Þjóðviljinn - 24.11.1953, Qupperneq 8
b) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 24. nóvember 1953
iLFUR UTANGARÐS
46. DAGUR
Bondinn í Bráðagerði
öllum aungum þegar kippt var í spotta.
Ég er' illa svikinn, et Jón ýngsti í Bráðagerði á ekki eftir að
hafa gaman af þessu skripi þegar þarað kemur sagði Jón og
stakk þessum ángaláog í vasa sinn.
Strax og dansinn hófst hýrnaði heldur betur yfir Jóni, því
þarna þekkti hann aftnr polka, ræl, marsúrka og aðra þá dansa,
sem hann hafði stigið af kunnáttu á úngdómsárum sínum. Beið
hann ekki boðanna Ivddur stikaði rakleitt til þíngkonunnar og
hneigði sig djúpt. Þingkonan brosti bliðlega við honum, sveif
í fár.g hans og þyrluðust þau útá dansgólfið. Kom brátt í Ijós
að hann var ennþá sænnilega að sér tirfotánna, þótt skemmtanir
- af þessu tagi gerðus; sjaldgæfar í Vegleysusveit í seinni tíð.
Pótamennt þíngkonunuar var einnig í besta lagi. Tóku þau gólf-
ið í háum stökkum og hríngsnerust ýmist réttsælis eða ráng-
sælis svo hratt að va"t mátti auga á festa. Fékkst Jón ekki um,
hótt téð viðbrögð orsökuðu hrundíngar nokkrar við þá, sem
voru svo óforsjálir að verða á vegi þeirra. Þegar dansinum lauk,
j.iddi hann þíngkonuna til sætis af hofmannlegri kurteisi og
Jékk sér siðan sæti við hlið hennar, tók upp rauðdropóttan
vasaklút og þurrkaði af sér svitann, fékk sér þaráeftir í nefið.
Bæriiega tókst okkur upp, sagði liann svo og púaði, því
sannast sagna hafði hann mæðst eigi alllítið. Einhverntíma hefði
maður þó ekki blásið úr nös eftir smásprett á boi’ð við þenna.
Litaraft þíngkonunnar sýndi ljóslega, að dansinn hafði komið
hlóði hennar á meiri hreyfingu en atvinna hcnnar orkaði að
jafnaði, var því ekki láandi, þótt hún væri ívið andstyttri
1 Iielduren hún átti vanda til.
Það er líka hverjum manni vorkunnarlaust að spretta úr
spori með svo léttstiga dís í fángi og þú ert, heillin, hélt Jón
afram. Ég vissi ekki meira af þér en puntstrái. Mér er eiður
sær, að ég hafi nokkru sinni komist í kast við kvenmann, sem
ir liprari í snúníngum en þú.
Þíngkonan galt honum gullhamrana með tilliti, sem tjáði
launúngarlaust, að hún kunni að meta riddaramennsku þeirrar
íegundar, sem Jón var fulltrúi fyrir.
Hjölnðu þau saman um stund og veik Jón þá að ræðu þing-
honunnar fyrr um kvöldið. Leiddi hann skilmerkileg rök að
þeirri skoðun sinni, að kona ætti aðeins að vera kona, í hæsta
Ingi þíugkona. Mundi það lítílli gæfu stýra að raska því fyrir-
komulagi, sem skaparinn hafði r upphafi talið gott og gilt í þeim
rfnum, og jafnfráleitt og það, að kallmaður yrði nokkru sinni
:íiunað en kallmaður. Ekki vildi þíngkonan fallast á sjónar-
mið bóndans og hélt einarðlega fram þeirri skoðun sinni, að
«11 ógæfa mannkynsins væri sprottin af þeirri rót, að konur
heföu ætið verið undirlægjur kallmanna. En nú mundi sú ó-
svinna upprætt með öllu, því hún hefði í samníngu frumvarp
þaraðlútandi og ef samþykkt yrði gæti fljótlega rekið að því,
: ð róttækar breytíngar yrðu á lögmáli því, er híngaðtil liafði
ráðið í téðum efnum.
Þrátt fyrir byltíngarkennd sjónarmið þíngkonunnar í sambúð
icynjanná, sá Jón einga ástæðu til þess að láta slíkt leiða til
vinslita að þessu sinni. Hann söðlaði því yfirí léttara hjal milli
þess, er hann brá sér framá gólfið með þíngkonuna í fánginu.
Reyndist hann flestum úthaldsbetri og heimtaði meira líf og
íjör, ef honum þótti slá á gleðskapinn.
Meira líf og fjör! kölluðu strákarnir upp eftir honum, og
spöruðu eltki að ýta undir bóndann.
Þú ert meiri kallinn! sögðu þeir einhverju sinni við hann,
er Jón tók sér augnabliks hvíld til þess að þurrka af sér svitann
og fá sér í nefið.
O, þetta er þó ekki nema svipur hjá sjón hjá því sem ég
gat, þegar ég var úngur, sagði Jón. Gamlir hrútar mæðast fljótt,
það íinn ég á sjálfum mér.
Það skal þurfa traustar gólffjalir til þcss að þola dans af
þessu íagi, sögðu strákarnír.
Á duggarabandsárum mínum voru gárúngarnir vanir að segjá,
nö loftið í þínghúsinu heima væri í meiri hættu helduren gólfið,
þegar ég fékk mér shúníng, ansaði Jón. Þá var maður léttur á
sér, dreingir mínir. Hún var ekki nein uppgerð lífsgleðin hjá
únga folkinu í þá tíð. En það sem á að hcita úngt núna hengsl-
ast áfram og dillar dyntinum einsog sauðkind með fjöruskjög-
i:r. Þaö verður ólíklega borubrátt komið á minn aldur.
