Þjóðviljinn - 25.04.1954, Side 11

Þjóðviljinn - 25.04.1954, Side 11
■"TnZSf' Framhald af 4. síöu. sónuleg — og þó að vissu leyti ópersónuleg — afstaða til al- þýðunnar og skoðunin á því hlutverki, sem henni beri að gegna í skáldsögu — mér liggur við að segja hlutskipti hennar í bók. Þér finnst sem- sagt, að ég geri alþýðuna of veika, ætli henni ekki nógu virðulegan sess, skapi ekki með henni þá samúð, sem æskileg sé. — En, vinur minn, ef við horfumst í augu við staðreynd- irnar, hver er þá útkoman? Ef við Ieggjum til hliðar „und- antekningar“ eins og þessi ó- gæfusömu hjón, hver er þá þroski, afstaða og framkoma alþýðunnar, þegar á reynir, og hvernig er skilningur hennar yfirleitt á því sem er henni sjálfri fyrir beztii? — Grunaðu mig ekki um vanmat á öllum þorra fólks, og því síður um illan vilja. En ég spyr: Hvaða afstöðu tekur mikill meirihluti t. d. á'kosningadaginn? Hvers vegna fylkir meginþorrinn sér um þá flokka, sem eru andvíg- ir honum sjálfum í eðli sínu? Hvar er skilningurinn, félags- þroskinn, ættjarðarástin? Þó er almenningur ekki háður of- drykkju eða trúargrillum; það vitum við vel. Ég geri ráð fyrir, að þér þyki forvitnilegt að heyra að „Sóleyjarsaga" endar einmitt örfáum dögum fyrir kosning- arnar sumarið 1953. Og aðdrag- andi þeirra kemur alls ekki lít- ið við söguna undír lokin; eða öllu heldur: afstaða söguper- sónanna til þeirra er ekki ó- merkur þáttur í lýsingu minni á þeim, og báðir vitum við vel nú, hvernig þær fórú. Þú segir réttilega, að höfuð- vandi skáldsagnagerðar sé að „láta viðhorf vegast á í ólíkum persónum, gera atburði að ör- lögum í lífi sögufólksins". En þú telur, að þennan vanda hafi mér ekki tekizt að leysa hér, nema að litlu leyti. Ég kem enn að þessu saraa: Býstu við, að það sé þegar Ijóst í hálfn- aðri sögu, hvaða örlögum jafnvel smæstu atburðir geta valdið? Auk þess segirðu, að atburðir þeir, sem ég tel upp í annálskaflanum „lifi ekki virku lifi í fólkinu“. Það finnst mér grunnfær skilningur; og sennilegt, að þú gerir þér ekki Ijóst hvers vegna ég þjappa slíkum staðreyndum einmitt saman í sérstakan kafla. Það væri vantraust á lesandann að ætla, að hann setti þær ekki ó- sjálfrátt í beint samband við persónur og atbúrðarás sög- unnar. Það er mín vissa. En svo kemurðu þessu næst að atriði, sem þér virðist, skilj- anlega, nokkuð sárt að þurfa að viðurkenna. Þú segir, að bókin sé „ekki vel _skrifuð“, en málið sé þó „að vísu klárt og kvitt“. Ég mun ekki láta eftir mér hér, tíma og rúms vegna, að fjölyrða um þetta atriði. Má og vera, að þú hafir að nokkru leyti á réttu að standa; að um þann hlut sé ég að svo stöddu ekki nógu vel dómbær objektivt. —- Þú segir, að stíllinn sé „snerpulítill, fátækur að blæ- brigðum og skáldlegri fegurð“. Varðandi þetta atriði gildir eitt í öllu því, sem ég skrifa, og er mér ekkert Ijúfara en að gera þá játningu: Stíll, orðaval og blæbrigði eru ætíð háð því, hvað það er sem ég skrifa um Smmudagur 25. apríl 1954 — ÞJÓÐVILJINN (11 Svar við ritdómi um Sóieyiarsögu hef sjálfur tamið mér? Nei, slíkt væri óþarfi, vinur minn, enda er ekki um það að ræða. Ég læt manninn, vísvitandi, tala rangt