Þjóðviljinn - 14.02.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.02.1954, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 14. febrúar 1954 ^Selma Lagerlöf: KARLOTTA 21. ' leitan, því að hann hafði komið með þá skýringu að ' hann hefði legið í skóginum og sofið allan síðari hluta ' dags. Hann hlaut að hafa veriö mjög þreyttur, því að ' hann hafði bseði sofið af sér miðdegisverð og kvöldverð- 1 inn líka, sem ævinlega var framreiddur á prestssetrinu 1 stúndvíslega klukkan átta. Stóð svo vel á, að frú Sundler ' ætti ögn af brauði og smjöri heima við, svo að hann gæti ' sefað sárasta hungrið? ‘ Og það kom sér að frú Sundler var dóttir hinnar frá- ' bæru myndarkonu, Malvinu Spaak. Enginn gat sagt um ' hana að búshaldi hennar væri ábótavant og hún flýtti ' sér 1 búrið og sótti þangað bæði brauð, smjör og lika ‘ egg, flesk og mjólk. Og í gleðinni yfir því að Karl-Ártur leitaði til hennar ' sem gamall vinur, fékk hún aftur sálarró sína, svo að * hún gat sagt honum hve hrygg hún væri yfir að hafa ‘ látið særandi orð falla um Karlottu um morguninn. ' Vonandi hafði hann ekki haldið, að hún hefði viljað ' koma illu af stað milli hans og heitkonunnar? Nei, henni 1 var ljóst að kennslustarfið var líka fagurt og göfugt ' starf, en hún gat ekki að sér gert að vona, já biðja til ’ guðs á degi hverjum, að magister Ekenstedt yrði hér 1 kyrr sem prestur, úti á landsbyggöinni, þar sern fólkið var svo fjarri heiminum og hafði svo fá tækifæri til aö * hlusta á hið iifandi orð. 1 Karl-Artur svaraði því til, að það væri hans að biðj- : ast afsökunar. En annars þyrfti hún ekki aö iðrast orða 1 sinna. Honum væri nú ljóst, að forsjónin hefði lagt henni 1 þau á tungu. Þau hefðu verið honum til hjálpar og 1 vakningar. Síðan hafði eitt orð leitt af öðru og fyrr en varði ' var Karl-Artur búinn að trúa henni fyrir öllu því sem komiö hafði fyrir hann síðan þau skildust. Hann var svo yfirmáta hamingjusamur og gagntekinn undnm yf- f ir náð og miskunn guðs gagnvart honum, að hann gat ekki þagað, heldur varð að leysa frá skjóðunni við ein- ; hverja mannlega veru. Það var ein af dásemdum ' drottins, að Thea þessi Sundler, sem vissi frá móður 1 sinni svo ótal margt um fjölskyldu hans, hafði orðið á 1 vegi hans. ' En þegar frú Sundler heyrði minnzt á hina slitnu 1 trúlofun og hina nýju, þá hefði henni átt að skiljast, ’ að þetta hefði ólán í för með sér. Henni hefði átt að ’ vera ljóst, að Karlotta hafði af gáska og gremju svaraö 1 játandi spurningum heitmannsins um ást hennar á 1 biskupstigninni. Henni hefði átt að vera ljóst að sam- ' bandið við dalastúlkuna var enn svo lauslegt að hægð- 1 arleikur var að slíta það. ‘ En þegar maður hefur setið ár eftir ár og óskað þess * að fá að komast í samband við hrífandi ungan mann og ■Verða vinur hans og trúnaðarmaður, er þá hægt að ætlast til þess að maður tali við hann af skynsemi í 1 fyrsta skipti sem hann opnar hjarta sitt og afhjúpar 1 sál sína 1 návist manns? Ef til vill var ekki hægt að ' æfclast til annars af Theu Sundler en að hún gæfi hrifn- ingu sinni og samúð lausan tauminn og þætti ferðalag- f ið frá prestsetrinu og niður í þorpið feiknarleg hetjudáð. ' Og var hægt að krefjast þess af henni að hún reyndi að hvítþvo Karlottu? AÖ hún vekti athygli Karls-Arturs ; á því að Karlotta væri að vísu dugleg að stússast 'í mál- um annarra, en í einkamálum sínum væri hún oft mesti glópur? Nei, það var ekki hægt að krefjast þess. Vera má að Karl-Artur hafi ekki verið eins öruggur ' um sig og hann lét. Nokkur aðvörunarorð hefðu ef til vill gert hann hikandi. Dálítill ótti hefði ef til vill gert 1 það að verkum að hann hefði hætt við þessa nýju trú- lofun. En frú Sundler geröi ekkert til aö hræða hann ' og aðvara. Henni fannst þetta allt dásamlegt. Að hugsa ' sér aö þora að leggja örlög sín algerlega í guðs hendur! Að hugsa sér að uppræta ástmey sína úr hjarta sér til ' þess að geta fetað í fótspor Krists! Nei, Karl-Artur 1 var ekki varaður við. Þvert á móti var hann hvattur ' tii að halda áfram. Og hver véit? Ef til .yill var frú Sundler fullkomlega hreinskilin. Hún var rómantísk fram 1 fingurgóma. Og þetta var reglulegt ævintýri. Yfir þessu gat hún hrifizt. f allri frásögn Karls-Arturs var aðeins eitt sem gerði frú Sundler órólega. Hvernig gafc staðið á því, að Kar- lotta hafði gefið Schagerström afsvar? Fyrst hún var svo sólgin í veraldleg gæði eins og Karl-Artur