Þjóðviljinn - 24.12.1953, Síða 19

Þjóðviljinn - 24.12.1953, Síða 19
Jólin 1953 Þ J Ó Ð V I L J I N N 19 nú ckki á svipinn cins og við værum að kveðjast fyrir fullt og allt. Ég bíð eftii' þér“. Móðir hennar hélt Júan kveðjugildi, og eftir kvöldverð- inn bað hann Inging að leika fyrir sig á hörpuna,- Hann hafði einu sinni komið að henni af tilviljun, þar sem hún lék í einrúmi, en þegar hún varð þess vör að hann hlýddi á hana, hætti hún óðar og fékkst ekki til að halda áfram leiknum, þó hann sárbændi hana. Þetta kvöld lét hún til leiðast. Hún settist við hljóðfærið, álút, og hár hennar féll í lokkum fram yfir ennið. Hún sló nokkra hljóma hægt og þunglyndislega, forleik að Skýslæðudansimim. Júan sat og hlustaði, gagntekinn í senn af fegurð liennar og frábærum leik. Skyndilega missti hún vald ýfir sér, felldi leikinn og flýði til herbergja sinna. Móðir hennar kallaði á hana, en hún kom ekki aftur. Þau sáust aðeins einu sinni eftir þetta kvöld. Júan félL Við prófin- Ef til vill fyrirvarð hann sig um of, til þess að Loma aftur og fastna sér hana, en hún beið og vænti hans, ag ekkert hefði heldur átt að standa í vegi fyrir því, að hann kæmi í heimsókn. í fyrstu bárust bréf frá honum; síðan varð lengra á milli þeirra. Höfuðborgin var aðeins fáar dagleiðir í burtu, en Inging íann honum alltaf eitthvað til afsökunar og örvænti aldrei. Jang heimsótti Inging og móður hennar alloft um þessar mundir. Móðir hennar talaði við Jang um Júan, því að hann var eldri maður og kvæntur, og sýndi honum bréf Júans. Jang skildi að elcki var allt með felldu. Hann hafði grun um, að vinur sinn væri tekinn að lifa nýju lífi í höíuðborg- inni, því að i Sían skorti ekki á freistandi skemmtanir. Hann skrifaði Júan bréf, og svarið sem honum barst, jók aðeins áhyggjur hans. Stúlkan fékk talið móður sína á að líta sem björtustum augum á horfurnar og fullvissaði hana um, að Júan myndi aðeins draga sig í hlé, þar til hann hefði tekið prófin næsta haust. Þá myndi hann áreiðanlega koma. Það var liðið fram á vor og sumarið í nánd. Inging fékk einn daginn ljóð frá Júan, mjög tvírætt að efni og orðfæri. Hann talaði um horfna hamingju þeirra og þrá sína eftir Lienni, en á milli línanna var ljóst hvað' hann fór. Þetta var kveðjuljóð. Hann sendi henni nokkrar gjafir, lýsti þjáningum sínum þann langa tíma, sem þau hefðu verið aðskilin, og líkti þeim við harm Kúasmalans og Spunastúlkunnar, sem aðeins fengju að koma til funda yfir um Vetrarbrautina einu sinni á ári hverju- Og svo hélt hann áfram: „Ó, þessi árlangi aðskilnaður! Hver veit, hvað kann að gerast' hinumegin við Vetrarbrautina? Framtíð min er jafn óviss og far skýjanna, og hvernig get ég heldur verið viss um, að þú verðir stöðugt hrein eins og snjór. Þegar ferskjublómið springur út á vorin, hver á þá að ábyrgjast, að hriíinn vegfarandi seilist ekki í rauða krónuna? Ég' gleðst yfir því, að ég skyldi verða fyrst- ur til að hljóta hylli þína, en hverjum skyldi íalla hnossið sjálft í skaut? Bið í lieilt ár, og tíminn endalaus, þar til annað ár er liðið! Myndi ekki vera betra að leiðir skildu að fullu, heldur en þola þessa eilífu bið?“ Lesið niður í kjölinn var ljóðið ein fjarstæða — smánarleg og óverjandi móðgun í garð slíkrur stúlku. Jang rakst á Inging með bréfið í hendi sér, og sá að hún var þrútin um augun. Júan hlaut að vera viti sínu fjær, eða ao öðrum kosti ráðinn í að slíta af sér öll bönd. Ilvað hefði átt að hamla honum frá a'ð ná fundi hennar, ef hann elskaði hana. Og hann þurfti ekki að drótta því að henni, sem hann var sjálfur sekur um. Jang afréð hvað' gera skyldi. „Ungfrú Tsúi, ég er á förum til Sían í vissum erindum. Ég mun heilsa upp á hann, og. mér væri ánægja að bera honum bréf frá yður“. Inging leit til hans, „Mynduð þér vilja þa'ð?“ mælti hún rólega. Jang kom á óvart, hve hún sagði þetta eðlilegum rómi. „Og hafið engar áhyggjur af mér. Mér líður vel“, bætti hún við. „Segið honum, að mér líði vel“. Jang fór heim og tók saman föggur sínar fyrir ferðina til Sían, sem reyndar var farin vegna stúlkunnar. Hann lang- aði til að fá vitneskju um, hvað í hefði skorizt ,og ef verða mætti að koma einhverju viti fyrir Júah. Heiður piltsins krafðist þess, að hann kvæntist stúlkunni, enda þótt Inging myndi siðust allra krefjast slíks af honum. Hann hefði vilj- að taka Júan með sér til baka, ef þess hefði verið kostur. Hann lagði af stað til höfuðborgarinnar þrem dögum síðar. Hann hafði meðferðis bréf frá Inging og færði Júan. Það var jafn hreinskilið og markvíst eins og málsvörn hennar var tigin: „Ég er glöð að hafa fengið bréfið þitt síðasta og ástrík kveðja þín snart mig djúpt. Ég er hrærð og þakklát íyrir öskjuna méð hárskrautinu og spannarlöngu farðastöngina, sem þú sendir mér. Ég met mikils þessar hugulsamlegu gjaf- ir; en hvaða not ætt.i ég að hafa af þeim í fjarvist þinni? Þær gera þig mér að vísu nálægari, en auka samt aðeins þrá mína eftir að sjá þig. Ég er fegin að þú skulir vera við góða heilsu og geta haldið áfram námi þínu í Iiöfuðstaðnum, og ég er að'eins angruð út af sjálfri mér, að vera lokuð iimi í þessari litlu borg. En hvað stoðar að' harma forlögin. Ég er viðbúin að taka því, sem að höndum ber. Ég hef saknað þín sárt, síðan þú fórst í haust. Ég reyni að sýnast glöð og ánægð í návist fólks, en í einrúmi get ég ekki varizt tárum, Mig heíur dreymt þig oft, og við höfum verið svo sæl sam- an eins og forðum var, en svo vakna ég, og hjúfra mig þá að hálfkaldri dýnunni, hrygg og einmana. Ég finn að þú ert svo langt í burtu frá mér. Nú er ár liðið síðan þú í'ói'st. Ég er þakklátari en orð fá lýst fyrir það, að þú skulir ekki hafa gleymt gömlu unnust- unni þinni til fulls í annarri eins gleðiborg og Tsangan. Og

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.