Þjóðviljinn - 12.01.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.01.1954, Blaðsíða 10
107 — ÞJÓÐVÍLJINN — Þriðjudagnir 12. 'januar 1954 Selma Lagerlöf: Örlagahringuriim 24. dagnr 1 ekki hægt að meina honum þaö lítilræði. i Jungfrúin sem varö aö fara inn í búrið til aö titra og skjálfa í friöi fyrir stúlkanum í hvert skipti sem hún hafði r-'éð hershöfðingjann hefði gjarnan viljað aö hann hefði minni áhuga á Heiðarbæ. En henni var Ijóst, að flestir ] f jölskyldunni heföu sáknaö hans.' : ‘ Til dæmis sat fólkið yfir vinnu sinni að kvöldlagi. Allir vcru að spinna eða sauma' þá þraut stundum lestrare^nið og umræðu.únið líka. Allt í einu rak ein stúlkan upp angistaróp. Hún hafði séö andlit, nei, varla meira en tvo tanngaröa upp við gluggann. Það var kveikt - á ljóskcri í skyndi, útidyrnar voru opnaðar, allar stúlk- urnar og fríherrafrúin í broddi fylkingar þustu út til aö leita að friðarspillinum. En auðvitað var ekki hægt að finna neinn. Fólk fór aítur inn, dró fyrir gluggana, yppti f.xlum og sagði, að þetta hefði sjálfsagt veriðhers.- höfðingmn. En viö þetta höfðu allir vaknað. Fólk hafði fengið umræðuefni, rokkarnir voru þeyttir á ný, það var macaö og skrafað. Öll fjölskyldan var sannfærð um, að strax og fólk hefði rýmt matsalinn á kvöldin, legöi hershöfðinginn salinn i.ndir sig og þar væri hann að finna ef einhver þyrði að fara þangaö inn. Og enginn hafði neitt á móti því að hann hefðist þar við. Jungfrú Spaak hélt að þeim þætti notalegt til þess að vita, að hinn friðlausi for- faðir þtirra gæti leitað hælis í hlýrri og góðri stofu. En nershöföinginn æt'aðist til að salurinn væri í röð og reglu þegar skilið var við hann undir nóttina. Á hverju kvöldi sá jungfrúin að fríherrafrúin og dæturnar ' tíndu saman vinnu sína og báru hana burt með sér, rokkar og saumagrindur voru einnig fluttar inn í annað herbergi, Ekki svo mikið sem þráðarspotti var skilinn eftir á gólfinu. Jungfrú Spaak, sem s-"af í kamersinu fyrir innan sal- inn, vaknaði eina nóttina við það að einhverju var þeytt í vegginn sem rúmið stóð við og síðan valt það eftir gólfinu. Hún var tæplega búin að átta sig fyrr en ein- hverju var þeytt í vegginn á ný, sem valt síðan eftir gólfinu. og þetta var endurtekið tvisvar 1 viðbót. — Guð minn góöur, hvað er hann nú að aöhafast þarna inni? stundi hún, því að henni var ljóst hver var valdur aö þessum hávaöa. Henni var alls ekki um þetta nábýli. Hún lá í einu svitabaöi alla nóttina af ótta við að her.jhöföinginn kæmi inn til hennar og tæki á henni með járnköldum krumlum. Hún tók bæöi eldabuskuna og stofustúlkuna með sér næsta morgun,þegar hún fór inn í salinn til að aðgæta , hvað kumiö hefði fyrir. En allt var í réttum skoröum, ekkert hafði verið fært úr stað, en á gólfinu lágu fjög- ur epli. Æjá, fólkið hafði setið og borðað epli við eldinn kvöldið áður, og fjögur epli höfðu gleymzt á borðinu. En þao hafði ekki veriö hershöfðingjanum að skapi. Jungfrú Spaak þurfti að gjalda fyi’ir hirðuleysi sitt með andvökunótt. Á hinn bóginn gat jungfrú Spaak aldrei gleymt því, að einu sinni sýndi hann henni raunverulegt vinarbragð. Það Iiafði verið samkvæmi á Heiðarbæ, matarveizla og margir gestir. Jungfrú Spaak hafði haft 1 mörgu að snúast, steikur voru á öllum teinum, skorpukökur, og tertur í. ofninum, súpupottar og sósukönnur yfir eld- inurn. Og ekki nóg með það. Jungfrúin þurfti einnig að véra inni í salnum og iíta eftir dúkuninni, taka við siifrinu sem fríherrafrúin sjálf rétti henni, sjá um að vín- 1 ið og Öiið væri sótt niður í kjallarann og aö kertin færu vel í stjökunum. Og þegar tekið er tillit til þess að eldhúsið á Heiðarbæ var í útbyggingu og það þurfti að ' hlaupa yfir húsagaröinn til aö komast þangað, og viö þetta tækifæri úði ails staðar og grúði af gestum og að- fengnu þjónustufólki, þá gefur að skilja, að það þurfti duglega konu til aö standa fyrir öllu saman. En ailt fór fram með hinni mestu prýði. Það voru ! engin íingraför á glösunum, skorpukökurnar ' ekkert klesstar. ölið var freyðandi, súpan mátulega krydduð og kaffið mátulega sterkt. Jungfrú Spaak hafði sýnt hvað í henni bjó, og fríherrafráin sjálf hafði hrósað henni og sagt að betur væri ekki hægt að gera þetta. En