Þjóðviljinn - 29.11.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.11.1953, Blaðsíða 6
í>) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 29. nóvember 1953 Æ illÓOVIUINN Útgefandi: Sameintngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. - Fréttastjórl: Jón Ejarnason. Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustlg. “ 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðár á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Rássðr, Rússar Sjúkdómseinkenni þau sem fylgja rússagrýlunni eru alitaf að fá á sig átakanlegri myndir. Fyrir nokkrum ár- um kastaði einn af hermálaráðherrum Bandaríkjanna sér út um glugga ofarlega 1 skýskafa einum, og meðan hann þeystist til jarðar í rósóttum náttfötum heyrðust frá hon- um hrópin: Rússarnir eru að koma, Rússarnir eru að koma. Nú fyrir skemmstu var frá því skýrt í Bandaríkjun- um að Truman fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefði 1 rauninni veriö rússneskur agent og helzta áhugamál hans héfði verið það að koma rússneskum njósnurum í öll em- bætti vestur þar; stóð til að draga þennan fyrrverandi forseta fyrir lög og dóm af þessu tilefni, og er hann raun- ar ekki búinn að bíta úr nálinni enn. Þannig gerast hin furðulegustu fyrirbæri víða um heim, og ekki eru þau með minnstum ólíkindum sem gerast hér á landi. Eftir kosningarnár 1 sumar sendi Sósíalistaflokkurinn /dþýðuflokknum bréf og lagði til að flokkarnir tækju upp viðræöur um samvinnu í þágu verklýðshreyfingarinnar og allrar alþýðu. Þessi tillaga Sósíalistaflokksins var m.a. rökrétt afleiöing af úrslitum Alþingiskosninganna; í þeim gerðust þau tíðindi að íhaldið hirti alla kjördæmakosna þingmenn í bæjum utan Reykjavíkur vegna sundrungar vinstri aflanna og vita mátti að það myndi láta kné fylgja kviði. Og röksemdirnar fyrir samstarfi voru fjölþættar á öllum sviðum, í verklýðsmálum þar sem agentar atvinnu- )-ekenda hafa nú hin ískyggilegustu áhrif, í bæjar- og sveit arstjórnum og á Alþingi, en þar hefur þaö nú verið hátt- ur um margra ára skeið aö sósíalistar og Alþýðuflokks- menn flytja hvorir sitt frumv. sama efnis, vegna þess aö þingmönnum Alþýðufl. er bannað að setja nöfn sín á sömu þingskjöl og sósíalistar! Allur þessi óvinafögnuður er hjá- kátlegur og til stórtjóns, og sósíalistar lögöu sem sagt til að tekin yrðu upp skynsamlegri vinnubrögð, og aö sjálf- sögöu voru tillögurnar einvöröungu miðaðar viö brýnustu hagsmunamál almennings hér á landi og sameiginleg stefnumál þessara tveggja flokka. Forusta Alþýðuflokksins hugleiddi bréf sösíalista mán- uðum saman, og þegar hún gat loks mannaö sig upp í svar fólst aðeins í því hróp Forrestals þegar hann hrapaði meö- fram vegg skýskafans: Rússár, Rússar. Þegar Sósíalista- flokkurinn spyr hvort Alþyðuflokkurinn sé reiðubúinn til þess að taka upp samstarf um íslenzk verklýðsmál og nauðsynjar alþýðu 1 bæjarstjórnum og á alþingi, svarar Alþýðuflokkurinn því til að það megi ekki vegna þess að sósíalistar hafi aðrar skoðanir um Rússa en forsprakkar Alþýðuflokksins! Höfnun Alþýðuflokksforustunnar er íkki rökstudd með neinu ööru, þar koma ekki fram nein íslenzk sjónarmið, aöeins þetta sama vitfirringslega óp: Rússar, Rússar. «. Það er mjög auðskilið mál hversvegna leiðtogar Al- þýðuflokksins þorðu ekki að bera bréf Sósíalistaflokksins undir óbreytta fylgismenn sína í flokksfélögunum. Hanní- bal Valdimarsson var að vísu búinn að lofa þeirri máls- meðferð hátíðlega, en þegar hann hugsaöi sig betur um fapnst honum ráðlegra að svíkja loforð sitt. Hann