mál (eins og ég læt drenginn á bls. 163 segja „hitt- ustum“ í staðinn fyrir „hitt- umst“); og ég læt hann, vís- vitandi, fara með vitleysu þeg- ar hann talar um, að Jesú hafi vafið „fætur sínar næfrum, eins og stendur í passíusálminum...", því ég veit ofurvel, að það orðalag er hvergi til í neinum passíusálmi, heldur í kvæðinu „Sverrir konungur“ eftir Grím Thomsen. En við það gerðirðu heldur enga athugasemd. Ég hlýt að láta hér staðar numið varðandi andmæli mín við sérstökum atriðum í grein þinni, enda er víst allt upp talið. Þú segir réttilega, að hinn mjúki tími fyrirgefningar- innar sé liðinn. Mér er sjálfum ljóst, að það er hverju orði sannara. Og það sem meira er: mér þykir í aðra röndina vænt um það, að þú skulir hafa gagnrýnt bók eftir mig eins og þú nú liefur gert, þótt það veki mér furðu, eins og ég hef þegar sagt, livaða atriði þú gagnrýnir, með tilliti til þess, hvað þú gagnrýnir ekki, en margur myndi í fljótfærni og af vankunnáttu hafa látið sér verða að hneykslunarhellu. Ég skif það á þann veg, að þú gerir þér það yfirleitt ljóst, hversu hæpið er að dæma unr hálfnað verk, enda þótt þú virðist hafa gleymt því varð- andi sum atriði. Sömuleiðis af- sannar þessi dómur þinn þá leiðinlegu skoðun margra hing- aðtil, að þú skrifaðir aldrei annað er lof um ritverk mín, ýmist af pólitískum ástæðum eða persónulegum kunnings- skáp. Nú ætti sá misskilningur að vera úr sögunni, og er það ágætt út af fyrir sig. Ég læt nú þessi orð mín ekki verða öllu fleiri. Ástæðan fyrir því, að ég kaus að skrifa þér fremur en að tala við þig er sú, að ég taldi það á allan hátt heppilegri leið. Með þvi móti geturðu, vonandi, glöggv- að þig betur en ella á afstöðu minni, og auk þess er ekki víst, að ég hefði munað eftir öllu því, er ég vildi sagt hafa, hefði cg t. d. hitt þig af tilviljun und- ir erilsömum kringumstæðum. Og að fara að „svara“ þér op- inberlega kom náttúriega ekki til mála. Þetta bréf mitt er ekki annað en persónuleg orða- skipti og ekki ætlað öðrum en þér, en það er líka nóg. Svo kveð ég þig að endingu, j þetta sinn, og þakka þér fyrir. Við hittumst vonandi fyrr eða síðar og skiptumst á skoðununr, ef ekki munnlega, þá bréflega. Þinn vinur Elías Mar Garðastræti 17, Reykjavik NÍKOMNÍK kaffidúkar Fallegt úrval. HOLT Skólavörðustíg 22. Tækifæris- gjafir: Málverk, litaðár ljósmyndir, myndárammar. Innrömmum myndir, mál- Verk og saumaðár myndir. Setjum upp veggteppi. ÁSIR Ö, Grettisgötu 54, sími 82108 innincýaripfoi og hvað ég tel nauðsynlegt að bregða út af einföldu, snerpu- Iausu orðalagi í frásögn, lýsing- um eða samtölum. Eitt er Ijóst: að ég geri visvitandi tilraun til að skrifa hér á annan hátt, yf- irleitt, en t. d. í „Vögguvísu" eða í smásögum mínum. Mér finnst éfni, andrúmsloft og síð- ast en ekki sízt lengd sögunn- ar gefa beint tilefni til þess, jafnvel krefjast þess. Þó skal ég í lengstu lög viðurkenna, að mýmargt megi betur fara og vera orðað á listrænni hátt. Andmæli mín í þessu bréfi vona ég að þú takir ekki á þann veg; að ég álíti mig hafinn yf- ir álla gagnrýni; því fer svo fjarri. —- En svo bætirðu við: „Samtöl eru svipdauf og ó- markvís". Þessu