Þjóðviljinn - 06.04.1954, Síða 10
10) .— ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 6. apríl 1954
Sélma Lagerlöf:
KARLOTTA
LÖWENSKÖLD
63.
þér ef Karl-Artur gæti hjálpaö honum. Væri það ekki
dásamlegt?
— Jú, vissulega, telpa mín. Og bezt af öllu er, aö
þér finnst gaman aö sitja hér og horfa á fólkiö.
— Ég er aö hugsa um hvaö þaö segi viö hann og ég
. heyri í anda hvaö hann segir viö þaö.
— Já, þaö er rétt hjá þér. En ég held bara að gler-
augun hljóti aö vera inni hjá mér.
— Ef þetta heföi ekki komiö fyrir hefÖi allt verið
svo óskiljanlegt, sagði Karlotta. Þá heföi ég engin laun
fengið fyrir aö reyna að hlífa honum. En nú skil ég
hver tilgangurinn var.
Gamli maöurinn flýtti sér út. Unga stúlkan var næst-
um búin að koma út á honum tárunum.
— Hvað í ósköpunum eigum við aö taka til bragðs
með hana? tautað'i hann. Hún er þó ekki að ganga af
göflunum.
En þótt Karlotta fengi í ríkum mæli aö njóta sigurs
Karls-Arturs vix-ku dagana, hversu miklu meiri varð þó
ekki gleði hennar þegar sunnudagurinn rann upp.
Það var aragrúi af fólki á öllum þjóðvegum, rétt eins
og konungurinn hefði komið í heimsókn. Það var ó-
slitinn straumur af akandi og gangandi fólki. Augljóst
var aö fregnin um hinn nýja ræöustíl unga prestsins
haföi borizt um alla sóknina.
— Fólkiö kemst ekki allt fyrir í kirkjunni, sagöi
prófastsfrúin. Allir eru komnir sem vettlingi geta valdið
eins og sagt er. Bara ekki kvikni í þegar bæirnir eru
allir mannlausir.
Pi-ófastui-inn var dálítið kvíðandi. Hann fann aö trú-
arvakning var í uppsiglingu og hann hefði ekki haft
neitt viö þaö að athuga, ef lxann heföi verið sannfæröur
um aö Karl-Artur væri rétti maöurinn til aö viöhalda
þeim loga. En til þess að særa ekki Kai-lottu, sem var
í sannkallaöri sæluvímu, hafði hann ekki orð á kvíða
sínum.
Gamla fólkiö ók til kirkju, en aldrei kom til mála að
Karlotta yrði þeim samferða. Með föstudagspóstinum
hafði Karlotta fengið bréf frá ofurstafrúnni, þar sem
hún baö hana að hafa þolinbæöin í nokkrar vikur enn,
og þess vegna .haföi hún ekki notfæi’t sér leyfi Schager-
ströms til þess að’ afturkalla lýsinguna. Prófastshjónin
óttuöust að allt þetta fólk sem tilbað Kail-Artur gerði
eitthvað af sér tii Kai’lottu, og þess vegna ætluðust
þau til að hún yröi heima.
En ekki var vagninn fyiT horfinn sýnum en Karlotta
setti upp hatt, fór í kápu og lagði af stað til kirkju. Hún
stóðst ekki mátiö að hlusta á Karl-Artur messa á hinn
nýja og áhrifamikla hátt, sem hafði vakið hrifningu
allra. Hún gat ekki neitað sér um þá ánægju aö vei’ða
vitni að þeiri'i aödáun sem umlukti hann.
Henni tókst aö fá sæti í bekk aftai’lega í kii'kjunni og
þar beiö hún eftirvæntingai'full eftir því aö hann stigi
í stólinn.
Hún undraöist það hversu fi'jálslega hann talaði við
fólkiö. Það var eins og hann væri aö ávarpa þröngan
vinahóp. Hvert einasta orö hans var algengt og auö-
skilið’ og hann trúöi áheyrendum fyrir vandræöum sín-
um og sálarstríöi, eins og hann vænti þess aö hjá þeirn
væri hjálpar og leiðsagnar að leita.