svo kom afturkippurinn hræðilegi. Þegar jungfrúin ætlaði að skila fríherraírúnni aftur silfrinu, vantaði tvær skeiðar, eina matskcið og eina teskeið. Allt komst á annan endann. Ekkert verra gat komið fyrir á þessum tíma en að silfur hyrfi. Það varð uppi fótur cg fit á Heiðarbæ Það var ekki gert annað en leita. Menn minntust þess að flökkukerling hafði komiö í eldhúsið sjálfan veizludaginn og menn voru þess al-l búnir að elta hana norður í Finnmörk til að hafa upp á henri. Allir urðu tortryggnir og ósanngjarnir. Mat- móðirin tortryggði ráðskonuna, ráðskonan þjónustu- stúlkurnar, þjónustustúlkurnar hver aðra og allan heiminn. Hver á fætur annarri sást útgrátin, vegna þess &ð hún hélt aö hinar stúlkurnar héldu að hún hefði tekið skeiöarnar tvær. Þetta hafði haldið áfram í nokkra daga, ekkert hafði fundizt og jungfrú Spaak var miður sín af örvæntingu. Hún hafði farið út 1 svínastíu og gramsað í svínamatn- um til þess að athuga, hvort skeiðarnar hefðu flækzt þangaö. Hún hafði íarið upp í fatageymslu stúlknanna og í lanmi skoðað í kistur þeirra. Allt hafði verið ár- angursiaust og nú vissi hún ekki, hvar hún gæti leit- að víðar. Hún varð þess vör að fríherrafrúin og allir í húsinu tortryggðu hana sem var ókunnug. Hún fann að henni yrði sagt upp starhnu, ef hún segði því ekki upp sjálíkrafa. Jungfrú Spaak stóð hálfbogin við eldavélina og grét svo að tárin féllu snarka.xdi niður á heita vélina, en þá fannst henni allt í einu að hún þvrfti að snúa sér við. Hún gei ði það og sjá; þarna stóð hershöfðinginn upp við Skemmtilegt breytingaborð Hér kemur mynd af skemmtilegu og frmnlegu borði, sem er hægt að ger- breyta. Á stærri mynd- inni sést það sem lágt borð fyrir framan sófa. Það virðist vera látlaust en áð vísu dá- litið þung- lamalegt. Það er hægt að sitja í mak- indum við borð af þessu tagi. Það er ekki á því að sjá að það megi notasem borðstofu- borð, en þó er því þannig varið. Sem kaffiborð stendur það nefnilega ekki á fótum heldur á plötum, og þegar á að breyta borðinu er hinum raunverulegu fótum, sem festir eru undir torðplötunni, hleypt niður og um leið er borðið komið upp í venjulega matborðshæð. Þetta getur verið þægilegt borð í stofu sem bæði er notuð sem setustofa og borðstofa. É&SIH ';i .. ^_ o OCCAMW4 Eg hef verið moð kvef síðustu þrjú árin. Veslingur — veiztu þá ekki nð koníak er bezta meðal gegn kvefi? Það er nú einmitt það sem ég uppgötvaði fyrir þremur árum! * * * Þér fullyrðið sem sagt að þér haf- ið ekkl skotið hreininn sem lög- reglan fann hjá yður? Herra dómari, ég skyldl leggja sáluhjálpareið út á a<5 ég r held ekki að ég hafi ekki skotið hann. Þér veröið að tala skýrar. Eg get lagt eið út á að óg held áreiðanlega að ég hafi ekki skotiS hreininn. Þetta verður verra og verra. Þér verðið að sverja að annaðhvort haflð þér slcotið dýrið eða ekki. Já, það sltal ég gera. Knapi nokkur í Lundúnum trúði vini sínum eitt sinn fyrir því að' hann gæfi hesti sínum st.undum ofurlitinn viskísnaps fyrir veð- hlaup. Og sigrar hann þá oft? spurði vinurinn. Nei, svaraði knapinn, en hann er kátasti hesturinn á allri brautinni. Kragi og hattur Dálítill hvítur kragi og hatt- ur við úr samskonar skinni get- ur verið fallegt við svarta kápu. Á flíkinni á myndinni er notað hermelín í hvort- tveggja, en það er alltof dýrt fyrir almenning, og vel er hægt að notfæra sér sömu .hugmynd á kanínuskinn. Þetta getur ver- ið fallegt, en hentar þó einkum ungum stúlkum. 4 Ódýr plata ylisr rúmið Einn lesandi okkar hefur sent góða tillögu um plötu til að hafa yfir rúmi þegar einhver liggur rúmfastur. Hann keypti krossviðarplötur, lítið eitt breiðari en rúmið, festi mjóa lista neðan á hana að utanverðu, svo að hægt er að renna henni til ofan á rúm- inu. Svona rúmplata er ódýr og hún .er börnum til mikillar ánægju þegar þau liggja rúm- föst. Börnin borða við hana, teikna við hana, leika sér með leikföngin sín á henni og þegar þau hætta að leika sér geta þau ýtt borðinu niður að fótagafli og lagt sig út af. Einnig er hægt að festa lista kringum plötuna áð ofan til þess að mynda brún, sem kem- ur í veg fyrir að smáhlutir renni út af plötumii og niður í rúmið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.