mótmæli ég eindregið. Þú veizt vel, hvað ég hef gert mér far um að ná talmáli fólks, og að mér hefur oftast nær tekizt það betur en flest annað. Langflest orða- skipti í þessari sögu tel ég m. a. s. með því bezta og eðli- legasta í bókinni, enda þótt þau séu ekfci hnitmiðuð og þröng á sama hátt og i episkri frásögn eða drama. Hvergi eru persónur látnár tala eða skipt- ast á orðum, án þess að það miði að sérstöku \marki og til- ’ gangurínn sé augljós; eða finnst þér það t. d. í viðtali Sóleyjar og Bergs í 3. kafla, Sóleyjar og Aðalsteins kvöldið sem þau skildu, eða samtal húsbóndans og vinnukonunnar nóttina örlagariku? Það held ég geti varla verið. Éf um vafa- saman tilgang er að ræða í nokkru samtali bókarinnar, væri e: t. v. hægt að benda á lestur sþako’hunnar: í siðasta kaflanum. En einnig hann á eftir að sýna sinn tilgang. . ’ „Áherzluleýsi í húgstiíi1 og orðbragði" súmra kaílanna nefnirðu, án ’þess aðIílsýna dæmi. Ég hefði gaman, og jafn- vel gott, af því að vita betur, hvað þú átt við með því. Það kemur ekki fram í ritdómnum. Ég sé, að ég hef hlaupið framhjá athugasemd þinni varðandi kyn orðanna fótur og lýti. Um síðara orðið er það að segja, að ég veit ekki betur en það sé bæði til í karlkyríi og hvorugkyni, að m. k. í al- mæltu máli. Því miður hef ég ekki orðabók Blöndals við höndina. Og má vera, að þarna hafi ég gert skyssu fyrir van- kunnáttu sakir. — Öðru máli gegnir með orðið fótur. — þú munt hafa lesið bækur mínar allar og jafnvel fleira, sem ég hef ritað, og ættir að ganga út frá þvi sem gefnu, að ég-veit vel hvors kyns það orð er og myndi ekki hleypa því þannig frá mér sem beinni orðræðu, nema ef prentvillupúkinn gripi fram fyrir hendur mínar. Samt virðistu ekki vilja gera ráð fyr- ir þeim möguleika í þetta sinh, enda óþarfi. Ef ég vissi ekki, að þú skrifar ritdóminn af einlægni og án persónulegs kala í minn garð, myndi ég kalla þessa athugasemd þína sparða- tíning. Eða skilurðu e.t.v, ekki hvað ég er að fara á bls. 180, þegar ég læt ræðumanninn í heimatrúboðinu hafa fót kven- kyns? Gerirðu raunverulega ráð fyrir því, að ég hafi allt i eimu gleymt bæði málfræð- inni og þeirri málvenju, sem eg vvvwwwwwywtfwwwvwtfwwwwvvftwvftWAivwvww-'vwvMvvwwwwwft Sumaráætiun Pcm American Jlirwap - —5 *r . hefst 25. apríl og verður þanníg Áostur Vestar; Frá New York öll miðvikudagskYÖkl, i Keflavík alla fimmtudagsmorgna kl. 10.30, þaðan til Osló—-Stoklö- hóhns—Helsinki. yj * • Frá Helsinki alla þríðjudaga kl. 12.00 um Osló/Stokk- hólm til Keflavíkur kl. 19.45 sama dag. í New York næsta morgun kl. 5.00. DC6 i Clipper hóloftsflugvélor % með þrýstiloftsútbúnaði verða notaðar, svo óþægindi eru engin og súrefnisgrímur óþarf- -ar, þó flogið sé í 20.000 til 24.000 feta hæð fyrir ofan öll óveðursský. — I hverri flug- vél verða fyrsta og annað farrými. Á fyrsta farrými er komið fyrir „Sleeperette“ svefn- ^ stólum. Annað farrými er útbúið venjulegum sveigjanlegum „túrista“-sætum eins og hef- s ur verið undanfarið á áætlunarflugvélum, sem. flogið hafa um Keflavík. G. HELGASON & MELSTEÐ H.F. Símar: 30275—16444

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.