Karl-Artur átti þennan dag aö leggja út af dæmisögu
Jesú um hinn ótrúa í’áðsmann, og Kai’lotta var kvíð-
andi hans vegna. Hún haföi heyi’t marga presta kvarta
yfir því að hún væri óljós og þungskilin. UpphafiÖ og
endirinn virtist ekki í samræmi hvort viö annað’. Form-
iö á dæmisögunni var svo samþjappaö og ef til vill var
það þess vegna sem nútíma fólk átti nær ómögulegt
með að skilja hana. Hún haföi aldrei heyrt hana út-
skýröa á viðunandi hátt. Hún hafði heyrt presta leggja
út af upphafinu og aðra presta tala um niðui’lagið, en
engan heyrt gera efninu sæmileg skil.
Sennilega hafa flestir í kirkjunni hugsað hið sama.
„Hann held'H' sér áreiðanlega ekki viö efnið,“ hugsuðu
menn. „Textinn er svo óþægilegur. Hann hefur það eins
og síðast liðinn sunnudag.“
En með dirfsku og áræði hóf ungi presturinn aö leggja
út af hinum erfiða texta, blés í hann innihaldi og dýpt.
ÞaÖ var eins og hann gæfi dæmisögunni hina uppruna-
legu fegurð og leyndardóm. Það var eins og þegar þveg-
in ei’u aldargömul óhreinindi af gömlu málverki og mað
ur stendur allt í einu frammi fyrir ómetanlegu lista-
vei’ki.
Karlotta undraðist því meir sem lengra leiö á ræð-
una. „Hvaðan fær hann allt þetta?“ hugsaði hún. „Hann
talar ekki sjálfur. GuÖ fær rödd hans að láni og talar
gegnum hann.“
Hún sá að prófasturinn sjálfur sat meö höndina viö
eyraö til aö missa ekki af neinu orði. Hún tók eftir því
aö þaö var einkum *eldra fólkið sem hlustaði hvað á-
kafast, — þaö fólk sem hallaðist að alvarlegum og tor-
skildum efnum. Hún vissi að eftir þetta dj’tti engum
í hug að segja að Kaii-Artur prédikaði fyrir kvenfólkiö
og hann ætti útlitinu vinsældir sínar aö þakka.
Allt var fullkomið. Hún var hamingjusöm. Hún bjóst
ekki viö aö hún ætti nokki-u sinni eftir aö öðlast því-
líka sælu sem á þessari stund.
Hið furöulegasta viö pi’édikun Kaiis-Artui’s var ef
til vill það, aö meðan hann talaði veitti hann folkinu
frið, og það var eins og allar áhyggjur og þjáningar
hyrfu bi’ott. Því fannst hann vera traustur og öruggur
leiðtogi. Þaö óttaðist ekki heldur fagnaði. Margir
strengdu heit í hjarta sínu, sem þeir leituðust af fremsta
megni við aö uppfylla síðarmeir.
Þó var það ekki sjálf prédikunin þótt fögur væri, sem
haföi rnest og bezt áhrif á kirkjugesti þennan sunnudag.
Það var ekki upplesturinn á lýsingarskýrslunum held-
ur. Skýrslan sem fjailaði um Karlottu vakti andúð en
OC GAMÞN
Einkar smávaxin stúlka var að
afgreiða mann, sem án efa hefur
vegið sín 250 pund, f!est þeirra
"þar sem mittið er á venjulegu
,, fólki. Manninn vantaði beiti en
vissi ekki hvaða lengd hann
þurfti, og dró stúlkan þá upp
málband. Andartak horfði hún
ráðalaus á minninn, en svo færð-
ist bros yfir andlit hennar og
hún sagði: Haldið hérna í end-
ann meðan ég hleyp í kring.
Tumi lit'i hljóp í veg fyrir ung-
an mann sem var að koma frá
systur hans. Eg sá þig kyssa
hana, sagði hann.
Það fór um unga manninn. Hann
þaggaði niður í Tuma og rétti
honum tiu krónur.
Tumi rétti honum fimm krónur
til baka og sagði: Hérna er fimm
kall. Eg tek alltaf sama gjald
fyrir að þegja.
