Þjóðviljinn - 12.01.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.01.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. janúar 1954 1)100 VIUINN Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóeíailstaflokkurinn. Kltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Hitstjórn, afgreiðsla, aug’.ýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja í*jóðviljans h.í. V j 'I Hernánsvinnan og hlutskipti æskulýðsins Fyrir skömmu birtust þær upplýsingar í opinberum manntalsskýrslum að fjölgun íslenzku þjóðarinnar væri svo ör, að áður en tveir áratugir verða liðnir muni manri- fjöldi hér nema a.m.k. 200 þús. Ekkert bendir til þess að á þessu veröi breyting, a.m.k. ekki 1 þá átt aö úr fólksfjölgun dragi og má því fyllilega búast viö, aö áætlun þessi standist og jafnvel betur. Frá heilbrigðu íslenzku þjóöfélagssjónarmiði er þetta fagnar- arefni því hver maöuv veit, að í okkar stóra og auöuga landi er auðvelt aö skapa iífsskilyrði fyrir mörgum sinn- um fleira fóik en nú býr hér, og því auðveldara um skop- um hverskonar menningar.skilyröa sem fólkiö er fleira. En meö þessa staðreynd fyrir augum mun hver hugs- andi maöur vakna til alvarlegrar íhugunar um þaö hvern- ig taka skuli við þeim mikla fjölda æskulýðs sem á þess- um næstu árum bætist viö, og kemur inn í þjóðfélagið sem fuligildir þjóöfélagsborgarar. Á herðum okkar, sem erum starfandi þegnar í atvinnu- og menningarlífi þjóð- arinnar hvílir sú skylda að undirbúa og skapa möguleika til að taka viö þessum stóra hópi, og hjálpa honum til að verða sem hæfastir og virkastir þátttakendur í framtíðar- uppbyggingu sígróandi þjóöfélags, jafnótt sem aldur og þroski einstaklinganna leyEir. En eigi þaö mögulegt aö verða, aö skapa slík skilyrði fyrir þessa miklu viðbót þjóðfélagsborgara á einum 15-20 ámm, auk þess, sem bæta þarf aðstöðu fjölmargra af þeim 150 000 manna hópi, sem nú býr í landinu, þarf sannarlega að láta hendur standa fram úr ermum. Nýrra framleiöölutækja þarf aö ofla, nýjar verksmiöjur þarf aö xeisa, nýtt land þarf að rækta, nýjar íbúðir þarf að byggja, ný raforkuver, nýja skóla, ný menningarheimiii og fjölda margt fleira, sem vaxandi þjóðfélag krefur, ef ekki skal staöna í eymd og menningarleysi. Hér liggur því fyrir þaö óþrjótandi verkefni, sem vaxandi þjóð verður aö leysa til tryggingar frarptíö sinni. Skuli verkefni þessi leyst af hendi þarf þjóöin tvenns að gæta. í fyrsta lagi, að halda vel á rétti sínum yfir náttúru- auðæfum lands síns og sjávar og Ijá þar engum öðrum íangstaðar á og í öðru lagi að nýta sirrn dýrmætasta þjóð- arauö, vinnuafl meðlima sinna í eigin þágu og einskis annars. En einmitt á þessu sviði hefur á síðustu árum verið hafið þaö undanhald, sem aldrei verður bætt fyrir, ef ekki verður snúiö við hiö bráöasta. Þegar fyrrverandi ríkis- stjórn og hinir 43 alþingismenn létu skipa sér aö sam- þvkkja hernám íslands að nýju 1951, var jafnframt geng- iö inn á þá braut af íslenzkum stjórnarvöldum, aö leysa atvinnuþörf mikils hluta þjóðarinnar með vinnu í þágu hins erlenda herliðs. Enginn veit með vissu hve miklum hluta af þessum dýnnætasta auöi þjóðarinnar hefur ver- iö fórnað á altari þessa stríösguös síðast liðin ár, en allir vita að sá hluti er geigvænlega stói. Því hvert einasta handtak, sem fórnað er á altari þessa guðs, er dregiö frá því uppbyggingarstarfi, sem vinna þa.rf fyrir íslenzku þjóöina ef hún ekki vill bregöast skyldu sinni gagnvart komandi kynslóö. Og bregöist hún, eöa við sem nú lifum, þeirri skyldu getur ekkert legiö fyrir æskulýð framtíðar- innar annað en að veröa í vaxandi mæli vinnuþrælar þess erlenda valds, er fengið hefur tangarhald á hlutum lands vors. Hver vill óska börnum sínum og