Þjóðviljinn - 14.02.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.02.1954, Blaðsíða 6
6) ~ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 14. febrúar 1&54 (MÓÐlflUINN CtgefanAl: Samelning&rfloUJnir alþýOu — Sósíallstaflokkurlnn Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SigurOur Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón BJamason. Rlaðamenn: Asmimdur Slgurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson, Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraidsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 1». — Síml 7600 (3 línur). Askriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágienni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. Íhaldsandstæðingar í Kópavogi fylkja sér um G-listann í dug faia íram. kosningar í Kópavogi, liálfurr< ntánuði siðar en á öðrum stöðum vegna þess að íhaldið treysti ekki kjósendum sínum til að rnerkja við annað en D, og hafa þeir þó raunar sýnt \nða úti um Land að Jx-im lætur ekki síður að merkja við A, B eða C ef svo ber undir 1 Af kosningunurri fyrir hálfum mánuði er íslenzk aliþýða nú sð draga mikilvægar ál v'ktanir. Þser sýna eins greinilega og á verður kosið að eining alþýðunnar er eina ráðið til þess að vinna bug á íhaldinu; þar mega engir þröngir ílokkshagsmunir ráða, heldur sameiginleg þörf almennings. Kópavogsbúar hafa í dag tækifæri til ‘þess að stuðla að þessari þróun á irikilvægan hátt. Þeir hafa á' ú'ndanförnum arum unnið þrekvirki með samliéldni, ofar öllum þrengri flokkssjónarmiðun'i Óháð samtök vinstri sinnaðra kjösenda ihafa haít meirihluta í hreppsnefndinni og sú samvinna hefur tekizt mjög vel, og þurfa Kópavogsbúar ekki annað en 'be-ra aðstöðu sína saman við úthverfi Reykjavikur til þess að sjá það á áþreifanlegasta hátt. En íhaldið sækir nú að Kópavogi með sínum venjulegu aðferðum með yfirstjórn úr Reykjavík. Það böolast sjálft af allri osrku en hefur jafnframt egnt til sprengiframiboða sem eiga að sundra einingu vinstri sinnaðs fólks. Og það vonast til þess enn sem fyrr að hagnast á sundrungu and- stæðinga sinna. . Það svar sem Kópavogsbúar gefa íhaidinu í dag mun hafa áhrif um land allt. Þeir hafa ekki-aðeins tækifæri til að tryggja áfram samhenta vinstri sinnaða stjórn í hrepps- féiagi sínu heldur geta þei.r stuðLað að því að sú sairivinna iháldsandstæðinga sem er að takast um land allt eflist og styrkist. Þess vegna munu ihaldsandstæðingar í Kópavogi ivlgja sér um G-lístann. Bágborin ferasts Stjórn Sjómannafélags Reykjavikur lýsir yfir því í greinargerð serr, birt er í blöðunum í gær að „ef kjör tog- avasjómanna yrðu verulega bætt og betur að sjómönnum hlúð af hálfu þess opinbera, varðandi einhver skattfríðindi og lækkun álagningar á hlífðarföt mundu nægilega rriargir islenzkir menn fást á togarana og væri þá innflutningur erlendra sjómanna algjörlega óþarfur til starfa á ]>á“. Þetta er vissulega rétt, en þetta eru engin ný sannindi. Þetta var allt jafn ljóst á síðasta hausti þegar samningarn- ir gengu úr gildi og höfðu stjórn Sjórrannafélags Reykja- víkur þá borizt itrekaðar kröfur frá sjómönnum um að verulegar kjarabætur vaeru óhjákvæmilegar. En hvernig brást stjórn féLagsins við? Hún hunzaði kröfur sjómanna. fékk „smávegis lagfæringar sjómönnum í vil“ — eins og hún orðar það sjálf í greinargerð sinni í gær —- og fram- iengdi svo samningana óbreytta í heilt ár! En þetta hrekkur ekki til. Á siðasta hausti lcallaði stjórn Alþýðusambandsins sarnan sjóonannaráðstefnu í Reykjavík. í sambandi við þessa ráðstefnu var auðvitað einsætt að síiórn Aiþýðusambandsins legði mjög fast að ríkisstjórn- inni að gera rsðstafanir til þess að bæta kjör sjómanna með skattafríðindum og öðrun:. hliðstæðum aðgerðum. Stjórn Alþýðusair:bandsin,s bar að vara