Þjóðviljinn - 01.05.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.05.1954, Blaðsíða 1
VerkalýSur og o/Jbýðo Reykjavikur! Sameinumst öll í gongu Fyrir friði, frelsi og bættum kjörum alþýðunnar Kröfugangan hefst frá Iðnó klukkan 2 1 dag fylkir islenzk alþýða enn eimi sinni liði og ber fram kröfur sínar um betra líf og bætt kjör. í dag ber hún fram kröfur sínar um atvinnuör- yggi, atvinnuleysistryggingar, nýjar íbúðir í stað óhæfra, sömu laun fyrir sömu vinnu, 40 stunda vinnuviku með óskertu kaupi og bætt kjör fyrir iðn- nema svo nokkrar helztu kröfurnar séu nefndar. í dag krefst íslenzk al'þýða þess að herverndar- samningnum verði sagt upp strax og ákvæði hans leyfa, að hernámsliðið fari af landi burt. íslenzk al- þýða heitir á þjóðina að koma í veg fyrir stofnun innlends hers, sem aldrei yrði nýtur til landvarna ‘heldur yrði stéttarher og kúgunartæki yfirstéttar- innar gegn íslenzkri alþýðu. Og íslenzk alþýða ber einnig í dag fram alþjóð- legar kröfur verkalýðsins, kröfur alþýðu allra landa um frið og skilyrðislaust bann við framleiðslu og notkun vetnissprengjunnar og annarra kjarnorku- vopna og allsherjar afvopnun. verða Eðvarð Sigurðsson ritari Dagsbrúnar, Jón Sigurðsson rit- ari Sjómannafélags Reykjavíkur. Ávörp flytja Þóró.lfur Daníels- son formaður Iðnnemasambands fslands og Guðjón B. Baldvins- son fulltrúi Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. í kvöld verða svo skemmtanir í 5 húsum: Iðnó, Alþýðuhúsinu, Breiðfirðingabúð, Þórskaffi og Tjarnarkaffi. Sameinumst öll í kröfugöngu verkalýðssamtakanna! AHir út á götuna 1. maí! Eðvarð Sigurðsson ritari Dagsbrúnar Jón Sigurðsson ritari Sjómannafél. Reykjavíkur Bandaríkin eru aigerlega að einangrast í Genf íslenzk alþýða vill einnig leggja sitt lið fram til þess að verkalýðurinn í öllum löndum sameinist í eitt voldugt heimssamband til eflingar friði og ör- vggi og bættrar afkomu alþýðunnar. Fréttaritari Rcuters segir bandarísku fulltriiana sárreiða yfir afstöðu Bretlands, Ástralíu og N- Sjálands til Indó Iíína og Kóreu — Dulles fer Fréttaritari Reuters á Genfarráðstefnunni símaði í gær, að fulltrúar Bandaríkjamanna þar líti méð vaxandi gremju og ugg á afstöðu Bretlands og brezku samveldislandanna til þeirra mála sem ráð- síefnan fjallar um: Indó Kína og Kóreu. — Þessi gremja þeirra ágerðist í gær eftir að Eden og Sjú Enlæ áttir langa viðræðu saman, þar sem sagt er að Eden hafi látið í ljós samþykki brezku stjórnar- innar við skiptingu Indó Kína. Hátíðahöldin hefjast með því að safnazt verður saman við Iðnó kl. 1,15 og búizt til kröfu- göngunnar undir fánum og merkjum samtakanna. Kröfu- gangan hefst kl. 2 og leika Lúðrasveit verkalýðsins og lúðra- sveitin Svanur í göngunni. Kröfugangan fer um sömu göt- ur og undanfarin ár: Suðurgötu, Aðalstræti, Hafnarstræti, Hverf- isgötu, Frakkastíg, Skólavörðu- stíg og Bankastræti en að henni lokinni hefst útifundur 4 Lækjar- torgi. Ræðumenn á útifundinum Þeir Eden og Sjú Enlæ rædd- ust við í hádegisveizlu, sem Molotoff hélt þeim í bústað sín- um í Genf. Fréttaritari Rauters segir, að i Genf vænti menn sér mikils af viðræðum þeirra og geri sér vonir um, að frum- kvæði Edens geti leilt til sam- komulags um Indó Kina. Hann bætir við, að bandarísku fulltrú- arnir reyni varla að leyna reiði sinni yfir því sem þeir telji und- anlátssemi Breta við kommúnista og það sé öllum ljóst, að Banda- ríkjamenn séu stöðugt að ein- angrast á ráðstefnunni. Brelar vilja skiptingu Fréttaritarinn segir, að það sé fyrst og fremst afstaða Breta til Indó Kína, sem vekur gremju Bandaríkjamanna. Bretar vilji fallast á, að landinu verði skipt á milli sjálfstæðishreyfingar Viet Minh og Frakka, en það mega Bandaríkjamenn ekki heyra nefnt. Aður hafa borizt óstað- festar fréttir þess efnis, að full- trúum Sovétríkjanna og Kína þætti slík tilhögun ekki fráleit. Önniir ágTciningsefni En það er fleira sem skilur, segir ReutersfréttaritaTinn. Hann segir, að Dplles hafi tekið því mjög illa að Eden sendi forsæt- isráðherrum brezku samveldis- landanna í Asíu, Indlands, Pak- istans og Ceylons, orðsendingu til Colombo, þar sem þeir sitja nú á ráðstefnu fimm Asíuríkja, og bauð þeim að gerast aðilar að samkomulagí um Indó Kína. Bandaríkjamenn mega ekki heyra nefnt, að Indland komi nokkurs staðar nærri samning- um um Indó Kína eða Kóreu. Þá hefur það einnig vakið reiði Dulles, að fulltrúar Ástra- líu og Nýja Sjálands í Genf hafa látið í ljós þá skoðun, að tillögur Nam Ils, utanrikisráð- herra Norður-Kóreu, um kosn- ingar í allri Kóreu, séu mjög at- hyglisverðar. Dulles hefur hafn- að þessum tillögum afdráttar- laust. Dulles fer hciin Dulles mun halda heim frá Genf á mánudag eða þriðjudag, en Bedell Smith, aðstoðarutan- ríkisráðherra tekur sæti hans. Sagt er, að Dulles hafi aldrei ætlað sér að vera lengur á Genf- arráðstefnunni, en télja má lík- legt að hin skyndilega heimför hans standi að einhverju leyti í sambandi við þann algera ósigur, er utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur beðið í Genf þegar fyrstu viku ráðstefnun)»ar. Verðiir unnið í Hvalfirði í dag? Þegar Þjóðviljinn var aö fara í pressuna barst frétt um paö að bandaríska hernámsliöiö hyggö- ist láta skipa upp olíu í Hvalfiröi í dag. Er Ijóst að fyrir hernámsliöinu vakir aö brjóta niöur venj- ur og reglur íslenzks verkalýðs. Þar sem fréttin barst svo seint var eklci hœgt að ná sambandi viö stjórn verkalýðsfélagsins í Hvalfirði til að fá nánari upplýsingar, en því verö- ur ekki að óreyndu trúað á félagsmenn Harðar í Hvalfirði að peir láti sig henda það að vinna fyr- ir hernámsliðiö 1. maí. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.