Þjóðviljinn - 08.04.1954, Side 8

Þjóðviljinn - 08.04.1954, Side 8
8) — ÞJÓÐVTLJINN — Pimmtudagur 8. apríl 1954 Skattafrumvarpið er blekking Framhald af 6. síðu. hlutar þeirra lagðir á eftir þeirri reglu að láta einstakl- inga greiða sem jafnast með hækkuðu vöruverði, þá er kom- ið lagt frá þeirri gömlu reglu að nota skattinnheimtu til þess að jafna aðstöðumun. Og nú þegar skattalögin eru tekin til nýrrar endurskoðunar, þá er aðalbreytingin sú að gera þenn an mun enn þá meiri. Það er árangurinn af starfi þeirrar nefndar er setið hefur á rök- stólum í tvö ár til að finna lausn á þessum málum. Skatta- og tollalög eru á hrífámikið tæki í höndum rík- isstjómar og þingmeirihluta. Þetta tæki er hægt að nota til að skapa fjárhagslegt réttlæti, en einnig til að skapa hróplegt ranglæti. Og hér er áreiðanlega stefnt að hinu síðamefnda. Á- stæðan er sú, að hér ræður valdastétt sem notar völd sín yfir ríkisstjórn og hluta Al- þingis til þess að ýta meira og meira af sér þeirri tegund op- inberra skattgjalda, sem eðli sínu samkvæmt er þó reynt að láta koma niður í samræmi við efnahag og tekjur, og beina þeim í stað þess að almenningi í formi vörutolls. Þess vegna er nú flutt á Alþingi stjómar- frumvarp samið af stjómskip- aðri nefnd til að lögfesta allt að þriðjungs lækkun á þeim 15 —16% hluta af skatt- og toll- heimtu ríkisins sem beinir skattar nema. Og ekki nóg með það. Dag eftir dag eru stjómarblöðin full af upphróp- unum og lofgreinum, um þær réttarbætur er landslýðnum séu nú boðnar með svona ráð- stöfunum. Ástæðan til þess að hægt er að bjóða almenningi slíkar blekkingar er sú, að ein- staklingurinn veit hvað hann greiðir margar krónur upp í þau 15—16% skattteknanna, sem beinir skattar nema, en hann íær ekkert um það að vita, hve margar krónur hann greiðir árlega upp í þau 75% skatttkeknanna, sem óbeinu skattamir og tollarnir nema. En hver maður sem þessar töl- ur les gengur ekki að því grufl- andi, að hjá stórum meiri hluta skattgreiðenda eru hinar síðar- nefndu krónur miklu fleiri. Enn þá síður getur einstakling- urinn fengið hugmynd um hve margar krónur hann greiðir í aukna verzlunarálagningu og aðra milliliðastarfsemi, sem einmitt skapast vegna hinna háu tolla sem ríkið tekur. Síðasta árið sem ríkisreikn- ingur er til yfir námu beinir skattar 50 millj. en óbeinir nærri 250 millj.. Hve mikið hafa þessar 250 millj. aukið dýrtíðina í land- inu á því ári? Ef almenningi í landinu væri það ljóst, hve mikið hinn almenni þjóðfélags- þegn greiðir af hinum 250 millj. tolla og óbeinna skatta, eins og honum er Ijóst,, hvað hann greiðir, af þeim 50 millj., sem innhéimtar eru með beinum sköttum, þá þyrfti ekki að bjóða fólki aðrar eins blekk- ingar eins og þær að hér sé um réttarbætur að ræða. Svo deila þeir um „heiðurinn“ Stjórnarflokkamir deila nú mjög innbyrðis um það,hvor eigi meiri heiður skilið fyrir þessa lagasetningu. Sýnir það að þeir treysta á skilningsleysi almennings á því, hver er hin raunverulega stefna í skatta- málum sem fylgt hefur verið í vaxandi mæli undanfarin ár, og nú virðist eiga að ná há- marki með þessum nýju skatta- lögum. Það er sú stefna að afnema að mestu gömlu regl- una um að einstaklingar og fyrirtæki greiði gjöld til hins opinbera í samræmi við tekj- ur sínar og eignir, en leggja þau í þess stað sem allra jafn- ast á einstaklingana og fjöl- skyldurnar, án tillits til efna og ástæðna. Þannig mun fjölmenn, fátæk barnafjölskylda í mörgum til- fellum þurfa að greiða jafnt til hins opinbera og fámenn efnafjölskylda. Slík verður af- leiðing þess, að stefna óbeinu skattanna og tollanna verður nú nálega alveg ríkjandi við á- lagningu ríkisútgjaldanna, en stjórnarflokkarnir keppast hvor við annan um heiðurinn af hlutverkinu. & ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Æílar ÍBR að vinna að því að félög sem hafa fleira en íþróttir á stefnu- shrá sinni fái tahmörkuð