ríkisstjórnina alvarlegn við þvi ástandi sem nú blasír við, og lýsa yfir því að ekki yrði heimilaður nexnn innfiutningur á erlendum sjómönnunr. til þess að búa við kjör sem íslenzkir sjómenn tel ja sér alger- lega ósarrboðin. En stjóm Alþýðusambandsins hafði sama frumkvæðið og stjörn Sjómannafélagsins — ekkert. Það eru íslenzk stjómarvöld sem bera ábyrgð á neyðar- ástandi því sem nú er í sjávarútvegsmálurr. með skefja- lausu arðráni á mikilvægustu atvinnugrein íslendinga. En stjórn Sjómannafélags Reykja\'íkur og raðamenn Al- þýðusarr.bandsins bera einnig sína þungu ábyrgð; þeir aðilar báðir vanræktu mikilvæg tækifæri á síðasta ári og stuðluðu þaimig beinlínis að því ástandi sem nu blasir við. Hvers vegna ekki heildsalar? í sama mund og heill her- skari vestrænna valdamanna sté hér á land til þess aö betrumbæta samningana um vemd þjóðarinnar, hvarf Bjami Benedlktsson í aust- urátt. Hafði þó verið að honum lagt að standa að hinni nýju sanmingsgerð sakir langvinnrar reynslu, en ráðherraim brosti góð- mannlega að vanda og kvaðst nú þegar hafa þeg- ið þvílíka virðingu af verk- iuil sínum á þessu sviði að öðrum ráðamönnum væri ekki of gott að hirða ó- skertan þann sóma sem enn kynni að vera aflögu. Flaug hann síðan tll Norðurianda í gervi menntamálaráðherra að hitta þarlenda starfs- bræður sína og ræða við þá norræna samvinnu um nýj- ungar í menningarmáium, iþvi ráðherrann hefur ekki hugsað síður gott til menn- ingarinnar en sjáifstæðis þjóðar siimar, og til hans má rekja margt það gem nýstárlegast .hefur orðið í þeim efnum síðustu árin, svo sem f jölþætta timaritaútgáfu um þau verk sem umtals- verðust eru talin í Banda- ríkjunum, þarient snið á kynferðislegri umgengni og menningarleik þann sem kall- aður er bingó. Herma fnegn- ir að ráðherranum hafi verið afburöa vel fagnað á Norður- löndum, og 4 því var vakin sérstök athygli að þetta væri í fyrsta sinn sem ís- lenzkur ráðherra ferðaðist til útlanda af áhuga á menn- ingunni, þótt ekkí hefðu þeir verið sporlatir til slikra ferða af öðrum tilefnum, □ Þessi norræna samvinna í menningarmálum hefur ekki enn birzt í verki, enda trú- legt að ráðherra vor hafi fremur verið veitandi en þdggjandi á því sviði, líkt og þegar hann skrifaði undir marsjallsamninginn. Hlns vegar stóðst það á endum að þegar ráðherrann flaug í austurátt frá vesíræuum valdamönnum hófst nýstár- leg norræn samvinna á öðr- um vettvangi. Það kom sem sé í ljós að svo feiknarleg verkefni höfðu hlaöizt á ís- lendinga, — bæði venjulegnr atháftiir þ;|f>ðarimiar og störf í þágu vestrænnsr menningar, frelsis og friöar, — að menn sáu ekki út úr því og höfðu engin tök á að leysa allt af höndum í senn. Var þá gripið til þess ráðs að senda neyöarkall tii þeirr- ar þjóðar sem nálægust er og skyldust, Færeyinga, en þeir brugðust drengilega við eins og vænta mátti, köstuðu frá sér verkefnum sínum og byrpast nú hingaú svo skipt- ir tugum og hundruðum. Eru þetta vissulega miklar fréttir og góðar, því vinnan skapar allan auð, og inn- flutningur á vinnuafli er margfált dvTmætari gulli því sem Rússar senda nú í strío- um st.raumum til vestrænna kapttalista og mest er rætt, um í blöðum. □ 4 En það er aðeins eitt sem vekur nokkra furou. Þcgar verkefnin hrönnuðust svo upp, að þjóðin komst ekki yfir þau, voru fiskveiðarnar lá.tnar sitja á hakanum, jafnt útgerð báta sem tog- ara. Þó er það svo að allar athafnir Islendinga cru und- ir því komnar að fiskur sé dreginn úr sjó og snæddur af öðrum þjóðum. Þaðan eru gjakie\rristekjumar runn ar og sá auður sem er afl annarra verkefna, jafnt heildsölu sem þeirra nýstár- legu menningaxrita sem Bjarni Benediktsson hefur eflaust sýnt norrænum staifsbræírum sínum með verðugu stolti. Og ekki stendur það þjóðinni fyrir þrifum að fiskur hrúgist svo ört á land aö ekki verði við neltt ráðið, heldur er éftirspurn nú meiri en ver- ið hefur um langt skeið og viöskiptnhallí var á síðasta ári yfir 400 milljónir; þaó þarf marga fiska í þá upp- ha?