á til þá .skynsemi að sjá aö flokksmennirnir hefðu fyllst með- áúmkvunarfullu ógeði ef þessari röksemd hefði veriö hampað þar einni. Honum hefur ekki fundizt geðslegt aö svara: Rússar, rússar, þegar flokksmennirnir spurðu hvort þaö væri ekki sjálfsagt aö taka höndum saman við starfs- félaga sína sósíalistana á vinnustöðvunum og fella niður þjónustuna við íhaldið í verklýðshreyfingunni. Og það er þó alltaf merki um nokkra glóru. Svar Alþýðuflokksins hefur hér verið flokkaö til sjúk- dóms. Þaö má einnig skýra þaö sem vísvitandi klofnings- „stái'f. Hanníbal má velja þann kostinn ef honum fellur þaðskár. ^ Satt og logið Þegar stjórnmálamenn vinna góð verk verða ævinlega um það áralangar deilur liver hafi kunnað svo vel til vígs og eigi óskoraðan heiður. Hver bendir á sig og segist einn hafa öllu ráðið, sam- starfsmennirnir hafi aðeins verið til trafala og það góða hefði orðið miklu betra ef þeir hefðu hvergi komi'ð nærri. Þannig er síðan deilt linnulaust með ívitnunum og vottorðum, þátttakendur lcalla hverir aðra ósanninda- menn, og af þessu öllu hlýzt mikil skemmtun. Þó eru þetta þ-ví miður næsta sjald- gæf fyrirbæri á landi voru; þeir sem með völdin fara hafa ógjaman þann hátt á störfum sínum að þeir telji ráðlegt áð flíka þeim eftir á. Á síðustu árum hafa miklir og afdrifaríkir atburðir gerzt með þjóðinni. ísland hefur verið fléttað inn í stríðs- bandalag og erlendur her hefur lagt landið undir sig. Þegar þessi tíðindi gerð- ust fylgdu þeim mikil fagn- aðarlæti og sigurhrós. Því var lýst hvernig sjálfstæði landsins hefði nú verið end- anlega tryggt, öryggi þjóð- arinnar væri borgið með framsýni og skörungsskap, sjaldan hefðu göfugri verk verið unnin á þessu landi. Enda var afrekið svo aug- Ijóst aö sjaldgæf eining tókst í hópi • stjórnmála- manna; 43 þingmenn úr þrem flokkum stóðu saman og kvaðst hver um sig hafa forustuna, eo utangarðs voru þeir teinir sem þar eiga heima. Það fór sannarlega ekki á milli mála að þessir 43 kjörnu leiðtogar þóttust hafa unnið verk sem lengi myadi rómað, og með ræðu- höldum og blaðaskrifum bjuggu þeir sig undir að eiga nóg af ívitnu.num og vottorðum þegar kæmi að lokabaráTtunni um það hver ætti hinn endanlega heiður. Og fyrir skemmstu fengu þeir tækifærið frammi fyrir alþjóð í útvarpsumræðum um hernámi'ð og afleiðing- ar þess, nú höfðu þeir tök á að vitna í sín fyrri skrif um sjálfstæði og öryggi og frelsi og menningu og heyja af vígfimi þá baráttu sem að var vikið í upphafi. Og víst háíu þeir baráttu, birtu ívitnanir og lýstu hverir öðr- um sem æru'ausum lygurum, og útvarpstíminn entist eng- an veginn, heldur hefur síð- an daglega rignt yfir þjóð- iua framhaldsumræðum sem fleiri og fleiri menn hafa flækzt inn í, jafnvel pýra- mídinn helgi hefur verið kallaður til vitnis. Hafa jafn harðvítugar og flóknar deil- ur sjaldan orðið hér á landi. E.n þær hafa ekki f jallað um sóma og heiður, cins og bú- ast mátti við, heldur um ó- sóma og æruleysi; menn hafa ekki verið að eigna sár góð verk heldur flúið ill- virki af hræðslu og heift sem vakið hefur alþjóðarathygli. I þessu nýstárlega mold- viðri hafa raskazt allar flokkalínur þeirra fjörutíu- ogþremenninga sem stóðu hvað fastast saman fyrir hálfu þriðja ári. Gylfi Þ. Gíslason hefur kallað verk Guðm. í. Guðmundssonar óþolandi hneyksli; Guðmund ur kallaði Gylfa ófyrirleitim staðreyndafalsara, Alþýðu- flokicsmennirnir Hallgrímur Dahlberg og Jón Sigurðsson kölluðu Guðmund margfald- an ósannindamann, en hann svaraði hiklaust í sömu mynt, og