írlendingur nokkur var nýkominn
heim frá New York og var í óða
önn að segja konu sinni og
börnum frá hinni risavöxnu stór-
borg og dró ekki af lýsingunum.
En pabbi, varstu ekki hraeddur
um að villast i þessari voða'egu
borg? spurði eitt af börnunum.
Hvað heldurðu að ég hafi verið
hræddur um það, þegar ég vissi
aldrei hvar ég var, svaraði pabb-
inn.
Skinn skd það vera
Ef mann drejTnir um pels,
en veit þó að draumar rætast
ef til vill aldrei, þá er það
stundum dálítil raunabót að
skreyta kjól með skinni. Það
jafnast að sjálfsögðu ekki á
við pels en það er þó spor í
rétta átt. Og það spor þarf
ekki að vera dýrt. Hægt er
' að nota skinneftirlíkingar.
1 slitna skinnafganga; sem hæg'
, er að bursta upp og klippa til
| Hið fjör’ega leópafTTaskinn
sem er sjaldnast raunverulegt
leóparðaskinn, er alltaf mjög
i tízku. Eftirlíkingin er köllui
ozelot, og það þarf ekki mikií
. í kraga eða uppslög á kjól eáis
og sýnt er á fj*rstu teikning-
unni. Dílótta skinnið fer vel
við marga liti, ekki sizt við
brúnt, grænt og dökkrautt.
Það fer ekki vel við blátt og
hæpið er að nota það vi'ð drapp
litað efni. Grunnliturinn á
þessum skinnum er mjög mis-
munandi og ef á að nota það
við drapplitað efni verður
grunnliturinn í skinninu að
vera í samræmi við það.
oniðið á kjólnum má ekki vera
of margbrotið heldur, því að
hið skrautlega skinn fer bezt
i látlausri flík, en þó er hægt
:<ð le\-fa sér að hafa vitt pils
á þunnum ullarkjól og laus-
rykkta blússu með hnöppum að
framan. Þetta er snotur kjóli
sem hægt cr að .nota við mörg
tækifæri.
Svarti kjóllinn er alger and-
stæða kjólsins á úndan. Harni
er sérkennilegur í sniði og það
þarf vel vaxna kotiu til að
bera hann með sóma. Það eru
skálínur í blússimni, ermarnar
víðar laskaermar, sem eru al-
veg þröngar um úlnliðinn. I
mittið er fast belti og pilsið .
er slétt og mjög þröngt. Það
sem gerir kjólinn sérkennileg-
an er röndótti skinnvasinn.
Svona zebraskinn er mjög í
tízku, það eru að vísu einkum
eftirlíkingar sem notaðar eru.
Þriðji kjóllmn er ekki mikið
fyrir augað, en þetta er hent-
ugur og snotur kjóll þegar
búið er að sauma hann. Hann
er fallegastur úr ljósu efni með
dökku skinni, hvort sem mað-
ur velur drapplitað efni og
dökkbrúnt skinti eða ljósblátt
eða grátt efni og svart skinn.
Skinnlíning er í hálsinn og of-
an á vösunum sem hafðir eru
á ská.
Ekki er ráð nema í tíma
sé iekið
Nú skuluð þið heyra hvaf er
nýjasta uppátæki bandarískra
brúðuframleiðanda. — Það er
brúða sem hægt er að mála og
henni fylgir mikið úrval af
snyrtivörum, t. d. varalitur,
púður, augnabrúnalitur seni
smyrja má á brúðuna. Þetta
má þvo af brúðunni og það er
hægt að mála hana upp aftur
og aftur. Það má segja, að
bandarískar telpur eiga
snemma að læra leyndardóma
snyrtingarinnar og enginn vafi
er á þ\d að te'pur hafa gam-
an af að snyrta brúðuandlit.
En ekki er víst að árangurian
verði alltaf jafn glæsilegur.
Ekki er að vita nema sumar
telpur taki upp á þ\d að má’a
kinnamar á brúðunni svartar
og gera tilraunir með rendur
Arr Ttóoív ó ormíA o