Þjóðviljinn - 10.12.1953, Blaðsíða 10
jO) —JÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. desember 1953
elmilisþáttnr
Jálahátíð á nýjan hétt
Jólin ættu gjarnan að vera
hvíldartími, þegar okkur liði
öllum vel og við gætum um
stund lagt allar áhyggjur til
lilíðar, en því 'líiiður er þetta
hægara ■ sagt en gert. BÖrnin
hlakka ótrúlega mikið til að-
íangadagskvölds, en fullorðna
fólkið hugsar til þess með
ekelfingu hvað útgjöldin fara
sívaxandi eftir því sem há-
tíðin nálgast. Margar húsmæð-
ur eru auk þess svo þreyttar
og úttaugaðar eftir allan jóla-
undirbúninginn, að þær hafa
varla nokkra ánægju af þeirri
hátíð sem þær hafa átt mestan
þátt í að .undirbúa.
Ein fjölskylda, sem kvenna-
síðan er kunnug, ákvað í fyrra
að breyta jólahátíðahöldunum
Iitið eitt til reynslu. Það tókst
mjög vel. Hið fyrsta sem gert
yar, var að hætta við allar
jólagjafir handa fullorðna fólk-
inu, og taka þess í staö sam-
eiginlega þátt í öllum jólaund-
irbúningnum. Aðfangadags-
kvöldið var gert að sameigin-
legri fjölskylduhátíð, þar sem
hver einstakur hafði sitt verk
að vinna. Þannig dreifðist starf-
ið á alla, svo að ein einstök
húsmóöir þurfti ekki að hafa
alla fyrirhöfnina, enda var til-
ga.ngurinn sá að hlifa sem mest
húsmóðurinni sem átti að halda
sjálfa hátíðkia.
Ágætt er yað' hafa börn í
frakka, ert þó éb næstum enn
betra að liafa þau í buxum
og blússu. Það er hlýtt og
þétt og þægilegt að hreyf«"sig
í því. Ef frakki á að vera .nógu
heitur og þykkur er hann oft
svo óþjáll, að barnið á erfitt
með áð hreyfa sig frjálslega í
honum, og það stoðar lítið' að
frakkinn er þykkur þegar barn-
ið situr á hækjum og frakkinn
kippist upp á bakið. Þá eru
buxur og blússa hentugri. Hér
er mynd af litlum, frönskum
snáða í nýju fötunum sínum,
og þau eru afar hentug. Blúss-
an er vel síða og með stroffi
aö neðan, svo að hún kippist
ekki upp. Buxurnar eru vel víð-
ar um hnén en þröngar að neð-
an og það er hlýtt og hentugt.
Ljósgrái -liturinn er aftur á
móti dálítið viðkvæmur; bún-
ingurinn væri sjálfsagt hent-
ugri í dekkri lit.
Lára móðursystir, sem hefur
mjög gaman af að baka, tók
að sér að annast jólábakstur-
inn. Hún vinnur á skrifstofu
á daginn, og á kvöldin bakaði
hún. Skerfur hennar til há-
tíðahaldanná voru kleinur, smá-
kökur ,bg tertur. — ÍHans
frændi er piparsveinn, óg hann
tók að sér að annast innkaup
á öli, ávöxtum og þess háttar.
Unglingarnir í fjölskyldunni
fengu leyfi til að búa tii
sælgæti, marsípan og konfekt.
Sennilega myndu engar tvær
fjölskyld.ur haga þessu á ná-
kvæmlega sama hátt; það fer
eftir hversu stórar fjölskyld-
urnar eru og hveraig hagkvæm-
ast er að skipta verkunum. En
í fljótu bragði virðist það góð
hugmv.nd, að losa húsmóður-
ina við mikið af erfiði hennar.
Hún hefur vissulega nóg að
gera, jafnvel þótt öll fjölskyld-
an taki sig saman um að hjálpa
henni. Þið ættuð að taka þessa
hugmynd til athugunar fyrir
jólin.
HHastílling
Heimilisþátturinn hefur stund-
um verið beöinn að birta leið-
beiningar í sambandi við hita-
stillingu á bökuaarofnum. —
kolaeldavélum og eldri gerð
Rafhaeldavélanna vita ekki hve
hátt þær eiga að sti'la ofni.nn
á nýrri geríinni af Rafhavél-
Margar konur sem vanizt hafa
unum. Nú er það svo, að hver
kona hefur skia aðferð í sam-
bandi viö bakstur, bæði hvað
snertir hitann og annað, svo
að það er erfitt a% gefa algild-
ar reglur.