barnabörnum þess hlutskiptis, að vera neydd til að ganga þá lífsbraut, að eiga allt sitt líf og lífshamingju undir starfi í þágu erlends herliðs í eigin landi. Hver vill óska börnum sínum og barnabörnum þess andlega niðurdreps og sljóleika fyrir íslenzkum þjóömenningarverðmætum, sem hiýtur aö sigla í kjölfar slíks atvinnuástands ef það varir lengi. Hver veröa öriög okkar sem sjálfstæörar menningarþjóðar ef slíkt ástand á að veröa hlutskipti hins stórvaxandi æsku- lýöshóps, sem inn í þjóðliíiö kemur næsta hálfan annan til tvo áratugi. Enginn þjóðhollur islendingur þarf Iangan tíma til um- hugsunar um svörin. Morgunblaðssannleikur um sundlougarntál Vesturbæinga Morgimblaðið hefur undan- farna daga túlkað á sinn sér- stæða hátt stuttar umræður sem fóru fram ál&íðasta fundi bæjarstjómar Reykjarikur um byggingu sundlaugar í Vest- urbænum. Daginn eftir fund- inn segir Mbl. að ég hafi talið það „ómj’ndarlegt'* og „lítil- mannlegt" að safnað skyldi fé í Vesturbænum til laugarinn- ar. Ennfremur segir Mbl.: „Var hann sýnilega lítið hrif- inn af því, að sundlaugarmáli Vesturbæjarmanna er nú kom ið vel áleiðis, því alltaf er það vöntun, skortur á einhverju og þar af leiðandi óánægja og biturleiki, sem kommúnistum er kærast." í Mbl. næsta dag er enn stagazt á þessu sama að því viðbættu að ég hafi „kastað skarni að Vesturbæingum fyr- ir að hafa sýnt dugnað og á- huga fyrir byggingu sundlaug- ar í bæjarhiuta þeiiTa." Og s.l. sunnudag er blaðið enn við sama heygarðshomið, fiill- yrðir enn að ég hafi talið „það lítilmannlegt að Vestur- bæingar hefðu verið að safna fé til sundlaugarinnar", og svo áfram í svipuðum dúr. Eg er ekki vanur að elta ól- ar við ósannindi og blekkingar Morgimblaðsing í sambandi við umræður á fundum bæjar- stjómar. En hér á sýnilega að halda áfram að hamra svo á staðlausum ósannindum og rangfærslum blaðsins að ekki verði við skilizt fjTr en því sé komið inn hjá einhverjum lesendum að ég og sá flokkur sem ég tilhfjjTÍ sé þessu á- huga- og framfaramáli Vestur bæinga andvígur. Eg mun því að þessu sinni brjóta regluna og leiðrétta staðhæfingar Morgunblaðsins. Tilefni umræðnanna um þetta mál á bæjarstjórnarfund inum var samhljóða ákvörðun bæjarstjómarinnar um stað- setningu sundla.ugarinnar. Einn af bæjaifulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, Birgir Kjai'an, reis úr sæti sínu og hóf lestur hólræðu um flokk sinn fyrir áhuga hans og dugnað í mál- iiiu. Lét B. K. m.a. svo um- mælt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði trj-ggt fjám-eitángu til sundlaugarbyggingarinnar við afgreiðslu síðustu fjárhagsá- ætlunar. Varð ekki annað af ummælum hans skilið en þetta hefði tekizt þrátt fyrir tóm- læti og jafnvel andstöðu ann- arra flokka bæjarstjórnarinn- ar! Mér þótti af þessu tilefni rétt að leiðrétta, B. K. og benda honum á að tillagan um fján-eitingu til sundlaugar- byggingarinnar hefði verið sameiginleg tillaga allra bæj- aiTáðsmanna og um hataa eng- inn ágreiningur í bæjarstjórn. Jafnframt núnnti ég á, að það hefði tekið langan tima að í'á Sjálfstæðisfíokkinn til þcss að leggja niður andstöðu sína við sundlaugarmálið. Ár eftir ár og kjörtímabil eftir ltjörííma- bil hefðu Sósíaiistaflpkkurinn og Alþýðuílokkurinn beitt sér fyrir rnálinu í bsejarstjórn og það notlð eir.hu ga stuðnings Vesturbæinga. Allan tímann hefði Sjálfstæðisflokkurinn staðið eins og veggur gegn byggingu sundlaugarinnar og "hindrað fjárveitingar úr bæj- arsjóði til framkvæmdanna. Ekki hefði verið Iáíið undan síga fyrr en Sjálfstæðisflokkn- uin varð ljóst að ekki varð Iengur staðið gegn máUnu neiua stefna fylgi flokksins í Vesturbænum í verulega hættu. Eg benti ennfremur á, að viðkunnanlegra hefði veriðr