réttindi innan ISl? Styrkir frá Yfirlýsmg „I laugardagsblaði Þjóðvili- a-is 27. marz s.l. segið þé.r frá cvenjulegri kjötsölu á Illemm- torgi í Reykjávik og að kjöt- ið hafi værið frá Sauðárkróki. Að gefnu tilefni viljum vér taka fram að umrætt kjöt er oss með öllu óviðkomandi. ÍMéð þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, ■ pr. Kaupfélag Rkagfirðinga [ Sveinn Guðmundsson". Evrópuráðið hefur auglýst nokkra styrki, sem úthlutað verður á þessu ári til þeirra, sem rannsaka vilja málefni, er lúta að samstarfi Evrópuríkj- anna. Styrkirnir eiga að nægja til 3—8 má.naða og verður þeim úthlutáð frá 1. júlí 1954. Skilmálar eru þessir:: a) Styrkþegar séu þegnar aðildaríkis Evrópuráðsins. b) Umsækjendur skulu sanna hæfni sína til rannsókna, svo og færa rök að liæfileikum sínum til þess að kynna nið- urstöður rannsókna á prenti og/ éða með fyrirlestrum. c) Hljóti umsækjandi styrk skal hann skuldbundinn til þess að gera skýrslu á ensku eða frönsku um ni'ðurstöður rann sókna sinna. Skal senda skýrsl- una aðalskrifstofu Evrópuráðs ins áður en styrktíma lýkur eða í sfðasta lagi þrem mánuð- um síðar. d) Aðalskrifstofunni ber rétb ur til þess að birta skýrslur styrkþega. Styrkþegar mega stunda rannsóknir sínar heima eða er- lendis, en þess er óska'ð, að þeir noti hluta af styrknum til þess að kynna sér ýmsar Evrópustofnanir, svo sem Evr- ópuráðið, Briisselstofnunina, Beneluxsambandið, Efnahags- samvinnuStofnun Evrópu, kola- og stálsamlag Evrópu og aðr- ar stofnanir, sem komið ka.nn að verða á fót. Umsóknir skulu ritaðar á sérstök eyðublöð, sem fást af- hent í menntamálaráðuneytinu og sendast hingað fyrir 15. maí 1954. Það athugist, að ekki er víst, að neinn styrkur komi í hlut Islendinga. Valið er úr úm- sóknum frá öllum þátttökuríkj- unum, en styrknum ekki skipt milli landanna. (Frá Menntamálaráðuneytinu). 1 fréttum frá þingi iBR um daginn og sem komnar eru frá skrifstofu bandalagsins, er þass getið að vegna umsóknar íþróttadeildar stúkunnar Sóley um inngöngu í ÍBR, sem þó hafði dregið umsókn sína til baka í bili, hafi verið gerð á- lyktun sem samþ. var með 26:23. Er álvktun þessi á þá leið að þingið sé mótfallið því að í íþróttasamtökin séu tekin i. félög e'öa félagsdeildir er hefðu að höfuðstefnuskrár- atriði annað en íþróttir, en hins vegar yrði athugað hvort hægt mundi að veita slíkum félögum inngöngu í iþrótta- hrevfinguna með takmörkuð- um réttindum. I ársskýrslu ÍBR segir að stúkufélagið hefði gert allar þær breyti.ngar á lögum fé- lagsins sem framkvæmdastjórn ISÍ hefði óskað eftir. Samt sem áður álítur stjórn ÍBR að hér sé um að ræða aðild félags er hefur töluverða sér- stöðu, — og taldi rétt að at- huga umsóknina nánar og leggja fyrir ársþing. (Sbr ársskýrslu IBR). I lögum ISl 4. grein, er skýrt frá þvi hvernig félög ganga í íþróttasamtökin og hvaða skilyrði þau verða að uppfylla. Eftir þeirri grein hafði stúkufélagið uppfyllt öll skilyrði fjórðu greinar að áliti framkvæmdastj. ÍSl. Þetta mál þurfti því ekki að athuga nánar, framkvæmda- stjóm IBR gat þvi ekkert ann- að gert en mæla með umsókn- inni og að félagið væri tekið í bandalagið. Meðferð stjómar ÉBR á máli þessu hefur þvi ekki verið samkv. venjum um sama eftii. I kjölfar þessa máls og í tilefni af þvi kemur svo ályktun þingsins um það að það sé mótfallið því að í í- þróttasamtökin séu teknir aðil- ar sem hafa önnur höfuðstefnu- skráratriði en íþróttir. Nú er það vitað að allt frá stofnun Iþróttasambands íslands hafa gengið i sambandið félög sem liafa haft fjölda stórra og smárra mála á stefnuskrá sinni. Það eru og hafa verið félög í ÍSl sem hafa stundum lítið iðkað íþróttir en starfað mikið að öðrum málum til fé- lagslegs velfarnaðar. Getur ver- ið áð íþróttabandalag Rvíkur vilji láta þessi vera í ÍSl með takmörkuðum réttindum ? Er það hugsanlegt að Ung- ma.noafélögin í landinu myndu umyrðalaust fallast á þelssa nýju stefnu? — Það er alveg fráleitt, og enginn hugsaodi maður mundi ljá slíku fylgi. Eða er þáð ef til vill það að hér á i hlut stúkufélag sem örugglega myndi vinna mark- visst gegn drykkjuskap og beita áhrífum sínum í þá átt að íþróttafélögin færu að taka þan mál alvarlegar en verið hefur? Satt að segja væri það í samræmi við fyrri ályktanir þinga ÍBR í þessum málurn. 