Þjóðviljinn - 10.12.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.12.1953, Blaðsíða 7
---------------------—---------------------:-Fimmtiuiagur-10. desember 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7J Sósíalistaflokkurinn markar stefnuna í raforkumólum ,• . i . . . %. s . ■ « i Fullvirkjun Sogsins, 6000 ha Austurbndsvirkj- un, 6000 ha Vestfjarðavirkjun, smærri orku» ver og orkuveitur, fullvirkjun Laxár undirbúin Fyrsti kafli frumvarps Einars Olgeirssonar um rafeœMngu landsins Hér er birtur 1. kafli hins gagnmlerka frumvaíps Ein- ars Olgeirssonar um raf- væðingu landsins og sá hluti greinargerðar þess er um þann kafla fjallar. 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að taka að láni allt að 90 milljónum króna eða jafn- ' virði þess í erlendri mynt og endurlána Sogsvirkjuninni upp- hæðina til framkvæmda á virkjun Efrifossa við Sog með þeim kiörum,' er lánið er tek- ■ið, og gegn þeim tryggingum, er ríkisstjórnin tekur gildar. Telji ríkisstjórnin, að það sé erfið’eikum bundið fyrir hana að fá slíkt lán nú þegar, skal hún heimila stjórn Sogsvirkj- unarinnar og Reykjavíkurbæ að taka það með ábyrgð ríkis- ins. GREINARGERÐ: Rafvæðing landsins er það verkefni, sem nú kaliar að. Það þarf að gerast samtímis þv', sem sjávarútvegur lands- ins er aukinn, og e'ninitt aukn- ing sjávarútvegsins og þar me2 erlenda gjaldeyrisins er ein höfuðimdirstaðan undir því, að vér íslendingar getum af eigin rammleik virkjað fallvötn vor. Rafvæð'ng landsins er um leið skiiyrði til eflingar sjávarút- vegs, iðnaðar og landbúnaðar, því að rafvirkjunin verður alltaf að m'Jast við það tvennt, ef vel á að vera: 1) að vera til aukinr.a lífsþæginda og bættr- ar afkomu fyrir fólkið og 2) að vera undirstaða aukinnar at- vinnu, aukinnar framleiðslu. Þetta tvennt er sérstaklega haft í liuga, þegar fagt er tU að samþykkja rýjar heimildir til byggingar raforkuvera eða að breyta eldri heimildum, svo sem gert er í I. kafia þessa frumvarps. Virkjun Efrifossa við Sog I 1. gr. er ríkisstjórninni gefin hgimild til þess að taka eða ábyrgjast fyrir Sogsvifkj- unina allt ,að 90 millj. kr. lán til virkjunar Efrifossa við Sog. Er brýn nauðsyn, að þessi heimild verði nú þegar veitt, því að það þarf ,að byrja sem .allra fyrst á þeirri virkjun, svo að við hana sé lokið eigi síðar en 1956— 57. Það, sem gerir svo nauðsynlegt að flýta þeirri virkjun, er, ,að allt að % af orkumagni því, sem hin nýja írafossstöð framle'Air, fer til áburðarverksmiðjunnar, þegar hún tekur til starfa. Raunveru’ega er því hin nýja virkjun við Efrifossa óhjá- kvæmileg einmitt vegna áburð- arverksmiðjunnar, þar sem hún tekur svo mikla raforltu frá Sogsvirkjuninni, að ella heíði þurft að reisa 100 millj. kr. raforkuver, ef framleiða átti handa hénní einni. Afleiðingin af því, að bið yrði á því að hefjast handa um virkjun Efri- fossa, yrði sú, að eftir nokk- um tíma yrði annað hvorf að draga úr framleiðslu áburðar- verksmiðjunnar eða fara að framleiða rafmagn með stöð- ugum rekstri olíustöðvar'nnar við Elliðaár, en slíkt yrði fjár- hagslega sérstaklega óhag- kvæmt, þar sem kostnaðarverð kilówattstunda úr olíustöðinni yrði 30—40 aurar, en áburðar- verksmiðjan fær kílówattstund- ina á rúman einn eyri. Hins vegar mun enginn mæla’ með þv;, að aftur sé fært að koma á því ófremdarástandi að verða að