Þjóðviljinn - 10.12.1953, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.12.1953, Blaðsíða 5
Fimmtudagxir 10. desember 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Saklaus sakborningur Bidstrup teiknaði Málgagn þýzkra auðhringa seg- ir V-Evrópuherinn eiga að halda uppi ,,röð og reglu“ í Y-Evrópu Hinum fyrirhugaða Vestur-Evrópuher er fyrst og fremst ætlaö þaö hlutverk aö halda uppi „röö og reglu“ í löndum Vestur-Evrópu, ekki sízt í Frakklandi, segir í ritstjórnar- grein í vesturbeVlínska blað'inu Der Tag. Tniman var stefnt fyrir „óamerísku nefndina" grunaður um rússavináttu. TRUMAN: Ég sver viö allt sem heilagt er aö paö er ekki mér aö kenna aö Banda- ríkin eru ekki pegar komin í stríö viö Sovétríkin. Háskólinn fékk 37 millj. kr * fyrir sigur rugbyliðsins Þegar lið háskólans í Houston í Texas sigraði lið Baylor l .áskólans í rugbyknattspyrnu um daginn, varö milljón- ari nokkur svo hrifinn aö hann sjiaraöi 37 milljónum króna í háskólann. í Houston eru olíumiUjónarar eins og mý á mykjuskán og einn þeirra, Hugh Roy Cullen, Laun heimsins í sumar tapaði dönsk kona veski sínu í skemmtigarðinum í Tívólí í Kaupmannahöfn. í veskinu voru 830 kr. Hún sneri sér til lögreglunnar og var sagt þar, að maður einn hefði fund- ið veskið. Hann hefði verið á leiðinni méð það á lögreglustoð- ina þegar hann mætti ungum manni og stúlku, sem spurðu hann, hvort hann hefði fund- ið lítið, rautt veski. Þar sem veskið sem hann hafði fundið var bæði lítið og rautt, lét hann stúlkuna fá þáð án þess að grennslast frekar eftir, hvort hún væri rétti eigandúm. Hann hafði skýrt lögreglunni frá þessu og gefið upp nafn sitt og nú stefndi eigandi veskisins honum fyrir rétt. Niðurstaða dómarans var sú, að hann hefði sýnt vítavert gáleysi með því að afhenda veskið á þennan hátt og var honum gert að greiða eigandanum 750 krónur og 150 krónur í málskostnað. er íorséti stjómameíndar há- skólans. Eítir að rugbvlið Houston vann lið Baylor með 37 stigum gegn 7 ávarpaði Cullen sigur- hátíð stúdenta og tiikynnti gjöf- ina. • „Baráttuhugur og þrautseigja Jagúaranna þegar þeir sigruðu Baylor fyllir mig hrifningu og er mér hvöt til að gera eitthvað fyrir okkar frábæra háskóla“, sagði milljónarinn. Forsíðan var auð Daginn eftir að sænska. blað- ið Expressen hafði birt tilboð Ho Chi Minhs um samninga til að binda etidi á stríðið i Indó Kína, var nær öll forsíða blaðs- ins Entente í Hanoi auð. Franska ritskoðunin hafði bann að blöðunum að minnast einu orði á tilboðið. Margir .af háskólum Banda- rikjanna eru sjálíseignarstofn- anir, sem haMið er uppi með gjöfum auðmanna, einkum fyrr- verandi nemenda. Þykir örlæti gefenda fara meira eftir frammi- stöðu íþróttamaijna skólanna en vísindaafrekum prófessoranna. Olíumilljónarinn Cullen hefur áður gefið háskólanum í Houston 370 milljónir króna. »ll Wi Der Tag er stjómað af Blúch- er, varaforsætiráðherra Vestur- Þýzkalands og túlkar skoðanir vesturþýzkra stóriðjuhöMa. Þessi ritstjórnargrein þess er táknræn iyrir afstöðu vesturþýzku blað- anna til V-Evrópuhersins, sem verða æfari með hverium degi’ sem líður yfir vaxandi andstöðu Frákka gegn stofnun hans. Uggvænlcgt ástand 'T. greininni segir m.a.: ,,Hér er ekki aðeins um herdeildir að ræða. Bandalagi V-Evrópuríkj- anna cr ætlað það hlutverk að koma aftur á röð og reglu Evrópu, ekki sízt i Frakklandi. Eins og stendur vantar sterka hönd í Evrópu, því að ástandið er nú uggvænlegt", Blað.'