Þjóðviljinn - 24.12.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 24.12.1953, Page 6
6 Þ J Ó Ð V I L JI N N ,Jólin 1953 ur hennar. Hann var stokkrjóður og Húngniang brosti ibyggnu brosi. „Segðu mér,“ mælti hann, „er húsmóðir þín trúlofuð?" „Nei. Hversvegna spyrjið þér?“ „Ja, við erum frændsystkin, og ég vildi gjaman fá eitt- * hvað meira um hana að vita. Við höfum verið kynnt eins og þú veizt, en ég hef aldrei fengið færi á að tala við hana, Það myndi gleðja mig mjög, ef það gæfist.“ Húngniang þagði og gaf honum aðeins auga. „Segðu mér, hversvegna forðast hún mig?“ „Hvað veit ég um það?“ .Jttún virðist vera yndisleg stúlka, svo kurteis og hátt- prúð — ég er mjög hrifinn af henni," sagði Júan loksins. „O, ég skil! Hví fáið þér því ekki framgengt við móður hennar, að yöur leyíist að tala við hana?“ „Þú skilur þetta ekki. Hún mælir varla orð frá vörum þegar móðir hennar er nærstödd. Er nokkur leið að ég geti náð að hitta hana eina? Síðan ég sá hana, hef ég ekki getað um annað hugsað.“ „Ég skil, hvað þér farið,“ sagði stúlkan. Hún byrgði niðri í sér hláturinn og stökk af stað í burt frá honum. „Húngníang, Húngníang!“ kallaði hann á eftir henni. Þegar hún nam staðar, sagði hann: „Húngníang, 6g sárbið þig, þú verður að hjálpa mér.“' Stúlkan horfði fast á hann og sagði með hluttekningu í röddinni: „Ég myndi ekki dirfast að flytja slik skilaboð. Hún er mjög ströng og vönd að virðingu sinni. Ilún hefur aldrei talað við neinn ungan mann. Herra Júan, þér eruð heiðursmaður og hafið gert fjölskyldunni greiða. Mér geðj- ast vel að yður. Ég skal segja yður leyndarmál. Hún les og skrifar ljóð og situr oft með bækur, sokkin niður í hugs- anir. Þér gætuð ort Ijóð til heimar. Það er líklega eina ráðið til þess að ljúka upp hjarta hennar fyrir yður, ef það er nokkur leið. Og þér mættuð þakka mér fyrir gott ráð.“ Hún veifaði til hans glettnislega. Daginn eftir sendi Júan þetta Ijóð með þernunni: Grænt húm hnigur um lukta múra; horfin er sólskrikjan fagra; visnandi blómum fleytir lindin að handan úr garðinum hljóða; -í hjartanu’ er þungt eins og liti það mynd síns sjálfs í krónunum rjóðu; — ó, ofurveika von úm vjngjarnlegt orð éða bros af þöglum varum hennar er sveinninn saknár liðlangan dag. , Um kvöldið kom Húngníang aítur með ljóð frá Inging- Yfirskriftin var „Tunglskinskvöld.“ Tunglið gægist um glugga á vestursalnum; í geislans ró er beðið við opnar dyr; á þili hvarfla bleikir skuggar blóma. — Ó, kemur ástin min ef til vill í nótt? Þetta var fjórtánda febrúar. Júan varð ofsaglaður. Ljóðið var greinilegt boð til launfundar, og stefnumót á næturþeli hafði hann ekki gert sér vonir um. Sextánda dag mánaðarins fylgdi hann gefinni bendingu, og klifraði upp á múrinn hjá apríkósutrénu og gægðist inn fyrir. Dyrnar aö vestursalnum voru opnar. Hann klifraði ofan og gekk inn. Húngníang svaf þar í rekkju og hann vakti hana. Hún varð forviða. „Hversvegna komið þér hingað? Hvað viljið þér?“ spurði hún. „Hún stefndi mér hingað,“ sagði Júan. „Gjörðu svo vel að segja henni, að ég bíði hér.“ Húngníang kom fljótlega til baka og hvíslaði: „Hún kemur.“ Júan beið nær tíu mínútur í óbærilegri óvissu. Loks kom Inging, æst á svip og vandrseðaleg í senn, en djúp og svört augun voru hjúpuð dul. Andartaks fát hennar og feimni leið þó brátt hjá, og hún sagði fremur þyrkingslega: „Ég bað yður að koma, herra Júan, af því að þér sögðuð, að yður langaði til að hitta mig. Ég er yður þakklát fyrir það sem þér gjörðuð til að vernda móður mína og fjölskyldu olckar, og það vildi ég votta yður persónulega. Það gleður mig, að við skulum vera frændsystkin, en ég er forviða á yður að senda mér annað eins og ljóð með þernunni. Ég gat ekki og vildi ekki sýna það móður minni; það hefði verið rangt gagnvart yður, og mér fannst réttara, að hafa tal af yður sjálf og biðja yður að láta slíkt ógjört fram- vegis.“ Hún þagnaði vandræðalega. Þetta hljómaði næstum eins og utanbókarþula. Júan vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „En ungfrú Tsúi, ég fór ekki fram á annað en að mega hafa tal af yður. Og ég kom vegna ljóðsins, sem þér senduð mér.“ „Það er rétt, ég bað yður að koma,“ sagði hún einbeitt- „Ég hætti á það, og mér var ánægja að því. En yður myndi skjátlast, ef þér hélduð að ég hafi stefnt yður til móts í nokkrum ósæmilegum tilgangi. Misskiljið mig ekki.“ Rödd hennar titraði af bældri geðshræringu. Hún sneri sér undan og hraðaði sér burt. Vonbrigði, smán og reiði börðust um í brjósti Júans. Hann trúði þessu ekki, skildi þetta ekki. Hvað var hún að vilja með því að skrifa honum þetta augljósa ástarljóð, í stað þess að senda einíöld skilaboð með þernunni, og síðan að gera sér það ómak að koma, til þess að lesa honum fyrir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.