skammta rafmagnið á Suð- ur’andi og eyðileggja þannig atvinnu- og framleiðslumögu- leika. Sósíalistaflokkurinn flutti á síðasta þingi sams konar til- lögu og þessa. Hún var þá felld. En vænta má, að skiin- ingur. manna hafi aukizt síðan. I kosningastefnuskrá sinni í sumar lagði flokkurinn sár- staka áherzlu á, að Sogið yrði fullv.irkjað og rafmagn leitt til Vestmannaeyja. Austurland 2. gr. Ríkisstjórninni ér heimilt að taka að láni a-llt að 30 milljónum króna til þess að ,reisa allt að 6000 hestafla orku- ver á Austurlandi, þar sem þ.vkir heppilegast, og leggja frá orkuverinu aðalorkuvéitur til Seyðisfjarðarkaupstaðar, Nes- kaupstaðar, Eskifjarðarkaup- staðar, Búðareyrar í Reyðar- firði og Búðakauptúns í Fá- skrúðsfirði. Er ríkisstjórninni heimilt að fela rafmagnsveitum ríkisins framkvæmd virkjunarinnar, svo og að ábvrgjast fyr'r þær lánið, ef hentugra þykir, að þær taki það. Sé heimild þessi notuð, skal fella niður heimild til virkjun- a,r Grimsár í Skriðdal i lögum um ný orkuver, nr. 12 9. febr. 1951, og heimild í lögum um ný orkuver og nýj.ar orkuveit- ur rafmagnsveitna ríkisins, nr. 22 1: febr. 1952, 1. gr. 1. tölu- liður. GREINARGERÐ: í 2. gr. er lagt til að heim- ila ríkisstjórninni að reisa allt að 6000 hestafla' orkuv'er á Austurlandi, þar sem hentugast þykir. Hér er breytt allveru- lega um heimildir frá því, sem er í fyrri lögum. í lögum nr. 12 9. febr. 1951 var heimild til að virkja Grímsá í Skriðdal o'g t,aka lán til Þess og virkjunar Fossár í Hólshreppi í N-ísa- fjarðarsýslu, alls 5 millj. kr. í lögum nr. 22 1. febr, 1952 var heimild til þess að virkja Grímsá eða Fjarðará í allt að 2000 hestafla orkuveri. Nú er hins vegar auðséð, að það, sem Austurland þarfnast, er a’lstór virkjun, sem ekki aðeins fullnægir heldur lætur en þær olíustöðvar, sem *nr eru nú reknar, brýnustu raf- magnsþörfum, heldur skapar um leið grundvöll að stórauk- inni framleiðslu í þessum byggðariögum. Það dugir ekki að hugsa um raforkumálin gagnvart ibúum þessara byggð- ar’.aga þannig, að komast verði af með sem minnst, heldur verður að skipuleggja og hugsa raforkustöðvarnar út frá því að stórefla atvinnullfið á þess- um stöðum. Það þarf því að crannsaka jaí'nt Fjarðará, Grímsá, Lagar- fljót sem og önnur vatnsföll þar eystr.a út frá því sjónar- miði að virkja al’t að 6000 hestöflum á þann ódýrasta hátt, sem hægt yrði. Þv; er lagt til að raforkumálastjórnin fái frjálsar hendur um val íall- vatnsins miðað við 5—6 þús- und hestaf.la virkjun. Sósía’istaflokkurinn lagðí til í kosningastefnuskrá sinni í .sumar, að „ráðizt verði þegar í stað í mik’a vatnsvirkjun fyrir Austurland, sem leysi raf- magnsmálin þar og veiti mögu- leika til stórframleiðslu“. Re.vnsla hefur sýnt, að sé gnægð raforku fyrir, þá er miklu hægara að koma upp iðjuverum á slíkum stöðum. Staðsetning, sementsverksmiðju á Akranesi er ekk; sízt ónot- aðr-i raforku Andakílsárvirkj- unarinnar að þakka. Vestfirðir 3. gr. Ríkisstjórninni heim- ■ilast að taka að láni allt að 45 milljónum króna til þess að reisa á Vestfjörðum orkuvet, er íramleitt geti allt að 6000 hestöfl, annað hvort eitt við Dynjanda eða fleiri á ýmsum stöðum, eftir því sem heppileg- ast þykir. Sé um samvirkjun að ræða hjá Dynjanda, skal það^n leggja aðalorkuveitur til ísafjarðar, Hnífsdals, Flateyr- ar, Suðureyrar, Súðavíkur, Bo’iungavíkur, Þingeyrar, Bí’.dudals