Þjóðviljinn - 29.11.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVHJINN — Sunnudagur 29. nóvember 1953
Neminn
Bidstrup teiknaði
n
SKÁK
Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson
Frá liaustmóti Taflfélagsins
Kóngsindversk vöm.
Eggert GHfer — Guðjón M. Slg.
1 d4 RfÖ 2 c4 g6
3 RÍ3 Bg7 4 g3 0—0
5 Bg2 dG 6 Rc3 Rbd7
7 e4 e5 8 d5 að
9 Be3 Rgl 10 Bg5 fO
11 Bd2 Kc5 12 0—0 Í5
13 Rel Bd7 14 f3 Rf6
15 Be3 b6 16 Rd3 fxe4
17 Rxc5 bxc5 18 Rxe4 Db8!
19 De2 Ha6
Hvítur hefur ekki nýtt færi
sín alveg til hlítar (12. h3 heíði
hrakið riddarann til h6) og
s’vartur stendur- öllu' betur vegna
s'óknarfæranna á b-línUnni. Ef
til viH hefði verið betra að leika
18. fxe4, hafa riddarann á verði
við a4 og b5 og sækja á eftir
5-línunni á móti'. En hvað um
það, stöðumunurinn er ekki
stórvægilegur enn, Það er ekki
íyrr en með næsta leik að hvít-
•ur' víkur verulega af braut
dyggðarinnar. Sá leikur veikir
alla stöðuna kóngsmegin og
ve'rða þær veilur þeim mun ljós-
ari sem meir líður á skákina.
20 g4 Hb6 21 Habl —
Þægilegra hefðí verið að valda
peðið á annarri línunni, en nú
er það um seinan (Hf2, Rxe4,
5xe4, Hxf2 og Hxb2).
21 — Rxe4 22 fxe4 Hxfl
23 Bxfl c6!
Svartur eykur svigrúm sitt með
ihverjum leik. Eítir dxc6 er e-
peðið frekar hiálparþurfi en d-
peðið.
24 h3 cxd5 25 cxd5 —
Hér kom exd5 og bví næst
Bfl-g2-e4 sterklega tíl greina.
25 — Bb5 26 Dc2 Bxfl
27 Kxfl Hbt 28 Bd2 Db5i
29 Kf2 31 Bxa5!? Hd4 30 Bc3 Hd3
A B C D E F G H
Staðan eftir 30. leik svarts.
Því munu fáir trúa, er
þessa stöðu sjá, að svarti hrók-
urinn hafi komizt þangað sem
hann nú stendur eftir b-línunrii!
En hann er kominn að baki peð-
anna og þar með er staðan orð-
in allhættuleg. 31. leikur hvíts
er í senn nettur og nauðsynleg-
ur. Fyrst í stað kann að virðast
sem meira ríði á því að snúast
til varnar með Kg2, því að bisk-
upinn stendur forkunnar vel á
c3, en þá kemst drottningin á
c4 og það ríður þaggamuninn:
31. Kg2 Dc4 32. Hel Bh6! (hótar
Hd2f!) 33. He2 Be3 og svartur
ætti að vinna.
31 ----c4 32 Bel! —
Nú dugar Bc3 bersýnilega vegna
Dc5t-e3. T. d. 32. Bc3 Dc5t 33.
Kfl De3 34. Dg2 Hxc3!
32 — Dc5t 33 Kfl —
Kg2 dugar vitaskuld ekki vegna
De3. (T. d. 33. Kg2 De3 34.
Dxc4 Dxh3t 35. Kgl Dxg4t 36.
Kfl Dh3t 37. Kgl BhG).
33 — Hxh3 34 Bf2 Dc8
34,-Hhlt svarar hvítur ekki með
Ke2? Dxf2t!, heldur með Kg2 og
manntapið fellur á svart.
35 De2 Hhlt 36 Bgl Bh6
37 Kg2 Hh4 38 Kg3 Bg5
39 Be3 h5!
Skákin er alltaf j:afn fjörug,
hvítur má auðvitað ekki drepa
peðið!
40 Bxg5 Hxg4ý 41 Kh2 Hxg5
42 Hgl —
Svartur hótaði Dg4.
42 — Hxgl 43 Kxgl Iig7,
44 De3 Da6 45 a3 Da4
46 Df2 —
Nú vinnur svartur furðu auð-
veldlega. Db6 lítur betur út, en
dugar ekki heldur.
.46 — c3’ 47 bxc3 Dxet
48 Da7t Kh6 49 Df7 b4
60 Df8f Kh5 51 Kh2 De2r
52 Kh3 Dgtt 53 Kh2 Dg3t
54 Khl hS 55 Dh8t Kg4
56 Dc8f Kf3 57 Df8t Ke2
og hvítur gafst upp.
