Þjóðviljinn - 29.11.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.11.1953, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN —^Sunnudagur 29. nóvember 1953 ILFUR UTANGaKÐS 51. DAGUR Bondinn í Bráðagerði % ÍÞRÓTTIR RITSTJÓR1. FRlMANN HELGASON ¥rá oðolfundi FÍRR í Bráðagerði ? Ekki flögraði það að prestsbjálfanum, þótt honum væri málið skyldast? Nei, ónei! Hann hélt sig innanvið gráturnar og ríghélt að sér hempunni þángaðtil ég var búinn að skondra músarbjálfanum útum gluggann. Hans Herradómur var tekinn að gánga um gólf. Strángleik- inn í andliti hans var þó dálítið laus í reipunum, er hann sagði það ósamboðið kristilegu hugarfari að hafa í skj-mpíngum at- burði, sem_ gérðust innan veggja heilagrar kirkju. En svo vér víkjum aftur að erindum yðar, hélt hann áfram, þá megið þér vera þess fullviss, að vér munum gera allt. er í voru valdi stend- ur til þess að sjá svo til, að bræður vorir og systur í Vegleysu- sveit endi ekki í heiðíngdómi. Svo uppálegg ég yður, Jón, að þér liafið forgaungu um það, er þér komið heim, að kirkja yðar verði framvégis samkunduliús manna en ekki dýra af neinu tagi. Það er ekki til mikils mælst, sagði Jón. ef þér litið norður að sumri, getið þér óhræddur haft Biskpusfrúna með upp á það, að hún skal ekki þurfa að halda að sér pilsunum vegna músagángs á meðan þér farið fyrir altarið. Mér þykir miður, að verða að kveðja yður, Jón, sagði Hans Herradómur þegar hér var komið. Ég hefi lofað að flytja erindi í félagsskap ógiftra kvenna hér í bæ, um boðun Mariu útfrá nýjusðl teólógískum kenníngum, og sé ég framá, að tími sá er ég hefi til stefnu til þess að gera því stórmerkilega efni verðug skil, muni reynast mér ónógur. Það situr víst ekki á mér að reingja Bíblíuna þá mætu bók, sagði Jón. En aldrei liefir mér tekist að láta heilagsandagetnað- inn ríma við venjulegan getnað. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá og skilja, að andi, þótt Ikallmaður sé, 'getur ekki fremur sett krakka í mennska konu, en kallmaður í anda, sem þó ætti að heita kvenkyns. Verið þér svo margblessaður, og ég þakka yður vegna kellínganna okkar. Ég veit að þér munið hugsa nógu heitt til þeirra, svo þær geti óhræddar gefið upp öndina ef verk- ast vill, uppá það að lenda ekki í neðra. XVII. KAFLI. Jón bóndi gerist stríðsmaður í bókstaflegTim skilníngi. Jóni var eftilvill vorkunn, þótt hann helgaði sig erindum sín- um í svo ríkum mæli, að önnur tíðindi, þótt máli skiptu, færu framhjá honum að mestu. 'Blöðin las hann ekki, þvi hann bar Iitla virðíngu fyrir lesmáli af því tagi. Á flokksskemmtuninni fáum kvöldum fyrr, hafði hann snúist öndverður gegn boðaðri ásælni á Island farsælda frón, en þegar öllu var á botninn hvolft hafði hann nánast skoðað þann boðskap sem skemmtiatriði, svo fjarlægur var slíkur verknaður lífsviðhorfi bóndamannsins. Hon- um brá því ónotalega, er hann mætti þessum draug öðrusinni og í fullu fjörL Umræddan dag, snæddi Jón dögurð í mathúsinu góða, er hann hafði kynnst hinn fyrsta dag hans í borginni, og ekki varð mathúsið sakað um það, þótt sú kynníng >Tði honum