Heimilisþátturihn sneri sér
samt til rejuidrar húsmóður.
sem hefur ’ áfurti sáman bakað
í svona eldavél með góðum ár-
angri. Hún kvaðst stilla ofn-
inn á 350-400 stig þegar hún
bakar smákökur og hitar ofn-
inn til fulls áður en hú.n lætur
plötuna inn i ofninn og hefur
hana í miöjum ofninum. Þegar
hún bakar formkökur og tert-
ur stillir hún ofninn á 275-350,
hitar ofninn um það bil til há’.fg
áður en hún setur mótin inn og
hefur mótin neðarlega í ofn-
inum, ef það eru kökur sem
eiga að hefjast. Ef kökur þurfa
einhvern sérstakan hita er þess
venjulega getið í uppskriftun-
um og ber þá að fara eftir
því. Þannig sagðist þessari hús-
móður frá.
Ef til vill hafa sumar hús-
mæður áðra reynslu í þessum
efnum, og þætti Heimilisþættin-
um þá vænt um að heyra álit
þeirra.
Selmn Lagerlöfs
ÖRLAGAHRINGURINN
2
Görans Löweasköld liðsforingja, elzta sonar
hershöfðingjans, sem nú var búsettur á Heiðar-
bæ dó úr barnaveiki. Hún var jörðuð næsta
sunnudag á eftir að lokinni messu, og allir
kirkjugestir tóku þátt í líkfylgdinni að gröf
Löwensköldanna, þar sem grafhýsin tvö stóðu
hlið við 'lilið. Múrari hafði brotið upp hvelf-
inguna fyrir neðan, svo að hægt var að láta
litlu bamskistuna við hliðina á kistú afans.
Meðan fólkið stóð umhverfis gröfina og
hlustaði á líkræðuna, má vel vera að ein-
hverjir hafi hugsað um konungshringinn og
harmað að hann lægi geymdur í líkkistu, eng-
um til gagns né gleði. Ef til vill hafa einhverjir
hvíslað að granna sínum, að nú væri gerlegt
að komast yfir hringinn, því að gröfin yrði
sennilega ekki múruð aftur fyrr en næsta dag.
Meðal hinna mörgu sem hugsað varð um
þetta, var bóndi einn frá Miðstofu í Ólafsbæ,
sem hét Bárður Bárðarson. Hann liafði alls
ekki haft neinar áhyggjur af hringnum. Þvert
á móti. Þegar menn höfðu talað um hringinn,
hafði hann tekið svo til orða, að hann ætti svo
góðan búgarð, að hann þyrfti ekki að öfunda
hershöfðingjann, þótt hann hefði tekið skeffu
af gulli með sér í gröfina.
Þegar hann stóð þarna í kirkjugarðinum fór
hann eins og fleiri að hugsa um, að það væri
merkilegt að búið væri að opna gröfina. En
hann gladdist ekki yfir þvi. ,,Liðsforinginn
hlýtur að láta loka henni aftur í dag“, hugsaði
hann. „Það eru margir sem ágirnast þennan
hring“.
I rauninni kom honum þetta ekkert við, en
hvernig sem á því stóð lifði hana sig meira og
meira inn í þá hugsun, að það gæti verið hættu-
legt, að skilja gröfina eftir opna heila nótt.
Það var komið fram í ágúst, næturnar voru
dimmar, og ef gröfin yrði ekki múruð aftur
samdægurs, gæti þjófur laumazt niður í hana
og hrifsað dýrgripinn.
Hann fylltist svo miklum kvíða, að honum
datt í hug að fara til liðsforkigjans og að-
vara hann, en honum var kunnugt, að fólk taldi
hann einfaldan og hann vildi ekki verða til að-
hlægis. „Vissulega er þetta alveg rétt athugað
hjá þér“, hugsaði hann, „en það hlæja allir
að þér, ef þú ert of afskiptasamur. Liðsforing-
inn er svo skynsamur, að hann hefur sjálf-
sagt gert ráðstafanir til þess að gröfin verði
múruð aftur“.
Hann var svo niðursokkinn í þessar hugsanir
sínar, að hann tók ekkert eftir því að at-
höfninni var lokið og hann stóð kyrr við gröf-
ina og hefði ekki hreyft sig ef konan hans
hefði ekki komið og kippt í hann.
— Hvað gengur að þér ? sagði hún. Þú stend-
ur og starir fram fyrir þig eins og köttur fyrir
framan rottuholu.
Bóndinn hrökk við, leit upp og sá að hann
cg konan voru alein í kirkjugarðinum.
— Það er ekki neitt, sagði hann. Ég var
bara að hugsa ....
Hann langaði til að segja konunni hvað hann
hefði verið að hugsa um, en hann vissi, að
hún var miklu skynsamari e:i hp'in. Hún sagði
bara að hann gerði sér óþarfa áhyggjur. Hun
segði að hvort sem gröfinni yrði lokað eða
ekki, þá væri það mál sem kæmi Löwensköld
liðsforingja við og engum öðrum.
