Þjóðviljinn - 24.12.1953, Síða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1953, Síða 4
I 4 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1953 munkur hcrna og sukkva mér niður í bælvur í nokkrar vikur.“ Jang þekkti duttlunga vinar síns, viðkvæmni og ein- þykkni, og lét hann fara sínu fram. Dagurinn var ekki liðinn, þegar hann tók eftir því, að stórt íbúðarhús einhverrar auðugrar fjölskyldu var áfast klausturmúrnum að vestan, en umhverfis það lá garður með blómum og ávaxtatrjám, sem sáust úr bakglugganum á herbergi hans. Það var sýnilegt af dökkum tígulþökunum, þó nokkuð skyggði fyrir þau af apríkósutré, sem óx yfir múr- inn, að húsð var stórt og lá í álmum að allmörgum forgörðum. Hann komst að því hjá þjóninum, að það var hluti af klaust- ureigninni og að þar bjó fjölskylda að nafni Tsúi. Fjöl- skyldufaðirinn, sem nú var látinn, hafði verið velgerða- maður klaustursins og mikill vinur ábótans, og hafði búið í húsinu tímum saman, þegar hann vildi komast burt úr borginni. Eftir dauða hans flutti ekkjan þangað til fastrar búsetu ásamt fjölskyldu sinni. Hún var viðkvæm kona, en kvaðst vera þar örugg um sig. Ábótinn leyfði þa^, bæði vegna vináttu við fjölskylduna og af því að húsið hafði verið reist fyrir stóra fjárgjöf hins látna heimilisföður til klaústursins. Þriðju nóttina heyrði ungi maðurinn að leikið var í fjarska á sjöstrengja hörpu, lágt og angurvært, og þessi hljóðfæra- sláttur á náttarþeli þarna í klausturkyrrðinni fyllti hann undajrlegri óró. Forvitni hans var vakin, og morguninn eftir gekk hann umhverfis klaustrið og komst að því, að húsið var girt háum múr, svo að lítið sást innan hans. Lækur rann fyrir framan múrinn, og lá yfir hann að garðshliðinu falleg, rauðmáluð brú. Hliðið var læst og gat að líta þar sorgarmerki, skáhall- an kross úr hvítum pappír, gamlan og rifinn, límdan á rauða, kringlumyndaða hliðgrindina. Ofan frá hliðinu lá 50 skrefa langur stígur út á þjóðveginn við hlið musteris- garðsins. Angan fyllti loftið frá alblóma plómuviðnum og lítil lind spratt fram um rauf í garðmúrnum og féll í læk- inn framan við húsið með hláturkliði ærslafullra barna. Júan'var frá sér numinn. Hann var alltaf að hugsg, um fjöl- skylduna, sem bjó á þessum afskekkta og unaðslega stað, og þaxm er leikið hafði lagið fagra nóttina áður, en aldrei komið honum fyrir augu. Þegar hann kom heim, varð hann þess vísari, að það var bakhlið hússins, sem lá upp að garð- múrnum hans. Hann hefði samt ekki kært sig frekar um hinn ókunna nábúa sinn, ef ckki hefði dregið til nokkurra atburða aðra vikuna eftir að hann kom. Fréttir bárust um uppþot og grip- deildir í borginni. Hún Sjan hershöfðingi hafði látizt, og agalausir hermenn hans höfðu notað tækifærið og stofnað til óspekta við jarðarförina. Þeir létu greipar sópa um sölu- búðirnar og námu víða konur í brott. Uppþotið virtist íara vaxandi daginn eftir. Ilópur hermanna, scni íarið hafði með ránum um borgina, var að hálgast fljótið. Grann- þorpið var fullt af flakkandi tötralýð. Rétt fyrir hádegið sat Júan í tágastól með fætur uppi á borði og bók eftir Meng Haójan í kjöltunni, er hann heyrði kvenraddir og hratt fótatak frammi á ganginum. Hann gekk út að sjá, hvað um væri að vera. Hann furðaði sig einkum á þessu, af því herbergi hans var fyrir enda garðsins. Hann sá þar nú dyr, sem hann hafði ekki veitt athygli fyrr og venjulega voru læstar. Þær stóðu opnar og kona um fertugt og tvær ungar stúlkur hröðuðu sér eftir bugðóttum ganginum til musterissalanna líkt og á flótta. Konan, skrúðklædd, fór fyrir. en dóttir hennar, sautján, átján ára, og ung þerna fylgdu henni. Dóttirin var í einföldum, dökkbláum kyrtli, slegið hárið og tekið saman að aftan með stórri sylgju. Hann var viss um að engin önnur en hún hefði leikið lagið um nóttina. Ofboð kvennanna gaf til kynna, að þær óttuðust einhverja hættu. Þetta vakti áhuga Júans, og ekki sízt stúlkan, ung og barnsleg, og hann skundaði rakleitt á éftir þeim. Þjóua- liðið og munkarnir voru í uppnámi. Grátandi kona var að lýsa þýí, hvernig eiginmaður sinn hefði verið drepinn, er hann reyndi að koma dóttur þeirra tii hjálpar. Unga stúlkan stóð álengdar og hlustaði með athygli án þess að gefa öðrum viðstöddum gaum. Hún hafði mikið, dökkt hár, hvítan háls, óvenju smáan'munn, og andlitið grannt og Utið. Móðir hennar var sýniiega mjög^æst og óttaslegin, auðvitað við það, að hermennirnir kynnu að brjótast inn hjá þeim, því almælt var, að þetta væri auðug fjölskylda. Ábótinn korh á vettvang og sagðist mundu sjá þeim fyrir öruggum felustað, ef til kæmi. Hermannaslfríllinn, sem einkum hafði hug á gripdeildum, myndi ekki dirfast að vanhelga musterið. „Mamma“, sagði stúlkan mjóum og barnslegum rómi, „við skulum aldrei kæra okkur. Við verðum að vera kyrrar í húsinu. Það myndi bjóða ránsmönnum heim, ef við yfir- gæfum það. Það gefst nægur tími, ef nauðsyn krefur, til að sleppa út um bakdyrnar og forða sér hingað“. Morgun- sólin varpaði hvítum geislum yfir frammjótt nef hennar og hátt ennið, hið eina sem hefði mátt kalla ókvenlegt við hana, ef það væri réttur mælikvarði, að fegurð og gáfur megi ekki fara saman hjá konu. Móðir hennar hlustaði á það sem hún lagði til málanna. Hún virtist setja talsvert traust á dómgreind dóttur sinnar. Þar sem Júan var ungur maður og fann riddaralega hvöt hjá sér til að liðsinna ungri stúlku, þá gekk hann til ábótans og ávarpaði hann með háttvísu látbragði án þess að verða litið til stúlkunnar. Hann kvað hyggilegt eins Og á stæði að tryggja það, áð Uonurnar gætu verið öruggar um sig. Vinur sinn einn væri vei kunnugur setuliðsforingjanum, og myndi fúslega biðja hann ásjár. Hálf tylft af vel vopn-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.