fullyrti og frú Sundler var ekki að draga það í efa, hvers vegna hafði hún þá hafnað bónorði Schagerströms? Hvaða hag sá hún sér í því? En meðan hún var að brjóta heilann um þetta, rann allt í einu ljós upp fyrir henni. Hún skildi hvernig í öllu lá. Hún skildi Karlottu. Hún hafði leikiö djarfan leik, en Thea Sundler skildi hana. Karlotta hafði pegar í stað iðrazt afsvarsins og hún haföi sjálf viljað fá frelsi sitt aftur til þess að geta gefið hinum auðuga verksmiðjueiganda annað svar. Þess vegna hafði hún komið fram á þennan hátt, reitt Karl-Artur til reiði vitandi vits, svo að hann batt endi á trúlofun þeirra. Það var skýringin. Þannig lá í öllu saman. Þessa skýringu lét frú Sundler Karl-Artur heyfa, en hann vildi ekki tnía henni. Hún kom með skýringar og sannanir, en hann vildi samt ekki trúa hemii. En hún GlULf OC CAAtPSM Eg- hef ánægju af löngum göngiK ferðum — elnkum þegar þær evH famajr af fólki sem telcur sérstafc. lega á taugar mínar. (N.N.). Fó’kið var að taila um hunda, Einn vinur minn, sagði einn við- staddra, átti mjög gáfaðan hund, Nótt eina kom magnaður eldur upp í húsi vinar míns. Fólkið vaknaði og allt komst á ringul- reið. Hjónin hlupu þegar tii og björguðu börnunum út, vöfðunx innon í rúmfötin. Allt fólkið bjarg aðist út. En gamli hundurinn þaut til baka inn S logana. Brátt kom hann aftur irt, mikið sviðinn og brunninn. En hvað haldið þið að hann hafi borið í kjaftinum? Bruimtryggingarskjalið, vinir mín- ir, vafið innan í rakt handklæði. Háttvisi er það að kumia að lýsa. öðrum eins og þeir sjá sjálfa sig, CLlncoln). Skólastofa eftir heimsókn skemm darvarga Bandarísk vandrœðabörn Oft verða húsnæoisvandræði og slæm uppvaxtarskilyrði til að eyðileggja börn, leiða þau út í óreglu, rán og gripdeildir. En hvergi ber xneira á þessum vandamálum en í Bandarikjun- um. Þar er hægt með sanni að tala um óaldarflokka barna. Það eru börn á aidrinum frá 8—18 ára, flest 1Ó—12 ára, sem eru í þessum flokkum og þeir fyTÍrfinnast í velflestum stórborgum Bandaríkjanna, ef trúa má því sem Bandaríkja- menn skrifa sjálfir um þetta vandamál. troðinn undir fótum. Það sem einkennir þessar eyðileggingar er að þær rfrðast alveg út í bláinn; engu er stolið og hús- ið er eyðilagt aðekis vegna eyðileggingarinnar. „Glæpa- menjiirnir" reyndust vera börn. í annan tíma eru þa'ð skólar sem fyrir eyðiieggingunum verða, rúður eru brotnar, skóla- borðum veit um koll, pappír hvolft á gólfið og hann eyði- lagður, bílar eru eyðilagðir á þann hátt að lakkið er í’ispað með hnífum, dekkin skorin sundur, rúður brotnar, þakið eyðilagt. Kirkjugörðum er ekki hlíft að heldúr, legsteinum er velt um, blómabeð tröðkuð nið- ur. Einlægt reynast „glæpa- memiirnir" börn og yfirleitt er engu stolið. Mörg barnanna eru frá svokölluðum „góðum" heimilum. í greininni kemur í ljós að menn hafa ekki hugmynd um hvað gera á rið þsssi börn. Þetta eru engxn einstök tilfeili og fólki er ljóst að þáð éru íkki glæpahneigðir sem liggja að baki þessu atferli barnanna. ''töngu uppeldi er oftast kennt um. Því cr haldið fram að flest- ir bandarískir foreldrar van- ræki að kenna börnum sínum viríingu fyrír eigum annarra! Aðrar orsakir eru t. d. eigin- girni foreldranna, sem láta skemmtanir sitja í fyrirrúmi og börnin fá að eiga of mikið með sig sjálf. Einnig er minnzt á skort á leikvöllum og böniin fá fljótlega hatur á yfii’völdun- um vegna hinnar eilífu bar- áttu þeirra við lögregluna, sem rekur þau burt af öllum þeim stöðum sem þau reyna að leika sér á. Álirifin af siðspillandi kvik- myndum, hasarbiöðum og þrí- viddarmyndasögum eru einnig nefnd sem veigamikill þáttur og þess er getið að líf barn- anna sé tómt og innihaldslaust og þess vegna reyni börnin sjálf að skapa sér athurði og ævintýri og þá upphefjast eyði- leggingarherferðirnar. í langri grein í „Better hom- es and gardens" sem er sam- svarandi timarit Fálkamim eða Vikunni hjá okkur, er vanda- málið krufið til'mergjar og o.r- sakanna leitað. Þau dæmi sem nefnd eru, eru hræðileg. Sagt er frá húsi sem fjölskylda kem- ur að eftir ferðalag og þar er allt innanstokks sundurtætt og eyðilagt. Gluggatjöldin eru rifin í hengla, húsgagnaáklæðið skor ið sundur með hnífum, teppi eyðilögð með matvörum sem bornar eru inn úr eldhúsinu og klínt í teppin. Píanó barið sundur með hamrí og saxófónn Skemmdarvargamlr láta heldur ekki klrkjugarðana f friffi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.