Þjóðviljinn - 22.12.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.12.1953, Blaðsíða 6
6) -í ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. desember 1953 (IIÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkar alþýðu — SósiafiGtaflokkurian. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Préttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigtirjónsson, BJarni Bencdiktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7600 (3 línur). Ásjcriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Inusasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja ÞJóðviljans h f. Ósigur borgarsfjórans <•- • Eftir harðvituga smöiun í „prófkosningu" og grimmi- ?eg innanflokksátök hefur íhaldiö barið saman fram- boöslista sinn viö' komandi bæjarstiómarkosningar. ÞaÖ sem deilan stóð um var einfaldlega það hvort Gunnar Thoroddsen og klíka hans ætti einhverju að ráða um þá menn sem listann skipuöu eða hvort borgarstjórinn yrð'i nauöugur viljugur a'ö taka við þeim meðframbjóðendum sem flokksstjómarklíkan tilnefndi í .efstu sætin. Þessari deilu er nú lokið með algjörum sigri Ólafs Thors og ann- arra þeirra er stóöu í andskotaflokki borgarstjórans í for- setakosningunuir, í fyrra Öll efstu sætin að undanskildu sæti borgarstjórans sjálfs, eru skipuö eindregnum fylgismönnum flokksstjóm- arklíku íhaldsins. Það’ er fyrst í hinum neðri og vonlausu sætum á listanum sem einn og einn af fylgismönnum borgarstjórans fær aö fljóta með. Hvort þetta eru raun- veruleg úrslit „prófkosningarinnar" skal ósagt látið en sé svo er augljóst aö flokksvél íhaldsins hefur gegnt sínu hlutverki til fulls og hvergi verið hlífzt við aö gera ein- angrun Gunnars Thoroddsen sem mesta og eftirminni- legasta. I>essi grimmilegu innanflokksátök íhaldsins og úrslit þeirra eru slæmur fyrirboði fyrir lista þess í átökum kosn- inganna. Persónulegir stuðningsmenn borgarstjórans inn- an flokksins eru sízt af öllu líklegir til þess, eftir þá með- ferð sem þeir hafa hlotiö við framkvæmd „prófkosningar- innar“ og endanlega ákvörðun framboðslistans, að ganga nú fram fyrir skjöldu til þess a'ö tryggja keppinautum sín- um sigursæl úrslit. Og sízt af öllu styður sú ákvörðun aö sameiningu hinna sundurleitu flokksbrota að' menn af gerð' Geirs Hallgrímssonar og Sveinbjörns Hannessonar skuli nú eiga að erfa sæti Hallgríms Benediktssonar og Guöm. heitins Ásbjörnssonar, aö ógleymdu því ótrúlega giappaskoti aö skipa Jóhanni Hafstein í það sæti listans sem málgögn flokksins og fylgismenn munu telja orust- una háða um. Allt sannar þetta aö feigðin sækir nú íhaldlð heim og mun það sízt lastaö af ýmsum þeirra sem um sárt eiga að binda eftir þau hjaðningavíg sem átt hafa sér sta'ö undanfarna daga. ttöj fan við sgraa heygarðsbornið Alþingi felldi eins og kunnugt er þá tillögu Einars Ol- geirssonar á siðasta þingi að' heimila ríkisstjórninni nauö- syniega lántöku til þess að hægt yröi að ráðast í fullnað- arvirkjun Sogsins. Gegn þessu mikla nauösynjamáli Reykvíkinga og Sunnlendinga almennt greiddu allir þing- menn stjórnarflokkanna og Alþýðuflokksins atkvæði. Erin á ný hefur Einar lagt fram á þingi mikinn fmm- varpsbálk um rafvæðingu landsins og fleiri ráiöstafanir í raforkumálum. Eitt atriði frumvarpsins er heimild fyrir ríkisstjórnina til lántöku aö upphæð 90 millj. kr. til þess að virkja efra faiiið í Sogi. En á þessari virkjun er brýn nauðsyn, m.a. vegna þess hve mikið af orku írafossstöðv- arinnar fer til handa áburðarverksmiðjunni þegar hún tekur til staría. Má fullyrða aö rafmagnsskortur geri vart við sig að nýju innan 2-3 ára ver'ði þessari viðbótarvirkjun ekki hrundið í framkvæmd innan þess tíma. Hefur verið sýnt fram á þa'ö meö óhrekjandi rökum að hagstæðast og ódýrast yrði að ráðast strax í virkjun efra Sogs a'ö írafoss- virkjuninni lokinni. Þetta hefur þó íhaldið hindra'ð fram að þessu þrátt' fyrir ötula baráttu sósíalista fyrir málinu. Þessi furðulega afstaða íhaldsins reyndist óbreytt á síö- asta fundi bæjarstjómar Heykjavíkur þegar sósíalistar báru fram tillögu um áskomn á Alþingi að samþykkja raforkumálafrumvarp Einars Olgeirssonar. íhaldið vísa'öi tillögunni frá. Þánnig viröist enn stefnt að því, þrátt fyr- ir fögur orð um „margra ára undirbúning" að virkjuninni, að draga þetta framfaramál á langinn og bregöa fæti fyrir sérhverja raunhæfa tilraun til þess að tryggja fram- Trvæmd þess nauðsynlegan fjárhagsgrundvöll. G J A F A K 0 R T I N geia einíait svar við spummgonni um Íólagjöfiiia. Hið íslenzka Fornritafélag Efiirtalin bindi fást hjá bóicsöium. Heimskringla MII Austfirðinga sögur Vestfirðinga sögur Laxdæla saga (ljóspr. útg.) Aðalútsaia: BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR h.í. Sósíalistafélag Reykjavíkur Jólatrésskentun verður að Hótel Borg miðvikudaginn 30. desember klukkan 4 e.h. TIL SKEMMTUNAR M.A.: Gestur Þorgrimss. skcmmtir meí eftirhermnm o.fl. Karl Guðmundsson les upp sögu. Sýnd verður barnakrikmjTid. Pefrína Jidkobsson scgir sögu. Jóla.sveiuninn heimsœkir börnin. Bjarni Böðvarsson o.fl. leilca fyrir dansinum. Hvað kemur jóIasveinrJnn með? Tryggiö ykkur aögöngumiða í tíma, þeir eru seldir í dag og á morgun í skrifstofu félagsins Þórsg. 1, sími 7510 og á milli jóla og nýárs verði eitthvaö eftir. SkemmUnefndin. (ffUHÍOSS Aðalstræti 9. Mafkaðuíiiia, Laugaveg 100 Máfkaðunim, Haínarstræti 11 Mafkaðunnu. Bankastræti 4 JókbazarÍM Halnarstiæti 13 hefur fjölbreytt úrval af barnaleikföngum Jólatrésskraut Jólakerti íslenzkir leirmunir, brenndur leir Ávexiir mjög ódýrir Lifandi blóm og purrkuð blóm Jólakort Glervara í miklu úrvali Jólasælgœti mjög ódýrt Jóíatrésseríur. Blómaskálar og blómakörfur með lifandi blómum — mjög ódýrar ÍS Ný sending tekin upp í dag. EIOS Hafnarstræti 4, sími 3350. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.