæsti vinn- ingur sem um getur í Vestur- Þýzkalandi. Síðan það fréttist a'ð hann hefði hlotið vinninginn hafa honum borizt 7000 betli- bréf. 3000 þeirra voru send í ábyrgð, og Rosenberg hefur haft ærið nóg að gera að kvitta fyrir móttöku þeirra. Blað danskra klæðskera, Stof og Sa.ks, rakti nýiega sögu þeirra þöríu klæðaplagga sem neínast buxur. í Evrópu tóku karlmenn að klæðást í buxur á miðöldum. Ástæðan er talin vera sú að brynjur riddaraaldarinnar voru ekki beinlínis þægilegar að vera í hið næsta sér svo að fyrsta hlutverk karlmannabuxnanna var að forða afrifum af völdum járns og stáls. Svo þegar þær voru orðnar algengar var næsta skrefið að riddararnir tóku að ganga á nærbuxunum þegar þeir köstuðu brynjunum. Buxnatízk- an breiddist óðfluga út og menn kepptust um að hafa þessar spjarir sem mest áberandi. Það þótti t:l dæmis mjög mikil glæsimennska að ganga í mislit- um buxum,.haf,a t.d. aðra skálm ina hárauða en hina skærgula. Margar -aldir liðu frá því að buxurnar urðu algengur karl- mannafatnaður -í Evrópu þangað til konur klæddust slíkri flík. Einróma álit allra siðaprédik- ara úr hópi karlmanna var að það væri brot gegn góðu sið- ferðj og blátt áfram ónáttúrlegt að konur gengju í buxum. Til dæmis fara sögur af því að ein snjallasta dansmær Danmerkur á 18. öld v-ar næstum búin ' að missa mannorðið fyrir þá sök. Hún var á sýningarferðalagi úti á landi og hafði verið svo létt- úðug að klæðast buxum án þess að hugsa út í það að í dansin- um sveifluðust pilsin æði hátt Skyldurækinn lögreglustjóri, sem sat á fremsta bekk, sá hversu dansmærin hafði brotið gegn opinberu siðgæði og lét kalla hana fyrir sig strax eftir sýn- inguna. Hann sýndi henni fram á villu hennar vegar og á sýn- ingunni næsta kvöld gat lög- reglustjórinn og aðrir áhorfend- ur séð nieð eigin -augum að dansmærin bar enga hneykslan- lega fúk. Það var ekki fyrr en á 19. öld að konur fóru almennt að ganga í buxum. á ies°iia!agi Elísabet Bretadrottning og' maður hennar lögðu í gær af stað í ferðai-ag um brezk sam- veldislönd og nýlendur. Munu þau verða misseri á ferðalaglnú og íara 100.000 kilómetra leið. Fyrsti áíangastaðuririn er Vest- ur-Indíur, Bermúdaeyjar og Jamaica. Meðvilimdarlaus í sjö vikiir Dönsk hárgreiðslustúlka, Ebba Östergaard í Árhus, er búin að vera meðvitundarlaus i hálfan annan mánuð. Hún varð 26. sept- ember íyrir bil þriggia drukkinna bílþjófa og hefir ekki komið t'il sjálfrar sín síðan. Þetta er langlengsta meðvitundarleysi, er danskir læknar h.afa h:aft kynni af. Stúlkan er 22 ára gömul. Franskur irerkalýðs. forlngi fangelsaður Bcnoit Frachen haíði íarið huidu höfði í átta mánuði Franski verkalýöslei'ðtoginn Benoit Frachon var fang- elsaöur í gær eftir aö hann hafði fariö huldu höföi í átta mánuöi til að forðast handtöku. Frachon er aðalritari Ál- yggi“ franska ríkisins. Byggist þýðusámbands Frakklands, CGT, og handtaka hans var fyrirskipuð í marz síðasliðnum þegar frönsku ýfirvöldin hófu herferð gegn forystumönnum róttækra f jöldasamtaka í Frakk landi. Hann tilkynnti þá að hann mj'ndi fara huldu höfði eins og á hernámsár’.mum og síðan hefur lögreglan leitað hans. Allir hinir látnir lausir. Þegar lögreglan handtók Fra- chon var hann að koma út úr byggingu CGT í París. Allir þeir sem handteknir voru í marz þegar fyrirskipun- in um handtöku Frachons vá gefin út, hafa nú verið látnir lausir að boði dómstólanna. í þeim hópi eru forystumean franskm æskulýðssamtaka og fulltrúaráðs verkalýðsfélaga í Paris. Menn þessir eru ákærðir fyrir „samsæri gegn ytra ör ákæran á því að þeir hafa bar- izt gegn sttyrjöldinni í Indó Kina og krafizt þess að friðar- samningar séu teknir upp við sjálfstæ'ðishreyfingu landsbúa.. i Benoit Frachon -Í'V*.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.