ð bætir við, að „reynd- ir stjómmálamenn álíti þetta á stand mikilvægustu röksemdina. fyrir stofnun evrópsks banda- lags“. Der Tag segir að það sé löndum V-Evrópu fjötur um fót að þau righaldi sér enn í úreltar hugmyndir um þjóðernislegt sjálfstæði. Það segir um þessi lönd: „Rétttrúarblanda og hugsjónaþreyta" „Þau hafa dregizt aftur úr eft- ir að hafa rutt braut tækninnar fyrir heiminn; þeim hefur b’ætt, ;t bæði efnahagslega o,g siðferði- lega í tveimur miklum heimsstyrj öldum. Þau righalda sér í úreita stjórnarhætti, sem einkennast a£ rétttrúarblindu og hugsjóna- þreytu, sem stéttabaráttukenning marx.'smans hefur valdið, þrevtu og vanmætti gagnvart hinni öru þróun, sem á sér stað. Þetta á einkum við urn Ítalíu og Frakk- land.“ Brugg í potti Heimabruggun fer nú einnig mjög í vöxt í Svíþjóð, og búizt Við að hækkun áfengisverðsins sem stendur fyrir dyrum muní ekki verða til að draga úr landabrugginu. — Um daginn þurftu lögreglumenn að hafa tal af bónda einum í Norrlandi. Þeir hittu bónda ekki heima en leituðu hans í kofa einum. úti í skógi. Kofinn var læstur, en lögreglumennirnir gægðust ái. gluggann, og sáu þá, hvar sauð í potti. Það var ekki um að villast, að brugg var í pottin- um, en ennþá hafði bónda ekki tekizt að eima nema einn desi- lítra. Af honum varð hann að greiða ,,brennivínsskatt“, kr. 32,50. ■J»r Leyft oð selja lyf til Kina Frá næstu áramótum verður leyft að senda myglulyf og súlfalyf frá Bretlandi til Kina. Lyf hafa verið talin með hemaðarnauðsynjum á skrám þeim yfir vörur sem Bandaríkin banna styrkþegum sínum að selja til alþýðuríkjanna. Bretar fá 100.000 lestir mangans frá Sovétríkjunum Það hefur upplýstst í umræð- um í brezka þinginu, að Bret- ar hafa samið um kaup á 100.000 lestum af mangangrýti Sovétríkjunum. Einn af þing- mönnum Verkamannaflokksins hafði orð á því, hvort ekki væri kominn tími til að Bretar slök- uðu eitthvað á þeim hömlum sem lagðar hafa verið á út-flutn- ing til Sovétrikjanna, fvrst þeir hafa fengið kevpt svo mikið magn af mangani, sem telja má meðal mikilvægustu hernaðar- nauðsynja. Mál og menning 4 Af bókaflokknum í fyrra fási enn þessar bækur: Jörð í Airíku, endurminningar Karen Blixen Sóieyjarkvæði lóhannesar úr Kötlum. Saga bín er saga vor, eítir Gunnar Benediktsson Dagbók í Höfn, eftir Gísla Brynjúlfsson Skáldsagan Klarkton, eftir Howard Fast Skáldsagan Plágan, eftir Albert Camus ' t Látið ykkur ekki vanta bækur inn í heldur eignizt bókaflokkana frá byrjun. Fram til áramóta njóta félagsmenn sömu kjara og í fyrra. Eftir áramót veröa þessar bækur eingöngu seldar á bókhlö'öuverði. ATHUGID aö pessar bœkur komast fljótt í hátt verö. Upplagiö var lágt. Þrjár úr flokknum eru löngu uppseldar. Bókabúð Máls og menningar Skólavöröustíg 21. Sími 5055.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.