dýr. Að þessu sinni bar þjónustan fyrir liann síginn fisk með kartöflum, auk þess velling, svo ekkert var uppá viðurgernínginn að klaga. Einsog endranær var þar inni slæðíngur af mönnum og lá sum- um hátt rómur, svo hann tók að hlera eftir umræðuefninu. Það er ekki að villast um tilgánginn, sagði einn. Þeir ætla sér að selja landið undir atómstassjón. Hvað segirðu? hváaði Jón. Hvurjir ætla að selja hvað? Auðvitað rikisstjórnin með mestalla þíngmannadobíuna á bak við sig. Þessir kallar eru búnir að selja sjálfa sig svo oft, að það gefur einginn túskildíng með gati fyrir þá leingur, enn síður stærri peníng. Þeir hafa því ekki annað að selja, en þenna skikn, sem við köllum ísland. Stjóroina vantar penínga, en útlenzkii eiga penínga einsog sand, og svo er það ekkert launúngarmál að þeir vija heldur hafa skotmörkin annarstaðar en í sínum eigin hlaðvarpa ef í það fer. Hvur andskotinn, sagðt Jón. Mannfýlan hefir þá ekki verið að gera að gamni sínu, bætti hann við minnugur ræðumannsins á flokksskemmtuninni. En mér er spurn, hvernig þeir ætla að bera sig til við það. Þeir geta ekki selt nema við leyfum þeim að selja. Einginn maður hefir heimild til þess að selja undan mér Bráðagerðið,- að mér forspurðum. 1 höfuðdráttum skiptust viðstaddir í þrjá flokka um þetta jnjál. Fjölmennastir voru þeir, sem studdu jnálstað Jóns að neita af- dráttarlaust öllum tilmæhim útlenzkra um fríðindi í einni eða annarri mynd, í öðrum flokknum voru þeir, sem einga skoðun, höfðu, eða þótti vænlegast að láta sem þeir hefðu einga skoðun, j Aðalfundur frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur 1953 fór fram 23. nóv. s. 1. í félagsheimili KR. Fundarstjóri var Erlendur Ó. Pétursson en fundarritari Bragi Friðriksson. Formaður, Ingi Þor- steinsson, flutti ýtarlega og greinargóða skýrslu stjórnarinn- ar, sem sýndi gott starf og vax- andi ', gengi írjálsíþróttanna . í héraðinu. Fjögur félög eru innan ráðsins með um 700 meðlimum. Á s. 1. ári var sú nýbreytni tekin upp að gera Meistaramót Reykjavíkur að stigamóti og tókst það vel. Ármann varð stigahæsta félagið á mótinu. Þá fór fram á árinu keppni Reyk- víkinga og utanbæjarmanna. Var keppni sú skemmtileg og lauk með knöppum sigri Reykjavíkur. Utanfarir voru engar á sumrinu. Ráðið gekkst fyrir fræðslufundi og er í ráði að fleiri slikir fund- ir verði haldnir á næsta ári. Ymsar tillögur voru samþykkt- ar á aðalfundinum og má þar nefna m. a. áskorun um að koma sem fyrst á fót merkjakeppni, á- skorun til stjórn FRÍ um að efna til keppni drengja úr Reykjavík og.után af landi; sam- þykkt var að leggja niður móta- nefnd féiaganna. Gengjð var frá reglugerð Meistaramóts Reykja- víkur og eru helztu nýrnæli þáu, að mótið eiö nú 'stigaibót og fá sex fvrstu menn hverrar greinar st'"g eftir reglunni 7-5-4-3.