Þjóðviljinn - 05.12.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.12.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 5. desember 1953 illÓOVIUINN TJtgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (ób.), Sigurður Guðmundssoa Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnúa Torfi Ólafsson. Auglýsinga^tjóri: Jóns'teinri Haraldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. - Simi 7500 (3 línur). Askriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kt. 17 annars Btaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sekir og hræddir fulltrúar Fyrir nokkrum dögum barst bæjarráði Reykjavíkur á- skörun undirrituð af íbúum smáíbúðahverfisins við -Suöurlandsbraut um að bætt veröi úr þeim tilfinnanlega skorti á frums'tæðustu réttindum og þægindum sem þetta íbúöahverfi hefur búiö viö um margra ára skeið. Fara íbúarnir þess á leit að húseigendur í hverfinu fái venju- leg lóðaréttindi meö húsum sínum, gengið veröi hiö fyrsta frá skipulagi hverfisins, nothæf vatnsleiðsla lögö, frá- rennslisleiöslum komiö í viöunandi horf og götuíýsing hverfisins bætt. Þessar kröfur íbúanna í hverfinu sýna ljóslega til hvers konar útlegðar fólkiö sem þarna býr hefur verið dæmt af bæjaryfirvöldum íhaldsins. Eins og aðrir bæjarbúar verð- ur þaö aö inna af hendi alla skatta og skyldur til sameig- iftlegra þarfa bæjarfélagsins. En því er neitað um allan þann rétt sem fylgja á skyldunum og aörir íbúar Reykja- víkur njóta þótt í misjöfnum mæli sé. Aðstaða þess fólks, sem þarna hefur komið sér upp íbúðarhúsum, þrátt fyrir réttleysi, byggingabann og lánsfjárskort stjórnarvald- anna, kemur gleggst í ljós með því að birta þá greinar- gerö sem fyígdi áskoruninni til bæjarráös. Er hún svo- 'nljóöandi: „Eins og bœjarstjórn er kunnugt vísaði bœrinn okkur hingað til að byggja okkur íbúðarhús, og höfúm við flestir af litlum efnum, reynt að vanda til þeirra eftir, föngum, í trausti þess að bœrinn léti okkur njóta sömu réttinda og þœginda og íbúa annarra hverfa í bœnum hvað snertir lóðaréttindi, rafmagn, vatn og götur, en elck- ert af þessu er enn komið í viðunandi horf. Langtímum saman hefur t.d. skort vatn í miklum hluta hverfisins, og má öllum Ijóst vera hve miklum örðugleik- um bundið er að viðhafa nauðsynlegt hreinlœti við slík skilyröi, þegar ekki er hœgt að þvo þvotta og jafnvel ekki börnunum áður en þau eru háttuð á kvöldin. Frárennsli er ekkert annað en gamlar lagnir frá liernum, og það sem íbúarnir hafa lagt sjálfir. Götur milli húsanna eru ekki aðrar en þœr sem íbúarnir hafa sjálfir lagt. Við fáum ekki skilið hvers við, íbúar smáíbúðahverfis- ins við Suðurlandsbraut, eigum aö gjalda hjá bœjarstjórn- inni. Við greiðum okkar útsvör og .skatta til bœjarins, án þess að njóta í staöinn þeirra sjálfsögðustu réttinda og þœginda sem ibúar annarra bæjarhverfa njóta fyrir þau gjöld. Við vonum fastlega að bœjarstjórn brégði nú fljótt og vel við framanskráðum óskum og kröfum um jafnrétti við aðra bœjarbúa.“ Þessar sanngirniskröfur fólksins í smáíbúðahverfinu við SuÖurlandsbraut flutti Ingi R. Helgason, bæjarfull- trúi Sósíalistaflokksins, í tillöguformi inn á bæjarstjórn- arfund í fyrradag, en áöur haföi borgarstjóri neitaö kjörnum fulltrúum hverfisbúa um aögang aö bæjarráös- fundi til þess aö skýra kröfurnar og fylgja þeim eftir. Viðbrögð íhaldsins urðu meö venjulegum hætti. ÞaÖ vís- aði tillögunni til bæjárráðs gegn atkvæðum allra fulltrúa minnihlutaflokkanna þriggja. Þar skulu brýnustu hags- munamál þessara útlaga bæjarstjórnaríhaldsins kistulögð viö hliöina á fjölmörgum öörum nauðsynjamálum Reyk- víkinga. En umræðurnar á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag sýndu svo ljóst sem verða mátti að nú er íhaldið hrætt. Það voru hræddir og sekir fulltrúar sem stóöu upp hver á fætur öðrum til þess að afsaka slóðaskapinn og aðgerða- leysið sem einkennir öll afskipti