Hvernig ferðu að því að vera svona fjörugur, gamli minn?
spurðu strákamir.
Það er enginn vandi, greyin mín, ansaði Jón. Sá, sem er
úngur í anda verður aldrei gamall.
Þegar' hér var komið slitnaði uppúr viðræðunum, því Jón sá
Pnlll IEK
ITSTJÓRI. FRÍMANN HELGASON
nLeikur aldarinnar"
Bretar bjartsýnir eftir jafntefli
Ungverja við Svía
Um engan' knattspymuleik
hefur verið meira rætt og rit-
að en leik Bretlands og Ung-
verjalands, sem fram fer á
Wembley á morgun. Brezkir
sérfræðingar hafa verið æði
svartsýnir á leik þcnnan fyrir
Breta. 1 leiknum viö Wales og
síðan við FIFA-liðið náðu þeir
jafntefli á vítaspyrnu sem kvik-
myndir hafa sannað að var
röng, og það sem merkilegra
var að það átti að dæmast
aukaspyrna á Breta sem lék
,,rullu“ sína svo vel að dómar-
inn sá ekki við honum, og telja
ýmsir að þetta sé ekki í fyrsta
sinn sem Breta þessum hefur
tekizt að leika á dómarana.
Síðan hafa þeir svo kcppt
við Norður-Irland. og eftir þann
leik ráku sérfræðingarnir upp
óp mikið í blöðum og vildu
burt með. allt liðið og að finna
yrði nýtt lið gegn Ungverja-
landi. Þetta lið mundi stórtapa
25. nóv. á Wembley.
Þegar að því kom að Svíþjóð
skyldi keppa við Ungverja
brugðu forráðamenn FA, enska
knattspyrnusambandsins, og
auðvitað blaðamctin sér austur
fyrir „járntjald“ til þess af
eigin raun að sjá þetta lið sem
ógnáði svo mjög knattspyrnu-
heiðri brezka heimsveldisihs,
sem ekki hefur tapað knatt-
spyrnuleik heima fyrir nokkru
landsliði hingað til. Eftir jafn-
tefli Ungverja við Svía hefur
blaðið snúizt alveg við. Nú eru
Bretar jafnöruggir að sigra
eins og þeir voru áður vissir
um að tapa, og að það verði
þeir sem bindi enda á sigur-
göngu ungverska landsliðsins í
3-4 keppnistimabil þar sem það
hefur ekki tapað í 24 leikjum
í röð.
Nú vilja þeir litlar breyting-
ar á liðinu, sem mun verða
þannig: Merrick, Richardy, B.
Wrigth, Eckersley, H. John-
stone, Jim Dickensen. Fram-
herjar: Finney, Hassall, Loft-
house, Ernie Taylor, Matthews.
776 kr. og 698 kr.
fyrir 10 rétta
Úrslit leikjanna á síðasta get-
raunaseðli komu mörg nokkuð
að eklti er einhlýtt að vera vel
á óvart og sýndi það enn á ný,
kunnugur félögunum, því að á-
valt gerist eitthvað óvænt í
knattspymu. Bezti árangur sið-
ustu leikviku var aðeins 1-0 réttir
og reyndist sá árangur hjá 4
þátttakendum, var af voru 2
með tvöfaldan vinning, hlýtur
annar ?76 kr. fyrir 2/10 oglO/9,
en hinn 698 kr. fyrir 2/10 og
8/9.
Vinningar skiptust þannig:
1. vinningur: 193 kr. fyrir-10
rétta (6).
2. vinningur: 39 kr. fvrir 9
rétta (59).
Stanley Mortensen
er talinn eiga „heiðurinn“ af víta-
spyrnunni sem Englepdingar fengu
dæmda á slðustu- mínútu leiksins
við FlFA-liðið h haust. Hann
leikur ekki með enska liðinu á
morgun.
„England vinnur“
Sérfræðingamir sem fóru til
Búdapest segja m.a. í skeytum
til blaða sinna: Skemmtilegar
fréttir frá Búdapest. Þú getur
lagt alla peningana þina á.
Breta því að England vinnur
leikinn 25. nóv. Sé liðið, sem
barðist við Svía í dag, þar sem
úrslitin urðu 2:2, hiö rétta.
landslið, þá litur út fyrir að
liðið hafi verið ofmetið. Það
verður enginn vandi fyrir enska
liðið með sterkum hindrunum og
ágengni að eyðileggja þennan
stutta leikandi samleik, etr
knattmeðferðin er frábær.
Hinn e.nski þjálfari sænska
liðsins sýndi hvernig á að taka
þá, og það á enska liðið líka
að gera. Og það sem Svíar
geta eigum við að geta líka, og
svolítið betur.
„Við verðum að leika betur
á Wembley“
Annars virðist sem heppniit
hafi ekki verið með Ungverj-
um í leiknum við Svia. Á
Framhald á 11. síðu.
TILKYNNIN6
um umferð í Reykjavík
Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur
hefur verið ákveöinn einstefnuakstur um Skóla-
strœti, frá Bankastræti að Amtmannsstíg. Jafn-
framt eru bifreiðastööur bannaöar í nefndu
stræti.
Ennfremur hefur bæjarstjórnin samþykkt aö
banna bifreiðastööur viö Nýlendugötu, norðan
megin götunnar.
Þetta tilkynnist hér meö öllum, er hlut eiga
aö máli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 24. nóvember 1953
Sigurjón Sigurðssön.
Rauðrófur
í V2 kg. dósum
MATBOR©
Lindargötu 46 — Símar 5424 og 82725