Þjóðviljinn - 24.12.1953, Page 13

Þjóðviljinn - 24.12.1953, Page 13
Jólin 1953 Þ ] Ó Ð V I L I I N N 13 Fjöldi kínverskra myndlista- manna hefur undanfarna ára- tugi beitt list sinni að vopni í baráttu alþýðuhreyfingarinnar miklu, seln nú hefur unnið úr- vslitasigur og fer á góðum vegi að efla land sitt og þjóð til eins mesta stórveldis heims —- á vegum sósíalismans. Myndirnar sem hér eru birt- ar e.ru frá örðugasta kafla þeirrar baróttu, árunum milli heimsstyrjaldanna, er alþýðan barðist lengst af við hinn blóð- stokkna fasisma Sjang Kaj- selcs. Myndirnar frá þeim ár- um lýsa kröm fólksins undir kúgunarhælnum, sorg þess og kvöl, miðaldalegum at- vinnuháttum og bjargarleysi. Nú ljóma myndir sömu lista- manna af sigurvissu vaknandi þjóðar og sókn hennar til vel- megunar og frelsis. Málarar og myndhöggvarar Evrópu hafa oftlega leitað til óþrjótandi lindar kínverskrar listar, er streymt hefur óslitið í árþúsundir. En árin kringum 1930, er ungir kínverskir myndlistarmenn og í'óttækir rithöfundar tóku til við tré- skurðarmyndir sínar, ofsóttir og hundeltir af lögreglu Kú- ómintang, varð evrópsk list til þess að vísa þeim leið. Sjálfír þakka þeir hinum tréskornu myndum Káthc Kolhvitz og Frans Masereels að þeir kom- ust inn á þessa braut, og Lú Kínversk stúlka, sjálfboðaliði í aiþýðuhemum Sín, rithöfundurinn sem nefnd- ur hefur verið Gorki Kína, iagði óspart lið fyrstu fálrnandi tilraununum. Hann brýndi fyrir ungu listamönn- unum að tileinka sér hinn mikla menningararf kínverskrar myndlistar jafnhliða vestrænu fyrirmyndunum, og árangurinn varð einkennilega áhrifamikill sam- runi austræns og vestræns. Áhrifin frá Kollwitz og Masereel, fré sovézltum og bandarískum piakatlistamönnum, runnu saman við kinverska myndlistarerfð og höfðu þegar um 1940 léð hinum tréskornu myndum Kínverja heillandi sérstæðan blæ. Lítið gagnar að þylja nöfn þessara ágætu listamanna, nema hægt væri að sýna fjölbreyttara sýnishorn af verkum þeirra. Meðai hinna frægustu eru Sín Pó, f.i Tsún, Tsen Jen-tsía og Lí Hva, Kínverskar tréskurðarmyndir Ekill í Sjanghaj

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.