-2-1. Fráfarandi stiórn var síðan þakkað gott starf. Þessir skipa hina nýju stjórn: Halldór Sigurgeirsson form., Jó- hann Jóhannesson, Guðmundur Hermannsson, Martéinn Guðjóns- son og Gunnar Snorrason. Á fundinum voru flutt kveðju- orð til Braga Friðrikssonar, sem er á förum til Kanada. Þakkaði íundurinn honum góð störf í þágu íþróttanna: í fundarhléi voru afhent verð- laun fyrir Meistaramót Reykja- víkur. Voru verðlaunin bækur, sem bókaútg. Bókfell, ísafold, Hlaðbúð og Helgafell höfðu gef- ið. Erlendur ó. Péíursson flutti kveðju frá Reykvíkingafé'.aginu og afhenti bikar, sem félagið heíur gefið til keppni á M. R. Heitir bikarinn „Meistarabikar FÍRR'. Sá maður, er, fiest meist- arastig hlýtur á mótinu hverju sinni fær bikarinn, en ;að fimm árum liðnum er hann eign þess manns, sem þá hefur flest meist- arastig eftir allan tímann. Ing* Þorsteinsson KR hlaut bikarinn 1952, en nú Guðmundur Lárus- son, A. Erlendur afhenti einnig b.kar írá íþróttavini til keppni í boðhlaupum M. R. Formaður, Ingi Þorstemsson þakkaði gjafimar og kveðjurnar og tóku fundarmenn undir það með lófataki. Jens Guðbjörnsson Oddtir Pétursson fyrstnr til Válá- dalen Samkv, frétt til Sportsmand- en er Oddur Pétursson fyrsti útlendingurina sem kemur til Váládalen til að þjálfa sig og, búa sig undir heimsmeistara- mótið í Falun, en Oddur ætlar að keppa bæði í 18 km. og 50 km. göngu. Oddur ætlar að dveljast í Váládalca mestan hluta tímans fram að móti, að því tilskyldu þó að snjór verði það mikill að liægt verði að æfa þar reglulega, en enginn snjór var þar er skeytið var sent. gaf bikar þeim, sem mest hafði komið mönnum á óvart með frammistöðu sinni á Meistara-> mótinu. Það var Friðrik Guð- mundsson KR, er hlaut bikarinn, en hann kom mjög á óvænt, með því að stökkva 1.75 m í hástökki, en hann er annars bezt kunnuh sem kastari. (Frá FÍRR j. Lars Larssosi sstur dauskt met í 480 m. sundi Hinn ungi Dani, sem er að- eins 16 ára gamall, setti fyrir stuttu nýtt danskt met í 400! m. sundi frjáls aðferð á tím- anum 4.56.2 mín. Annar í sund- inu varð Norðmaðurinn Lars Krogh á 4.58.0 mín. Á síðustu 100 m. fékk Larson krampa í magann svo að hann gat ekkí synt 100 m., en þá vann Krogb á 1.01.7 mín. Zenith vann 5 — 0 í Stafangri Rússneska liðið Zenith, sem var í keppnisför í Noregi vann Viking í Stafangri 5;0 en Vik- ing er sem áður er frá sagt Noregsmeistari í ár. Zenith er talið eitthvert bezta lið sem til Stafangurs hefur komið, með frábæra knattleikni og hraða leikmecin. Þeir héldu; knettinum skilyrðislaust niðri á vellinum. Þessvegna var ekki hægt að segja hvað þeir geta með skallanum. Framherjarnir skiptu stöðugt um stöður, og að undanteknum örfáum sinnum fyrir framan mark Vikings, gerðu þeir alltaf rétt, þrátt fyrir hinn sápuhála völl. Zenith hafði 3 mörk í hálf- leik og var sýnilegt að þeir léku ekki með fullum hraða í síðari hálfleik. Sovétmeistarar ’53 Spartak vann meistara- keppni Sovétiíkjanna í knatt- spyrnu í ár. í úrslitaleiknum vann. Sparíak Zenitli — sovét- lidið, er verið hefur á keppn- isferð um Noreg undanfarið og; sagt er frá á öðrum stað á síðunni — með einu marki gegn engu eftir jafnan og spennandi leik. Á myndinni tii liægri sést fyrirliði Zenitlis færa N. Simonjan, fyrirliða Spartaks, blómvönd eft:r úr- slita'.eikinn, en neðri myndin er af meistaraliðnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.