Þjóðviljinn - 17.03.1954, Qupperneq 7
Miðvikudagur 17. marz 1954 — ÞJÓÐVTLJINN — (7
The Overreacher, A Study
of Christofer Marlowe;
By Harry Levin. Faber.
21 s.
Christofer Marlowe þekkja
fáir íslendingar nema af af-
spurn sem höfund verks um
Faust-sögnina, sem Göthe fór
um viðurkenningarorðum.
Engu að síður er hann eitt
öndvegisskálda enskrar tungu
Stórskáldið Swinburne kvað
meira að segja svo sterkt að
orði:
„Það mun vera torvelt að
skipa Christofer Marlowe of
háan sess eða ofmeta gildi
hans í forystusveit enskra
skálda. I hópi hinna fremstu
þeirra eiga ekki jafn margir
neinum eins miklar þakkir að
gjalda og Marlowe. Þá hafa
heldur ekki áhrif neins mikils
rithöfundar verið jafn eindreg-
ið og afdráttarlaust til góðs og
áhrif hans. Fyrstur, ef ekki
einn, manna beindi hann
Shakespeare inn á réttar
brautir í iist sinni. Hrynjandi
orðkynngi hans á sér engan
fyrirrennara í enskum bók-
menntum, en bergmál í íburð-
arfneiri, þó vart háfleygari,
samhljómum Miltons".*)
Þetta er djarflega mælt. En
víst er um það, að í heimalandi
Marlowe hefur kynslóð fram
af kynslóð látið heillast af
á huldu um Christofer Mar-
lowe.
Þessar fáu staðreyndir ögr-
uðu hins vegar bókmennta-
fræðingum, sem fýsti að svifta
frá hulunni, sem hvíldi yfir
æviferli hans. Snemma á þess-
ari öld tóku nokkrir fræðimenn
sér loks fyrir hendur að kanna
skjalasöfn og bréfa frá dög-
um Marlowe í þeirri von, að
þeir yrðu einhvers vísari um
hánn. Erfiðí þeirra var ekki
unnið fyrir gýg. Með þraut-
seigju tókst þeim að grafa
upp margs konar fróðleik um
Marlowe.
Sá fræðimanna þessara, sem
varð hvað mest ágengt, dr.
John Leslie Hotson, skýrði frá
árangri rannsókna sinna í bók
sinni The Death of Christofer
Marlowe, er gefin var út í
Lundúnum 1928. En niðurstöð-
ur allra þessara rannsókna
hefur prófessor Boas dregið
saman í hinu mikla riti sinu
Christopher Marlowe, A Bio-
graphical and Critical Study.
Að vonum efldist áhugi manna
á Marlowe að miklum mun við
rannsóknir þessar, og hafa all-
margar bækur verið ritaðar
um hann á síðustu tuttugu ár-
uro. Sú síðasta þeirra er til-
efni þessa greinarkorns.
Eitt af því fyrsta, sem fræði-
menn þessir komust á snoðir
varðhald, en hlaut skilorðs-
bundinn dóm og var látinn
laus að hálfum mánuði liðnum.
Thomas þessi Watson var líka
skáld, leikritahöfundur og þýð-
andi, en meira er ekki vitað
um kynni þeirra Marlowe.
Næstu fjögur ár skrifar Mar-
lowe leikritin The Jew of Malta,
The Massacre at Paris, Edward
II og Doctor Faustus. Sumarið
1593 gerðist það til tíðinda, að
ríkisráðið fyrirskipaði máls-
höfðun gegn og handtöku allra 1
grunaðra um guðleysi eða- ó-
kristilegar skoðanir í Lundún-
um og leit í híbýlum þeirra að
drykkjufélagar lians báru
siðar. Lauk henni svo, að sögn
þeirra, að Marlowe flaug á
einn þeirrá. Þótt hinir reyndu
að ganga á milli, veitti hann
í sjálfsvörn Marlowe þá áverka
með hníf fyrir ofan hægra
gagnaugað, að Marlowe beið
bana þegar í stað.
Réttur sá, er fjallaði um mál-
ið, féllst tafarlaust á vitnis-
burð drykkjufélaga Marlowe,
þótt hanp fengi hvorki staðizt
rökfræðilega né læknisfræði-
lega. Ymsir hafa þess vegna
leitt getur að því, að víg Mar-
lowe hafi verið pólitískt morð,
Faustus og Meflstofeles (djöfulllun). TréskurÖarmynd
úr útgáfu frá 1631 á harmleik Marlowe.
Haraldur
Jóhannsson:
Tvær bækur
■J''- ■ *íifV í- r-■>. 1 - - •' •'• . .. , ,v ,.
eða
Faust-sögnin að fornu og nýju
skáldskap hans, skilyrðislausri
afstöðu hans til viðfangsefnis-
ins, orðgnótt hans og andagift,
sem jafnan er mögnuð lifs-
þrótti.