loks þegar Sjálfstæðisflokkur- inn lét undan síga í málinu, að bærinn reisti sundlaugina sjálf ur án þess að hefja almenna samskotastarfsemi meðal þess fólks sem sundlaugarinnar á að njóta og vissulega greiðir sín gjöld til sameiginlegi-a þarfa bæjarbúa. Lét ég svo- um mælt að það hefði verið ó- líkt stórmamilegra fyrir bæimi en að ætla Vesturbæingum að standa sjálfiun að verulegu leyti undir kostnaði við fram- kvæmdimar. Hinsvegar sýndi áhugi og dugnaður fólksins í þessum bæjarhluta hve því væri málið kært og hvað það vildi á sig leggja til að tryggja sem skjótasta byggingu sund laugarinnar. Eg legg það óhikað undir dóm Vesturbæinga hvort í þessum ummælum felist til- raun af minni hálfu til að „sverta" sundlaugarmál þeirra eins og Mbl. kemst að orði í fyrradag. Og hvemig litist Reykvíkingum almennt á þá starfshætti, sem Sjálfstæðis- flokkurinn virðist nú boða, að almenningur eigi til viðbótar þungum útsvarsbyrðum og öðrum föstum gjöldum til bæj- ar og bæjarstofnana, að leggja fram úr eigin vasa fé til þeirra margháttuðu verkefna sem biða úrlausnar og meirihluti Sjálfstæðisflokksins 1 bæjar- stjóm hefur staðið á móti og vanrækt að hrioda í fram- kvæmd ? — G. V. Margrét Auðunsdóttir, stjórnarmeölimur Sóknar: Þetta er líka hagsmunabarátta okkar Ég ætla ekki áð hætta mér út á þann ís, að ræða hér um stórpólitík. Hins vegar geri ég mér Ijóst að dagleg afkoma verkafólks er mikio undir því komin hvemig og hverjir stjórna bæjarfélaginu. Stjóm Reykjavíkurbæjar hefur sem kunnugt er fram til þessa markazt af hagsmun- um hinna ríku gegn hagsmun- um verkafólks og hinna fá- tækustu. Um það vitna bezt gamlir hermannaskálar, Pól- ar og önnur pestargreni, sem mikill fjöldi fólks er dæmdur til að hafast við í — og hins vegar milljónavillur f járplógs- manna og önnur forréttindi svo aðeins sé tekið eitt dæmi af mörgum. Af völdum ranglætis og for réttindavalds í bæjarmálum verður nú fjöldi vinnandi kvenna að greiða af lágum launum ólieyrilega leigu og það fyrir harla lélegt liúsnæði oft og tíðum. Það er aug- ljóst að böl húsnæðisvandræð- aana verður ekki sigrað nema með því að gagngerð breyting verði á stjóm bæjarmálanna og vísa ég til hinna ágætu til- lagna Sósíalistaflokksins varð- andi lausn húsnæðisvandans. En í þessum fáu línum vildi ég minna verkafólk og þá sérstaklega vinnandi konur á þetta: Aflið, sem stjórnað © hefur Reykjavíkurbæ, eraama þjóðfélagsaflið, sem við og stéttarfélög oklcar hafa ætíð við að stríða í lífsbaráttunni. Það er auðstcttarhópurinn, sem situr um hvért tækifæri til að pressa niður kaup okk- ar, okra á lífsnauðsynjum okkar og draga úr höndum okkar áunnin réttindi eða koma í veg fyrir framgang réttarkrafna okltar. Þetta er vald stóratviimurekenda og kaupsýsluburgeisa þeima, sem ‘græða á lágu kaupi og háu vöruverði. Ég vil í þessu sambandi minna á að nú fjTÍr skömmu lauk nærri ársbaráttu stéttar félags okkar, Starfsstúlknafél. Sóknar til að hrinda af hönd- um okkar árás þessarar auð- stéttarklíku á lífskjör okk- ar og áunnin réttindi. Sem kunnugt er átti að hækka fæðisverð okkar um 100 krón- ur á mánuði og ræna okkur þýðingarmiklum rétt.i. — Fyr- ir þessari árás stóðu jöfnum höndum ríkis- og bæjarvald — og þegar að er gætt, áttu í þessu árásarstríði á hendur okkur starf3stúlkum allir flokkar og fulltrúar nema Sósíalistaflokkui inn, en blað hans stóð allan timann trúan vörð um hagsmuni okkar í þessari baráttu. Ég tel ekki með klofningsfyrirtækið, sem kallar sig Þjóðvarnarflokk. Ég geri mér ljóst að vian- andi konur eru ýmist skiptar að skoðunum milli ólíkra stjórnmálaflokka eða eru með ö!lu skoðanalega óháðar stjórnmálaflokkum. Eitt eiga Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.