hliðstæð hefur heimilis- sambúðin orðið ínnan hinna hernámsflokkanna beggja. Bjarni Benediktsson hefur saníaað að Gylfí tók sjálfur þátt í að semja leynisamning þess efnis að hernámsliðið mætti athafna sig að geð- þótta h.vár sem væri á land- inu. Guðmundur í. ljóstrar upp um annan leynisamning sem kveður á um hverjir skuli græða á hcrnámiau. Bjami Benediktsson segir að Framsóknarmenn beri á- byrgð á öllu illu. Jónas Guð- mundsson sannar með aðstoð pýramídans mikla að allir segi ósatt, og Tíminn segir í fyrradag að Bjarni Bene- diktsson sé „pínulítill karl .... ósjálfstæð og viljalaus toppfígúra .... brjóstum- kennanlegur og ósjálfstæður aumingi11 og ber Morgun- blaðið fyrir sig sem heimild. Er þá aðeins fátt. eitt talið af þeim kjarnmikla munn- söfnuði og lygabrigzlum sem fyllt hafa andrúmsloftið síðustu daga þegar heraáms- flokkarnir liafa rætt hin mi'.du afrek sía í þágu sjálf- stæðis og öryggis og frelsis og memringar. Svo segir í lögreglubókum að þegar bófaflokkar verða uppvísir að sök liðkist um málbein þeirra sem áður voru þögulli en gröfin. Þeir tína til misgerðh’ félaga sinna, ljóstra. öllu upp, en hver og einn hvítþvær sjálf- an sig á kostnað náungans. Verða þessar jáíaingar oft flóknar og mikii verk að fella þær saman í heild. Atferli hernámsmanna frammi fyrir hljóðnemanum á Alþingi er í algerasta samræmi við þess- ar frásagnir. Þeir eru sak- bitnir menn frammi fyrir dómurum sínum, og þeir vita að nú tjóar ekki lengur að tala um frelsið og menning- una og önnur þau ágæti sem mest var flíkað fyrir hálfu þriðja ári; nú er hver sjálf- um sér næstur og hver veit nema hann geti sloppið með því að herma misgerðirnar upp á félaga sinn? Einmitt þannig stendur á þeim yfir- iýsiogaflaumi sem dunið hef- ur á þjóðinni undanfarnar vikur. En það er erfitt fyrir almenning að beita þjálfun rannsóknarlögreglunnar við hina sakhitnu flokka, og margir eru ruglaðir og spyrja hverjum beri að trúa. Og það er von þeirra seku að slíkar efasemdir muni geta frestað endanlegum dómi. En málið er ekki eins flók- ið og það kann að virðast. Til er samkvæmisleikúr um íbúa á suðrænni eyju, hvíta og innbcrna. TJtlit þeirra er orðið ei-.rs af áhrifum sól- ar og'veðurs, en það skilur á miili að þeir irinbofnu segja ævinlega satt, þeir hvítu ljúga alltaf. Vandinn er síð- an sá að greina sundur hvíta menn og innborna af einum saman orðaskiptum þeirra um sömu atriði. Hernámsmenn hafa allir lent í sama veðri, og af hegðun þeirra og út- liti verður engin ályktun dregin, þeir eru aliir eins. Þess vegna _ rýna margir á yfirlýsingarnar án árangurs og velta því fyrir sér hver sé lygari, hver ærulaus og hver þjófur. Það sem á hef- ur skort er að forsendurnar hafa ekki verið aægilega ljósar. Á sama hátt og gefið var að á suðurhafseynni segðu þeir hvítu ævinlega ó- satt en þcir innbornu satt, þurfa íslendingar að gera sér grein fyrir því að hernáms- menn segja gj.vinlega satt þegar þeir tala um félaga sína en ósatt þegar þeir víkja að sjálfum sér. Gylfi segir sannleikaan um Guð- mund og Guðmundur um Gylfa, Tíminn segir sann- leikann um Bjarna og Bjarni um Framsóknarflokkinn. Hins vegar segir Gylfi ósatt um Gylfa og Bjarni um Bjarna. Þegar þessa er gætt greiðist dæmið suadur og verður einkar Ijóst og rök- rétt, en yfirlýsingarnar sem áttu að blekkja og rugla verða samfelldur áfellisdóm- ur um þá sem fyrir liálfu þriðja ári kepptust um að fá að vinna það m verk sem þeir óttast nú um- ( ' fram allt. f'TT^Uð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.