I.
Til skamms tíma var fátt
eitt markvert, utan helztu ævi-
atriði, vitað um Christofer Mar-
:lowe. Hann var fæddur í
Kantaraborg 1564, sama ár og
Shakespeare, og var faðir
hans skósmiður að iðn. Að
loknu námi í lærðum skóla
í Kantaraborg, las hann við
háskólann í Cambridge. B.A.-
prófi lauk hann sennilega
1584, en M.A-prófi þrem árum
síðar. FyrSta leikrit hans,
Tamburiaine tlie Great, var
sett á svið 1587. Sex árum síð-
ar var hann særður til ólífis
í ryskingum á bjórstofu. Hann
lá þá undir grun um villitrú
og guðlevsi, og var ríkisráðið
í þann veginn að taka mál hans
til meðferðar. Flest annað var
*)Tilvitnun þessi er tekin úr
bók Sir Herbert Read: A Coat
of Many Colours, London,
1945; bls. 177. Línur þessar
styðjast meira við ritgerð Read
um Marlowe en bók þá, sem
er tilefni þeirra, þótt annarra
sjónarmiða gæti að sjálfsögðu
hér en þar.
um var, að Marlowe hafði
gengið í leyniþjónustu ríkis-
ráðsins skömmu eftir að hann
lauk B.A.-prófi. Af því starfi
fékk hann óorð á sig, og há-
skólaráðið í Cambridge þjóst
til að meina honum að ná
M.A.-gráðunni. Ríkisráðið
skarst þá í leikinn og gaf hon-
um þann vitnisburð, að hann
hefði leyst af hendi störf í
þágu lands síns með gætni og
fyrirhyggju. Marlowe var síð-
an veitt M.A.-gráðan með sér-
stakri tilskipan. Segir ekki af
fræðiiðkan hans eftir það.
Námi sinu hafði Marlowe
hagað sem undirbúningi undir
klerklegan embættisferil. En i
stað þess að láta vígjast hélt
hann til Lundúna. Misseri síð-
ar, haustið 1587, hafði hann
skrifað báða hluta Tambur-
laine the Great og fengið þá
leikna. Hann var þá aðeins 23
ára gamall.
Tveim árum síðar varð Mar-
lowe viðriðinn morðmál. Hann
hafði lent í áflogum við mann
einn, en dregið sig i hlé eftir
skamma stund. Þá hafði aftur
á móti félagi Marlowe, Thomas
nokkur Watson, ráðizt að mót-
stöðumanni hans með brugðn-
um korða og rýting. Maðurinn
tók til fótanna, en Watson elti
hann uppi og drap hann. Mar-
lowe var hnepptur í gæzlu-
bönnuðum bókum eða ritling-
um. Ef hinir ákærðu játuðu
ekki sök sína mælti ríkisráðið
svo fyrir, að þeir skyldu tekn-
ir til „pyntinga í Bridewell“.
Einn af þeim fyrstu, sem varð
fyrir barðinu á ofsóknum þess-
um var leikritahöfundurinn
Thomas Kyd. Undir pyntingu
sagðist hann hafa fengið að
láni hjá Marlowe bækling gegn
trúarbrögðunum, sem fannst
meðal bóka hans. Ríkisráðið
fyrirskipaði þá handtöku Mar-
lowe. Svarti dauði geisaði um
þetta leyti í Lundúnum og hafði
leikhúsum verið lokað. Mar-
lowe dvaldist um þær mundir
í Kent sem gestur Thomas
Walsingham, náfrænda Sir
Francis Walsingham, fyrrum
ríkisritara, sem þá var nýlát-
inn. Hann gerði ríkisráðinu
kunnugt um dvalarstað sinn.
Einhverra hluta vegna var
hann samt ekki tekinn hönd-
um, heldur sagt að halda kyrru
fyrir. Þar kann hann að hafa
notið gestgjafa sins. Hitt kann
lika að vera, að rikisráðinu
hafi ekki verið kappsmál að
draga þennan gamla erindreka
sinn fyrir dómstólana.
Nokkrum dögum síðar sat
Marlowe í ölkrá að sumbli við
fjórða mann. Þegar greiða
þurfti reikninginn, kom til
orðasennu milli þeirra, að
Kumpánar þessir voru allir
misyndismenn. Einn þeirra var
rrieira að segja spæjari í þjón-
ustu stjórnarvaldanna og í
þokkabót meinsærismaður með
tveggja ára fangelsisvist að
baki sér. En Marlowe þótti líka
grunsamlegur í augum samtíð-
armanna sinna. Almannaróm-
ur bar upp á hann bæði kyn-
villu og myntfölsun. Þann orð-
róm má þó vafalítið rekja til
þess, að um hann spunnust
hvers kyns hviksögur eins og
verða vill um afburðamenn,
sem ekki þræða troðnar slóðir.