ð. Ef fiskurinn fær að synda óáreittur \dð strend- ur landsins þar til hann verður ellidauður, er ógn liætt við að það verðl an.n- arg háttar dauði sem veld- ur mannfóllcinu aldurtila. En engu að siður hafa stjómarvöldin sem sagt tal- ið fiskveiöar ómerkast verk- efni og hvimleiðast, tima- kaup við þau störf er ein- att tæpur helmingur þess sem tíðkast í landi, þrá.tt fyrir Óvenjulegt harðrétti og mikla áhættu. Og engar kröfur eru takiar eins óbil- gjamar af vaMamönnum og þær að borga sjórnönnum sæmilegt kaup. Hefur það verið mál útvegsmanna nokkur undanfarin ár að þeír hefðu engan veginn getað starfrækt skip sín, ef ekki hefðu verið kommúiiist- ar, sem af einhverjum ó- skiljahlegum þráa hafa hald- ið áfram að draga fiskiim úr sjónum, end& óhæfir til þess að vemda frelsið og menninguna á Keílavikur- flugvelli, og má þó telja líklegt að þar hafi elnnig komið tll einhverjar að- seedar og annaiiegar hvatir. En nú bætast, Færeyingar sem sagt í þeirn.i hóp. n Það er þetta sem hefur valdið ýmsum furðu, og ve’.t.a þeir nú fyrir sér hvers vegna blaðafregnir síðustu daga hafi ekki hljóðað eitt- livað á jxíssa. ieið; „Neýðar- ástand er nú í verzlurarmál- um vegna skorís á heiidsöl- um. Neytendasamtökin hafa snúið sér til ríkisstjórnarinn ar og krafizt þess að þegar í stað verði heimilaður ion- flutningur á Færevángum til að gegna heildsalastörfum, og hefur Vei’zlimarráð ís- lands faliizt á að óhjákvaimi- legt sé að verða við þeirri lieiðni um stundarsakir. Mim ríkisstjórnin veita innflutn- ingsleyfi fyrir Fære>-ingum til þessara starfa og eru þeir íyi’Stu þegar ,á leiðinni, en neytendasamtökin hafa sent mann utan til þess að fá fieíri Færeyinga. í sama skyni. Ástæðurnar til þe>ss- ara örðugleika eru þær að heildsalarnir hafa þjTpzt á sjóinn, bæðl 4 togara og báta, sökum þess að kaup er þar hærra og afkoma. örugg- ari en við ]>au störf sem þeir hafa annazt undahfarið. Hins vegar eru Færejing-ar nægjusamir og þurftariitlir' og iKunu fást til að sætta sig við þau kjör sem tiðkast við heildsölu hér á landL Þá hafa þau tíðindi eiiinig gerzt að menntamálaráðherra bef- ur hætt við mcnningarför 111 Norðurlanda og hafið i stað- inn störf 4 togai-a til að bæta fjárhag sinn, en wnir standa til þess að Færeying- ur fáist 1 ráðherrastól -í hans stað.“ □ Þcssi fregn er síður en svc fráleitari en þær sem við al- menningi hafa blasað undan- faraar vLkur. Þegar þjóðin kemst ekki yfir verkefni sin er vandinn sá hvað útundan skuli verða, hvað helzt sé hægt að fela vandalausum. Ilíkisstjórnin hefur valið fisk veiðarnar, og veit hiin þó fulivel að enginn þáttur at- vinaulífsins er mikiivægari. En þar verður arðránið einn- ig »ð vera stórtæhast til þess að tryggja heildsölum og öðrum miUlliðum hámarks- gróða. Ríkisstjóniin -væutii' þess að fære;>-Bkir sjómenn munl tryggja þá aðstöðu enn um sinn svo aö hægt sé að hakia áfram að skerða kjörin, eu þegar þeir hafa spillzt af þvi austræna eðli sem hér er landlægt kemuf rtVðin væiitanlega aó ððrum. Koma þá líkast. til næstir \ið sögu frændur okkar esfcimó- ar sem hafa veriö aldir upp \ið enjx minni þurftarfrékju en aðrir nágraiuiar. Og ef allt um þrýtur er hægt að leita til annarra vestrænna vinaþjóöa; þær hafa í ný- lendurn sínum nægilagt af fólki sem telur þaö eitt að fá að lifa óbllgjamasta. kröfu. En á meðan geta valdamenn haldið á ixam að vemda frelsi okkar og iýð- rseði en Bjami Benediktsson stundað utrxfarir í þágu menningar sinnar. Er þá til nokkui's Jf dreginn fisk- ur úr sjó. Q

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.