og Patreksfjarðar og nálaegra byggða. Sé um smærri virkjanir að ræða, skal virkja handa þessum stöðum öllum svo sem haganlegast Þykir og leggja aðalorkuveitur til þeirra og nálægra byggða. Ríkisstjórninni er heimilt’ að fela rafmagnsveitum ríkisins framkvæmd virkjunarinnar, svo og að ábyrgjast fyrir þær lánið, ef hentara þykir, að þær taki það. Sé heimild þessi notuð, skal niður falla heimild til virkj- unar í lögum um ný orkuver ög nýjar orkuveitur rafmagns- veiína ríkis'ns nr. 22 1. ísbr. 1952, í 1. gr, 3.' töluíið, ug heimild í lögum um ný orku- ver, nr. 12 9. íebr. 1951. GREINARGEiRÐ: í lögum þe!m um ný raf- orkuver, sem áður gat um, bæði frá 1951 og 1952, er heim- ilað að virkja ýmsar smærri ár á Vestfjörðum. Yrðu það þá smáar virkianir, sem ekki gætu aukið framtíðargrundvöll mik- ils rekstrar á Vestfjörðum. En með tilliti til þeirra miklu möguleika, scm Vestfirðir hafa til stói'aukinnar fiskiðju og jafnframt hugsanlega t.il vinnslu hráefna, sem samið væri um að flytja frá Græn- landi, þá er nauðsynlegt, að gengið sé úr skugga umvhvort stærri virkjun væri hu'gsanleg, og er það þá fyrst Og fremst Dynjandi. En þyki það ekki fært, er auðvitað ekki annað að gera en snúa sér af fullurr* krafti að smærri virkjununum. Þess vegna er hér lagt til .að breyta fyrri lagaheimildurrx þannig, að samvirkjun ‘í Dyrrj- anda sé leyfileg, ef hún þvkir* ha^kvæmari, og er þá auðvitað lánsheimildln hækkuð. Sósíalistaflokkurinn lagði lil í kosningastefnuskrá sinni í: sumar, að „jafnhliða stórfrarn- kvæmdum í fiskiðnaði og út- gerð verðf rafmagnsmál Vest- fjarða að leysast með allstorr? vatnsvirkjun“. En eins og Sósíalistaflokkur- inn hefur aldrei þreytzt á að boða í sambandi við lausn raf'- magnsmálanna, þá er naúð- synlegt, að hugsað sé fyrir" aukningu atvinnulífsins sam- tímis rafvæðingunni. Þetta tvennt verður að haldast í. hendur. Annars verður ýmisti ráðizt í of litlar og of dýrar virkjanir, sem vantar stór at- vlnnutæki til að ber.a bæði þær og byggðarlagið uppi, eða stór atvinnufyrirtæki i;eist annars staðar og verða að framleiða: raforku með dýrri erlendri olíu, af því að staðsetning at- vinnufyrirtækja og skipulagn- ing raforkuvera fylgjast ekk? að. Rafvirkjanirnar verða að miðast við að verða atvinnulegL lyftistöng héraðanna til fram- fara og atvinnuleg undirstað.a fólksfjölgunar í þeim byggðar- lögum, en ekki bara við aðt íullnægja brýnustu þörfum þess fólks, er Þar býr í dag. Smœrri virkjj- ottir oep orkuveitur 4. gr. Ríkisstjórninni eV heimilt að fela rafmagnsveil’.ún ríkisins: 1. að virkja Hvammsá eða Selá í Vopnafirði til raforku- vinnslu í allt að 500 hestafla orkuveri og leggja aðalorku- veitu frá orkuveri til Vopna- fjarðarkauptúns; 2. að virkja San'dá -í Þistil- firði eða aðra hentuga á ti.l raforkuvinnslu í allt að 290ð hestafla orkuveri og leggja þaðan aðalorkuveitur til Þórs- hafnar og Raufarhafnar; 3. að virkja Smyrlabjargaá og/eða Laxá í Austur-Skafta- fe’lssýslu til raforkuvinnslu í allt að 1000 hestafla orkuveri og leggja frá þvi aðalorkuveit- ur til Hafnarkauptúns og ,um nálægar byggðir; 4. að leggja aðalorkuveitu úrr Landeyjum t’l Vestmannaeyja,: 5. að leggja aðalorkuve'tu ti£ Hvammstanga og nálægra byggða; Framhald af 7. síðu. Mannvirltin við irafoss í Sogi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.