Þau lögðu af stað heimleiðis, og þegar Bárður
Bárðarson hafði snúið baki við kirkjugarðin-
um hefði hann um leið átt að geta losnað við
umhugsunina um gröfina, en sú varð ekki raun-
in á. Eiginkonan talaði um jarðarförina: um
kistuna, líkmennina, líkfylgdina og líkræðuna,
og hann skaut inn orði á stöku stað til að láta
ekki bera á því að hann vissi ekkert og hefði
ekkert heyrt, en von bráðar heyrði hann rödd
eiginkonunnar eins og úr fjarska. Heilinn fór
aftur að fást við hinar fyrri hugsanir. „Það
er sunnudagur í dag“, hugsaði hann, ,,og ef
til vill lokar múrarinn ekki gröfinni á hvíldar-
degi. En liðsforinginn gæti greitt grafaranum
dal fyrir að vaka við gröfina í nótt. Bara hon-
um dytti það í hug!“
Og hann fór að tala upphátt við sjálfan sig.
— Ég hefði annars átt að tala við liðsfor-
ingjann. Mér hefði átt að standa á sama þótt
allir lilægju að mér.
Hann var búinn að steingleyma að konan
gekk við hlið hans, en hann áttaði sig þegar
hún nam snögglega staðar og starði á hann.
— Þetta er ekki neitt, sagði hann. Ég var
bara að velta þessu sama fyrir mér.
Svo héldu þau göngunni áfram og innan
skamms voru þau komin heim.
Nú vonaði hann að þessar órólegu hugsanir
hyrfu úr huga hans, og það hefðu þær senni-
lega gert, ef hann hefði farið að vinna, en í
dag var sunnudagur. Þqgar fólkið í Miðstofu
var búið að borða miðdegisverð, réðu sér allir
sjálfir. Hann sat einn eftir í stofunni og óðar
sóttu hinar sömu hugsanir að honum.
Hann reis á fætur eftir andartak, gekk út og
sótti hestinn í þeim tilgangi að ríða heim að
Heiðarbæ og tala við liðsforingjann. „Annars
verður hringnum stolið í nótt“, hugsaði hann.
En þó varð ekkert úr framkvæmdum hjá
honum. Hann var of feiminn. Þess í stað fór
hann heim á bæ nágrannans, til að tala um
kvíða sinn við húsbóndann þar, en hann náði
ekki tali af honum einum, og enn var hann of
óframfærinn til að leysa frá skjóðunni. Hann
kom aftur heim til sín jafnnær.
Hann fór að hátta strax og sólin var hnigin
til viðar og hugsaðí sér að sofa til morguns.
En það varð lítið úr svefni hjá honum. Kvíð-
inn sótti enn að honum. Hann bylti sér á allar
hliðar í rúminu.
Eiginkonan gat auðvitað ekki sofið heldur,
og eftir nokkra stund vildi hún fá að vita,
hvers vegna hann var svona órólegur.
— Það er ekki neitt, svaraði hann eins og
hann var vanur. Ég er bara að brjóta heilann
um dálítið.
— Já, þú ert margbúinn að segja þetta í dag,
sagði eiginkonan, en nú finnst mér að þú ætt-
ir að leysa frá skjóðunni við mig. Hugsanir
þínar eru varla hættulegri en svo að þú gætir
talað um þær við mig.
Þegar Bárður heyrði þetta datt lionum í hug,
að hann gæti ef til vill sofnað, ef hann færi
að ráðum hennar.
—; Ég var bara að velta því fyrir mér, hvort
gröf hershöfðingjans hafi verið múruð aftur,
aoif oc CftMW*
IKennarinn: Ef þú hefðir sex epli, Xonni, og1
ég bæði þig um að gefa mér þrjú þeirra, livað
hefðirðu þá mörg efttr?
Nonni: Sex.
Varstu heppinn í veiðiferðinni, gamli minn?
Sannarlega! Ég skaut 13 endur.
Allar villtar?
Nei, engin, en eigandi þeirra — hann varð það!
Ég lief tekíð eftir því að þegar þú ert að
segja af þessari veiðiferð þinni, þá hefurðu
stærsta laxinn ekki alltaf jafnstóran.
I*að er rétt, ég hef liann aldrei stærrl en svo
i að viðkomandi trúl mér.
1 Á skotæfingu:
/ 1. maður: Það er orðið hræðilega framorðið, og
1 við höfum ekki hitt i mark í eitt einasta skipti.
1 2. maður: Við skulum skjóta tveimur feilskotum
| í viðbót og hætta svo.