0’Brien byrjar með heimsmeti Belgía vann Hoiland 4:0 Belgía keppti fyrir stuttu landsleik í knattspyrnu við Holland og fóru leikar svo að Belgía vann 4:0. I hálfleik voru mörkin 1:0. . Bandaríski kúluvarparinn O’Brien er ekkert „blávatn". Á fyrsta keppnismótinu á þessu ári setti hann nýtt heimsmet í kúluvarpi, varpaði 18,28 m.! hvorki meira né minna. Að svo stöddu verður því þó ekki trúað að það sé bindindis- heit stúkunnár sem rasður. Hin raunverulega ástæða til þessarar furðulegu sam- þykktar eru hin smáborgara- legu sjónarmið þingfulltrúanna Hugur þeirra soýst fyrst og fremst um þetta síðasta atvik — eða íþróttadeildina í Sóley. Þar voru piltar sem leikið höfðu með nokknun félögum i bænum í keppni, þó þeir hins- Vegar hafi haldið hópinn í handknattleik og frjálsum í- þróttum og farið meira að segja íþróttaferð til Færeyja á s.I. sumri. Þessi félög gátu ekki hugsað sér að missa af 2-3 mönnum hvert. Þessir fulltrú- ar sem telja sig vinna að því að fá sem flesta til að taka þátt í íþróttum gátu ekki þol- að að þeir legðu menn til þess að stofna nýtt og síðar e.t.v. öflugt félag í höfuðstaðnum. Við þetta bætist svo að vara- samt þykir að fleiri kcmist í sjóði íþróttamanna í Reykjavík því að þá fái hinir minna, en á þá lund hafa rök fallið í um- ræðum um þetta mál. Svona smásmuguleg sjónar- mið eiga ekki að koma fram á svo virðulegu þingi sem þing ÍBR á að vera. Þau eru ekki í þeim anda sem forustu- menn íþróttanna telja sig vinna eftir. En það skín enn I gegn ein3 og raunar víðast hvar að það er keppnin, og þeir menn sem geta svo og svo mikið, sem svo mikill hluti hugsunar og orku snýst um. Það er því alveg fráleit stefna hjá meirihluta þings ÍBR að ætla sér að vinna gegn því að félög sem hafa fleira en í- þróttir á stefnuskrá sinni t.d. eins og stúkufélög, ungmenna- félög og trúarfélög en slík fé- lög eru með í íþróttastarfi t.d. Norðurlanda, fái aðild að í- þróttasamtökunum, Cambridge hefur uunið 54 siunum en Oxford 45 sinnum og 1N. róðuriun Það fór svo sem sérfræðing- ar höfðu spáð að Oxford mundi sigra í þessari viðureign slcólanna. Varð bátur Oxford- skóla fjóra og hálfa bátslengd á undan. Réru þeir vegalengd- ina á 20 mín. og 23 sek. en bezta tíma er náðst hefur náði Cambridge 1948, 17 mín. og 50 sek. Eftir þennan róður hefur Cambridge sigrað 56 sinnum en Oxford 45 sinnum, og Oxford vann fyrsta róðurinn 1829 með yfirburðum. Oxford vann hlutkestið og kaus að róa nær Surrey-bakk- anum og var það vinningur því báturinn fékk þar nokkurt skjól fyrir snörpum stormi af suðvestri sem gerði Thames- ána óslétta, þó sérstaklega þar sem Cambridge varð að róa. Fyrsta hálfan annan km. var róðurinn jafn og munurinn að- eins innan. við metra, en þá tóku Oxfordræðararnir að auka hraðann. Eftir 2y2 km. voru þeir komnir 2ýs m. á undan. Cambridge reyndi nú að fara nær landi og munaði minnstu hvað eftir annað að þeir rækju árarnar í land. Eftir að Oxford báturinn fór framhjá Hammer- smith-brúnni og beygði til suð- austurs tryggðu þeir sér sigur- inn með því að róa frábær- lega gegnum hið öldótta og úfna yfirborð Thamesfljótsins. Cambridge reyndi að auka hraðann og það tókst nokkuð en þó ekki svo að það ógnaði nokkumtíma sigri Oxford. Til gaman má geta þess að í liði Oxford voru fjórir Ástralíu- menn. — Til viðbótar þessari fré’tt úm viðureign þessara skóla í róðri má geta þess að nú alveg ný- lega kepptu þeir í frjálsum í- þróttum óg sigraði Oxford þar líka með 70 st. gegn 26 st.!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.