Minningar og magaveiki — Þegar kona gengur
niður Njálsgötu—Söngur í þvottahúsi—Deisí, deisí
ÞAÐ er mesti misskilningur
að maður þurfi ao vera or'ðinn
gamall og magaveikur til þess
að hugurinn sæki í tíma og
ótíma til bernskuáranna. Ég
er við hestaheilsu og ekki
bagar aldurinn mig, en samt
er það svo, að ekki þarf nema
eitt andlit séð í svip út um
glugga til að setja heilabrot
og minningar af stað. Svona
var það til dæmis í fyrradag.
Ég var á kafi í púlsvinnu, rit-
vélin, borðið, stóllinn og ég
lék allt á reiðiskjáífi, ekkert
átti að komast að nema það
eitt að ljúka verkinu fyrir
tilscttan tíma. Svo hrlngdi
s'minn og um leið og ég svar-
aði, varð mér litið út um
gluggann- Miðaldra kona, lítil
og grönn, dökkhærð gekk nið-
ur Njálsgötuna. Hún var í
engu frábrugðin öðrum kon-
um — ekkert í fari hennar
vakti neina sérstaka athygli
— og þó. — Ég byrjaði aft-
ur að hamast á ritvélarlykl-
unum, en hugurinn var allur
við þessa konu. Hvar hafði ég
séð hana áður? Og allt í einu
sá ég hana fyrir mér; ekki í
svartri kápu með hatt á leið
í búðir nei, í ermalausum
morgunkjól, með sítt svart
hár,' þar sém hún stóð við
rjúkandi þvottapott og færði
flíkur uþp úr suðunni með
priki. Þvottahúsið var mett-
að gufu, það voru vatnsdrop-
ar í hárinu á henni, andlit
hennar var vott af svita og
gufu, hún dró ekki af sér við
vinnuna og hún söng hástöf-
um. Þvottahúsdyrnar voru
opnar og í dyrunum stóð ég,
átta ára kríli, horfði á nýju
vinnustúlkuna í næsta húsi,
sem þvoði þvottinn syngja.ndi
lagið við „Ljúfa Anna“ en
notaði einhvern annarlegan
texta sem ég hafði aldrei
heyrt fyrr. Ég sé mig i anda
kópandi framan í stúlkuna og
á endanum varð hún mín vör
og fór að spjalla við mig.
Og þar kom að ég sagði henni
hvað hefði lokkað mig að dyr-
unum, sem sé textinn undar-
legi við Ljúfu Önnu. ,,Hvort
ég skal ekki kenna þér hann“,
sagði Jóa. Hún hét nefnilega
Jóa. Og svo kenndi hún mér
textann og að því bjó ég
lengi á eftir, því að upp frá
því, þegar krakkamir sungu
Taafllok eftir B. F. Didrichson
(Schachmaty 1936)
ABCDEFGH
Hvítur á leik og á að vinna.
Riddarinn valhoppar um borðið
þvert og endilangt, svo að hrók-
urinn ræður ekki við hann!
Lausn á 2. síðu.
Ljúfu Önnu söng xég textann
á útlenzku og aflaði mér við
það mikillar virðingar. Að
vísu sögðu sumir að þetta
væri mont í mér, en ég lét
það ekkert á mig fá, því að
þeir voru miklu fleiri sem litu
upp til mín fyrir þessa dæma-
lausu þekkingu. Og þessi
dæmalausa þekking var fólgin
í þessum línum:
„Deisí, deisí gí mi jú ransí dú
æmha kreisí djöst forða lofa
lofa vjú“.
Er það nokkuð uodarlegt, þótt
minningarnar færu í gang
þegar ég sá konuna koma
gangandi niður Njálsgötuna.
Þetta var nefnilega hún Jóa.
Að vísu virtist þetta vera önn-
ur gerbreytt Jóa, — þetta
var alvarleg og lífsreynd Jóa
sem leit ekki út fyrir að
syngja lengur Deisí Deisí við
þvottapottinn. En í svip sín-
um geymdi hún nógu mikið
af hinni tvítugu, lífsglöðu Jóu,
sem ég dáði svo mikið í den-
tíð, til þess að ég var allt
í einu orðinn átta ára kópandi
krakki í þvottahúsdyrum-
Nei. það þarf sannarlega ekki
mikið til að hugurinn leiti til
baka þótt aldur manns sé
ekki einu sinni orðinn svo
hár að bað taki því að leyna
honum. Og hvað mun verða
þegar cg er orðin gömul og
magaveik? Ég má ekki til
þess liugsa.