bæjarstjórnarinnar af helztu hagsmunamálum reykvískrar alþýðu. Ótti íhalds- ins kom ekki sízt fram í þeim endurteknu fullyrðingum, að sósíalistar flytji mál fólksins inn í bæjarstjórn nú vegna þess eins og kosningar séu í nánd! Væntanlega sanna Reykvíkingar íhaldinu að ótti þess er réttmætur og á rökum reistur. Allir framfarasinnaðir Reykvíkingar þurfa að sameinast í bæjarstjórnarkosn- ingunum í vetur um að létta hinni dauöu hönd íhaldsins af þeim margháttuöu framfaramálum sem velferð og hags munir almennings krefjast að hrundið verði í fram- kvæmd af framsýni og myndarskap. Forsprakkar Alþýðuflokks og Þjóðvarnar á Akurevri halda áfram að skemmta skrattanum j Kafna tilboði sósíalista sem hefði tryggt vinstn flokkunum meirihluta í bæjarstjérn fikureyrar 24. nóvember s.l. seridi Sósí- alistafélag Akureyrar A þýðu- flokksfélaginu þar á staðnum og Þjóðvamarfé’aginu tilboð um samvinnu í bæjarstjórn- arkosningunum í vetur. Bentu sósíalistar á að samkvæmt úr- slitum Alþingiskosninganna í sumar liefði þessa þrjá flokka aðeins vantað nokkur atkvæði til þess að fá sameiginlegan meirihluta í bænum og Því marki ætti a* vera auðvelt að ná með samstarfi í bæjar- stjórnarkosningunum. Einnig lögðu sósíalistar fram í bréfi sínu drög að málefnasamn- ingi þessara Þriggja flokka. Þetta ti'.boð vakti mikla at- hygli alinennings og fékk hin- ar beztu undirtektir stuðn- irigsmanna þessara þriggja flokka, og vitað var að einnig ýmsir forustumannanna voru sömu skoðunar og vildu hætta að „skemmta skrattan- um“ eins og Bragi Sigurjóns- son komst að orði. Ed stjórn'r flokksfélaganna báru tilboðið undir floKksklikurnar hér í Reykjavik og fengu algert bann. A þýðuflokksfélag Ak- ureyrar sagði í svari sínu aö það „vísi til ályktunar Al- þýðuflokksstjórnarinnar varð- andi samstarf við Sós’:a'ista- flokkinn" og bætti síðán við hinu venjulega geðbilunar- tali um Rússa! Og Þjóðvarn- arflokkurinn spurði fyrst A1.- þýðuflokk'im hvernig liann ætti að svara og tók svo sömu afstöðu. Þessi neitun hefur vakið mikla gremju allra vinstri sinn.aðra kjósenda á Akureyri, og þeirri skoðun vex nú ört fylgi að alþýðan verði sjálf að tryggja þá einingu sem misvitrir foringjar hafna með því að fylkja sér um eina flokkinn seni býður og skipu- leggur samvinnu. Það er svar almennings við sundrungar- starfi því sem ' unnið er í þágu afturhaldsflokkar.na einna. Þjóíviljanuin þykir rétt að kynna lesendum sínum hvað þaft var sem forsnrakkar Al- þýðuflokksins og Þ.jóðvarnar- flokksins á Akureyri höfruðu og birtir bréf sósíalista í heild liér á efilr: =fiSS?5=í ..Hér í bænum er ríkjandi mikil og vaxandi óánægja um þá meðferð og stjóm, sem málefni bæjarins hafa hlotið á kjörtímabili þeirrar bæjar- stjómar, er lætur af störfum nú eftir áramótin. Þessi rétt- mæta óánægja stafar fyrst og fremst af þvi, hve fráfarandi bæjarstjórn hefur verið sinnu lítil um að rækja það mikil- væga hlutverk sitt að tryggja bæjarbúum næga atvinnu, og hefur að meirihluta lagzt gegn þeim tillögum, sem mi'ð- að hafa í þá átt. Ennfrem- ur að þrátt fyrir litlar at- vinnulegar framkvæmdir hafa útsvarsbyrðar bæjarbúa og önnur gjöld farið síhækkandi og að ýmsar frumskyldur bæj arstjórnar gagnvart íbúum bæjarin3 og afkomu bæjarfé- lagsi.ns hafa verið illa ráíktar- Sjálfstæðisflokkurinn og Fraiðsóknarflokkurinn bera sameiginlega ábyrgð á stjórsi bæjannálanna á síðasta kjör- tímabili, þar sem þeir kusu bæjarstjórn sameiginlega og hafa síðan stýrt bænum sam- eiginlega. Munu þeir án alls vafa gera það framvegis. svo fremi ,að þeir hljóti nægilegt kjörfylgi í komandi kosning- uffi- Það er ciú orðið vaxandi í- liugunarefni al’ra frjálslyndra og framfarasinnaðra bæjar- búa, hvernig við því verði spornað, að þessum tveim flokkum takist enn á ný að ná tökum á stjórn bæjarmál- anna og lialda áfram þeirri stefnu kyrrstö'ðu og aftur- hald3, sem hér hefur ríkt und anfarið, og hvort ekki