Hinu verður samt ekki neitað,
að Marlowe var um flest barn
endurreisnarinnar og ekki
barnanna beztur.
II.
Að baki ákærunnar um „guð-
last og guðleysi“ fólst fleira en
orð þessi benda nú tií. Þau
voru samnefni þeirra megin-
strauma í andlegu lífi álfunn-
ar, sem þá voru að brjótast
fram, en hafa síðan rist dýpst
og risið hæst í menningu Ný-
aldarinnar: vísindaleg rann-
sókn á eðli hlutanna og lausn
mannsins úr viðjum hefðbund-
innar hugsunar. Tilraunir and-
legra og veraldlegra yfirvalda
til að stemma þessa strauma
settu svip sinn á lokaskeið end-
urreisnarinnar.
Marlowe hliðraði sér ekki
við að taka afstöðu til átaka
þessara. Hann var einn í hópi
þeirra manna, er Shakespeare
uppnefncli „Næturskólana“ í
Love’s Labour Lost. Mestur á-
hrifamaður i hópi þeim var
Sir Walter Raleigh. Þeir neit-
uðu að fallast á sköpunarsögu
Gamla testamentisins, skýrðu
kraftaverkin á eðlilegan hátt
og hinir djörfustu, meðal þeirra
Marlowe, munu hafa efazt um
guðdóm Jesú frá Nazaret og ó-
dauðleik sálarinnar. Þessar
rökræður „Næturskólans“
þykja hvorki róttækar né
. merkilegar á mælikvarða 20.
aldárinnar. í £á öaga vörðuðu
þær samt við ströngustu refs-
ingu. Einn kennaranna við þá
deild háskólans í Cambridge,
sem Marlowe las víð, var sak-
aður um villitrú og brenndur
á báli 1589.
Að öllum líkindum hefur
Marlowe ekki kynnzt sögninni
um Faust fyrr en vorið 1592,
er ensk þýðing birtist í Lund-
únum á þýzkri Faust-sögu, sem
gefin hafði verið út í Frank-
"furt am Maln nokkru áður,
Marlowe sá, að sögnin um
Faust var táknræn fyrir Ný-
öldina. Um leið og maðurinn
losnaði undan áhrifavaldi
kirkjunnar og skildist, að mað-
urinn er aðeins ábyrgur gagn-
vart manninum, tók hann að
vega og meta hlutina upp á
sitt sjálfdæmi. Hlutlæg rann-
sókn á eðli tilverunnar er upp-
spretta sannrar þekkingar, sem
aftur á móti hefur í för með
sér aukið vald yfir náttúrunni.
En vandi fylgir vegsemd hverri.
Þegar maðurinn ávinnur sér
frelsi, þarf hann að gera úpp
við sig, hvað sé eftirsóknar-
vert eða til hvers hann skuli
pota frelsi sitt. Um leið og lagt
er út á nýjar brautir, sækja
að efasemdir og steðja að
hættur.
í síðasta verki Marlowe, The
Tragical History of the Life
and Death of Doctor Faustus,
verður Faustus fulltrúi ótrauðs
hugar og þekkingarleitar, frels-
isins, en Mefistofeles fulltrúi
efasemda og hættu, freisting-
anna. Efni leiksins er lýst í
forleiknum. Þar er sagt frá
því, að Faustus hélt til há-
skólans í Wittenberg og varð
brátt manna lærðastur:
Till swoln with cunning, of a
self-conceit,
His waxen wings did mount
above his reach,
And, melting, heavens conspired
his over-throw;
For, falling to a devilish
exercise,
And glutted now’ with learnings
golden gifts,
He surfeits upon cursed
negromancy.*)'
Á öðrum stað í leikritinu er
gefið i skyn, eftir hverju
Faustus hafi verið að sækjast.
Faustus hefur komizt höndum
yfir stjörnukíki, sem þá er ný
uppfinning, og ætlar að fara
að kanna himingeiminn:
O, what a world of profit and
delight,
Of power, of honour, and
omnipotence,
Is promised to the studious
ratizan!
All things that move between
the quit poles
Shall be at my command:
emperors and kings
Are but obeyd in their several
prövinces,
Framhald á 11. siðu
*) ... unz þekkingin 0|
sjálísálitið stigu honum ti
höfuðs og liann hóf sig á vax
vængjum sínum hærra en hon
um yar óhætt og (vængir hans
bráðnuðu, þvi að (máttarvöld
liimnanna afréðu að steyp
honum í glötun; en hann- oJ
mettur á gullnum gjöfum læí
dómsins, greip til djöfullegr
bragða og tók að fást við sæi
ingar.