sé finnanlegur grundvöllur fyrir samhentari baráttu vinstri aflanna en verið hefur, og þá jafnframt, hvort unnt væri að mvnda samhentan og sam- starfshæfan meirihluta að kosningum loknum á fram- farasinnuðum grundvelli. Vér teljurn að þetta sé mögulegt. MáleSralegur á- greiningur meðal vinstri manna um máiefni bæjarins er ekki það miki’I, að hann þurfi að standa i vegi fyrir nánu samstarfi þeirra. Sigur- mögnleikar- slíkrar samvinnu ver'ða að teljast allmiklir. þar sem bá þrjá flokka. Sósíalista flokkinn, A'býðuflokkinn og Þjóðvainarflokkinn. sem hér gætu komið til greina, skorti í síðustu Alþingiskosningum aðeins örfá atkvæði til bess að koma að sameiginlega fimm brfiarfulltrúum, ef um bæjarstiórnarkosningar hefði verið a'ð ræða, og vitað er. að afturhaldsfiokjínrnir hafa báð ir’ stórtapað fvlgi síðan þær fóru fram. I samræmi við þiað, sem hér hofur verið s&ert. .teJur Sósíalistaflokkuri.nn. að. hags- munir vinnandi fólks í bænum leggi vinstri flokkunum þá skvldu á herðar að reyna til þess ýtrast.a að sameina Imafta sína e.g bera fram til sigurs friálslvnda umbótastefnu í málefnum bæjarins Sósíalista félag Akurevrar þvður því hér með Alþýðuflokksfélagi Akur- eyrar og Þjóðvamarfé'agi Ak- urevra" samstarf við næstu bæjarst'iórnarkosn’rigar á eft- irfarandi grundvelli: 1. Félögin bjóði fram sam- eiginlegan lista við kosning- arhar, sem sé skipaður eftir nánara samkomulagi þeirra í milli- 2. Félögin geri með sér málefnasamning, er bæjarfu1!- trúar hin-, sameiginlega lista starfi eftir á næsta kjörtíma- bili og séu aðalatriöi hans þessi: Atvinnuleysi í bænum verði útrýmt eftir því sem stendur í valdi bæjarstjórnar, m’ a. með eftirfarandi aðgerðum: Byggt verði hraðfrystihús, sem geti fullunnið verulegan hluta af afla togaranna og verði það vísir áð fulikomnu fiskiðjuveri, er hafi með hönd um niðurlagningu og niður- suðu fiskafurða og fleiri verk- unaraðferðir til fullrar vinnslu á sjávaraflanum. Togaraflotin.n verði aukinn um a. m. k. einn nýjan tog- ara- Aðstaða togaraútgerðar- innar verði bætt með því að komið verði upp fyrirhugaíri togarabry gg j u. Dráttarbraut, sem geti tek- ið allt að 1200 smálesta skip til viðgerðar og viðhalds, verði byggð. Bæjarstjórn beiti sér fyrir því með öl'um tiltækilegum ráðum, að tunnuverksmiðjan verði starfrækt hálft árið- • Allt ræktanlegt land í eigu bæiarins verði tekið til rækt- unar og fulínýtt á þann hátt, s»m flestum bæiarbúum komi að gagni. Aðstaða þeirra, er kvikfjárrækt stuada, verði bæt.t. Öll hafparskilyrði verði bætt með það fyrir augum, að Akureyri geti orðið um- hleðsluhöfn í vaxandi mæli. Örvað verði framtak félaga og einstaklinga til hess að koma á fót nýjum iðnfvrir- tæírjum með a]lri þeirri aðstoft og ívilnunum, sem fært verðui- að veita. Gengið verði fast eftir því, að Akureyri hljóti réttmæta hlutdeild í atvirmilr.gum fram kvæmdum ríkisins og hugsan- legri aðstoð þe=s við atvirau- framkvæmdir bæ.iarfélaganra- Samráð verði haft við verk- lýðssamtökin í bænum um at- vinnumálin. Byggt verði e?a, stnðning- ur veittur líknarfélösum til að koma unn elliheimili. Barnaskóli verði byggður á Oddeyri Su.ndhöllin verði full- gerð. Hrað^ð verði fram- kvæmdum við íbróttasvæðið. Bæia;rstió"ri beiti áhrifum sínum til þess að bæiarfélögin fái aukna tekiustofna svó að unnt verði aft létta á útsvars- byrðunum. Útsvör og fast- eignagiöld verði færð til rétt- látari skimmar en nú er. IJig- tekjur verði með öllu útsvars- frjálsar- Flýt.t verði skipulag'ningu miðbæiarms og Oddeyrar. Strandgatan verði fullgerð og hafin framhaldsbvgging Skipa götu. Viðhald vega verði stór- bætt og 'eif.ast við að gera helztu götur úr varanlegu efni Byggingalánasjóður verði aukinn. Bærinn bvggi eigið húsnæði fyrir skrifstofur sín- ar. 3 Ráðiin verði nýr bæjar- stjóri rg væri æskilegast að bæjarstjóraeftii hins sameig- Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.